Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1990, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1990, Blaðsíða 23
FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1990. 31 Smáauglýsingar Fréttir ■ Bílar til sölu A''s*i»d* Ford Econoline E 150 Cargo ’85 til sölu, 6 dyra, 8 cyl. 302, sjálfskiptur, velti- stýri, cruise control o.fl. Fallegur bíll. Uppl. á Bílasölu Ragnars Bjarnason- ar, Eldshöfða 18, sími 673434. Glæsilegur Daihatsu Charade ’88 til sölu, litur ljósblár metallic., samlitir stuðarar, álfelgur, útvarp/segulband, tónjafnari, 4 hátalarar, ekinn 14 þús. km. Verð 530 þús., 450 þús. staðgreitt. Skipti á töluvert ódýrari bíl koma til greina. Uppl. í síma 11191. Honda Civic ’87 til sölu, gullfallegur bíll, ekinn aðeins 28 þús. km, hvítur, 3ja dyra, 5 gíra, sumar- og vetrardekk. Verð 570 þús., góður staðgreiðsluaf- sláttur. Uppl. í s. 91-52941 og 91-43743. R 6696 St. Regis til sölu. Verðlaunaein- tak. Uppl. í síma 91-14975 og 91-611438. ■ Þjónusta Tek aö mér alla almenna gröfuvinnu og snjómokstur. Uppl. í símum 75576 og 985-31030. Já... en ég nota nú yfirleitt beltið! ly yUMFEBOAR J Missið ekki af nýjasta Úrval kaupið það NUNASTRAX á næsta blaðsölustað Eigandi myndbandaleigu um rassíu lögreglunnar arið 1986: Ég vil fá úr þessu skorið með dómi „Ég vil fá úr þessu skorið með dómi. Annaðhvort telst ég sekur varðandi þessi myndbönd sem var lagt hald á eða ekki - ef ekki þá mun ég krefjast skaöabóta. Það er enginn sáttur við að hér sé ruðst inn og 15-20 lögreglumenn leggi hald á stóran hluta af myndbandalagernum. Auk þess tóku þeir á fjórða hundrað myndbanda sem voru ónýt í pappa- kössum. Við framvísuðum skoðun- arvottorðum frá Kvikmyndaeftirlit- inu svo og kvittunum frá skattstjóra og tollstjóraembættinu - en það breytti engu. Ég er því harður á því að leita réttar míns,“ sagði Þóroddur Stefánsson hjá Videohöllinni í sam- tali við DV. Þóroddur er einn þeirra eigenda myndbandaleiga sem í hlut áttu þeg- ar lögregla lét til skarar skríða í umfangsmikilli „rassíu” þegar lagt var hald á 14-15 þúsund myndbönd í desember 1986, samkvæmt beiðni dómsmálaráðuneytisins og samtaka rétthafa myndbanda. Þóroddur átti hátt í tvö þúsund myndbönd af þeim fjölda sem var lagt hald á, þar á meðal efni sem hann telur löglegt en er enn í vörslu Rannsóknarlögregl- unnar. Ekkert af myndböndum Þórodds eru klám- eða ofbeldisspólur. Eins og fram kom í DV í síöustu viku þá eru sektarrefsingar vegna um- ræddra myndbanda nú fyrndar. Engu að síður eru mál flestra þeirra aðila sem lögregla tók myndbönd af óafgreidd í dómskerfinu. Dómsmála- ráðuneytið vinnur nú að því að safna gögnum hjá viðkomandi lögreglu- stjóraembættum - meðal annars um hve mörg myndbandanna hafi verið gerð upptæk. Heimildir DV herma að eigendur muni fá verulegan hluta myndbanda sinna til baka sem var lagt hald á á sínum tíma. Ráðherra varð hissa „Ég sá það strax að Jón Helgason, þáverandi dómsmálaráðherra, gerði sér ekki grein fyrir því hvernig staö- ið var að þessum lögregluaögerðum. Þegar ég talaði við hann á sínum tíma sagði hann mér með foðurlegri röddu að þeir gætu ekki látiö okkur vaða uppi meö klám og ofbeldiskvik- myndir. Ég spurði þá á móti hvort hann teldi að Mjallhvít og dvergarnir sjö flokkaðist undir slíkt. Þá heyrði ég að honum brá enda virðist þessi umfangsmikla lögregluaðgerð hafa farið úr böndunum,” sagði Þóroddur. Þóroddur segir að sér hafl verið boðin dómsátt hjá ráðuneytinu og hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins MAU 0;;«sr, DtJ DV-mynd Ragnar Imsland Sjónum dælt úr Óskari Halldórssyni. Þegar mest var þurfti aö nota sex dælur. Óskar Halldórsson RE 157 rakst á sker: Sjórinn flæddi inn í lest skipsins Júlía Imsland, DV, Höfn: Mikil sjór flæddi inn í lestina á Óskari Halldórssyni RE 157 þegar skipið rakst utan í Hleinina, sker, sem er austan við Hvanney, á leið- inni inn