Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1990, Blaðsíða 14
14
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SlMI (91 )27022 - FAX: (91 )27079
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1000 kr.
Verð I lausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblað 115 kr.
„Fáránlegt kjaftæði"
Hinn vinsæli forsætisráðherra upplýsti í blaðaviðtali
í gær, að það sé „svo fáránlegt, að það tekur engu tali“,
að ráðherrar skuh sæta hlunnindaskatti vegna notkun-
ar á bíl, sem ríkið lætur þeim í té. „Kjaftæði“ ríkisskatt-
stjóra um slíkt sé „fyrir neðan allar hellur“.
Ráðherrann upplýsti ekki, hvers vegna þessar reglur
voru settar á vegum ríkisstjórnar hans, úr því að ekki
var ætlunin að fara eftir þeim. Forstjórar úti í bæ hafa
yfirleitt heimilisbíl til snattferða og borga þó hlunninda-
skatt af bíl, sem fyrirtækið leggur þeim til.
Lengi hefur verið vitað, að forsætisráðherra er óná-
kvæmur í siðferðilegum efnum. Samt kemur á óvart,
að hrokinn í spillingunni skuh vera þvílíkur, sem kem-
ur fram í blaðaviðtalinu. Orðbragð forsætisráðherra í
garð heiðarlegra embættismanna er afar óviðeigandi.
Sérstaklega er þó eftirtektarvert, að þjóðin skuli vera
svo torlæs á spihingu, að hún styður hvað eftir annað
til valda stjórnmálamenn, sem vitað er, að ekki eru til
fyrirmyndar að siðferði. Meðan svo er, verður lítill ár-
angur af andófi stakra embættismanna og fjölmiðla.
Fyrirgreiðsla ráðherra gagnvart sjálfum sér hefur
komið fram í ýmsum myndum. Þeir fundu upp á að
láta ríkið greiða fyrir sig alla reikninga fyrir kostnað á
ferðalögum sínum í útlöndum, jafnvel þótt þeir fengju
líka sjálfir dagpeninga til að greiða þennan kostnað.
Að vísu komust embættismenn í það mál og fundu,
að ráðherrarnir létu tvígreiða fyrir sig sama hlutinn.
Afleiðingin var, að ráðherrar verða nú að greiða hlunn-
indaskatt af dagpeningum, alveg eins og ríksskattstjóri
vill nú, að þeir greiði af bílum, sem þeir fá að nota.
Frægustu dæmin um siðferðisskort ráðherra hafa
tengst umgengni þeirra við áfengi. Komið hefur í ljós,
að sumir þeirra, þar á meðal forsætisráðherra, hafa
mikilar birgðir ríkisáfengis heima hjá sér, og að aðrir
hafa haldið miklar afmælisveislur á kostnað ríkisins.
Athyglisvert er, að áfengisnotkun ráðherra í heima-
húsum vegna komu erlendra gesta er svo feiknarleg,
að ætla mætti að útlendingarnir hggi almennt undir
borðum, áður en yfir lýkur. Spurning er, hvort ekki
þurfi að hafa lækni á staðnum við slíkar aðstæður.
DV upplýsti í fyrradag, að ráðherrar skammta sér •
nokkrum sinnum betri lífeyrisrétt en aðrir starfsmenn
ríkisins. Ráðherrarnir safna á hveiju ári rétti til 6% af
launum sínum, en þingmenn 3% og aðrir starfsmenn
2%. Þetta kemur ekki fram í iðgjöldum ráðherra.
Með margvíslegum slíkum hætti smyrja ráðherrar á
tekjur sínar. Bifreiðahlunnindin nema eftir verðgildi
bílsins frá 35.000 krónum th 90.000 króna á mánuði.
Dagpeningahlunnindi hjá sæmilega ferðaglöðum ráð-
herra nema 80.000 krónum til 114.000 króna á mánuði.
Þyngst vega hlunnindin, sem ráðherrar afla sér með
sérstöðunni í lífeyrisrétti. Þau nema 117.000 krónum á
mánuði hjá venjulegum ráðherra og 138.000 krónum hjá
forsætisráðherra. Samanlagt nema mánaðartekjur ann-
ars hvers ráðherra 500.000 krónum eða meiru.
