Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1990, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1990, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 21. APRÍL 1990. 15 <«•» Að kafna í eigin eitri Aldrei í sögu jarðarinnar hefur maðurinn komist nær því að tor- tíma sjálfum sér og afkomendum sínu í úrgangi eigin framieiðslu og neyslu en einmitt á vorum tímum. A þeim níutíu árum sem liðin eru af tuttugustu öldinni hefur íbúatala jarðar meira en þrefaldast. Á sama tíma hefur neysla eldsneytis úr jarðefnum þrítugfaldast. Jarðarhúar, sem nú eru rúmlega fimm múljarðar, nýta á hveiju ári um flörutíu af hundraði þeirrar líf- rænu næringar sem náttúran landsins skapar og brenna árlega eldsneyti sem jafngildir að meðal- tali tveimur tonnum af kolum á mann. Á aðeins einu ári notum við eldsneyti úr jarðefnum sem náttúr- an hefur verið meira en eina millj- ón ára að búa til. Iðnaðarframleiðsla jarðarhúa er nú fimmtíu sinnum meiri en hún var við upphaf aldarinnar. Sú aukning hefur að langmestu leyti átt sér stað síðustu fjörutíu árin. Afleiðingar þessarar auknu framleiðslu og neyslu eru miklar og bæði góðar og slæmar. Annars vegar er sú gífurlega bylting sem átt hefur sér stað í lífskjörum veru- legs hluta jarðarbúa. Hins vegar stórfelld mengunarvandamál sem ógna lífsskilyrðum okkar sjálfra og þó enn frekar komandi kynslóða. Andstæðumar miklu Umhverfl okkar og eitrun þess er ofarlega í hugum almennings í hinum ríkari hluta heims. Þar sem fátækt ræður enn ríkjum snýst lífs- baráttan frá degi til dags hins vegar fyrst og fremst ef ekki eingöngu um að hafa í sig og á. Andstæðurnar á þessari jörð okkar eru nefnilega óskaplegar. Annars vegar eru hinir efnalega ríku sem við tilheyrum. Um fimm- tán af hundraði jarðarbúa nota til dæmis rúmlega þriðjung alls áburöar sem er svo nauðsynlegur fyrir matvælaframleiðslu um allan heim. Þessi sami ríki hluti mann- kyns fær í sinn hlut meira en helm- ing allrar orkuneyslunnar. Andspænis okkur standa hinir fátæku. Um það bil fjórðungur jarðarbúa ganga hungraðir að minnsta kosti hluta úr hveiju ári. Og mikill meirihluti mannkyns framfærir sig á tekjum sem eru fyrir neðan opinber fátæktarmörk í Bandaríkjunum. Hjá fátækum og ríkum er það sameiginlegt að atlaga gegn meng- uninni kostar peninga. Munurinn er hins vegar sá að í hinum auð- ugri hluta heimsins hafa þjóðimar efni á slíkum herkostnaði. Það hafa fátæklingamir ekki. Allir í þjóðbraut Tæknibylting tuttugustu aldar- innar hefur fært þjóðir heims hverja nær annarri. Nú eru allir í þjóðbraut, hvort sem þeim líkar betur eða verr. Fólk kemst heims- horna á múli á broti úr degi. En það komast sprengjurnar líka. Og mengunin. Áður fyrr var mengun afmarkað vandamál tiltekins svæðis eða hér- aðs. Þannig hafði það engin áhrif á líf íslendinga þótt kolaryk eyðilegði heilsu manna í námuvinnsluþorpi á Englandi. Nú er hins vegar meng- un á einum stað vandi margra þjóða. Eitt ljósasta dæmið um þetta er súra regnið sem nú er ógnvaldur gróðurs bæði í Evrópu og Norður- Ameríku - jafnt í þeim ríkjum sem valda súra regninu og hinum sem enga sök bera þar á. Sú ógn stefnir nú einnig hraðbyri að íslands ströndum. En þaö er ekki aðeins aö mengar- ar í einu landi hafi áhrif á gæði lífs og umhverfis í öðrum ríkjum. í fyrsta skipti í sögunni hefur mann- inum líka tekist að skapa afkom- endum sínum nær óleysanlegan vanda með sorpi sínu. Ekki vegna þess að mengun sé nýtt fyrirbrigði, síður en svo, hún hefur fylgt mann- inum frá upphafi. Munurinn er hins vegar sá að áður fyrr var mengun ekki meiri vandi en svo að hægt var að halda honum í skefj- um ef náttúran sá þá ekki um að leysa hann í tímans rás. Mengun nútímans, ekki síst vegna efnaúr- gangs ýmiss konar og geislavirks sorps, skapar hins vegar vanda sem hafa mun áhrif á líf margra komandi kynslóða. Breytingar á andrúmslofti Sá mengunarvandi, sem við stöndum frammi fyrir, er marg- brotinn og að sumra dómi óleysan- legur. Einna ógnvænlegastar eru þær breytingar sem orðið hafa og verða að öllu óbreyttu áfram á and- rúmslofti jarðarinnar, hin svoköll- uðu gróðurhúsaáhrif. Laugardags- pistill Elías Snæland Jónsson aðstoðarritstjóri Samkvæmt þessum kenningum hafa tilteknar