Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1990, Blaðsíða 27
LAUGARDAGUR 5. MAÍ 1990.
39
dv T .ífagtefll
Áttu þér draumaferð?
Við látum okkur víst flest
dreyma um fjarlæga staði og ferð-
lög til þeirra. Hvert við viljum
halda er að sjálfsögðu jafnmismun-
andi og viö erum mörg. Suma
dreymir um að komast á ísbjarna-
veiðar á Grænlandi á meðan aðra
dreymir um að komast á sólar-
strendur, aðrir vilja ferðast um
eyðimerkur á meðan enn aðrir vilja
kanna ókunnugar stórborgir.
Helga Guðrún, fréttaritari DV á
ísafirði, tók þrjá ísfirðinga tab og
spurði þá: Áttu þér draumaferð?
París
„Ég á náttúrlega fubt af drauma-
ferðum en ein þeirra er að verða
að veruleika nú í vor. Ég og maður-
inn minn erum að fara til Parísar
í maí. Þetta er i þriðja skiptið sem
vð forum þangað og það er hreint
engu líkt,“ segir Kristín Hálfdánar-
dóttir rækjuverkandi.
„í bæði skiptin sem við höfum
farið þangað hefur það veriö í
kringum sumardaginn fyrsta og
það er á mörkunum að vera of
snemmt, það er ekki orðið það hlýtt
aö götulífið fái notiö sín til fulls.
Þess vegna ákváðum við að fara
mánuði seinna í ár. Við hjónum
vinnum bæði mikið og þegar svo
er reynir maður auðvitað að kom-
ast eins langt í burtu frá öllu stress-
inu og mögulegt er og það gerir
manni kleift að gleyma öllu nema
stað og stund. Það hefur París fram
yfir allar borgir. Fyrir mig aö fara
til Parísar er eins og fyrir pílagrím
að fara til Mekka. Það er hreinlega
allt sem heillar þarna; byggingarn-
ar, söfnin, götulífiö, matargerðin
og svo ótalmargt fleira.
Við förum á eigin vegum og gist-
um í miðju Latínuhverfmu. Við
fljúgum með Flugleiöum. Eftir
miðjan mai byrja þeir að fljúga
beint til Parísar. Hingað til höfum
við þurft að fara um Amsterdam
og það er náttúrlega meira mál.
Ef þú sest inn á kaffihús í París
gleymirðu öllu nema staö og stund,
þú getur horft á mannlífið eins og
leikhús og meiri afslöppun er ekki
hægt að fá. Þarna eru alls konar
fjöllistamenn: þeir eru að kríta á
ganstéttir, þeir eru að mála, og bfs-
gleðin er svo ofboðsleg aö þú hrífst
ósjálfrátt með og kemur heim end-
urnærður og búinn aö hlaða batt-
eríið. Það sem skiptir svo miklu
máli er að komast í frí til að vera
betur undir það búinn að takast á
við það sem maður er að gera og
vera hæfari til þess fyrir vikið. Við
forum bara tvö ein, barnlaus.'og
höfum það notalegt saman. Svo bf-
ir maöur á þessu allan veturinn og
getur hlýjað sér við ljúfar minning-
ar um yndislegt frí.“
Álndlandi
„Ég hef alltaf látið mig dreyma
um þaö sem er fjarlægt og fram-
andi. Slíkir draumar eru samt dá-
lítið ópraktískir því fyrir utan fjár-
haginn er ýmislegt sem gerir
ókunnugum erfitt fyrir að ferðast
um lönd sem ekki hafa þróað ferða-
mannaiðnað. Aftur á móti er það
ekki gerviheimur túrismans sem
mig langar að hrærast í,“ segir Inga
Daníelsdóttir auglýsingastjóri.
Á Indlandi gæti ég kannski látið
drauminn rætast. Það kemur til af
því að ég er Baháð’íi og á Indlandi
eru Bahá’íar orðnir býsna fjöl-
mennir, eiga til dæmist miðstöðvar
á flestum stærri stöðum. Ég veit
það eftir kunningjum mínum sem
hafa ferðast á Indlandi að þar á
maöur innhlaup, oft við frumstæð-
ar aðstæður en af mikilb gestrisni
heimafólks.
Bahá’í starfsemi er þarna lengra
komin en víðast annars staðar i
Frakkland, Indland og Burma
„Ég á náttúrlega fullt af draumaferðum en ein þeirra er að verða að veruleika nú i vor,“ segir Kristin Aðalsteinsdóttir rækjuverkandi.