Verið getur, að ráðherrar eigi slíkar tekjur skilið
vegna mikilvægis starfa sinna. En ekki er hægt að sjá,
að þær eigi að skattleggja öðru vísi en aðrar rosatekjur
í þjóðfélaginu. Þær álögur, sem ráðherrar leggja á þjóð-
ina, eiga að leggjast eftir sömu reglum á þá sjálfa.
Þegar ráðherra grænna bauna kallar slíkt „fáránlegt
kjaftæði“ er tímabært, að þjóðin fari að hafa áhyggjur
af siðferði ráðamanna, sem hún hefur ahð sér við brjóst.
Jónas Kristjánsson
FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1990.
Skjölin á borðið
í nokkrum greinum hér í blaðinu
að undanfórnu hef ég hvatt for-
ystumenn Alþýðubandalagsins til
að eiga frumkvæði að hreinskilnu
uppgjöri við fortíð flokksins og fyr-
irrennara hans (Sósíahstaflokkinn
og Kommúnistailokkinn). Ég hef
hvatt þá til að segja allan sannleik-
ann um samskipti ílokks og flokks-
manna við einræðisstjórnir sósíal-
ista í Sovétríkjunum og Austur-
Evrópu.
Þessi samskipti fólust ekki ein-
göngu í gagnkvæmum heimsókn-
um og viðræðum heldur einnig
viöamikilli þjálfun íslenskra sós-
íalista í flokksskólum í Austur-
Evrópu og mjög liklega íjárhagsleg-
um stuðningi valdhafa austantjalds
við útgáfu- og áróðursstörf sósíal-
ista hér á landi (Þjóðviljinn, Mál
og menning o.fl.).
Til eru vafalaust hér á landi og í
Austur-Evrópu nákvæm skjöl og
önnur gögn um samskipti íslenskra
sósíalista við valdhafa austan-
tjalds. Hvorir verða fyrri til að
leggja þau fram, Austur-Evrópu-
menn eða íslenskir sósíalistar?
Uppgjör er óhjákvæmilegt
I mínum huga er uppgjör Al-
þýðubandalagsins við fortíðina for-
senda fyrir því að hægt sé aö líta á
það sem raunverulegan lýðræðis-
flokk. Og því fyrr sem alþýðu-
bandalagsmenn varpa af sér fjötr-
um fotíðarinnar því betra fyrir þá
sjálfa.
Margir hafa tekið undir þetta
sjónarmið í blaðagreinum upp á
síðkastið. Á fundi miðstjórnar Al-
þýðubandalagsins um síðustu helgi
kom í ljós að krafan um uppgjör
við fortíðina á nú einnig hljóm-
grunn í flokknum. Svonefndir Birt-
ingarmenn komu þar fram með til-
lögu þar sem hörmuð voru sam-
skipti fyrirrennara Alþýðubanda-
lagsins - Kommúnistaflokks ís-
lands og Sósíahstaflokksins - við
kommúnistaflokka austantjalds-
ríkja. Jafnframt var lagt til að gerð
yrði grein fyrir þeim samskiptum
sem félagar í Alþýðubandalaginu
heföu átt við fulltrúa einræðisríkja
Austur-Evrópu.
„Flokkseigendafélagið" svo-
KjaUaiiim
Guðmundur Magnússon
sagnfræðingur
nefnda í Alþýðubandalaginu brást
hart við þessari tihögu eins og fram
hefur komið í ítarlegri frásögn íjöl-
miðla af miðstjórnarfundinum.
Svavar Gestsson og félagar töldu
að verið væri að reyna að bola sér
úr flokknum og sverta ævistarf sitt.
„Núll-lausn“
Niðurstaðan varð sú að Birting-
armenn treystu sér ekki til að
halda tillögu sinni til streitu. Samin
var og síðar samþykkt ný tillaga
þar sem orðalag um þessi efni er
allt mildara og óljósara en í fyrri
tihögunni. Þar segir: „Miðstjórnin
hvetur til þess að fram fari hrein-
skihn og opinská umræða meðal
vinstrimanna um liðna tíð þar sem
dregnir verða lærdómar fyrir
framtíðina af bæði jákvæðum og
neikvæðum þáttum í sögu vinstri-
hreyfingarinnar.“
Hér er ekki minnst á Austur-
Evrópu eða Sovétríkin einu orði!
