Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1990, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1990, Blaðsíða 7
LAUGARDAGUR 21. APRÍL 1990. ' 7 Fréttir Óljóst er hvaða kröfur verða gerðar til mengunarvama 1 nýju álveri: Brennisteinsdíoxíðmeng un mun tvöfaldast Á þaö er oft bent aö hér á landi séu veöurfræðilegar aöstæður sem geri þaö aö verkum að þaö sem berst út í andrúmsloftið haldist ekki lengi við. Vindurinn beri alla mengun í burtu og því þurfi ekki aö hafa áhyggjur af henni. Augljóst dæmi um þetta er að viðmið Hollustuvemdar eru oftast bundin við það sem kemur til jarðar frá mengunarvöldunum en ekki hvað berst frá þeim. Engar kröfur í Straumsvík Þegar álverið í Straumsvík var byggt á sínum tíma voru engar kröf- ur gerðar til mengunarbúnaðar þar. Þegar álverið tók til starfa þar áriö 1969 var engin hreinsun á útblásturs- lofti frá verksmiðjunni. Árið 1973 var verksmiðjunni gert, af heilbrigðisyfirvöldum, að setja upp búnað til hreinsunar á flúoríð- samböndum úr lofti frá kerskálum verksmiðjunnar. Uppsetning hreinsibúnaðarins, sem er kallaður þurrhreinsibúnaður, var lokið árið 1982, 13 árum eftir aö verksmiðjan Fréttaljós Sigurður M. Jónsson tók til starfa. Eftir það hefur hreinsi- hæfni búnaðarins verið mæld reglu- lega af íslenska álfélaginu hf. (ísal). I árslok 1983 hófust viðræður Holl- ustuvemdar ríkisins og ísal um út- blástursmælingar í álverinu í Straumsvík. Vegna skorts á starfs- fólki hjá Hollustuverndinni hófust þessar mælingar ekki fyrr en sumar- ið 1986. Þá fyrst var farið að mæla brennisteinsdíóxíð, flúoríðum og ryk í útblásturslofti frá álverinu. Ájver hafa valdið tjóni í skýrslu frá Hollustuverndinni síðan 1988 segir: „Loftmengun frá álframleiðslu hefur víða valdið miklu tjóni.“ Tjónið hlýst fyrst og fremst af flúoríðsamböndum (flúori), brennisteinsdíoxíði, ryki og tjöruefn- um. Með breyttum framleiðsluaðferð- um, fullkomnari hreinsibúnaði og öflugra eftirliti hefur tekist að draga mjög úr mengun frá áliðnaði en sag- an sýnir að án hreinsibúnaðar er mikil mengun. Misjafnt er eftir löndum hve strangar kröfur eru gerðar til hreinsibúnaöar við álver. Á Norður- löndum eru gerðar hvað strangastar kröfur og þar er oft miðað við að ákveðið hlutfall af stofnkostnaði eigi að fara í mengunarvarnir og til- heyrandi hreinsibúnað. Engar slíkar tengingar við stofnkostnað eru hér á landi en þó hefur verið rætt um að vothreinsibúnaöur, til að koma í veg fyrir brennisteinsdíoxíðmengun, geti kostað um 2% af stofnkostnaði við álver eða um 1100 til 1200 milljónir. 75% af brennisteins- díoxiðmengun hér kemur frá stóriðju Brennisteinsdíoxíð er eitt þriggja efnasambanda sem valda mengun frá álveri. Efnið myndast við bruna kolefnis og brennisteins og er viðvar- andi umhverfisvandamál víða um lönd. Hið margumtalaða súra regn sem mengar ár og vötn og eyðir skóg- um er vegna brennisteinsdíoxíðs. Hér á landi er sem betur fer ákaf- lega lítil brennisteinsdíoxíðmengun. Hún hefur mælst við umferðargötur í Reykjavík en þó koma um 75% hennar frá stóriðjuverunum í Straumsvík og á Grundartanga. Það er því ljóst að eitt 200.000 tonna álver gæti tvöfaldað þessa mengun hér á landi. Til að hreinsa brennisteinsdíoxíð þarf svokallaðan vothreinsibúnað. komið