breytingar á efna- samsetningu andrúmsloftsins svip- uð áhrif og gróöurhús. Andrúms- loftið mun áfram hleypa heitum geislum sólar niður til jarðarinnar en hindra í auknum mæli endur- geislunina frá jörðinni. Af þessu leiðir að hitinn á jörðu niöri fer vaxandi líkt og í gróðurhúsi. Afleiðingar þessa, ef hitastigið hækkar umtalsvert, verða hinar skelfilegustu, og þá líka fyrir okkur íslendinga. Jöklar munu bráðna og höfin stækka vegna þess að yfir- borð þeirra hækkar og færir strandsvæði í kaf. Þessi þróun eru að öllu leyti á ábyrgð mannsins og þeirrar iðn- byltingar sem segja má að staðið hafi látlaust í tvær aldir eða svo. Afleiðingarnar blasa hvarvetna við í súru regni, í tæringu málma og annarra efna, í eiturlofti stórborg- anna og í þynningu ósonlagsins sem verndar okkur gegn hættuleg- um útfjólubláum geislum sólarinn- ar. Af þeim aðgerðum manna síð- ustu tvær aldirnar sem mestu máli skipta og eru bein orsök örra breyt- inga á samsetningu andrúmslofts- ins nú veldur mestu brennsla kola og olíuefna, gróðurs og skóga og almenn ofnýting gróðurs jarðar. Frá upphafi iðnbyltingar hefur koltvísýringur í andrúmsloftinu þannig aukist um fjórðung vegna brennslu eldsneytis og eyðingu skóga. þetta efni er að vísu aðeins um þrítugasti hluti af einum hundraðshluta af andrúmsloftinu en hefur engu að síður afgerandi áhrif á veðurfar á jörðinni. Hversumikið hækkar hitastigið? Breytingar hafa vissulega orðið á magni tiltekinna gastegunda í and- rúmsloftinu fyrr, t.d. fyrir áhrif eldgosa. En það hefur orðið meiri breyting á samsetningu andrúms- lofts jarðarinnar á vorum dögum en nokkru sinni í sögu mannkyns. Af því stafar hættan. Sérfræðingar eru þess vegna sí- fellt ákveðnari í þeim fullyrðingum sínum að hiti á jörðinni muni hækka verulega á næstu áratugum vegna gróðurhúsaáhrifanna sem aftur muni leiða til verulegra breytinga á veðurfari og þar með lífsháttum fjölmargra. Að mati sérfræðinga er í raun einungis ástæða til að hafa skiptar skoðanir á tvennu í þessu sam- bandi. í fyrsta lagi hversu mikil áhrifin verði. Með öðrum orðum: Mun hitastig hækka um eina gráðu? Fimm gráður? Eða átta? Og í öðru lagi hversu langan tíma það muni taka: Fimmtíu ár? Hundrað? Eða hundrað og fimmtíu? Þótt nú sé talið að engar aðgerðir geti komið í veg fyrir hækkun hita- stigs um eina eða jafnvel tvær gráð- ur eru þó sumir sérfræðingar á því að halda megi hækkuninni innan við eina gráðu. Leiðin til þess sé að draga verulega úr orkueyðslu jarðarbúa. En jafnvel tiltölulega lítil breyt- ing á hitastigi getur valdið því að sjávarborð hækki þannig að byggð- um svæðum stafi hætta af. í ýms- um löndum í kringum okkur standa nú yfir ítarlegar athuganir á því hvaða svæði muni verða í hættu og hvaða ráðstafanir þurfi að gera af þeim sökum, svo sem að flytja brott fólk til öruggari héraða. Andvaraleysi Hvað gera svo íslendingar í þess- um efnum? Því miður næsta lítið. Andvaraleysi og aðgerðaleysi einkenna viðhorf manna og viö- brögð, eins og þeir sem fylgst hafa meö fréttum af mengunarmálum í DV að undanfornu hafa fengið mörg ljós dæmi um. Þrátt fyrir fogur orð á tyllidögum er umgengni okkar við landið til skammar. ísland verður ekki hreint og fagurt land af þvi einu að tala um þaö í ræðum eða setja falleg orð í slagorð fyrir útlendinga. Nei, það þarf bæði vilja og fjár- magn. Reglugerðir, sem setja mönnum staðla og vinnuramma, eru auðvit- að jákvæðar en algjörlega gagns- lausar nema þeim sé fylgt eftir. Reyndar má fullyrða að reglur sem ekki koma við budduna á mengur- unum sjálfum muni engum árangri skila. Verkefnin eru brýn. Það þarf að takast á bæði við syndir okkar ís- lendinga sjálfra og áhrif af gerðum annarra þjóða. En stjórnvöld geta ekki einu sinni komið sér saman um stjórnarfarslegt fyrirkomulag umhverfisverndunar hvað þá meira. Eitt fyrsta verk svokallaðs um- hverfisráðherra hér á landi var að láta þjóðina kaupa fyrir sig jeppa fyrir margar milljónir. Sjálfsagt er það táknrænt fyrir stöðu umhverf- ismála í landinu um þessar mundir að eitt síðasta afrek ráðherrans fyr- ir „Dag jarðar", sem efnt er til um þessa helgi, var að velta umhverf- isjeppanum. Elías Snæland Jónsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.