Ekki er heldur kveðið á um neina
forystu miðstjórnarinnar eða
manna á hennar vegum um „um-
ræðuna" sem fram á að fara. Hér
er því um hreina „núh-lausn“ að
ræða.
DV hefur eftir einum Birtingar-
manna sl. mánudag að sá félags-
skapur ætli sjálfur að standa fyrir
„frekari uppgjöri Alþýðubanda-
lagsins gagnvart fortíð sinni“. Með
því verður fylgst hvort þetta eru
orðin tóm eða raunverulegur
ásetningur.
Þögn Ólafs Ragnars
Athygli vekur að Ólafur Ragnar
Grímsson, formaöur Alþýðu-
bandalagsins, hefur ekki haft hug-
rekki til að taka einarða afstöðu í
þessu deilumáh innan flokksins. í
ræðu á miðstjórnarfundinum þorði
hann ekki að gera upp á mihi hinna
andstæðu sjónarmiða. Hann hefur
heldur ekki treyst sér til að svara
ítrekuðum fyrirspurnum í fjölmiðl-
um (m.a. frá höfundi þessarar
greinar) um fortíð flokksins. Lík-
lega óttast hann um framtíð sína á
ráðherrastól ef til uppgjörs kemur
í Alþýðubandalaginu.
Kannski óttast Ólafur Ragnar
einnig að hans eigin þáttur í sam-
skiptum við austantjaldsmenn
verði dreginn fram og gagnrýndur.
Upplýst hefur verið að fyrir nokkr-
um árum sat Ólafur að tedrykkju
með Ceausescu, hinum fallna ein-
valdi Rúmeníu, og reyndi að fá
hann í félag með sér til að berjast
fyrir heimsfriði. Hugmyndaflugi
Ólafs Ragnars eru sannarlega lítil
takmörk sett!
Ósanngjörn gagnrýni?
Þröstur nokkur Haraldsson
blaðamaður kvartar yfir því í Þjóð-
viljanum sl. laugardag að „hægri-
menn“ (þ.á m. undirritaður) hafi í
blaðaskrifum að undanförnu sýnt
vinstrimönnum eins og honum
mikla ósanngirni. „Þeir velja þær
skoðanir úr samtímanum sem auð-
veldast er að svara, eigna þær and-
stæðingum sínum og hakka þá svo
í sig,“ skrifar hann. Þröstur nefnir
sérstaklega skrifin um Austur-
Evrópu og eymd sósíahsmans.
Þetta er mikill misskilningur. Ég
hef t.d. sérstaklega hrósað þeim
mönnum í Alþýðubandalaginu sem
haft hafa forystu um uppgjör við
úreltar hugmyndir. Ég hef fagnað
því að þetta fólk vhl ganga í lið með
okkur sem viljum varðveita og
treysta lýðræði, frelsi og markaðs-
skipulag á Vesturlöndum.
Því miður kannast ég ekki viö að
Þröstur þessi Haraldsson hafi á
undanfórnum árum verið sérstak-
ur talsmaður hinna nýju viðhorfa
í vinstri hreyfingunni. Ég er
hræddur um að hann sé boðflenna
í þeim félagsskap. Vilji Þröstur
hins vegar sérstaklega reka af sér
slyðruorðið í þessu sambandi gæti
hann t.d. tekið til sérstakrar um-
fjöllunar og gagnrýni í Þjóðviljan-
um hugmyndasögu íslenskra sós-
íalista. Hann gæti tekið þátt í að
knýja á um hið mikilvæga uppgjör
sósíalista við fortíðina.
En það gerir hann áreiðanlega
ekki. Æth hann kjósi ekki frekar
að kvarta og kveina um vonsku
heimsins.
Guðmundur Magnússon
Svavar Gestsson menntamálaráðherra. - Taldi að verið væri að bola
sér úr flokknum og sverta ævistarf sitt - segir m.a. i greininni.
„Athygli vekur að Olafur Ragnar
Grímsson, formaður Alþýðubanda-
lagsins, hefur ekki haft hugrekki til að
taka einarða afstöðu í þessu deilumáli
innan flokksins.“