Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1990, Qupperneq 6
6
MÁNSUDAGUk k \ÍARSÍégÁ
Fréttir
Sænski blaðamaðurinn og metsöluhöfundurinn Jan Guiilou 1 viðtali við DV:
Njósnasögur byggðar
á reynslu höfundar
Blaöamaðurinn og metsöluhöfundurinn Jan Guillou í Norræna húsinu á
laugardag þar sem bækur hans um njósnarann Hamilton voru kynntar.
DV-mynd Hanna
Níu árum eftir aö Jan Guillou,
umdeildasti blaðamaður Svíþjóðar
og metsöluhöfundur, sat í fangelsi
dæmdur fyrir njósnir í kjölfar upp-
ljóstrana um njósnastarfsemi leyni-
þjónustu sænska hersins var honum
veitt eftirfór af norsku öryggislög-
reglunni í Osló. Hann sendi henni
langt nef en fékk um leið hugmynd-
ina að því að skrifa njósnasögur.
„Ég vissi ekki hvaðan á mig stóð
veðrið þegar ég varð var við eftirfor
norsku öryggislögreglumannanna
þegar ég kom út af hótelinu sem ég
dvaldi á. Ég hélt að samskiptum mín-
um og öryggislögreglumanna væri
löngu lokið en ákvað að gera eftirför-
ina að góðri æfingu fyrir þá,“ sagði
Guillou við blaðamann DV sem
ræddi við hann um helgina. Hingað
kom Guillou í tilefni kynningar á
bókum hans.
Guillou lýsti því hvemig hann
hefði farið inn í stórmarkað til að
gera lögreglumönnunum erfitt um
vik. Hann gekk út frá því sem vísu
að þeir ætluðu að fylgjast með því
hvort hann hefði samband við ein-
hvem. „Og þá datt mér í hug að rugla
þá í ríminu. Ég fór að máta hanska
og setti svo gráan í bunka með brún-
um og svo öfugt. Svona til að þeir
héldu að þetta ætti að tákna eitthvað
eða að skilaboð væri að finna í þeim
hönskum sem ég heföi mátað. Svit-
inn fór að boga af lögreglumönnun-
um þegar þeir eltu mig á milli deilda,
meira að segja í undirfatadeild
kvenna,“ sagði Guillou og var greini-
lega skemmt við minninguna. „Og
ekki gátu þeir farið úr frökkunum
því þeir vom með labbrabbtæki inn-
an á sér sem þeir þurftu að dylja.
Ekki gat orðið af fundi mínum og
kunningja míns vegna veikinda dótt-
ur hans þannig að ég ákvað aö snúa
heim til Stokkhólms, eftir að hafa
gamnað mér með norsku öryggislög-
reglunni í heilan dag. í kaffiteríunni
á flugvellinum keypti ég mér dagblöð
til að reyna að komast að því hvort
ég gæti séð í þeim eitthvert tilefni
þess að mér var veitt eftirfór. Eitt-
hvað mikilvægt hlaut aö vera á seyði.
í blöðunum sá ég að von var á ísra-
elskri sendinefnd til Oslóar daginn
eftir og ég haföi pantað herbergi á
sama hóteli og sendinefndin."
Langt nef
Guillou ákvað að gera gys að örygg-
islögreglumönnunum sem auðvitað
höföu elt hann inn í kaffiteríuna.
Reyndar höföu þar orðið vaktaskipti
því þeir em ekki látnir hafa næga
peninga til að geta setið yfir. heilh
máltíð, eins og hann sagði. „Þeir sem
fyrir vom gátu ekki lengur setið yfir
kaffibollunum sínum án þess að það
yrði áberandi og nýir voru teknir
við. Ég gerði hring utan um fréttina
af komu ísraelsku sendinefndarinn-
ar, lét blaðiö falla niður á borð þeirra
nýkomnu og gaf þeim langt nef. í
flugvélinni á leið heim fékk ég hug-
myndina að því að skrifa njósna-
sögu.“
Guillou velti því fyrir sér hvernig
öryggislögreglumennirnir myndu
greina frá viðureign sinni við hann.
Líklegustu niðurstööu norsku örygg-
islögreglunnar taldi hann verða að
með eftirfórinni heföi tekist að koma
í veg fyrir aðgerðir af hans hálfu.
Hann fékk löngun til að lýsa vinnu-
brögðum öryggislögreglunnar þar
sem þemað væri: Hver er sannleikur-
inn?