DV-myndir HG
„Ég er nú orðinn svo ofdekraður að ég myndi að sjálfsögðu vera á
hótelum en ekki með tjald og bakpoka," segir Hálfdán Ingólfsson flug-
stjóri.
„Nálægt Nýju Delhi er nýbyggt Bahá’i tilbeiðsluhús, sem hefur vakið
mikla athygli fyrir fegurð og hreint ótrúlegan arkitektúr,“ segir Inga
Daníelsdóttir auglýsingastjóri.
heiminum. Þarna eru reknir Ba-
há’í skólar. Það er til dæmis
kennsla í Bahá’í fræðum á háskóla-
stigi. Sömuleiðis er rekinn þarna
nokkuð þekktur landbúnaðarskób;
Rabbani skóbnnn, sem fékk trjá-
vinaverðlaun Gandhis fyrir ör-
fáum árum.
Nálægt Nýju Delhí er nýbyggt
Bahá’i tilbeiðsluhús, (fullgert ’86)
sem hefur vakið mikla athygb fyrir
fegurð og hreint ótrúlegan arki-
tektúr. Heimamönnum hefur þó
ekki síður þótt til þess koma að
reyna það að hin margfræga ind-
verska stéttaskipting á ekki heima
þar innan veggja.
Það er svo margt spennandi, það
er eiginlega ekki hægt að tiltaka
allt. Indland er líka svo stórt, með
margs konar náttúrufar og margs
kyns menningu.
Draumaferðin stendur í mínum
hyga undir nafni ef hún býður upp
á náttúrufegurð og nærir áhuga
minn á heimsmálum með kynnum
af almúgafólki.”
Burma
„Það er nú vandamálið, ég fer nú
ekki aö eiga svo margar drauma-
ferðir eftir, síðan ég fór að fljúga í
Afríku. Þó er Asía eftir ásamt Ástr-
alíu og Nýja-Sjálandi. Ef ég væri
að fara í um það bil einn mánuö
reikna ég með að ég færi á eigin
vegum og hefði ferðina fyrirfram
óskipulagða, pakkaferðir freista
mín ekki á þessar slóðir,“ segir
Hálfdán Ingólfsson flugstjóri.
„Ég er nú orðinn svo ofdekraður
að ég myndi að sjálfsögðu vera á
hótelum en ekki með tjald og bak-
poka. Mér finnst Burma mjög
spennandi, landið er að opnast
núna og ég hef verið að gæla við
þá hugmynd að verða mér úti um
vinnu á þessum slóðum. Thailand
virkar líka mjög spennandi á mig,
vinur minn ætlaði að setjast þarna
að einhvern tíma í vetur og þaö
væri gaman að heimsækja hann.
Borgirnar þar heilla mig ekki þó
maður kæmist sennilega ekki hjá
því að fara þar um.
Svo gæti ég vel hugsað mér að
þvælast svolítið um norðanverða
vesturströnd Bandaríkjanna og
komast í svo til óspillt náttúruum-
hverfi sem maður sér ekki hérna.
Þar er gífurlegur trjágróður og
mikið af villtum dýrum. Draumur
minn er að komast á veiðar á þess-
um slóðum.
Næsta fríið mitt er í júní og þá
ætla ég að njóta sumarsins hérna
á ísafirði. Mér finnst alveg hátíð
að geta verið hérna fyrir vestan á
skíðum.”
-Helga Guðrún, DV, Ísafírði
RARIK
RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS
Útboð
Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboðum í lagningu
11 kV jarðstrengs á milli aðveitustöðvar við Hóla í
Hornafirði og ratsjárstöðvar á Stokksnesi.
Lengd strengs er u.þ.b. 12,7 km.
Verktími: júní og júlí.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofum Rafmagns-
veitna ríkisins við Álaugareyjarveg 11, Höfn, og
Laugavegi 118, Reykjavík, frá og með mánudeginum
7. maí 1990 gegn kr. 5.000,- í skilatryggingu.
Þrátt fyrir að útboðið sé opið eru einungis tilboð
tekin til greina frá verktökum sem taka þátt í skoðun-
arferð um væntanlegt vinnusvæði þann 11. maí nk.
Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafmagnsveitnanna
á Höfn fyrir kl. 14.00, mánudaginn 21. maí 1990,
og verða þau þá opnuð í viðurvist þeirra þjóðenda
sem þess óska.
Tilboðin séu í lokuðu umslagi, merktu „RARIK-
90004, Strenglögn Hólar - Stokksnes".
Rafmagnsveitur ríkisins
Laugavegi 118
105 Reykjavík