Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1990, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1990, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 21. APRÍL 1990. r Starfsmenn prentsmiðju i Litháen eftir að sovéskir hermenn réðust inn t hana i gær. Símamynd Reuter 0TeSTUD3AM A $ N j *)f\C ^f\0V ”> V f fötim Varaforsætisráöherra Litháen um efnahagsþvinganir Sovétmanna: Moskva hindrar matarflutninga - sovéskir hermenn ráðast inn 1 prentsmiðju í Litháen Um fimmtiu sovéskir fallhlífar- hermenn réðust inn í prentsmiðju í Vilníus, höfuðborg Litháen, ,um miðjan dag í gær og börðu á nokkrum starfsmönnum. Litháiskur embætt- ismaður sagði að tólf menn hefðu slasast, þar af þrir illa. Hermennirn- ir reyndu að reka starfsmennina út úr byggingunni en tókst ekki ætlun- arverk sitt. Embættismenn í Litháen fengu veður af árásinni áður en hún hófst og voru á staðnum þegar her- mennirnir komu. Þúsundir Litháa söfnuðust saman fyrir framan verk- smiöjuna og kölluðu „fasistar" að hermönnunum. Sovéskir hermenn hafa áður gert árásir á byggingar í Vilníus og lagt nokkrar þeirra undir sig. Varaforsætisráðherra Litháen, Romualdás Ozolas, sakaði stjórnvöld í Moskvu í gær um að hindra matar- flutninga til lýðveldisins og sagði það þátt í efnahagslegum þvingunum sem Moskvustjórn beitir nú íbúana. Ozolas sagði að tveimur kúbönskum skipum með sykurfarm til Litháen hefðu verið snúiö frá höfninni í Kleipeda. Þrátt fyrir þessa árás sovésku her- mannanna í gær og harönandi efna- hagsþvinganir Moskvustjórnarinnar segjast ráðamenn í Litháen ekki munu verða við kröfum Gorbatsjovs Sovétforseta og gefa eftir í sjálfstæð- isbaráttu sinni. Forsætisráðherra Litháen, Kazimiera Prunskiene, sagði að íbúar Litháen væru reiðu- búnir til málamiðlunar en hún lagði áherslu á að þeir myndu aldrei falla frá fullveldisyfirlýsingu sinni frá 11. síðasta mánaðar. „Viö munum aldrei draga til baka fullveldisyfirlýsingu okkar,“ sagði ráðherrann sem í gær var í Noregi. Algirdas Brazauskas, fyrrum for- seti Litháen, hvatti í gær til mála- miðlunar í deilum lýðveldisins við stjórnvöld í Moskvu. Forseti Litháen, Vytautas Landsbergis, sagði að Lit- háar væru reiðubúnir til að ræða um málamiölun en ekki uppgjöf. Spenna fer nú vaxandi í lýðveldinu og er efnahagslegt stríð hafiö milli Moskvustjórnarinnar og Litháen. Sovésk stjórnvöld hafa þegar byrjað aö beita Litháa efnahagslegum þvingunum og hafa m.a. stöðvað ol- íuflutning til lýöveldisins. Brazausk- as sagöi að birgðir Litháa af olíu, gasi og rafmagni hefðu minnkað mjög. Litháar eiga tveggja vikna birgðir af bensíni, sagði Brazauskas en forysta lýðveldisins telur að Moskvustjórnin muni næst beina athygli sinni aö bensínflutningum. Reuter KÓPAVOGSBÚAR OPID HÚS - ÓKEYPIS AFMÆLISVEISLA! „OPIÐ HÚS" f DIGRANESI frá kl. 12-16 Breiðablik býður öllum Kópavogsbúum í „opið hús“ í íþróttahúsinu Digranesi. Hinarýmsu deildir Breiðabliks munu bregða á leik fyrir áhorfendur, í gangi verður sögusýning og uppskeran af teiknimynda- samkeppni skólabarna í tilefni afmœlisins lítur dagsins Ijós. Og í tilefni dagsins verða bornar fram veitingar, m.a. 400 manna afmœlisterta! FJÖLSKYLDUHÁTÍÐ frá kl. 20-01 í íþróttahúsinu Digranesi. Kl. 20 Ávarp Loga Kristjánssonar formanns Breiðabliks Kl. 20:30 Óvœnt skemmtiatriði KI.21-22 Bubbi Morthens Kl. 22-01 Dansleikur með Síðan skein sól. Aðgangseyrir um kvöldið er 1000 kr. Veittur er ríflegur fjölskylduafsláttur. Vistfræðilegt hættusvæði Evrópa er að öllum líkindum mengaðasta svæði heims og Pólland og Austur-Þýskaland halda sameig- inlega þeim vafasama titli að vera „menguðustu lönd veraldar". Allur austurhluti evrópska meginlandsins er „vistfræðilegt hættusvæði“ segja sérfræðingar; eftir fjörutíu ára óstjórn í umhverfismálum er nú svo komið að íbúarnir þar anda að sér óhreinu lofti og, oftar en ekki, drekka mengað neysluvatn. Niðurstöður rannsókna í Póllandi sýna að einn af hverjum fjórum íbú- um þar er líklegur til að fá krabba- mein fyrir árið 2000, að minnsta kosti fimmtán prósent vegna mengunar. Rúmlega níutíu