Njósnir sænska hersins
Vinnubrögðin þekkti hann sannar-
lega vel eftir að hafa verið yfirheyrð-
ur af sænsku öryggislögreglunni í
sex mánuði í kjölfar uppljóstrana
sinna um njósnastarfsemi leyniþjón-
ustu sænska hersins. Hann kynntist
hugsanagangi starfsmanna öryggis-
lögreglunnar og gerði sér grein fyrir
bakgranni þeirra. Þekkingu sína gat
hann notað í skrifum njósnasagn-
anna.
Það var árið 1973 sem IB-málið svo-
kallaða kom fram í dagsljósið í
vinstra blaðinu FIB/Kulturfront. IB
er skammstöfun á informationsbyrá
sem þýðir upplýsingaskrifstofa. Und-
ir því nafni gekk leynileg deild innan
leyniþjónustu hersins. Engir vissu
um tilvist þessarar deildar nema
Palme forsætisráðherra og yfirmað-
ur sænska hersins. Meö rannsókn-
um sínum höföu Guillou og annar
blaöamaður komist að því að deild
þessi fylgdist með starfsemi vinstri
sinnaðra samtaka í Svíþjóð.
Öryggislögreglunni hafði sam-
kvæmt lögum verið bannað að fylgj-
ast með slíku, meðal annars í kjölfar
skrifa Guillou um starfsemi hennar.
Auk þessara ólöglegu njósna sinnti
þessi deild leyniþjónustunnar einnig
eigin samskiptum við erlend ríki.
„Vegna afstöðu sænskra stjóm-
valda til Víetnamstríðsins hafði
sendiherra Bandaríkjanna í Svíþjóð
verið kallaður heim og sömuleiðis
sendiherra Svíþjóöar í Bandaríkjun-
um. En það var sænskt sendiráð í
Hanoi og þær upplýsingar sem bár-
ust frá því voru seldar bandarísku
leyniþjónustunni CIA. IB-deildin
vann einnig með ísraelum og seldi
þeim upplýsingar um Palestínu-
menn.“ Uppljóstranir Guillous
leiddu meöal annars til breytinga á
stjórnarskránni. Guillou var hins
vegar dæmdur í eins árs fangelsi fyr-
ir njósnir.
Sterk réttlætiskennd
Þetta vom reyndar ekki fyrstu
uppljóstranimar á blaðamannsferli
Guillous, ferli sem byrjaði glæsilega.
Hann haföi farið í lögfræðinám þar
sem hann taldi það bestu leiðina til
að berjast fyrir réttlæti. Vegna sárrar
reynslu í bemsku var réttlætiskennd
hans sterk. „Það má eiginlega segja
að ég hafi fæðst á ríkismannsheim-
ili, þar var þjónustufólk og einkabíl-
stjóri. Móðir mín, sem var norsk, og
faðir minn, sem var franskur, skildu.
Móðir mín giftist aftur, Svía, sem
misþyrmdi mér og sóaði fé móður
minnar. Ég misþyrmdi honum hins
vegar þegar ég var orðinn nógu stór.
Þegar móöir mín losaði sig loksins
við stjúpföður minn voram við næst-
um því orðin fátæk.“
Guillou hafði verið á heimavistar-
skóla þar sem ríkti mikið ranglæti
og eftir að hann haföi tekið ákvörðun
um aö skrifa greinar og selja til að
fjárm'agna nám sitt fór hann til skól-
ans sem blaðamaður. Umfjöllun
hans vakti gífurlega athygli, alhr
fiölmiðlar skrifuðu um málið og skól-
inn var búinn aö vera. Þetta þótti
honum, þá 22 ára, stórkostlegt. Með
einni blaðagrein hafði honum tekist
að gera það sem hann hafði taliö að
myndi taka hann allt lífið sem lög-
fræðingur.
Nokkru seinna fór hann til norður-
hluta Svíþjóðar og skrifaði eftir þá
ferð um gamla Sama sem urðu að
hírast í skúmaskotúm þar sem þeir
fengu ekki inni á elliheimilum. Rök
embættismanns þar voru að Samar
þyldu betur kulda en aðrir og svo
væru þeir heldur ekki alvöru Svíar.
í kjölfar greinar Guillous var emb-
ættismaðurinn rekinn og Samarnir
komust inn á elliheimiliö. Þar með
var framtíð Guillous ráðin. „Ég sá
aö með blaðamennsku var hægt að
berjast fyrir réttlætinu."
