Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1990, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1990, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 26. MARS 1990. Fréttir Nýir kennarar ráðnir að meiriprófum án þess að hinum sé sagt upp: Okkur var sýnd lítils- virðing og dónaskapur - segja kennaramir og vanda forstöðumanninum ekki kveðjumar Guðjón Andrésson, nýr forstöðumaður meiraprófsnámskeiðanna, sést hér, fyrir miðju, taka við bréfi frá Eyjólfi Guðmundssyni, t.v., og Guðjóni Einarssyni, báðum kennurum við meirapófin. DV-mynd Brynjar Gauti „Við teljum að okkur hafi verið sýnd lítilsvirðing og dónaskapur sem ekki sæmir stofnun sem þess- ari. Viö erum ráðnir sem kennarar og starfsmenn við meiriprófin til maíloka en er meinað að koma inn í húsið. Við höfum aldrei fengið uppsögn í hendur en engu að síður er búið að ráöa nýja kennara að námskeiðunum. Hinn nýi yfirmað- ur hefur hagað sér nánast eins og hann hafl veriö yfir okkur hafinn, ekki kynnt sig eins og venja þykir þegar nýir yfirmenn taka við og varla haft fyrir því að kasta á okk- ur kveðju. I þau skipti sem við höf- um átt orðastað við hann hefur við- kvæðið ávallt verið: Hér er það ég sem ræö. Hann er þama eins og þetta sé hans einkafyrirtæki," sögðu þeir Guðjón Einarsson, Karl Valdimarsson, Eyjólfur Guð- mundsson og Halldór Halldórsson, kennarar og starfsmenn við meira- prófsnámskeiðin, í samtali við DV. Þeir kennarar og starfsmenn meiriprófanna, sem ráðnir höföu verið til að annast þau í vetur, mættu til að setja nýtt námskeið í húsnæði meiriprófanna við Duggu- vog á fóstudag. Þegar þangaö kom var Guðjón Andrésson, nýr for- stöðumaður meiriprófanna, þar fyrir ásamt nýjum kennurum og meinaði þeim inngöngu í húsið. Hafði hinn nýi forstööumaður þá ráöið nýja kennara aö námskeið- unum án þess að segja hinum upp. Þeir telja sig hins vegar vera ráðna áfram. Reyndar hefur ráðning kennara við meiriprófin verið munnleg frá ári til árs en í bréfi Ingimundar Eymundssonar, deild- arstjóra hjá meiriprófunum, sem séð hefur um ráðningar, segir að alltaf hafi mátt treysta þessum samningum. í bréfi frá Gunnari Gunnarssyni, framkvæmdastjóra Starfsmanna- félags ríkisstofnana, vegna fyrir- spurnar um uppsagnir segir frá meginréglum um uppsögn vinnu- samriings, Þar segir meðal annars að uppsögn skuli vera skrifleg og tilgreina skuli ástæður hennar. Engum af þessum reglum virðist hafa verið fullnægt í þessu til- viki. „Ekkert við okkur að tala“ „Hann sagði að þangað færum við ekki inn en svaraði að öðru leyti engu. Hann kallaði okkur reyndar inn í kompu og spurði þar hvað við værum að gera þarna. Við sögð- umst vilja halda okkar samning sem gilti til maíloka en hann svar- aði því til að hann hefði ekkert við okkur að tala. Við afhentum hon- um bréf þar sem ráðningarskilmál- ar okkar eru staðfestir af Ingi- mundi Eymundssyni, deildarstjóra í meiriprófunum, en hann hafði ekki fyrir því að lesa það.