til Hornafjarðar í gærmorg- un og gat kom á botn skipsins bak- borðsmegin. Þegar skipið kom að bryggju var slökkviliðið kallað út til að dæla úr því. Dælt var frá kl. 8.30 til hádegis með tveimur bílum slökkviliðsins. Þá jókst lekinn skyndilega mikið og varð að bæta við dælum. A tímabili voru notaðar sex dælur auk bílanna. Kafarar af skipi landhelgisgæsl- unnar, sem var statt utan við Horna- fjörð, komu ásamt mönnum með dælur og um kl. 16 kom Hrísey SF með loðnudælu og tókst þá að dæla mestöUum sjónum úr skipinu. Þá vildi svo illa til að glussaslanga að loðnudælunni sprakk og var dælan óvirk meðan gert var við hana. Á meðan streymdi sjór í skipið á ný og höfðu bílarnir ekki undan að dæla. Slagsíða kom á skipið og slengdist það utan í hafnarbryggjuna og við það klemmdust sogbarkamir á dæl- um bílanna saman. Þegar skipið færðist frá var haldið áfram að dæla en vegna slagsíðunnar á skipinu munaði vart nema 15-20 sm að sjórinn flæddi inn á millidekk og þá hefði getað farið illa. Þegar gert hafði verið við loðnudæluna og Hrísey gat dælt á ný tókst loks að tæma skipið. Meðan á þessu gekk unnu kafarar landhelgisgæslunnar ötullega að því að þétta skipið til bráðabirgða og síð- an munu starfsmenn Vélsmiðju Hornarfjarðar ljúka því verki þannig að Óskar Halldórsson geti siglt þang- að sem fullnaðarviðgerð fer fram. vegna myndbandanna sem var lagt hald á á leigum hans - aö mynd- böndin yrðu gerö upptæk en málið yrði síðan látið niður falla. „Ég neit- aöi slíku og spurði á móti hvort ég ætti von á því að það yrði ruðst aftur inn til okkar og við málaðir sem glæpamenn - auk þess sem lagt var hald á stóran hluta af atvinnustarf- seminni. Er réttarkerfið ekki mátt- ugra en þetta - bara tóm mistök. „Mér finnst ekki rétt að ganga að sáttum eftir það sem hefur gerst. Annaöhvort hefur réttarkerfiö burði til þess að skera úr þessu máli eða ekki - ef ekki með dómi þá mun ég krefjast skaðabóta vegna þess tjóns sem ég hef orðið fyrir,” sagði Þórodd- ur. -ÓTT Dalvlk: Árás á lögreglu- þjón kærð til ríkis- saksóknara Geir A. Guðsteinsson, DV, Dalvilc Mál fjögurra manna, sem veittust að lögregluþjóni fyrir utan heimili ' hans aðfaranótt 21. janúar sl„ hefur nú verið sent til ríkissaksóknara til frekari málsmeðferðar. Við yfir- heyrslur hefur aðeins einn fjór- menninganna staðið fast við þá stað- hæfingu aö lögregluþjónninn hafi notað kylfu á handjámaðan mann. Engin áverki fannst á þeim sem fyrir barsmíðinni átti að hafa orðið og hefur hann ekki treyst sér til að standa við þá fullyrðingu að lög- regluþjónninn hafi bariö hann í höf- uðið með kylfu. Einnig hafa allar fullyrðingar um að eiginkona lög- regluþjónsins hafi barið einn fjór- menninganna í höfuðiö með álskóflu verið dregnar til baka. Fárviðrið: Tjónið metið á um sjötíu milljónir „Bótaskylt tjón á svæði sem nær frá Gaulverjabæjarhreppi aö Höfn- um nemur alls milli 40 og 50 milljón- um króna. Þá er undanskilið tjón sem varð á Grindavíkurhöfn en menn geta sér til um að það geti numið um 20 milljónum," sagði Ás- geir Ásgeirsson hjá Viðlagatrygg- ingu íslands við DV. Tjónuppgjör vegna fárviðrisins, sem gekk yfir landið í janúar og kom verst niður á byggð við suðurströnd- ina, er á lokastigi. Fjöldi tjóna varö mflli 120 og 130. Fulltrúar Viðlagatryggingar halda til Eyrarbakka í dag og kynna tjón- matið. í þeim tilfellum þar sem það verður samþykkt munu tjónbætur verða greiddar á staðnum. Ásgeir sagðist búast við að heildartjónmati eftir óveðriö lyki alveg í næstu viku. Fyrir stjórn Viölagatryggingar liggm- tillaga um styrk vegna endur- byggingar sjóvamargarða við Stokkseyri og Eyrarbakka en Við- lagatryggingu er heimilt að styrkja fyrirbyggjandi aðgerðir. Talsmenn þessara tveggja sveitarfélaga voru sammála um að óveðrið í janúar hefði sannað mikilvægi sjóvarnar- garðannasvoummunaði. -hlh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.