Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1990, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1990, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 21. APRÍL 1990. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÖNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK.SlMI (91 >27022 - FAX: (91)27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1000 kr. Verð í lausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblað 115 kr. Harðstjórn spakmæla Meirihluti íslendinga leggur ekki sjálfstætt mat á ýmis hugtök, sem eru kjarninn í stjórnmálastefnu okk- ar og helzta forsenda þess, hve erfiðlega okkur gengur að ná árangri sem þjóð. í staðinn tyggja menn hver eft- ir öðrum ýmis spakmæli eða klisjur, sem spara hugsun. íslendingar telja „þjóðhagslega“ hagkvæmt að „full- vinna“ „hráefni“ sjávarútvegsins, hafa vexti „sann- gjarna“, vera „sjálfum okkur nógir“ 1 búvöru og fram- leiða „mat handa hungruðum heimi“ og að ferðamenn fáist til að koma og skoða „hreint og óspillt land“. íslendingar telja, að „allt landið skuli vera byggt“ og að stöðvuð skuli „elfur fjármagnsins suður“ til Reykja- víkursvæðisins. íslendingar telja eðlilegt, að fólk og fyr- irtæki fái „fyrirgreiðslu“ hins opinbera og að ráðherrar setji „reglugerðir“ til að bæta hag sérhagsmunahópa. Til þess að haga málum sem greinir frá hér að fram- an, telja íslendingar heppilegt, að allt vald sé í höndum „ráðherrans“. Valdamenn eru því vinsælli, sem þeir setja fleiri reglugerðir, er miða að framgangi ofan- greindra spakmæla og annarra af svipuðum toga. Ein dýrasta klisja íslendinga er, að fiskur sé hráefni, en ekki matur. Fólk, sem vill sjálft ekkert nema nýja ýsu í fiskbúðinni, telur eigi að síður, að verðgildi henn- ar í útflutningi verði því meira, sem meira er hamast á henni í frystihúsum og öðrum fiskvinnslustöðvum. Þetta gekk svo langt, að ráðherrann, sem er vinsæl- astur og reglugerðaglaðastur allra valdamanna, bannaði útflutning á ferskum fiskflökum, sem keypt voru á 300 krónur kílóið í útlöndum. Hann gerði það á þeim for- sendum, að fersku flökin væru líklega skemmd! Engin leið er til að fá íslendinga til að skilja, að verð- gildi fyrirhafnar af ýmsu tagi mæhst bezt á því, hversu mikið verð umheimurinn fæst til að greiða fyrir hana á frjálsum markaði. Enda eru lögmál markaðarins meirihluta þjóðarinnar að mestu leyti lokuð bók. Þess vegna hafa íslendingar ákveðið, að með afli ríkis- ins skuh allt landið vera byggt og helzt í sömu hlut- föllum og voru fyrr á öldinni. Menn eru andvígir „rösk- un“ búsetuflutninga, þótt hún hafi verið stærsta gróða- fyrirtæki þjóðarinnar fyrstu sex áratugi aldarinnar. Mjög fáum dettur í hug, að rétt sé, að vextir stjórnist af framboði og eftirspurn. Miklum og vaxandi fjölda atvinnurekenda fmnst, að „fjármagnskostnaður“ fyrir- tækja þeirra sé eitthvert óviðkomandi náttúruafl, sem sé eins og hver önnur utanaðkomandi óheppni. Ein kyndugasta klisjan, sem þjóðin gengur með á heilanum, er, að ísland sé hreint og fagurt land. Forsæt- isráðherra er sífellt að skipa nýjar nefndir í því máli, þótt endalaust hafi verið rakin dæmi um, að íslendingar eru óvenju miklir sóðar, þrátt fyrir mikið landrými. Hér rýkur volgt skolpið frá sjónum yfir allan bæ. Hér eru opnir sorphaugar leikvöllur fugla, sem bera gerla og veirur út um allt. Hér er neyzluvatn tekið af yfir- borði jarðar, fullt af gerlum af ýmsu tagi. Hér er landeyð- ing vegna landbúnaðar eins og hún gerist mest