Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmaí 1990næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    293012345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    272829303112
    3456789

Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1990, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1990, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 5. MAÍ 1990. Fréttir___________________________________________________________________________pv Lögin nm umhverfisráðuneytið afgreidd á Alþingi: Samkomulag tókst um að hleypa því í gegn Eftir mikió sámningaþóf milli for- sætisráðherra og forystumanna Sjálfstæðisílokksins í gær náðist samkomulag um að þingmenn Sjálf- stæðisflokksins stæðu ekki í vegi fyr- ir því að frumvarpið um umhverfis- ráðuneytið færi í gegnum 3. umræðu í neðri deild og eftir það tii efri deild- ar. Þar átti að afgreiða það sem lög frá Alþingi í gærkveldi. Ef þetta samkomulag hefði ekki náðst hefði fundum Alþingis verið frestað frá og með deginum í dag og þingið síðan aftur kallað saman í júní til að afgreiða málið. Þvi völdu sjálf- stæðismenn þann kost að standa ekki í veginum. Þeir fengu í staðinn að Landgræðslan, Skógrækt ríkisins, Siglingarmálastofnun og heilbrigðis- eftirlit falla ekki að svo stöddu undir umhverfisráðuneytið. Aftur á móti ætlar forsætisráðherra að flytja frumvörp til laga sem feli í sér niður- stöður úr endurskoðun á lögum um þessar stofnamr sem fram á að fara í sumar. Þetta ætlar hann að gera fyrir 1. nóvember næstkomandi. Þrátt fyrir þá vængstýfingu, sem valdsvið umhverfisráðherra fékk með samþykkt þessa frumvarps, frá því sem upphaflega var ákveðið, fagnaði Júlíus Sólnes umhverfisráð- herra samkomuiaginu mjög. Hann sagðist fagna samkomulaginu vegna þess að þau verkefni sem falla undir ráðuneytið eftir samþykkt frum- varpsins féllu mjög vel að þeirri - eftir mikil fundahöld og samningaþjark Júlíusi Sólnes umhverfisráöherra leið ekki alltaf vel undir umræðunni um frumvarp til laga um umhverfisráðuneyti pólitísk hrossakaup, siðferðisbrest og pólitískt kjarkleysi. gær enda var hann ásakaður um DV-mynd GVA starfsemi sem hafinn væri undirbún- ingur að í ráöuneytinu. Þrátt fyrir samkomulagið féllu þung orð og stór í ræðum sumra al- þingismanna við fyrstu umræðu í efri deild. Guðmundur H. Garðars- son sagði umhverfisráðuneytið vera afsprengi einhverra siðferðislaus- ustu hrossakaupa í pólitík sem sögur færu af hér á landi. I svipaðan streng tók Karvel Pálmason. Forsætisráð- herra tók þessar ásakanir óstinnt upp og varði sig og ríkisstjómina af hörku. -S.dór Mikil skemmdarverk á Reyðarfirði Lögreglan á Eskifiröi vinnur nú við rannsókn fjölda innbrota og skemmdarverka sem hafa verið framrn á Reyðarfirði aö undanfomu. Aðfaranótt 23. apríl var brotist inn í loðnubræðslu Síldarverksmiðju rík- isins. Þar var bíll skemmdur, ljósa- penun stolið og þær brotnar víða um kauptúniö. Sömu nótt voru margar rúður brotnar í mannlausu íbúðar- húsi við Búðaveg. í þessari viku var síðan brotist inn í vöruskemmu Lykils sf. við hafnar- svæðið á Reyðarfirði. Einnig var ný- legur bíll, sem stóð fyrir utan, skemmdur nokkuð. Einnig voru skemmdir unnar í mannlausu íbúð- arhúsi á Klöpp sem er yst í kauptún- inu. Veghefill, sem stóð utan vegar við Eyrarbót, var einnig skemmdur í vikunni. Lögreglan vinnur við að upplýsa öll þessi mál. -ÓTT Arnarflug flýgur enn „Þessi yfirlýsing Péturs þótti okk- ur mjög slæm því hún var fyrirtæk- inu stórskaöleg. Við höfum hins veg- ar ekki fengið neina opinbera til- kynningu um lokun. Þetta kom bara fram í fjölmiðlum. Skuldin er mjög ung og ipjög lítil og ég geng út frá því að við göngum frá þessu máh í góðu samstarfi við flugmálastjórn eins og við höfum hingað til haft við þá stofnunm," sagði Kristinn Sig- tryggsson, framkvæmdastjóri Arn- arflugs, en ekki varð að boðaðri lok- un fyrirtækisins í gær vegna 1,4 milljóna króna skuldar fyrirtækisins við flugmálastjórn frá 17. apríl. -gse Lionsmenn á íslandi ætla I dag að selja 61 þúsund túlipana til að afla fjár í átaki gegn vímuefnum. Lionshreyfingin um