fram. Þaö getur farið eftir aður verður settur upp því hæpið er við Straumsvík á meðan álver ísal Hann er mjög dýr eins og áður hefur staðsetningu álvers hvort þessi bún- að slíkur búnaður verði settur upp hefur ekki slíkan búnað. DAGUR JARDAR 22. APRÍL i ENGIN MENGUN er markmið okkar Dagur jarðar er haldinn til að minna okkur á að hvert og eitt berum við ábyrgð á móður jörð. Mengun láðs, lagar og lofts, og eyðing náttúru- gæða, varðar alla því áhrifanna verður vart um allan hnöttinn. Hver ein- asta manneskja getur haft áhrif til góðs. Fyrirtæki Reykjavíkurborgar hafa það að markmiði að af starfsemi þeirra sé engin mengun. HITAVEITA REYKJAVÍKUR Hitaveita Reykjavikur hitar allt höfuðborgarsvæðið frá Kjalamesi til Hafnarfjarðar. Ef höfuðborgarsvæðið væri kynt t.d. með olíu færu í það 500 þúsund rúmmetrar á ári, brennsla í húskötlum mundi skila út í andrúmslöftið 3500 tonnum af brenni- steinsdioxiði, 2300 tonnum af köfnunarefni og 600 tonnum af ösku og sóti. Af starf- semi Hitaveitunnar er hinsvegar engin mengun. RAFMAGNSVEITA REYKJAVÍKUR Orka frá Rafmagnsveitu Reykjavíkur útrýmdi á sínum tíma notkun kola, olíu og gastækja á heimilum borgarinnar. Rafmagnsorkan er ösýnileg, hljóðlaus og lyktar- laus. Rafmagnsveitan hefur alla tíð kappkostað að felia gerð mannvirkja sinna sem best að umhverfinu og halda því grónu og í góðri umhirðu. VATNSVEITAREYKJAVÍKUR Vatnsveitan sér nú um 120 þúsund íbúum á höfuðborgarsvæðinu fyrir hreinu og góðu neysluvatni, sem tekið er úr neðanjarðarbrunnum í Heiðmörk. Forsenda þess aö mögulegt sé að tryggja gæði vatnsins um alla framtíð er að komið sé í veg fyrir meng- un grunnvatnsins á vinnslusvæðunum í Heiðmörk. Vatnsveitan hefur lagt á það áherslu að virkjunarmannvirkin væru að mestu leiti ncðanjarðar, þannig að sem minnst umhverfisröskun eigi sér stað í Heiðmörkinni. GARÐYRKJUDEILD REYKJAVÍKURBORGAR Garðyrkjudeild Reykjavíkurborgar og Skógræktarfélag Reykjavíkur vinna saman að því að klæða borgarlandið skógi og skapa sem víðast skjólsælt umhverfi til leikja og útiveru. Á vegum þessara aðila er um hálfri milljón trjáa plantað árlega af æsku borgarinnar. GATNAMÁLASTJÓRINN í REYKJAVÍK Á vegum Gatnamálastjórans í Reykjavík er unniö aö því aö hreinsa fjörur borgar- innar með þaö aö markmiöi aö þær verði mengunarlausar af völdum skólps. öflugur búnaður hefur nú þegar veriö settur upp að norðanvérðu, við Skúlagötu og Sætún og samsvarandi aðgerðir við Ægissíðu að sunnan eru hafnar. REYKJAVÍKURHÖFN Um Reykjavíkurhöfn er mikil umferð og þar eru lestuð og losuð úrgangsefni jafnt sem viðkvæm matvara. Reykjavíkurhöfn rekur umfangsmikla hreinsiþjónustu og mengunarvarnastarfsemi á cigin vegum og í samstarfi við notendur á hafnarsvæðinu. Markmiðið er: Engin mengun. SORPEYÐING HÖFUDBORGARSVÆDISINS Gríðarleg breyting er að verða á sorpeyðingarmálum höfuðborgarsvæðisins. Nú þeg- ar hafa tekið til starfa móttökustöðvar fyrir einnota drykkjarílát, notaðar rafhlöður og fyrir umhverfismengandi úrgang. Á næsta ári tekur svo til starfa móttöku- og flokkunarstöð fyrir almennt sorp og þá verður urðun óflokkaðs sorps hætt og tekin upp önnur vinnubrögð - meðal annars endurvinnsla í stórum stíl.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.