í Afríku. Dýrustu klisjur íslendinga eru þær, sem notaðar eru til að stjórna landbúnaði. Það kostar okkur 15 milljarða á ári að halda Jafnvægi í byggð“ dreifbýlis og halda uppi sjálfsþurftarbúskap í nútíma, sem Vesturlandabú- umer almennt kunnugt um, að byggist á sérhæfmgu. Ógöngur íslendinga eru ekki verk fárra stjórnmála- manna. Þær eru afleiðingar þess, að þjóðin hefur látið spakmæh og klisjur spara sér að hugsa málin rökrétt. Jónas Kristjánsson Markus Meckel, foringi sósíaldemókrata (t.v.), og Lothar de Maziere, foringi kristilegra demókrata og tilvon- andi forsætisráðherra, takast í hendur eftir undirritun stjórnarsáttmálans í Austur-Berlin. í þvi plaggi er kraf- ist ógildingar hernaðaráætlunar NATÓ. Simamynd Reuter Framtíð hernaðar- bandalaga I Evrópu komin á dagskrá Varsjárbandalagið er nafnið eitt eftir atburði síðustu missera í Mið- og Austur-Evrópu. Þetta er öllum ljóst. Nú er að koma á daginn að Atlantshafsbandalagið er að fara í hnút vegna sömu atburðarásar. Ástæðan er fyrst og fremst fyrirsjá- anleg sameining þýsku ríkjanna. Þau eru sem stendur sitt í hvoru hernaðarbandalaginu, Vestur- Þýskaland í Atlantshafsbandalag- inu og Austur-Þýskaland í Varsjár- bandalaginu. í Austur-Þýskalandi er nálægt 400.000 manna sovéskt herlið og álíka fjölmennir herir vestrænna bandamanna í Vestur- Þýskalandi, þar af 275.000 frá Bandaríkjunum. Á báða bóga eru kjarnavopn til umráða. Þama hef- ur framvarðlína kalda stríðsins legið í fjóra áratugi. Vandi stjórn- málamanna og herforingja er nú sá hvernig hana skuli leysa upp við það að kalda stríðinu slotar. Til marks um þau málalok er að þýsku ríkin sameinast. Afstaða Atlantshafsbandalags- ríkja er að sameinað Þýskaland skuli teljast til NATÓ en tillit verði tekið til öryggishagsmuna Sovétríkj- anna og bandamanna þeirra. Er tal- að um að sovéskur her verði áfram um einhvern ótiltekinn tíma á svæð- inu sem nú er Austur-Þýskaland og þar verði til frambúðar enginn hern- aðarviðbúnaður á vegum NATÓ. Sovétstjórnin talaði fyrst um að sameinað Þýskaland yrði hlut- laust, utan beggja hernaðarbanda- laga. Síðasta uppástungan frá Moskvu er hins vegar sú að sam- einað Þýskalandi teljist til beggja hernaðarbandalaga fyrst um sinn, þau fimm ár eða sjö sem það taki að koma á sameiginlegu öryggis- kerfi fyrir Evrópu alla og láta er- lenda heri rýma þýska grund. Nú er kominn nýr aðili til þessa máls. Sigurvegari þingkosninga í Austur-Þýskalandi, bandalag hægri flokka, hefur myndað ríkis- stjórn með sósíaldemókrötum og frjálslyndum. í stjórnarsáttmálan- um er gert ráö fyrir aö sameinað Þýskaland teljist til NATÓ „til bráðabirgöa fram að myndun ör- yggiskerfis sem nær yfir Evrópu í heild“. Þetta er þó því aöeins hugs- anlegt, segir nýja stjórnin í Aust- ur-Berlín, að áður sé varpað fyrir róða hernaðarstefnu NATÓ eins og hún leggur sig. Nýi utanríkisráöherrann í Aust- ur-Berlín er Markus Meckel, mót- mælendaprestur og foringi sósíal- demókrata. Hann fær það erindi í væntanlegum sameiningarsamn- ingum að sjá svo um að NATÓ hverfi frá ríkjandi hernaðaráætlun Erlendtíðindi Magnús Torfi Ólafsson um framvarnir, sveigjanleg viö- brögð og beitingu kjarnavopna að fyrra bragði. Þetta er í samræmi við stefnumótun sósíaldemókrata í vesturhluta væntanlegs Stór- Þýskalands. Umturnun hernaðaráætlunar NATÓ á þennan veg hefði að sjálf- sögðu í for með sér grundvallar- breytingar á þörfinni fyrir herafla og vopnabúnað. Fyrir var í Vestur- Þýskalandi hörð andstaða, bæði