allan heim sameinast um aö gera fyrsta laugardaginn I maí að slíkum átaksdegi. Hér má sjá Daníel Þórarinsson fjölumdæmisstjóra með eitt búntið af túlípönunum. Jónatan Þórmundsson, sérstakur ríkissaksóknari: Jónatan Þórmundsson, sérstak- inn varö fyrir vegna brota þeirra. dóma og tækju með því ábyrgð á ur ríkissaksóknari í Hafskips- og Þá sagði hann að yfirmenn Utvegs- gerðum sínum. Hann sagði þá þeg- Utvegsbankamálinu, lauk sóknar- bankans hefðu sýnt forráðamönn- ar hafa oröið fyrir talsverðum ræðu sinni í Sakadómi Reykjavík- ' um Hafskips óverðskuldaö traust. óþægindum vegna þessa máls, ur í gær. I lok ræðu sinnar sagöi Hann sagði aö aö sjálfsögðu ætti meðal annars hefðu allir banka- hann að ekki væri venja að sak- gæsluvaröhaldsvistþeirraaðkoma stjórarnir misst stöður sínar. Jón- sóknari gerði kröfur um þyngd til frádráttar refsingar. Jónatan atan mæltist til þess aö banka- refsingar eða hvort hún væri skil- sagði að Ragnar Kjartansson hefði mennirnir fengju allir skilorös- orösbundin eða ekki. endurgreitt þrotabúi Hafskips. bundna fangelsisdóma. Jónatansagðiaðsérþætti eðlilegt Varðandi aöra starfsmenn Haf- Jónatan lauk máli sínu með því að þrettán þeirra sem væru ákærð- skips, sem eru ákærðir, sagði Jóna- að segja að Hafskipsmálið væri ir yrðu dæmdir til skilorðsbund- tan aö þeir hefðu ekki haft per- prófsteinn á reikningsskil, hvort innar refsingar. Þeir íjórir, sem sónulegan ávinning vegna bro- stjómendur hlutafélaga mættu Jónatan mæltist ekki til að fengju tanna og að þeir hefðu tekið við fara með fé fyrirtækja sem sitt eig- skilorðsbundnar refsingar, eru skilaboðum frá yfirmönnum sín- ið, á spillingu i fjármálum og hvort BjÖrgólfur Guðmundsson, Ragnar um. Jónatan sagði eðlilegt aö þeir viðurkennd væri ábyrgð forráða- Kjartansson, Páll Bragi Kristjóns- fengjuskilorðsbundnadóma.Hann manna ríkisstofhana. son og Helgi Magnússon. nefndi sérstaklega Sigurþór Char- Guðmundur Ingvi Sigurðsson Rök til refeiþyngingar fyrir þá les Guðmundsson, sem var aðal- sem er verjandi Björgólfs Guð- fióra nefndi Jónatan samvinnu bókari Hafskips, og þátt hans í að mundssonar, hefur hafið varnar- þeirra, fiölda brota, brotavifia og upplýsa málið. Jónatan sagði að ræðu sína. Hann lauk henni ekki í þaö mikla fiárhagslega fión sem efiaust heföu óþægindi fylgt því. gær. Eftir að Guðmundur klárar Hafskip varö fyrir vegna þess að Varöandi bankamennina sagði tala hinir verjendurnir hver á eftir fé var tekiö úr sjóðum þess. Og eins Jónatan aö það skipti miklu máli öörum. Verjendumir eru samtals vegna þess tjóns sem Utvegsbank- fyrir þjóðfélagið að þeir fengju 14. .sme Flóðin í Lundahverfi á Akureyri: íbúarnir hyggjast fara í mál við Akureyrarbæ Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „íbúamir við Grenilund á Akureyri, sem verst urðu úti í vatnsganginum þar sl. miðvikudag, íhuga nú að fara í mál við Akureyrarbæ vegna þess aö bærinn vill ekki bæta eigendum þar fión sem varð vegna vatnsins. Tildrög flóðsins, sem fór um Greni- lund og reyndar um Heiðarlund einnig, em þau aö bæjarstarfsmenn vom að vinna syðst í Grenilundi, rufu þar skarð í mikla snjóruðmnga og ætluðu að hleypa vatm, sem var hinum megin ruðmnganna, eftir göt- unni og aö niöurföllum. Hins vegar skipti engum togum að vatnselgur- inn var mun meiri en reiknað hafði verið með og flæddi inn í húsagarða og síðan inn í kjallara húsa við göt- una. Dæmi em um aö tjón í einstaka íbúöum nemi milljónum króna og hefur heyrst um 4 milljóna króna tjón hjá einum íbúðareiganda. Vegg- ir eru skemmdir, svo og teppi og par- ket á gólfum og mikið af hlutum sem voru í íbúðunum. Tryggingar bæta ekki fión sem þetta og viðlagatrygging ekki heldur. Þá telur Akureyrarbær sig ekki bóta- skyldan vegna þess tjóns sem varð en íbúarnir telja að þar sem ílóðin urðu af völdum starfsmanna bæjar- ins beri bænum að bæta þeim tjónið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 101. tölublað - Helgarblað (05.05.1990)
https://timarit.is/issue/192798

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

101. tölublað - Helgarblað (05.05.1990)

Aðgerðir: