Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1990, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1990, Blaðsíða 9
LAUGARDAGUR 5. MAÍ 1990. 9 Dansmót íslands: Fjölskyldan kom heim með fimm bikara ingaflokki: Petrea Guðmundsdóttir og Gunnar Már Sverrisson úr Dans- skóla Sigurðar Hákonarsonar. DV-myndir GVA ■ sýndi best áhuga fólks á keppni sem þessari. Þó fannst honum vanta upp á að sjónvarpsstöðvarnar sýndu þessu nægilega athygli. Þess má geta að keppnin fór nú fram í fimmta sinn og á þeim tíma hefur keppendaíjöld- inn flmmfaldast. Þau Jón Stefnir og Berglind hafa í vetur æft dans hjá nýjum dansskóla Jóns Péturs og Köru. Áður voru þau hjá Sigurði Hákonarssyni. „Dansinn er skemmtilegt áhugamál," sagði Jón Stefnir. Yngri dóttir hans varð tvö- faldur íslandsmeistari árin 1988 og '89 og sú eldri hefur alltaf utan einu sinni verið í einhverju af fyrstu sæt- unum. „Yngri stelpan okkar keppti í bráöabana í öðrum riðli og lenti þar í öðru sæti þannig aö við hefðum getað komið með sex bikara heim í stað fimm,“ sagði Jón Stefnir. „Við köllum það skemmtistress að taka þátt í keppninni en erum að sjálfsögðu ákaflega ánægð með út- komuna. Það er mikill félagslegur andi í kringum dansskólann og sam- heldni. í kringum keppnina er ýmis- legt sem þarf að athuga, t.d. dans- búningar. Konan mín hefur saumað búninga ásamt vinkonu okkar, Petru Jónsdóttur." Dætur Jóns hafa haft sömu dans- herrana lengi, sú yngri frá því hún byrjaði að læra og hin eldri frá 88. Af hverju siðareglur fýrir borgarfulltrúa? Sigrún Magnúsdóttir borgarfulltrúi Alfreö Þorsteinsson framkvæmdastjóri „Við hjónin höfum lært dans frá 1986 en líklegast smituðu dæturnar okkur því aö þær hafa verið miklu lengur. Reyndar langaði okkur alltaf í dans- tíma en gáfum okkur ekki tíma fyrr,“ segir Jón Stefnir Hilmarsson, sem varð íslandsmeistari í samkvæmis- dönsum ásamt eiginkonu sinni, Berglindi Freymóðsdóttur, í dan- skeppninni á sunnudag sem fram fór í íþróttamiðstöðinni í Garðabæ. Ekki urðu þau þó einu íslandsmeistararn- ir í keppninni því að dætur þeirra tvær urðu einnig sigurvegarar, þær Jóhanna Ella, 11 ára, og Anna Björk, 15 ára. Dansherrar þeirra eru Davíð A. Einarsson, 12 ára, og Svavar Björgvinsson, 18 ára. Vaxandi áhugi er á dansmótinu og má geta þess að fimm hundruð pör skráðu sig til keppni að þessu sinni, börn, unglingar og fullorðnir. Kepp- endur voru frá níu dansskólum hvaðanæva af landinu. Dómarar keppninnar voru þrír, Joan Richard frá Englandi, Marcel De Reyk frá Hollandi og Jörgen Christensen frá Danmörku. Að sögn Jóns Stefnis var alla helg- ina troðfullt hús af áhorfendum sem Framsóknarmenn í Reykjavík eru að hefja kosningabaráttuna. Þeir munu á næstu dögum kynna helstu baráttumál sín. 10 atriði verða sett á oddinn. Hér kynnum við 4 þeirra: Siðareglur eru nauðsynlegar Lóðabrask er stundað í stórum stíl í Reykjavík og kemur einn af borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins þar við sögu. Sömuleiðis hafa starfsmenn byggingarfulltrúans í Reykjavík hannað og teikn- að byggingar sem einstaklingar og haft síðan eftirlit með sjálfum sér sem embættismenn. Þá hefur borgarstjóri skammtað sér bif- reiðir að eigin geðþótta. Framsóknarflokkurinn telur brýnt að uppræta slík vinnubrögð og mun beita sér fyrir samþykkt siðareglna fyrir borgarfulltrúa og embættismenn til að starfa eftir. Borgarstarfsmenn við sama borð Starfsmenn Reykjavíkurborgar eru yfirleitt verr launaðir en starfs- menn nálægra sveitarfélaga fyrir sambærileg störf. Engin sann- girni er t.d. í því að slökkviliðsmaður í Reykjavík sé á lægri launum en slökkviliðsmaður í Hafnarfirði eða að Sóknarkona í Reykjavík sé á lægri launum en Sóknarkona í Kópavogi. Framsóknarflokkurinn mun beita sér fyrir því að starfsmenn Reykjavíkurborgar sitji við sama borð og starfsmenn nágranna- sveitarfélaganna. Hætt verði að okra á öldruðum Borgaryfirvöld hafa stuðlað að okri á húsnæði aldraðra í Reykja- vík með því að skilyrða lóðaúthlutanir, sem samtök aldraðra fá, til ákveðinna byggingarverktaka, sem síðan hafa selt öldruðum íbúðir á óeðlilega háu verði. Þannig hefur öldruðum reynst jafnvel ókleift að skipta á stærri húseignum fyrir litlar þjónustuíbúðir. Framsóknarflokkurinn mun beita sér fyrir því að Reykjavíkurborg bjóði út íbúðabyggingar fyrir aldraða og selji þær á kostnaðar- verði til samtaka aldraðra. Jafnframt þessu verði lögð áhersla á að bæta úr brýnum skorti á hjúkrunarheimilum fyrir aldraða. Hjálparsveit gegn fíkniefnum Sífellt fleiri ungmenni verða vímuefnum að bráð. Borgaryfirvöld hafa brugðist í baráttunni gegn þessum vanda. Með heilbrigðu æskulýðs- og íþróttastarfi er best unnið gegn vá fíkniefna og vímu- efna. Framsóknarflokkurinn telur forgangsverkefni að borgin beiti sér fyrir^að stofnuð verði hjálparsveit æskulýðssamtaka, foreldra, skóla og kirkju sem berjist gegn vímuefnaneyslu unglinga í þeirra eigin umhverfi með aðferðinni maður á mann. Fulltrúaráð Framsóknarfélaganna í Reykjavík Báðar kynntust þær herrunum sín- um í dansskólanum. Að sögn Jóns er áhugi drengja alitaf að aukast á dansi og hann er sérlega mikill um þessar mundir. „Það hafa aldrei ver- iö jafnmargir drengir í dansi og þennan vetur.“ Dansinn er ein af fjórum greinum sem koma til greina að keppa um á ólympíuleikum. „Hann var ekki val- inn núna en það getur komið að því. Þess vegna er ég hissa á því hversu litla umfjöllun danskeppni fær í fjöl- miðlum,“ sagði Jón. Þessi dansandi íjölskylda gerir nokkuð að því að æfa sig heima í stofu. „Við þurfum oft að æfa okkur fyrir sýningar og gerum það gjarnan heima,“ sagði Jón Stefnir Hilmars- son. -ELA Jón Stefnir, hárgreiðslumeistari og eigandi Saloon Ritz, eiginkona hans, Berglind Freymóðsdóttir, dæturnar, Anna Björk og Jóhanna Ella, og dansherrarnir, Davið og Svavar. Sannkölluð dansandi fjölskylda.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.