í stjórnarliði og hjá stjórnarand- stöðu, við fyrirætlanir herstjórnar NATÓ, studdar af stjórnum Banda- ríkjanna og Bretlands, um end- urnýjun skammdrægra kjarna- flauga sem miðað yrði á skotmörk í Póllandi, Tékkóslóvakíu og Ung- verjalandi. Vestur-þýskar þingkosningar verða 2. desember. Þar standa meg- inátökin milli kristilegu flokkanna undir forustu Helmuts Kohls kanslara og sósíaldemókrata. Bandaríkjastjórn e^ mjög í mun að hygla Kohl til að styrkja kosninga- stöðu hans. Því þykir sýnt að hún sjái sig tilknúna að hverfa frá áformum um endurnýjun kjarna- flauga Bandaríkjahers í Vestur- Þýskalandi. Meira að segja fullyrða fréttamenn í Washington aö ráð- gjafar Bush forseta séu komnir að þeirri niðurstöðu að bandarískum kjarnavopnum verði ekki öllu leng- ur vært í landinu. Nú hefur það um langan aldur verið grundvallarsjónarmið bandarískra stjórnmálamanna og herforingja að því aöeins sætti bandaríska þjóðin sig við setu bandarísks hers í Evrópu að hann geti reitt sig á kjarnavopn. Því er tekið aö svipast um eftir nýjum stöðvum fyrir þau utan Þýska- lands. Fullyrt var fyrir fund forseta Bandaríkjanna og Frakklands á Key Largo í vikunni að eitt megin- erindi Bush við Mitterrand væri að kanna undirtektir við þá hug- mynd að Frakkland gerist á ný þátttakandi í sameiginlegri her- stjórn NATÓ og bandarískar sprengjuflugvélar búnar kjarna- sprengjum fái stöðvar í Frakklandi. Fram til þessa hefur Frakklands- stjóm hugsað á öðrum nótum. Hún hefur verið vestrænna stjórna hlið- hollust hugmyndinni um að með tíö og tíma myndist öryggiskerfi sem spanni yfir Evrópu í heild auk Bandaríkjanna og Kanada. Fyrir fundinn á Key Largo styrkti Mitter- rand stööu sína með því að sýna fram á að öxullinn París-Bonn í Evrópubandalaginu væri eins öflugur og nokkru sinni fyrr og tæki yfir allt málefnasviðið, þar á meðal öryggismál. Sama dag og Mitterrand hitti Bandaríkjaforseta var birt sameig- inleg yfirlýsing þeirra Kohls kansl- ara um málefni EB. Þar er lögð megináhersla á tvö atriði. Annars vegar að vinda beri aö því bráðan bug að koma á sameiginlegri stefnumótun Evrópubandalags- ríkja í utanríkismálum og öryggis- málum meö því að stofna til þeirrar pólitísku sameiningar sem með þarf til slíks. Hins vegar er sett þaö mark að sameiginleg efnahags- og fjármálastefna Evrópubandalags- ríkja gangi í gildi um leið og mark- aðssamruninn í ársbyrjun 1993. Verður ekki annað skilið en að þeir Mitterrand og Kohl hyggist taka þessi atriði upp af fullum þunga á fundi æðstu manna ríkja EB í Dyflinni 28. þessa mánaðar. Bæði ganga þau í berhögg við af- stöðu Margrétar Thatcher, forsæt- isráðherra Bretlands. Einn evrópskur stjórnmálafor- ingi hefur þegar sett á dagskrá hvað taka skuli við af báðum hern- aðarbandalögunum, jafnt í austri sem vestri. Það er Václav Havel, forseti Tékkóslóvakíu. Á fundi æðstu manna sex samliggjandi ríkja um miðja Evrópu, frá Póll- andi í norðri til Ítalíu í suðri, lagði hann til í fyrri viku að þegar á þessu ári yrði sett á laggirnar ör- yggismálanefnd Evrópu. Markmið- ið sé að upp af starfi hennar spretti heildaröryggiskerfi fyrir álfuna sem komið geti í stað NATÓ og V arsj árbandalagsins. Ómögulegt er að hverfa aftur til Evrópu hins liðna, sagði Havel. Við þurfum því að móta áætlun um mótun Evrópu framtíðarinnar. Ut- anríkisráðherra Ítalíu, Gianni de Michelis, kallaði tillögu Tékkósló- vakíuforseta „skref í rétta átt“.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.