Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1990, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1990, Qupperneq 11
LAUGARDAGUR 21. APRIL 1990. 11 Kvennaskólahús verður danshús „hugsjónum“ sínum, stjórnmála- mönnunum til framdráttar. Hallgrímur Benediktsson Reykjavik fyrr og nú „Kynslóðir koma - kynslóðir fara..syngja menn eins og ekk- ert sé sjálfsagðara, en hvenær kem- ur og fer ein kynslóð og hvað er það öðru fremur sem greinir eina kynslóð frá annarri? Kynslóðir öldurhúsanna Við þessum spumingum er auð- vitað ekkert eitt einhlítt svar. En þegar hugaö er að kynslóðaskipt- um hér í höfuðborginni dettur mér oft í hug svar við þessum spurning- um sem er áreiöanlega ekkert vit- lausara en hvað annað: Það eru auðvitað upphaf og endalok vin- sælla skemmtistaða höfuðborgar- innar sem skipta Reykvíkingum í kynslóðir. Við gætum þá talað um Báru-kynslóðina, kynslóð Mjólkur- félagshússins og Vetrargarðsins, Glaumbæjarkynslóðina og síðast en ekki síst kynslóð Sjálfstæðis- hússins, Sigtúns, eða gamla Sig- túns, eins og það var nefnt eftir að þar lagðist af skemmtanahald laust eftir 1970. Þeir sem á sínum tíma sóttu dans- leiki og aðrar skemmtanir í Sjálf- stæðishúsið við Austurvöll eru yf- irleitt á einu máli um það að húsið hafi verið með vinalegustu og hlý- legustu skemmtistöðum borgar- innar. Sjálfur steig ég þar fyrstu sporin á hálum ís skemmtanalífs- ins á jólatrésskemmtunum Varðar- félagsins á miðjum sjötta áratugn- um. PállogÞóraMelsted En þetta gamla hús, sem enn stendur og er fyrir miðju gömlu myndarinnar, hefur á sinni hundr- að og tólf ára ævi afrekað fleira en aö skjóta skjólshúsi yfir dansglaða Reykvíkinga. Fyrstur reisti þama hús Hannes St. Johnsen kaupmaður árið 1835. Húsið stóð á horni Thorvaldsens- strætis og Kæmnergötu sem síðan var nefnd Vallarstræti. Páll Melsted keypti húsið 1846 og bjó þar til dauðadags en hann lést níutíu og sjö ára gamall árið 1910. Páll var sagnfræðingur, sýslumað- ur, málflutningsmaður við Lands- Skömmu eftir lát Páls keypti Hallgrímur Benediktsson stór- kaupmaður húsið en þar var fyrir- tæki hans til húsa og heimili hans á ámnum 1915-1928. Þar er því fæddur og ahnn upp fyrstu árin sonur Hallgríms, Geir, einn vinsæl- asti borgarstjóri Reykvíkinga, síð- ar formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra og nú seðla- bankastjóri. , Sjálfstæðishúsið Sjálfstæðisflokkurinn keypti húsið 1941 og fjórum árum síðar var það stækkað til vesturs og því breytt verulega, m.a. múrhúðaö og settir í það nýir gluggar. Við það missti húsið sín svipmestu ein- kenni. Flokkurinn flutti starfsemi sína í húsið 1946 en hún hafði áður verið í Varðarhúsinu á horni Kalkofns- vegar og Tryggvagötu. Lengst af sáu sjálfstæðismenn sjálfir um veitingarekstur í húsinu, eða til 1963, en þeir seldu húsið 1968. Þar var þó veitingarekstur nokkm lengur. Auk þess sem dansað var í Sjálf- stæðishúsinu á árnnurn eftir stríð fóru þar fram annars konar skemmtanir af ýmsum toga en þar ber sennilega hæst revíurnar í lok fimmta áratugarins sem þeir Har- aldur Á. Sigurðsson, Indriði Waage og Tómas Guðmundsson gerðu ódauðlegar. Þá vora löngum haldnir líflegir fundir í húsinu á þessum árum sem oft voru mjög vel sóttir. Ungir sjálf- stæðismenn buðu þangað pólitísk- um andstæðingum í kappræður og Stúdentafélagið hélt þar borgara- fundi um hitamál líðandi stundar. Má þar meðal annars nefna frægan kappræðufund um ljóðaformið í kjölfar atómskáldskapar. En nú er hún Snorrabúð stekkur, enda hef- ur Póstur og sími verið með mötu- neyti í húsinu til skamms tíma a.m.k. Ljósmynd: Sigfús Eymundsson - Ljósmynd Þjóðminjasafnsins Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson yfirdóminn, ritstjóri og kennari við Lærða skólann. Hann var spnur Páls Melsted amtmanns og Önnu Sigríðar, dóttur Stefáns Þórarins- sonar amtmanns, ættföður Thorar- ensenættarinnar. Lengst af bjó Páll við Thorvald- sensstræti með seinni konu sinni, Þóru Melsted, dóttur Gríms Jóns- sonar amtmanns á Möðruvöllum. Kvennaskólinn í Reykjavík Þóra og Páll voru helstu hvata- og stuðningsmenn að stofnun Kvennaskólans í Reykjavík. Skól- inn var stofnaður í húsi þeirra 1874 og rekinn þar til 1909 er hann flutti í núverandi húsnæði sitt, þá ný- byggt, við Fríkirkjuveg. Arið 1878 létu þau Melsted-hjónin DV-mynd Hanna rífa húsið sitt og byggja annað mun stærra, fyrst og fremst með þarfir og hagsmuni