prósent neysluvatns í landinu er ódrekkandi. í Tékkósló- vakíu er ástandið vart betra, 50 pró- sent neysluvatns er ódrykkjarhæft. Þó merki mengunar megi ekki sjá eins glöggt í Vestur-Evrópu og í Aust- ur-Evrópu er ástandið litlu betra vestra. Sérfræðingar benda einna helst á Vestur-Þýskaland og segja það land eiga við mikinn vanda aö glíma í umhverfismálum. Alvarleg- asta umhverfisvandamál Vestur- Evrópubúa er loftmengun í þéttbýli. Það sem af er árinu hefur átta sinn- um komið fyrir að brennisteinsdíox- íð í andrúmsloftinu í frönsku borg- inni Lyon nálgaðist hættumörk. Umhverfismálaráðherrar Evrópu- bandalagsins koma saman til fundar í írlandi um helgina til aö ræða mengun Evrópu, bæði í austri og vestri. Evrópubandalagið áætlar að verja um 48 milljónum dollara á þessu ári til baráttunnar gegn meng- un í Póllandi og Ungverjalandi. í þessari viku var haldin ráðstefna um hin svokölluðu „gróöurhúsa- áhrif ‘ þar sem sátu fulltrúar sautján þjóöa. Yfirlýst markmið flestra þátt- tökuríkjanna er að vinna að áætlun sem miðar að minnkandi loftmeng- un, sérstaklega af völdum koltvísýr- ings og annarra gastegunda sem valda gróðurhúsaáhrifunum. Flest ríkjanna vilja takmörkun á notkun jarðefnaeldsneytis og segja að þegar liggi fyrir næg vitneskja um skaðleg áhrif gass sem myndast við brennslu þeirra á umhverflö. Bandaríkja- stjórn var gagnrýnd á ráðstefnunni því aö hún vill frekari rannsóknir áður en hún leggur í slíkar kostnað- arsamar aðgerðir. Sumir sérfræðingar segja að verði ekki dregið úr notkun þeirra efna sem kalla fram gróðurhúsaáhrif muni hitastig jarðar hækka um 1,6 til 4,4 gráöur á næstu sextíu árum. Slíkt myndi síðan meðal annars leiöa til flóöa og langvarandi þurrka. Heimildir m.a. Reuter Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst Innlán óverðtryggð Sparisjóðsbækur ób. 3 Allir Sparireikningar 3jamán. uppsögn 3-6 Ib 6mán. uppsögn 4-7 Ib 12 mán. uppsogn 4-8 Ib 18mán. uppsögn 15 Ib Tékkareikningar, alm. 0,5-1 Allir nema Ib Sértékkareikningar 3 Allir Innlan verðtryggð Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 1,5 Allir 6mán. uppsögn 2,5-3,0 Lb.Bb,- Innlán meðsérkjörum 2,5-3 Sb Lb.Bb,- Sb Innlángengistryggð Bandaríkjadalir 7-7,25 Sb Sterlingspund 13,6-14,25 Sb Vestur-þýsk mörk 6,75-7,25 Sb Danskarkrónur 10,5-11 Sp ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst Útlán óverðtryggð Almennirvíxlar(forv.) 13,0-13,75 Sb Viðskiptavíxlar(forv.)(1) kaupgengi Almennskuldabréf 14 Allir. Viöskiptaskuldabréf (1) kaupgengi Allir . Hlaupareiknmgar(yfirdr ) 16,5-17,5 Bb Utlan verðtryggð , Skuldabréf 7.5-8.25 Lb.Bb Utlán til framleiðslu Isl.krónur 13,75-14,25 Bb SDR 10,95-11 Bb Bandaríkjadalir 10,15-10,25 Bb Sterlingspund 15.85-17 Bb Vestur-þýsk mörk 10-10,25 Allir nema ib Húsnæðislán 4.0 Lifeyrissjóðslán 5-9 Dráttarvextir 26 MEÐALVEXTIR Överðtr. apríl 90 18.7 Verðtr. apríl 90 7.9 VÍSITÖLUR Lánskjaravisitala apríl 2859 stig Lánskjaravísitala mars 2844 stig Byggingavísitala apríl 535 stig Byggingavísitala apríl 167,4 stig Húsaleiguvísitala 1,8% hækkað 1. april. VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa veróbréfasjóða Einingabréf 1 4,817 Einingabréf 2 2,637 Einingabréf 3 3,170 Skammtimabréf 1,637 Lífeyrisbréf Gengisbréf 2,112 Kjarabréf 4,769 Markbréf 2,541 Tekjubréf 1,953 Skyndibréf 1,428 Fjölþjóðabréf 1,270 Sjóðsbréf 1 2,318 Sjóðsbréf 2 1,739 Sjóðsbréf 3 1,620 Sjóðsbréf 4 1,371 Vaxtasjóösbréf 1.6370 Valsjóðsbréf 1.5400 HLUTABRÉF Soluverð að lokinni jofnun m.v. 100 nafnv.: Sjóvá-Almennar hf. 600 kr. Eimskip 413 kr Flugleiðir 136 kr Hampiðjan 190 kr. Hlutabréfasjóður 176 kr. Eignfél. Iðnaðarb 185 kr Skagstrendingur hf. 373 kr Islandsbanki hf. 158 kr. Eignfél. Verslunarb. 158 kr Olíufélagið hf. 415 kr. Grandi hf. 162 kr. Tollvörugeymslan hf. 120 kr. (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn, Bb= Búnaðarbankinn, lb = Iðnaðarbank- inn, Lb= Landsbankinn, Sb = Samvinnu- bankinn, Úb= Útvegsbankinn, Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóðirnir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.