Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1990, Síða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1990, Síða 29
LAUGARDAGUR 21. APRÍL 1990. 37 Handbolti unglinga • Frá úrslitaleik KR og Gróttu í 6. flokki karla. KR sigraði í leiknum með • Stjarnan sigraði Gróttu í úrslita- nokkrum yfirburðum og tryggði sér sigur i litlu VÍS-keppninni í flokki A-liða. leik í 5. flokki kvenna og eins og sjá má var ekkert gefið eftir i leiknum. Litla VÍS-keppnin haldin í fyrsta sinn - hátt í sjö hundruð þátttakendur voru á mótinu Um síöustu helgi fór fram stærsta mót vetrarins hjá yngstu flokkunum í handknattleik. Mótið bar yfirskrift- ina „htla VÍS-keppnin“. Alls mættu til leiks um 60 lið víðs vegar af landinu og má reikna með að þátttak- endur hafi verið á milli 600 og 700. Það var Vátryggingafélag íslands sem var aðalstyrktaraðili þessa móts en framkvæmdin var í höndum KR- inga. Keppnin var mjög jöfn og spennandi og í flestum flokkum réð- ust úrslit ekki fyrr en á síðustu min- útunni í mörgum af úrslitaleikjun- um. 7. flokkurkarla í 7. flokki karla bar Þór, Ve„ sigur úr býtum eftir að liðið hafði unnið Víkinga í úrslitaleik, 7-5. Leikurinn var mjög jafn og spennandi allan tím- ann og var það ekki fyrr en á síðustu mínútunni sem úrslitin réðust. Stað- an í hálfleik var jöfn, 3-3. Markahæstir í Uði Þórs voru ísleif- ur Sigurðsson með 5 mörk og þeir Jón Helgi Gíslason og Jóhann Hall- dórsson gerðu 2 mörk hvor. Hjá Víkingum voru markahæstir Markús Mich með 5 mörk og Snorri Guðjónsson sem gerði 2 mörk. KRa sigraði Gróttu í leik um 3.^4. sætið, 9-8, og gat leikurinn endað á hvorn veginn sem var. ÍR lenti í 5. sæti, FHa í 6. sæti, KRb í 7. sæti, HK í 8. sæti FHb í 9. sæti og Grótta b í 10. sæti. 6. flokkur karla í úrslitaleik KR-inga og Gróttu í 6. flokki A höfðu KR-ingar nokkra yfir- burði. KR-strákamir léku af miklum krafti strax í upphafi og náðu fljót- lega ömggri forystu sem þeir héldu allan leikinn. KR sigraði í leiknum, 7-2, en staðan í hálfleik var 4-1. Grótta varð því í 2. sæti. Markahæstir KR-inga voru Björg- vin Vilhjálmsson með 3 mörk og Árni Pétursson með 2 mörk. Bæði mörk Gróttu gerði Bjarki Hvannberg. Framarar tryggðu sér 3. sætið á mótinu þegar þeir unnu ÍR-inga í leik um 3. sætið. Framarar skoruðu sig- urmarkið þegar örfáar sekúndur vora til leiksloka. ÍR varö þvi í 4. sæti, Stjarnan í 5. sæti, Haukar í 6. sæti, FH í 7. sæti, Valur í 8. sæti, UBK í 9. sæti og HK í 10 sæti. Þór, Ve„ UMFA og Fjölnir lentu í 11.-13. sæti. í flokki B-liða bar UMFA sigur úr býtum er liðið sigraði KRa í úrslita- leik, 6-5. Leikurinn var gífurlega jafn og spennandi og þurfti að framlengja tvisvar sinnum til þess að fá fram úrsht. KR varð því í 2. sæti. Markahæstur í liði UMFA var Ás- grímur Sigurðsson með 3 mörk en Umsjón: Brynjar Stefánsson og Heimir Ríkarðsson hjá KR var Stefán Bjarnason marka- hæstur og gerði hann einnig 3 mörk. ÍRa varð í 3. sæti, Stjarnan