Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1990, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1990, Blaðsíða 23
LAUGARDAGUR 21. APRlL 1990. 23 „Ég vil vera ein,“ sagði Greta Garbo í kvikmyndinni Grand Hotel árið 1933. Engum bauð í grun að þessi gullvæga setning ætti eftir að ein- kenna líf leikkonunnar þegar fram liðu stundir. Hún var að vísu ekki einsömul það sem eftir var ævinnar heldur dró hún sig í hlé frá skarkala heimsins árið 1941. Eftir það hélt þessi mikilhæfa leikkona íjölmiðlum í íjarlægð til dauðadags, kom aldrei fram opinberlega og tók engu tiiboði um kvikmyndahlutverk. Eitt sinn sagði hún við blaðamann eitthvað á þessa leið: „Að vera í blöðunum er afar kjánalegt. Það er í lagi fyrir mikilhæft fólk sem hefur eitthvaö til málanna að leggja. Sjálf hef ég engu að miðla til annarra." Seinna lét hún hafa eftir sér að hún bærist áfram með straumnum en hefði engar áætl- anir. Hún átti góða vini sem tóku tillit til óska hennar um friðhelgi og aldr- ei lét neinn þeirra neitt uppskátt um Gretu Garbo. Leyndin, sem hvildi yfir tæpum fimmtíu árum af lífl hennar, er jafnmikil eftir dauða hennar. Dánarorsök hefur ekki verið látin uppi né greftrunartími og hinsta hvíla. Hófleikferilinn í gamanmyndum Greta Lovisa Gustafsson fæddist í Stokkhólmi 18. september árið 1905. Hún hætti í skóla aðeins fjórtán ára gömul en um sama leyti lést faðir hennar. Vinir hafa sagt að hún hafi alla tíð harmað menntunarskort sinn en hún var langt frá því að vera heimsk. Hún vann í fyrstu sem að- stoðarstúlka á rakarastofu en síðar í hattaverslun. Þar sýndi hún hatta og auglýsing gerði það að verkum að hún komst að í auglýsingamynd. I kjölfarið fékk hún tilboð um prufu- mynd frá gamanleikstjóranum Eric Petschler. Hún kom fram í nokkrum gamanmyndum og ákvað að taka leiklistina alvarlega. Hún ávann sér styrk til náms í Konunglega leiklist- arskólanum í Stokkhólmi. Þar kom þekktur kvikmyndaleikstjóri, Maru- itz Stiller, auga á hana og fól henni hlutverk í kvikmyndinni Gösta Berl- ings saga eftir bók Selmu Lagerlöf. Myndin var gerð á árinu 1924 og þá var Greta aðeins 19 ára gömul. Stiller reyndist Gretu góður vinur og að- stoðaði hana á ýmsa lund. Næsta kvikmynd hennar hét Gleðisnauða Dularfullt andlit Gretu Garbo gaf ýmislegt I skyn en lét ekkert uppskátt. og andlit Gretu setti ekki síst mark sitt á þær. Sögupersónur eins og Mata Hari, Anna Karenina og Kam- elíufrúin urðu ódauðlegar í höndum Gretu Garbo. Sérstök andstæða Fjórði áratugurinn fór í hönd og Hollywood var draumurinn. Ungar, fallegar konur ruddust til Kaliforníu til að verða uppgötvaðar og hljóta heimsfrægð. Joan Crawford, Claud- ette Colbert, Betty Grable og Jean Harlow voru stjörnur í augum al- mennings. Þær voru fallegar, heill- andi og kynþokkafullar í hlutverkum sínum. Greta þótti alltaf öðruvísi. Hún var fremur hávaxin, stórbein- ótt, mjög stórfætt og alls ekki ímynd hinnar veikburða kvenhetju. En andlit hennar haföi til að bera klass- íska fegurð og þar gat enginn skákað henni. Leikstjórinn Clarence Brown lýsti andliti hennar á þá leið að bak við augun væri eitthvað sem enginn gæti séð en allir fyndu. Misheppnuð lókamynd Árið 1941 lék hún í sinni síðustu kvikmynd. Það var gamanmynd sem á frummálinu heitir The Two Faced Woman, undir stjórn George Cukor, sá hins sama og leikstýrði henni í Kamelíufrúnni. Myndinni var afar illa tekið af gagnrýnendum og áhorf- endum. Síðar voru uppi getgátur um það að viðtökurnar hefðu gert það að verkum að Greta hætti kvik- myndaleik. Önnur tilgáta er á þá leið að Greta hafi óttast áhrif heimsstyrj- aldarinnar á kvikmyndaiðnaðinn. Evrópa var í sárum og Ameríka sog- aði til sín hæfileikafólk. Hún óttaðist að framleiðendur myndu „amerík- anisera" hana og þar með yrðu öll sérkenni á bak og burt. Sjálf lét hún aldrei neitt uppskátt um það og hefur líklegast tekið leyndarmálið með sér í gröfina. Átti nóg fyrir sig Greta var alltaf varkár í peninga- málum og það kom sér vel síðar. Þegar hruniö mikla varð árið 1929 slapp hún ótrúlega vel því megnið af hennar fjárfestingum var öruggt í Svíþjóö. Hana skorti aldrei neitt og gat því dregið sig í hlé án þess að hafa áhyggjur af afkomu sinni. Hún Greta Garbo látin: Fimmtíu ára flótti á enda gatan og þá var Stiller umboðsmaður Gretu. Hollywood beið Stóru framleiðendurnir í Holly- wood voru á höttunum eftir nýjum leikstjórum og Metro Goldwin Meyer bauð í Stiller. Hann vildi koma í draumaverksmiðjuna með því skil- yrði að Greta fylgdi með í kaupunum. Stiller gaf Gretu Gustafsson leikara- nafnið Greta Garbo og Hollywood og heimurinn beið. Greta lék í tveimur myndum árið 1926 og hlaut góðar viðtökur í Hollywood. Þetta var tími þöglu myndanna og Greta lék í tíu slíkum. Andht hennar þótti eins og hannað fyrir kvik- myndavélina og hún náði einstæðri túlkun í svipbrigðum. í einu lokaat- riði virðist hún ekki hugsa um neitt en svipur hennar gefur í skyn að hún sé að hugsa allt. Talsetning kvikmynda kom til sög- unnar og margir leikarar þöglu myndanna fóru illa út úr henni. Hetj- ur hvíta tjaldsins reyndust sumar hverjar hjáróma og höfðu ekki vald á tungumálinu. Greta Garbo missti ekkert þegar hún fékk setningar til að túlka. Rödd hennar var frekar hás og hreimurinn þótti heillandi. Á næstu árum lék hún í fjórtán tal- myndum. Margar þeirra teljast til sígildra verka kvikmyndasögunnar Síðustu árin var dulúðin hulin bak við dökk sólgleraugu. bjó á einum dýrasta stað í New York til dauðadags, átti hús í Klostern í Sviss og eignir í Svíþjóð. Greta Garbo giftist aldrei en var orðuð við marga karlmenn. Mótleik- arar hennar voru líka glæsilegustu karlmennirnir í Hollywood og hafa sögur myndast af minna tilefni. Hún var í nánu vinfengi við leikarann John Gilbert og orðrómurinn segir að þau hafi ætlað að hlaupast á brott til að gifta sig. Kjarkurinn brást Gretu og hún stakk elskhugann af út um baðgluggann. Lifandi goðsögn látin Aðdáendur hennar voru tryggir til dauðadags. Margir áttu þá ósk heit- asta að sjá goð sitt eigin augum og í þeim tilgangi héngu þeir fyrir utan hús hennar í New York. Fáum varð að ósk sinni og aðeins einstaka fréttaljósmyndarar urðu það heppnir að festa andlit hennar á mynd. Henni brá stundum fyrir á götum í ná- grenninu en gaf sig að engum nema einstaka börnum að leik. Augun - sem létu ekkert uppskátt en gáfu ýmislegt í skyn - voru hulin bak við stór, dökk sólgleraugu. Dulúðin, sem einkenndi hana á hvíta tjaldinu, hvarf aldrei og nafn Gretu Garbo verður sveipað henni áfram. .jj Heimildir: Reuter, TT og fleiri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.