Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1990, Blaðsíða 32
F R ÉTT A S K O T 1 -Ð 1
62 • 25 • 25 1
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu Fýrir besta fréttaskotið I hverri viku greiðast 5.000 þá I síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við ist eða er notað I DV, greiðast 2.000 krónur. fréttaskotum allan sólarhringinn.
Frjálst,óháð dagblað
Ritstiórn - Augiýsingar - Áskrifft - Dreiffing: Sími 27022
FIMMTUDAGUR 15. FEBRUAR 1990.
Handboltahöllin:
Geðveiki
að byggja
hús fyrir
einn leik
- segir Da\áð Oddsson
Á fundi bæjarráös Hafnarfjarðar í
dag verða ræddar tillögur að bygg-
ingu íþróttahallar á nýju íþrótta-
svæði Hauka, Ásvallasvæði. Guð-
mundur Árni Stefánsson bæjarstjóri
segir að þær tillögur sem Hafnfirö-
ingar eru með séu ódýrari og geri ráð
fyrir ekki síður vönduðu húsi en
rætt hefur verið um að byggja í Kópa-
vogi. Guðmundur Árni segir að
Hafnflröingar séu alls ekki að fara í
^ samkeppni við önnur sveitarfélög
heldur sé eðlilegt að leita lausna á
þessu máli og hann segist ekki eiga
von á að þessum hugmyndum verði
hafnað fyrirfram.
Búið er að gera grunnteikningar
af húsi sem til greina kemur að
byggja á félagssvæði Breiðabliks í
Kópavogi.
Hver borgar hvað?
Jón Hjaltalín Magnítsson, formað-
ur Handknattleikssamhands íslands,
segir að ekki sé farið aö ræöa hvern-
ig kostnaöur við byggingu „þjóðar-
hallarinnar" muni skiptast og að það
verði væntanlega ekki gert fyrr enn
samstarfsaðili verði kominn með í
verkið. Jón segir að í ársbyrjun 1988
hafi verið rætt um að húsið myndi
kosta um 300 milljónir, framreiknað
til dagsins í dag er það um 480 miilj-
ónir króna. Jón segir að þær tillögur
sem rætt er um nú geri ráð fyrir að
byggja megi húsið fyrir þá upphæð.
Guðmundur Árni Stefánsson, bæj-
arstjóri í Hafnarfirði, segir að skipt-
ing kostnaðar við byggingu „þjóðar-
hallarinnar" sé órætt mál. Ekki náð-
ist til forráðamanna Kópavogsbæjar.
Davíð Oddsson borgarstjóri segir
að ekki sé mikill áhugi á að byggja
^slíkt íþróttahús í Reykjavík. Davíð
segir það véra geðveiki, að sínu mati,
að byggja slíkt hús fyrir einn leik. í
Reykjavík sé góð íþróttahöll og hún
dugi.
Davíð segist fagna því ef ríkissjóð-
ur og Kópavogsbær eru það - vel
staddir að þeir geti byggt húsið.
-sme
Enn innsiglað
Hús Bílaborgar hf. að Fosshálsi.l
var enn innsiglað í morgun vegna
vangoldinnar söluskattsskuidar.
Haraldur Jónsson, framkvæmda-
stjóri fyrirtækisins, sagði í morgun
3ð verið væri að vinna að lausn máls-
ins en gat ekki sagt fyrir um það
hvenær málið skýrðist. -JGH
LOKI
Fíladelfíumenn eru
eiginlega að prufa
lýðræðislegt guðræði!
Einar J. Gíslason mætir andstöðu í söfnuði sínum:
Stjórn Fíladelfíu
verður að víkja
Stjórn Fíladelfíusafnaðarins yröi eftirmaður en það fékkst ekki hann lýsti því yfir að hann ætlaöi
verður öll að víkja síöar í mánuðin- samþykkt. Varð niðurstaðan sú aö að sitja áfram í stjórninni var því
um eftir átakafund i söfnuðinum í eftir viku verður haldin leynileg mótmælt. Var á endanum sam-
skoðanakönnum um valið á Haf-
gærkveldi. A fundinn, sem var lok-
aður, mættu um 150 manns. Þar
var tekist á um hver yrði næsti
forstöðumaður safnaðarins en Ein-
ar J. Gíslason hefur ákveðið að láta
af því embætti. Innan safnaðarins
eru deildar meiningar um hvernig
staðið skuli að vali forstöðumanns
sem og um menn.
Einar J. Gíslason haföi lýst því
yfir fyrir fundinn að hann ætlaði
að tilnefna manninn. Á fundinum
lagði hann til að Hafliði Kristinsson
liða þannig aö söfnuðurinn geti
sagt já eða nei við því hvort hann
vill hann.
Tillaga um leynilega kosningu
mílli Hafliða og Garðars Ragnars-
sonar, sem er fulltrúi andstæðinga
Einars í söfnuðinum, var hins veg-
ar felld. Var talað um að láta „guð-
ræöi“ ráða í stað lýðræðis til að
koma í veg fyrir sundrungu.
