Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmaí 1990næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    293012345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    272829303112
    3456789

Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1990, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1990, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 5. MAÍ 1990. Skák Sovétmenn eiga marga stórmeist- ara en nú er sú tíö að baki er þeir báru höfuö og herðar yfir kollega sína á Vesturlöndum. í þá daga var þátttaka sovésks stórmeistara á al- þjóöamóti örugg vísbending um þaö aö hinir yröu aö gera sér aö góðu aö berjast um 2. sætið. Nú er bilið mjórra en með perestrojku Gorbatsjovs hefur þaö gerst að fleiri Sovétmenn fá leyfi til aö hleypa heimdraganum. Á opnu al- þjóðamótunum verður nú varla þverfótaö fyrir sovéskum stór- meisturum og ekki þarf því aö koma á óvart þótt þeir séu sigur- sælir. Um páskana léku sovéskir stór- meistarar aöalhlutverk í þremur stórmótum. Auk opna mótsins í New York, þar sem Alexander Kha- lifman varð hlutskarpastur, og þegar hefur verið greint frá í DV, varö sovéskur sigur á stóru opnu móti í Tyrklandi og á árlegu skák- hátíðinni í Dortmund. Þaö var stórmeistarinn Gennadi Kuzmin, sem nældi sér í efsta sætiö óskipt í Tyrklandi.. Þar tefldu 113 skákmenn, þar af 24 Sovétmenn og flestir stórmeistarar. Mótiö var sameiginlegt fyrirtæki Tyrkja og Þjóöverja og fyrstu verðlaun voru þau sömu og í New York eða tutt- ugu þúsund dahr. Sigur Kuzmins kom verulega á óvart en lítið hefur til hans spurst síðari ár. íslenskir skákunnendur muna e.t.v. eftir honum frá Reykja- víkurskákmótinu 1978. Kuzmin hlaut 7 v. af 9 mögulegum en með 6,5 v. komu Novikov, Tsjíbúrdanid- ze, Rashkovsky og Vasjukov (alhr Sovéski stórmeistarinn Kuzmin að tafli á Reykjavikurskákmótinu 1978. Hann sigraði óvænt á stóra opna mótinu í Tyrklandi Azmaiparashvili, sem tefldi í Reykjavík i mars, var mistækur á alþjóða- mótinu í Dortmund en tefldi samt nokkrar fallegar skákir þar. TVær fallegar fómarskákir - sovéskir stórmeistarar efstir á þremur stórmótum frá Sovétríkjunum), Groszpeter (Ungverjalandi) og Kudrin (Banda- ríkjunum). Meö 6 v. komu m.a. Miles, Balashov og Vehmirovic. Kuzmin tók snemma forystu á móhnu og virtist vel aö sigrinum kominn. Sjáiö þessa fallegu skák, sem tefld var í 5. umferð: Hvítt: Gennadi Kuzmín Svart: Attila Groszpeter Sikileyjarvörn. 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rffi 5. Rc3 a6 Upphafsleikur Najdorf-afbrigðis- ins. 6. Be2 e5 7. Rb3 Be7 8.0-0 0-0 9. Khl Algengara er 9. Be3, eöa 9. a4 til að hindra framrás svarta b-peðsins. Enn er þó ekkert nýtt undir sólinni. 9. - b5 10. Rd5 Rxd5 11. Dxd5 Ha7 12. Be3 Be6 13. Ddl En nú gerir sovéski stórmeistar- inn tilraun til aö endurbæta „teór- íuna“ í afbrigðinu. Áður hefur ver- iö leikið 13. Dd2 en von bráðar verö- ur mismunur þessara tveggja drottningarleikja ljós. 13. - Hd7 14. a4 b4? Rétt er 14. - bxa4 15. Hxa4 og nú 15. - Dc7 með möguleikum á báöa bóga. Hins vegar er 15. - d5?! lakara Kennarar, athugið Við Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar eru lausar nokkrar stöður, þar af staða yfirkennara. Ódýrt húsnæði til staðar ásamt leikskólaplássi f. börn, 2ja-5 ára. Fá- mennar bekkjardeildir og gott kennsluhúsnæði, flutningsstyrkur greiddur. Uppl. gefa formaður skólanefndar, Kjartan Reynis- son, í vs. 97-51240 eða hs. 97-51248, og skólastjóri í vs. 97-51224 eða hs. 97-51159. Skólanefnd Útboð Norðurlandsvegur í Öxnadal 1990 Vegagerö ríkisins óskar eftir tilboðum í ofan- greint verk. Lengd vegarkafla 8,8 km, fyllingar 127.000 m3 og burðarlag 51.000 m3. Verki skal að fullu lokið 15. september 1991. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á Akureyri og i Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 7. mai nk. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 21. mai 1990. Vegamálastjóri í '<Í'S/A \ Skák Jón L. Árnason vegna 16. Rc5! en stæöi hvíta drottningin á d2, þyrfti svartur hins vegar ekki aö óttast riddara- leikinn vegna 16. - d4! o.s.frv. 15. f4 Dc7? Nú fer alvarlega að halla undan fæti. Nauösynlegt er 15. - exf4 - svartur skynjar ekki hættuna. 16. f5! Bc4 17. Bxc4 Dxc4 18. f6! Eftir þennan og næsta leik veröur ekki séö að svartur fái með góöu móti varist. Úrslitum ræöur að hrókurinn á d7 hindrar aö riddar- inn geti skorist í leikinn. 18. - BxfB 19. Hxf6! gxfB 20. Dg4+ Lakara er 20. Bh6 vegna 20. - Dxe4. 20. - Kh8 21. Dh4 De6 Hvað annaö? Á annan hátt fær hann ekki valdað f6-reitinn. Hvern- ig getur hvítur nú styrkt sóknina? 22. Rd4! Auövitaö! Ekki gengur 22. - exd4 23. Bxd4 Kg7 24. Dg5+ Kh8 25. BxfB + og vinnur. Riddarinn bland- ar sér í sóknina. 22. - De7 23. Rf5 De(j 24. Hfl d5 Eftir 24. - Hg8 25. Hf3! ræöur hót- unin 26. Dxh7 + ! Kxh7 27. Hh3+ Kg6 28. Hh6 mát úrslitum. Svartur hyggst svara 25. Hf3 með 25. - dxe4 og kippa stoöum undan riddaran- um. En þessu sér hvítur við á lag- legan hátt. 25. Rg7!! De7 Svartur má ekki þiggja riddara- fórnina; eftir 25. - Kxg7 26. Bh6+ Kh8 27. Bxf8 er hótunin 28. Dg3 ill- viöráðanleg - hvítur á vinnings- stööu. 26. Bc5! Fallegasta vinningsleiðin. 26. - Dxc5 27. Rh5! Og svartur gafst upp. Eftir 27. - Hd6 28. RxfB Hxd6 29. Dxf6+ Kg8 30. Hf3 verður hann mát í fáum leikjum. Á skákhátíöinni í Dortmund sigr- aði sovéski stórmeistarinn Tsjern- ín, sem hlaut 9 v. af 11 mögulegum. Landi hans Boris Gelfand veitti honum haröa keppni en mátti á endanum sætta sig við að fá hálfum vinningi minna. í þriöja sæti urðu Zsuzsa Polgar og Þjóðverjinn Matt- hias Wahls með 6 v. Síðan kom Azmaiparashvili með 5,5 v., Tékk- inn Stohl hlaut 5 v., Bischoff, Brunner og Browne fengu 4,5 v. og Bönsch og Kindermann ráku lest- ina með 4 v. Keppendunum frá Reykjavík í mars, Azmaiparashvili og Browne gekk ekki sem skyldi. Browne vann aðeins eina skák, tapaði þremur. Sá með langa nafnið vann á hinn bóginn fjórar skákir en tapaði jafn- mörgum. Frá „listrænu“ sjónar- miði getur hann verið sáttur við sinn hlut, a.m.k. ef marka má skák hans við Wahls, sem hér birtist. Azmaiparahsvili leggur til sóknar með 24. leik sínum og eftir glæsi- lega taflmennsku mátar hann mót- herjann ellefu leikjum síðar. Hvítt: Zurab Azmaiparashvili Svart: Matthias Wahls Retí-byrjun 1. g3 g6 2. Bg2 Bg7 3. Rf3 RfB 4. c4 0-0 5. 0-0 c6 6. b3 Re4 7. d4 d5 8. Bb2 Rd7 9. Dc2 Rdf6 10. Re5 Bf5 11. Dcl Rd7 12. f3 Rd6 13. Rd2 Be6 14. e4 a5 15. Rd3 He8? Eitthvað hefur farið úrskeiðis hjá svörtum í byrjuninni, sem situr nú uppi með óvirka stöðu. Síðasti leik- ur hans er slakur og nú lendir hann í kröggum. 16. Rc5! Rxc5 17. dxc5 Bxb2 18. Dxb2 Rc8 19. cxd5 cxd5 20. f4 Dc7 21. Hacl dxe4 22. Rxe4 Ra7 23. Rg5 Bf5 I 1 # 4itt i i i i i & a© n A A. Af A A S a* ABCDE FGH 24. g4! Upphaf atlögunnar. Hvítur hrek- ur biskupinn frá því að valda e4- reitinn, sem er ætlaður riddaran- um. Um leið leggur hann drög að opnun f-línunnar. 24. - Bxg4 25. Bd5 HflS Leiki svartur 25. - e6 kemur vita- skuld 26. Re4 og áfram 26. - exd5 26. Rf6+ Kf8 27. Rxd5 og ógnar drottningunni, með máthótun á h8 um leið. 26. f5! gxf5 Svarið við 26. - Bxf5 yrði 27. Hxf5! gxf5 28. Dg2 Kh8 29. Dh3 meö óverj- andi máthótun á h7. 27. Hc4!! Þetta er lykilleikur sóknarinnar. Aðalhótunin er 28. Hxg4! fxg4 29. Dc2 og svartur ræður ekki við máthótunina. Hvítreita biskup svarts heldur vörninni saman. Markmið hvíts er að fjarlægja hann, hvaö sem það kostar! 27. h5 28. Hxg4! hxg4 29. Hxf5 e6 Fátt er til varnar. Takið eftir aö hvítur hefur drottningu, hrók, biskup og riddara í sókninni en vörn svarts er harla vanmáttug. Úrlitin hljóta að vera skammt und- an. 30. Re4! Hfd8 31. Hh5 Eftir skákina var bent á aðra vinningsleið: 31. Hg5+ KfB 32. Dh8+ Ke733. Df6+ Kd734. Bxe6+! fxe6 35. Hg7 + Kc8 36. Rd6+ Kb8 (36. - Hxd6 37. Hxc7+ Rxc7 38. cxd6+ og hvítur vinnur létt) zí. Dxd8 +! Dxd8 38. Hxb7 mát. 31. - e5 32. Hxe5 Rc6 33. Hg5+ Kf8 34. Dh8 + Ke7 35. Df6 + Kd7 36. Df5+ Ke7 37. Dxf7 mát. -JLÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 101. tölublað - Helgarblað (05.05.1990)
https://timarit.is/issue/192798

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

101. tölublað - Helgarblað (05.05.1990)

Aðgerðir: