Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1990, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1990, Blaðsíða 3
LAUGARDAGUR 21. APRÍL 1990. 3 dv_______________________________________________________________________________Fréttir Sprengihætta í áburðarverksmiðjunni: ; Krafturinn á við hálfa Hiroshima-sprengjuna - segir Rúnar Bjamason, slökkviliðsstjóri í Reykjavík Auk þeirrar hættu, sem stafar af ammoníaki í Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi, getur starfsemi verk- smiðjunnar svo nálægt íbúðabyggð skapað hættu á annan hátt. Til dæm- is er samanlagt sprengimagn þess ammoníumnítrats, sem geymt er í Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi, álíka og helmingur sprengjunnar sem lagði Hiroshima í rúst undir lok seinni heimsstyijaldarinnar. Þá geta og myndast hættulegar eiturgufur ef eldur kemst í áburðargeymslu verk- smiðjunnar. Þessi hætta hefur verið kunn nokk- uð lengi. í viðtali við DV um mitt ár 1987 sagði Rúnar Bjarnason, slökkvi- liðsstjóri í Reykjavík: „Þegar rætt er um hættu, sem stafar af fyrirtækjum með efnum sem geta hugsanlega ógnað nálægri íbúðabyggð ef kviknar í, hefur Áburðarverksmiðjan í Gufunesi oft verið rædd. Þess vegna eru alveg sérstakar varúðarráðstafanir í gangi þar, brunalið er á staðnum og örygg- isreglur hafa verið margfalt hertar á undanförnum árum. Ef eldur brýst út þá eru mjög miklar líkur á að það takist að ráða niðurlögum hans áður en hann kemst í hættuleg efni. Það er fyrst og fremst áburður þar sem eiturefni myndast í reyk ef eldur kemst í hann og geta þau breiðst yfir íbúðabyggð sem alltaf er að færast nær. Reyndar er mikið magn efna, sem sprengihætta stafar af, geymt í Gufunesi, um 3 til 4000 tonn af ammoníumnítrati, en samanlagður sprengikraftur slíks magns er á við hálfa sprengjuna sem sprakk í Hiro- shima 1945. Hins vegar er útilokað að shkt geti gerst þar sem varúðar- ráðstafanir í geymslu þeirra eru svo miklar. Meira áhyggjuefni eru áhrif sem reykurinn gæti haft á ört stækkandi íbúðabyggð á Gufuneshöfðanum. Áður var lágmarksfiarlægð þar sem byggja mátti í nánd 1600 metrar, sama fjarlægð og frá Gufunesi að Kleppsspítala. Nú er byggt í 1200 metra fjarlægð frá verksmiðjunni eftir nýju skipulagi og ég var ekki sérlega hrifinn af þvi á sínum tíma. Upphaflega átti þó að byggja í 5 til 600 metra fjarlægð en því var sem betur fer breytt. En það er alltaf sama sagan. Verksmiðjur eru reistar langt frá allri mannabyggð en byggðin teygir sig að þeim smám saman. Allt- # Lánskjaravísitalan: 6 prósent verðbólga Lánskjaravísitalan hækkar um 0,49 prósent um næstu mánaöamót. Þessi hækkun jafngildir um 6 pró- sent verðbólgu á ársgrundvelli. Lánskjaravísitalan verður 2.873 stig. Stærstan hluta af hækkun láns- kjaravísitölunnar má rekja til hækk- unar byggingarvísitölu en hún hækkaði um 1,1 prósent sem jafngiid- ir um 14,6 prósent hækkun á árs- grundvelli. Framfærsluvísitalan hækkaði um 0,3 prósent eða 3,4 pró- sent á ársgrundvelli. Launavísitala hækkaði ekkert. Þessar hækkanir eru innan marka kjarasamnings Alþýðusambandsins og vinnuveitenda. -gse brosum/ °9 , alltgengurbetur • af er þó haldið lágmarksfjarlægðar- mörkum," sagði Rúnar í viðtali við DV árið 1987. Rúnar Bjarnason þekkir mjög vel til Áburðarverksmiðjunar í Gufu- nesi. Áður en hann tók við starfi slökkviliðsstjóra var hann verk- fræðingur við verksmiðjuna. -gse CHARADE Sedan ‘Grænn bíll” frá Brimborg Reynsluakstur á' a staðnum Brimborg hf. Faxafen 8 • sími (91)685870 Daihatsu Charade Sedan Sfon smábíllinn meö störu vélina Daihatsu Charade Sedan er nýr rúmgóöur 5 manna fjölskyldubill meö sérstaklega stóra farangursgeymslu (288 lítra) sem mjög auðvelt er að hlaða. Charade Sedan er ríkulega búinn staðalbúnaði sem talinn er til aukahluta í mörgum öðrum bílum. Fjölskyldubíll með skemmtilega öfluga 90 hestafla vél Daihatsu Charade Sedan er búinn nýrri 90 hestafla, 1.3 lítra, 16 ventla vél meö beinni innspýtingu og mengunarvörn sem uppfyllir ströngustu kröfur. Þessi vél er ótrúlega kraftmikil og gerir hún aksturinn auöveldan og skemmtilegan. Vélin er hljóölát og einstaklega sparneytin eins og ávallt frá Daihatsu. Þú verður að reyns/uaka kraftmik/um Charade Sedan Ótrúlega hagstætt verð Daihatsu Charade Sedan SG 5 gíra kr. 757.000 stgr. á götuna Daihatsu Charade Sedan SG sjálfskiptur kr. 819.000 stgr. á götuna f I J.J.T13 J

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.