í 4. sæti, Víkingur í 5. sæti, ÍRb í 6. sæti, Valur í 7. sæti, FHa 8. sæti, UBK í 9. sæti og Grótta í 10. sæti, HK í 11. sæti, FHb í 12 sæti, KRb í 13 sæti og Fram í 14 sæti. 6. flokkurkvenna Fimm lið sendu lið til keppni í þess- um flokki. Leiknar voru tvær um- ferðir og léku allir við alla. Grótta vann alla leiki sína á mótinu, nema einn, þar sem varð jafntefli. Grótta fékk því 15 stig og varð sigurvegari. FH fékk 10 stig og hafnaði í 2. sæti. KR varð í 3. sæti, fékk 9 stig. Fylkir fékk 4 stig og hafnaði í 4. sæti. KRb rak lestina en gerði eitt jafntefli og fékk því 1 stig. 5.flokkurkvenna Grótta og Stjarnan léku til úrslita í 5. flokki kvenna. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þessi lið mætast í úrslitaleik og eru þeir ávallt jafnir og skemmtilegir. Stjörnu-stelpurnar mættu mjög ákveðnar til leiks og tóku fljótlega forystuna, 3-0. Gr.ótta gafst þó ekki upp og náði að minnka muninn í 4-2 rétt fyrir lok fyrri hálf- leiks. Seinni hálfleikur var mjög jafn en Stjarnan sleppti ekki forskotinu sem náðist í upphafi leiksins og tryggði sér sigur, 7-5. Markahæstar í liði Stjörnunnar voru Nína K. Björnsdóttir og Ríkey Jónsdóttir með 3 mörk hvor en Ellen Gunnarsdóttir gerði 4 mörk fyrir Gróttu. Fram lenti í 3. sæti á mótinu, KR í 4. sæti, FH í 5. sæti, ÍBV í 6. sæti, Haukar í 7. sæti, Víkingur í 8. sæti, ÍR í 9. sæti, HK í 10. sæti og UMFG í 11. sæti. Einnig var keppt í flokki B-liða í þessu móti en 5 félög sendu lið til keppni. FH dró síðan sitt lið úr keppninni vegna einhverra kæru- mála sem ekki verður fjallað nánar um hér. Leiknar voru tvær umferðir og léku allir við alla. Fram hafði mikla yfirburði í þessum flokki en Fram-stelpurnar unnu alla leiki sína með miklum yfirburðum og fengu 12 stig. ÍR varð í 2. sæti með 6 stig, Vík- ingur í varð 3. sæti, einnig með 6 stig, en KR rak lestina því liðið tapaði öllum leikjum sínum á mótinu að þessu sinni. Áfram á þessari braut Það er alveg ljóst að mót sem þetta kostar mikla vinnu og skipulagningu og eiga mótshaldarar þakkir skildar fyrir að láta það verða að veruleika. Vonandi verður framhald á þessari keppni og helst þyrfti að íjölga mót- um eins og þessum því þessir krakk- ar hafa fengið of fá verkefni og þá sérstaklega 5. flokkur kvenna. • Jón Hjaltalín Magnússon, for- maður HSÍ, og Ólafur Jónsson, varaformaður HSÍ, eiga það ekki bara sameiginlegt að vera báðir Vikingar og sitja í framkvæmda- stjórn HSÍ heldur urðu dætur þeirra meistarar í 5. flokki kvenna með Fram í litlu VÍS-keppninni um síð- ustu helgi. • Stjarnan sigurvegari í 5. flokki kvenna, A-liða. • Fram sigurvegari i 5. flokki kvenna, B-liða. • Grótta sigurvegari i 6. flokki kvenna. • KR sigurvegari í 6. flokki karla, A-liða. IBR KRR REYKJAVÍKURMÓT MEISTARAFLOKKUR KARLA LEIKNIR - KR í dag kl. 17.00 Á GERVIGRASINU í LAUGARDAL • Þór frá Vestmannnaeyjum sigraði i 7. flokki karla.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.