“ Að sögn kennaranna er mál þetta allt hið undarlegasta en alls ekki lokið af þeirra hálfu. „Deildarstjóri prófdeildar hætti um áramótin vegna aldurs og þá var Guðjón Andrésson ráðinn í starf forstöðumanns af flokksbróð- ur sínum, dómsmálaráðherranum. Það leiö þó langur tími áður en viö áttuðum okkur á til hvers hann hafði verið ráðinn. Síðan höfum við verið að heyra utan úr bæ að hann vantaði kennara þar sem við vild- um ekki kenna. Það er tómt rugl,“ sögðu kennararnir. Einn þeirra, Guðjón Einarsson, segir sig hafa verið beittan órétti og ofríki og hefur sent bréf til Óla Guðbjartssonar dómsmálaráherra. í þvi bréfi er lýst atviki þar sem hann var viðstaddur próftöku 9. mars, rúmum tveimur mánuöum eftir að Guðjón Andrésson tók við. Vildi Guðjón sem kennari fá prófin til yfirferöar, eins og venja væri til, áður en þau væru send próf- dómara, hinum nýja forstööu- manni. Spurði forstöðumaöurinn þá hver Guðjón væri, hann hefði ekki kynnt sig. Guðjón sagði að yfirmaður stofnunar hlyti að eiga frumkvæði af því að kynna sig en var þá svarað með því að störfum hans við meiriprófin væri lokið. „Mér sýnist augljóst að fram- koma af þessu tagi sé ekki samboö- in forstöðumanni ríkisstofnunar og tel fullvíst að þótt yfirmaður stofn- unar geti ráðið fólk og sagt því upp störfum þá hljóti það að eiga að gerast á siölegri máta en hér varð raunin," segir í bréfinu. í lok bréfs- ins er undirrituð stuðningsyfirlýs- ing sex félaga hans hjá meiripróf- unum. Þá þótti þeim kennurum skrýtið að forstöðumaöurinn hefði ráðið son sinn sem kennara. „Ég hef unnið hérna í 26 ár og þykir agalegt aö sjá þegar mjög hæfum kennurum er sagt upp störfum án sýnilegrar ástæðu. Ég þekki góða kennara þar sem ég hef samanburðinn eftir þennan tírna,“ sagði Karl Valdimarsson. -hlh Guðjón Andrésson, forstöðumaður Bifreiðaprófs ríkisins: Þessir menn eru mér alveg óviðkomandi „Þessir menn sem þú talar við hafa aldrei unnið hjá mér. Þeir eru mér gjörsamlega óviðkomandi. Það er bara ráöið í hvert námskeið fyr- ir sig þannig að þetta eru stunda- kennarar," sagði Guðjón Andrés- son, forstöðumaður Bifreiðaprófs ríkisins, við DV. - Eru þessir menn ekki ráðnir til maíloka? „Nei. Það hefur enginn ráöning- arsamningur verið gerður." - Nú segir í bréfi frá Ingimundi Eymundssyni aö á hverju hausti hafi veriö ráðnir menn til vors. „Þú verður að athuga að Bifreiöa- eftirlitið er lagt niður núna. Ég tek við nýju fyrirtæki sem heitir Bif- reiðapróf ríkisins. Ég er aö taka við meiriprófunum núna en þessir menn gerðu kröfu til þess að hafa sömu yfirmenn og áður. Það er til- hneiging til þess að framkvæma breytingar þegar nýir menn taka við og ég er alveg óbundinn af þess- um mönnum í því. Þeir hafa heldur aldrei óskaö efti vinnu hjá mér.“ - Hefur mönnunum verið til- kynnt á skýran hátt um þessar breytingar? „Það er á vegum Guðna Karls- sonar og ég veit ekkert um það.