skólans í huga. Nýja húsið, sem enn stendur, þótti eitt hið glæsilegasta í Reykjavík á þeim árum. Voru í því átján herbergi sem flest voru notuð sem skólastof- ur og heimavist námsmeyjanna. Húsið var áþekkt öðru frægu húsi í bænum, Amtmannshúsinu viö Ingólfsstræti, upp af Amt- mannsstígnum, en höfundur beggja húsanna og byggingameist- ari var Helgi Helgason, tónhstar- maður og helsti smiður bæjarbúa um þær mundir. Bæði húsin eru góð dæmi um svonefnda íslenska nýklassík í byggingarlist. Þau Melsted-hjónin lögðu á sig þungar íjárskuldbindingar við byggingu hússins og unnu jafn- framt þrotlaust en illa launað starf fyrir framgang skólans. Óeigin- gjarnt hugsjónastarf þeirra á því erindi til stjórnmálamanna nútím- ans sem sliga skattborgara með Vísnaþáttur Hjarta mitt varð heitt af þrá „Ástin deyr aldrei eðlilegum dauða. Hún deyr vegna þess að við vitum ekki hvemig við eigum að endumýja uppsprettu hennar, hún deyr vegna bhndu, mistaka og svika. Hún deyr af sjúkdómum og sárum. Henni hnignar en hún deyr aldrei eðhlegum dauða. Hvern þann sem hefur elskað má saka um að hafa myrt ást sína.“ Það er fransk-ameríska skáldkon- an Anais Nin sem komst þannig að orði og ætla má að hún hafi vitað hvað hún var að segja þar sem ástin hefur verið meginviðfangsefnið í skrifum hennar. En víst er óþarfi að leita út fyrir landsteinana í þessum efnum; ís- lensku skáldin eru ekki eftirbátar annarra þegar ástin er annars vegar. Friðrik Hansen á Sauðárkróki minn- ist hðinna unaðsstunda: Hjarta mitt varð heitt af þrá, himinninn blár af vonum, ástardýrð í augum lá, eldrn- í faðmlögonum. Grímur Sigurðsson frá Jökulsá, smiður og verslunarmaður á Akur- eyri, hefur orðið fyrir áþekkri reynslu ef marka má eftirfarandi stöku hans: Stjörnur eygði eg í kvöld undir dökkum baugum. Hugann gæti ég heha öld helgað slíkum augum. „Ejarlægðin gerir fjöllin blá og mennina mikla“ og aðskilnaður, sé hann ekki of langur, eykur ástina. Hahdóra B. Björnsson skáldkona lýs- ir áhrifum aðskhnaðarins þannig: Vhdi ég th þín veginn finna - vorið fór á burt með þér. Þú ert mér fjarri einhvers staðar, einhvers staðar íjarri mér. Þó ég leiti um heiminn hálfan hvergi ber þig fyrir mig. Leggi ég bara augun aftur engan sé ég nema þig. Ragnar Ásgeirsson garðyrkjuráðu- nautur orti th stúlku á gamlárskvöld 1915: Þú ert eins og eg hef séð öllum konum betri, og getur blíðu brosi með breytt í sumar vetri. Þórarinn Sveinsson, bóndi í Kha- koti í Norður-Þingeyjarsýslu, orti um kaupamann og kaupakonu sem tahð var að gæfu hvort öðru hýrt auga: Hverfur bölvun, titrar taug, týrir í fölvum runnum, Vísnaþáttur Torfi Jónsson þegar Sölvi og Sigurlaug saman hvölfa munnum. Ástin séð frá sjónarhóh Gísla Ól- afsspnar frá Eiríksstöðum: Ástin hvetur andans mátt öhum metum vogar. Hjartað getur aldrei átt eld sem betur logar. Fyrsta ástin, æskuástin, hefur orð- ið mörgu skáldinu að yrkisefni. Guð- mundur Böðvarsson, bóndi og skáld á Kirkjubóh: Hehl þeim er sína ungu ást man ætíð fölskvalaust. Þá sveipar vorsins sólskinsdýrð hið silfurgráa haust. Og Höskuldur Einarsson frá Vatns- homi tekur í sama streng: Sporin gleymast, munir mást, manna eymist gengi. Vorin heima, æskuást, ýmsa dreymir lengi. En það eru ekki allir sem sætta sig við minningarnar einar. Þorbjörn Kristinsson á Akureyri: Kvöldið, sem ég kvaddi þig kostar heldur mikið, ef að lifið lætur mig líða fyrir vikið. Væri ekki ráð, þegar svo er komið, að hafa hhðsjón af kveðskap Kristj- áns frá Djúpalæk sem hann orti th konu er var í þingum við geistlegrar stéttar mann: Vhtu hlýða, hrundin fríða, hausts í bhðum þey. Styijar bíð ég, bögur smíða, bænir þýða ei. Temur lund við ógn og undur ævistundin fleyg. Drottins hunda hendir stundum hras um sprund og veig. Fár af hreysti rönd við reisti röddu freistinga. Þetta veistu vel og treystu vart þeim geistlega. Samt ei eldinn eftir teldu eða dveldu spor. Komdu heldur hér og fehdu hug í kveld th vor. Skyldi ekki eitthvað svipað bafö vakað fyrir Þórólfi Jónassyni frá Hraunkoti þegar hann kvað: Dvínar máttur, dagur þver, dísin hátta bráðum fer. Ljóðaþáttum lokið er, ljúft er að nátta sig hjá þér. Og eftir að hafa velt framansögðu nógu vel og lengi fyrir sér gæti niður- staðan orðið eitthvað svipuð og hjá manninum sem sagði: „og hnuggin tárast einhver yngismeyja / ef ég skyldi lifa þaö að deyja“. Torfi Jónsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.