Einn stærsta sigur sinn vann Gu-
illou fyrir nokkrum árum þegar
hæstiréttur sýknaði ungan mann
sem dæmdur var saklaus fyrir aðild
að moröi. Guillou hafði lengi barist
fyrir að málið yrði tekið upp að nýju.
En þrátt fyrir glæstan feril staifar
Guillou ekki lengur sem blaðamað-
ur. Er það satt að hann sé svo um-
deildur að hann geti það ekki lengur?
„Það er hálfur sannleikur. í átta
ár eða þar til í fyrravor vann ég á
sænska ríkissjónvarpinu en þar ættu
reyndar bara fulltrúar yfirvalda að
starfa. Fjöldi áhorfenda að þáttum
mínum jókst stöðugt ár frá ári en
samtímis minnkuðu fiárframlögin til
þáttanna jafnt og þétt. Síðastliðið vor
taldi ég það ekki heiðarlegt að halda
áfram undir þessum kringumstæö-
um.“
Njósnarinn Hamilton
Hann hafði ofsóknir öryggislög-
reglunnar á hendur Kúrdum í huga
þegar hann skrifaði fyrstu njósna-
söguna sína. „Kúrdum er kennt um
allt og þegar rannsóknin á Palme-
morðinu fór af stað beindist athyglin
því miður fyrst að þeim,“ sagði Gu-
illou sem sannfærður er um að einn
maður hafi verið að verki og það
Christer Pettersson. í fyrstu njósna-
sögunni lætur hann Palestínumenn
gegna hlutverki Kúrda. Allt virkar
raunverulegt í bókinni og að sögn
Guillous er flestallt satt í fyrstu bók-
inni. „Ég spurði sjálfan mig að því
hvort fólk hlyti ekki að vilja njósna-
sögur þar sem raunveruleikinn væri
til staðar úr því aö það kaupir eins
og heitar lummur njósnasögur þar
sem ekkert virðist geta staöist. Ég
hafði tekið eftir því að á flugvöllum
er mikið framboð af slíkum sögum
en sjálfur gafst ég alltaf upp eftir að
hafa lesið 30 til 40 síður. Ég var van-
ur að segja við sjálfan mig að þetta
gæti ekki verið satt, svona gengi
þetta ekki til.“ Og við undirbúning
bóka sinna hefur Guillou ráðfært sig
við fyrrum yfirmann IB og yfirmann
öryggislögreglunnar.
Aðalsöguhetjan, Carl Gustaf Gil-
bert Hamilton, er tilbúin persóna.
Ungir menn af heldri ættum sem
gerðust félagar í vinstri hreyfingum
á sjöunda áratugnum voru ofarlega
í huga Guillous þegar hann skapaði
njósnarann Hamilton.
„Nafnið Hamilton var vahð af
handahófi. Það er reyndar algeng-
asta eftirnafn aðalsmanna i Svíþjóð
og ekki sakaði að auðvelt er að bera
það fram utan Svíþjóðar," sagði Gu-
illou kíminn sem einnig gaf aðal-
söguhetjunni nokkur algengustu for-
nöfn sænskra aðalsmanna. Hann
sagði nokkra greifa af Hamiltonætt-
inni hafa hringt eftir útkomu fyrstu
bókarinnar og voru þeir talsvert óró-
legir. Kvaðst hann hafa getað róað
þá meö því að segja þeim frá því að
í lok bókarinnar fengi Hamilton orðu
fyrir afrek sín. Og þaö fær hann
reyndar í lok allra bókanna fiögurra
sem út em komnar um hann.
Viðbrögðin við bókunum um
njósnarann Hamilton, sem í er mikil
ádeila, voru öðmvísi en Guillou átti
von á. Hann hafði búist við umræð-
um en þær urðu engar. Hann hafði
vonast eftir breytingum. Og hann
hafði búist við að þær seldust svipað
og flestar aðrar bækur. En fyrstu
fiórar bækurnar hafa selst í 1,3 millj-
ónum eintaka. Guillou benti á að
Svíar væm sjálfir ekki nema um 8
milljónir. Skýring hans á því hvers
vegna svo margir kaupa bækurnar
er sú að almenningur þekkir Svíþjóð
af þeim og hefur aujc þess áhuga á
að vita hvernig valdaápparatið lítur
út. „Ég get ekki farið fram á meir,“
sagði hann alls ekki óánægður á svip.