“ - Nú kemur þú inn um áramótin. Af hverju er þetta fyrst að koma upp núna? „Þeir Guðni og Ingimundur voru með námskeið í gangi og kláruðu þau. Ingimundi var sagt upp störf- um á fimmtudaginn. Nú er ég að byija með mín námskeiö og ráða til þess menn. Ráðuneytiö samein- aði meira- og minnapróf og ég kom inn 11. janúar. Þá var samið um að Guöni og Ingimundur kláruðu sitt. Ef mennirnir hafa ráðið sig hjá Guðna og Ingimundi er það þeirra að segja þeim upp. Ég taldi ekki við hæfi að blanda mér í það. Það ætti annars ekki að hafa farið framhjá þessum mönnum að nýtt fyrirtæki er tekið við. Ég endurréð þá sem báðu um vinnu hjá mér en þessir hafa aldrei talaö viö mig. Þeir urðu bara reiðir þegar ég kom til og þetta leiðindamál kom upp á dögunum og vildu ekki tala við mig.“ Guðni sagði að það gilti ekki um þessa menn að þeir yrðu að vera endurráðnir til hins nýja fyrirtæk- is þar sem þeir hefðu aðeins verið ráðnir til eins námskeiðs í einu. Svo yrði áfram varðandi nýja kennara. Aðeins prófdómarar væru fastráönir og þeir hefðu allir verið endurráðnir hjá hinni nýju stofnun um áramótin. -hlh Ófærð í Mývatnssveit: Kisilgurinn komst ekki i skip Kísilgúrverksmiöjan í Mývatns- „Þetta veldur mörgum kaupend- árum og er nú helsta samgöngu- sveit hefur verið innilokuð vegna um okkar óþægindum því þeir leiðin til Húsavíkur. Það er löngu snjóa og tókst þvi ekki að koma 300 liggja ekki með birgðir. í versta kominn tími á endurbætur á hon- tonnum af kísilgúr í skip á laugar- falli missum við kaupendur því við um og hefur lengi legiö fyrir að það dag. Þetta er í annað sinn í vetur erum í harðri samkeppni við aðra yrði gert en alltaf stranda fram- sero þetta gerist. í fyrra sinníð framleiðendur víöa um heim. Víö- kvæmdir á íjármagnsleysi. Hann hlóöst kísilgúrinn upp og lá við skiptamenn okkar í Evrópu eiga teppist á ákveönum stöðum og yrði vandræðaástandi vegna plássleys- frekar bágt með að skilja þetta þvi vandalaust að halda honum is. Venjulega er skipað út einu ástand enda komiö vor hjá þeim opnum ef tekið yröi á því atriði sinni í viku um borð í strandferöa- fyrir löngu,“ sagöi Róbert Agnars- Vegagerðarmenn hér eru allir af skip á Húsavík sem flytur kísilgúr- son, framkvæmdastjóri Kísilgúr- vilja gerðir en þvi miöur er tækja- inn suöur tíl Reykjavíkur og þar fer verksmiðjunnar, við DV. kostur þeirra lélegur og svæöið hann í áætlunarskip. Ef tapast ein f gær voru Reykjadalur og Mý- stórt sem halda á opnu “ ferð verður að bíða í eina viku eftir vatnsheiðimokuðenekkiKísilveg- .jj þeirri næstu. ur. „KísUvegur var lagður fyrir 23 Mývatnssveit: Símasambandslaust við alla sveitina Á laugardag bilaði símakerfið við símstöðina í Reykjahlíð með þeim afleiðingum að sveitin varö síma- sambandslaus í nokkrar klukku- stundir. Áð sögn Þórarins Ólafsson- ar, svæðisumsjónarmanns Pósts og síma á Húsavík, tókst að laga sima- sambandið til bráöabirgða og veröur fullnaðarviðgerð reynd í vikunni. Orsök sambandsleysisins var bilun í fjölsímasambandi úr stöðinni í Reykjahlíð til Húsavíkur. A laugardag leit út fyrir að viðgerö- arflokkar yrðu að fara í Mývatns- sveitina á vélsleðum en helstu vegir innan sveitarinnar hafa verið meira og minna ófærir síðan um áramót. Hins vegar tókst að gera við sam- bandið á símstöðinni á Húsavík. „Þegar ljóst var að ekkert var aö í símstöðinni sjálfri og rafmagn í lagi vissum við að bilunin lá í fjölsíma- sambandinu," sagði Þórarinn Ólafs- son. -JJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.