Einar J. Gíslason mætti harðri
andstöðu á fundinum og þegar
þykkt að öll núverandi stjórn yrði
að vikja um leiö og nýr forstöðu-
maður tæki við embætti.
Þá var einnig samþykkt að setja
reglur um val á forystumönnum
safnaðarins en engar slíkar reglur
en nú við lýði. Heimildarmaður DV
á fundinum sagði að þetta væri í
fyrsta sinn sem almennir safnaðar-
menn risu upp gegn leiðtogunum
og krefðust breytinga.
Blaðaprent:
Alvarleg bilun
- Pressan kom ekki út í morgun
Alvarleg bilun várð i prentsmiðju
Blaðaprents hf. í nótt. Utlit er fyrir
margra daga stopp. Búið var að
prenta Tímann, Þjóðviljann og Al-
þýðublaði þegar bilunin varð. Ekki
reyndist því unnt að prenta Pressuna
i morgun. Blaðaprent hugðist í morg-
un fá blöðin prentuð annars staðar á
meðanábiluninnistendur. -JGH
Kuldaleg öku-
ferð I bæinn
Lítil fólksbifreið með ökumanni og
þremur farþegum í rann út af þjóð-
veginum og valt á toppinn skammt
frá Hvolsvelh í gær. Toppurinn lagð-
ist saman og rúður brotnuðu í bíln-
um. Enginn slasaðist.
Bílnum var velt aftur á hjólin. Öku-
maður og fleiri hjálpuðust síðan að
við að rétta toppinn með því að
spyrna honum upp aftur. Ökumað-
urinn ók síðan bílnum framrúðu-
lausum til Reykjavíkur og var það
að sögn lögreglu kuldalega ferð.
-ÓTT
Ólafur Pétur Sveinsson hjá Vinnslustöðinni með loðnu úr Kap.
DV-mynd Omar
Kratar og Borgarar:
Búnir að samþykkja
Þingflokkar tveggja stjórnarflokka
samþykktu þegar í gær niðurskurð-
artillögur ríkisstjórnarinnar. Að
sögn Eiðs Guðnasonar, þingflokks-
formanns Alþýðuflokks, var sam-
þykkt á þingflokksfundi í gær að vísa
málinu aftur til ráðherra flokksins
til afgreiðslu. Þá sagði Guðmundur
Ágústsson, þingflokksformaður
Borgaraflokks, að niðurskurðurinn
hefði verið samþykktur á þingflokks-
fundi í gær. Einnig átti formaður
íjárveitinganefndar, Sighvatur
Björgvinsson, von á að nefndin sam-
þykki tillögurnar lítt breytar.
Framsóknarmenn og Alþýðu-
bandalagsmenn ætla að skoða tillög-
urnar nánar og aftók Margrét Frí-
mannsdóttir, þingflokksformaður
Alþýðubandalags, ekki að einhverjar
breytingartillögur yrðu gerðar af
þeirra hálfu. Hún sagöi hins vegar
að menn gerðu sér fulla grein fyrir
því að þessi niðurskurður yrði að
eiga sér stað.
Að sögn Alexanders Stefánssonar,
fulltrúa Framsóknar í fjárveitinga-
nefnd, munu fjárveitinganefndar-
fulltrúar flokksins fara yfir tillög-
urnar ásamt ráðherrum flokksins
yfir helgina. Sagðist Alexander ekki
eiga von á miklum breytingum en
hjá heilbrigðisráðherra er mesti nið-
urskurðurinn, 262 milljónir.
Það kom fram í máli þeirra þing-
manna sem DV ræddi við að ánægja
meö kjarasamninga gerðu það að
verkum að menn vildu síður hreyfa
við þessum niðurskurðartillögum.
-SMJ
Hrygna fyrir Japani
Ómar Garöaisson, DV, Vestmannaeyjum:
Loönubáturinn Kap VE landaði í vik-
unni 400 tonnum af loðnu hér í Vest-
mannaeyjum í frystingu og var það
fyrsta loðan sem fryst er á þessari
vertíð. Frystihúsin í Eyjum skiptu
aílanum á milli sín og gekk vel að
frysta en heldur þótti loönan smá.
„Ekki beint spennandi hráefni,“
sagði Ingi Júlíusson, verkstjóri í
Vinnslustöðinni.
Japanir, sem eru aðalkaupendur
frystu loðnunnar, vilja hafa hana
stærri en hrognafylling er orðin næg
og það er einmitt hrygnan sem Jap-
anir sækjast eftir.
Loðnugangan er nú alveg komin
að Eyjum og í gær voru bátarnir að
kasta upp í harða landi við Heimaey.
Veðrið á morgun:
Hæg-
viðri og
frost
Á morgun verður fremur hæg
suðaustanátt og víðast skýjað á
iandinu. Á Austurlandi verður
norðaustanátt með smáéljum á
annesjum. Hitinn verður undir
fróstmarki, 2-6 stig.
NÝJA
SENDIBÍLASTÖÐIN
68-5000
Úti að aka
í 40 ár
BÍLALEIGA
v/Flugvallarveg
91-61-44-00