IBS
Sandkom
Slagurinn
um álverið
Togstreítan
um staðsetn-
ingunýsálvers
(■r i algk.'j m- ;
ingi.ogýmsum
brögðumbeittí
þeirribaráttu.
Árni Gunnars-
______________ sonalþingis-
maður upplýsti á fundi á Akureyri
fyrir skömmu að þegar forstjórar
tveggja fiTÍrtækja í Atlantal-hópnum
heimsóttu Austfirðinga á dögunum
hefði komið í ljós að Reyðfirðingar
höfðu búið sig vel undir þann fund.
Þeir höíðu m.a. hengt upp á veggi
kort sem sýndu helstu eldvirku
svæðin á f slandi og þar var m.a. bent
á Mývatnssvæðið. Annað kort sýndi
jarðskjálftasvæði og ekkert var dreg-
iðúrþví að á Eyjafjarðarsvæðinu
hafa orðið jarðskjálftar. Einnig
sýndu þeir kort af hafis við ísland og
vöktu athygli á að hafís hefði legið
við mynni Eyjafiaröar. Það er greini-
lega ölfum brögðum beitt í þessari
baráttu.
GuðmundurÁmi
hranalegur
ÁrniGunn-
arssonvar
greinilega
óhress með
málflutning
ílokksbrciður
síns, Guð;
mundarÁrna
Stefánssonar,
bæjarstjóra í Hafharfiröi, i þessu
máli. Árni sagði hvimleitt að heyra
það sem haft heföi verið eftir Guð-
mundi Árna í málinu að það væri
nánast ófrávíkjanleg regla að álver
væru staðsett á Reykjanessvæðinu.
Þau ummæli væru sér lítt að skapí
og Guðmundur Ámi hefði farið
hranalega fram í öllum málflutningi
sínum. Guðmundur Árni hefurbent
á það að umræða um aðra staðsetn-
ingu álversins cn á Straumsvíkur-
svæðinu geti tafið framgang málsins.
Bjartsýni nyrðra
Óhætterað
segjaaðbjart-
sýni nyrðra
hafi aukisl og
JCyfirðinyar
teljamunhk-
legraenáður
aðálveriðkomi
íþeirrahlut.
Spilar margt þar inn í, s.s. þaö að
stjórnvöld geti hreiniega ekki sam-
þykkt byggingu þess á Reykjanesi
vegnabyggðarsjónarmiða. Bjartsýn-
in jókst mjög við tilkomu Alumax í
Atlantal-hópsins þvi forráöamenn
þess fyrirtækis munu hafa lítinn
áhuga á að vera i nábýli við álverið
í Straumsvík, t,d. ef mengunarslys
ætti sér stað. Þá hefur heyrst að
Straumsvikurmenn hafi heldur ekki
mikinn áhuga á að fá keppinaut
handan götunnar sera hugsanlega
myndi taka frá þeím þjálfaðan vinnu-
kraft. - Mitt i allri þessari þjartsýni
Eyfirðinga heyrist síðan ein og ein
rödd sem varar viö of mikilh bjart-
sýni, enn sé langt í land,
Davíð skemmt
Vandræða-
canvuraml-
sta'ðingaSjálf-
stæðístlokkslns
í horgarmálun-
umíReykjavik
viröistætlaað
vera endalaus
______ og rekurhver
uppákoman aðra. Gengur svo langt
að menn virðast varla vita i hvaða
flokki þeir eru eða þá að þeir æfla
að starfa á tveimur vígstöðvum.
Gangur mikið á og ekki virðist
framapotið ætla að verða minna hjá
hinum nýju samtökum sem kalla sig
Nýjan vettvang. Fer ekki hjá því aö
fólki þyki að ööruvísi eigi að standa
að framboðsmálum á þeim bæ en
rætt var um þegar umræöan um
stofnun samtakanna var að hefiast.
Bjarni Magnússon, alþýðuflokks-
maður sem Jón Baldvin Hannibals-
son sagði aö ekki borgaöi sig að ey ða
atkvæði á, ætlar í 1. sætið, sömuleið-
is Ólína Þorvarðardóttir og sennilega
Kristín Ólafsdóttir einnig. Lítið heyr-
ist hlns vegar í Davíð konungi meðan
á þessum ósköpum stendur, hann
lætur andstæðinga sína einfaldlega
um aö færa sér öll vopnin upp í hend-
urnar og er án efa skemmt.
Umsjón: Gylfi Kristjánsson