Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1990, Blaðsíða 10
10
LAUGARDAGUR 5. MAÍ 1990.
Kvikmyndir
Þegar gömlum dagblöðum er flett
má sjá í auglýsingadálki kvik-
myndahúsanna nöfn eins og Nakta
herdeildin (The Naked Brigade),
Ungir fullhugar (The Livelypset),
Ógnvaldurinn (The Blood Beast
Terror), og Sálnaþjófurinn (Doctor
Dþþth). Ekki drógu húsakynnin úr
áhrifum B-myndanna því að gamli
bragginn þar sem bíóið var til húsa
var einstaklega vel fallið til B-
mynda sýninga. Það var mikil lífs-
reynsla aö sjá myndir eins og The
Fall of House of Usher, gerða eftir
sögu Edgars Allans Poe, meðan
vindurinn hvein fyrir utan og reg-
nið buldi á bíóinu ásamt því að einn
og einn dropi datt niður á kvik-
myndahúsagestina meðan kastal-
inn birtist á hvíta tjaldinu, hálf-
umlukinn þoku með leiftrandi eld-
ingu á vissu tímabili. Þetta voru
hinir gömlu góðu dagar B-mynd-
anna áður en myndböndin komu
til sögunnar.
Roger Corman var einn fyrsti
óháði kvikmyndaframleiðandinn
til að vinna út frá þeirri hugmynd
að taka sem minnsta áhættu við
kvikmyndagerð með því að gera
myndir sínar eins ódýrar og hægt
var og á sama tíma sætta sig við
minni tekjur sem þó nær alltaf
nægðu til að standa undir kostnaði
við gerð myndarinnar. Hann hafði
htinn áhuga á að leggja mikið und-
ir eins og stóru kvikmyndaverin
gerðu og standa síðan og falla með
því hvort myndin slægi í gegn eða
ekki. Til að geta gert þetta reiddi
Corman sig mikið á nýliða í kvik-
myndagerð og í myndum hans er
mjög sjaldgæft að sjá þekkta leik-
ara. Hins vegar gaf hann fjölda
manns tækifæri tii að spreyta sig
og í dag eru margir þessir leikarar
og kvikmyndagerðarfólk mjög
þekkt hvert á sínu sviði.
Fyrirmæli Corman voru mjög
einföld; ef þú ert tilbúinn að vinna
fyrir mig á lágum launum skal ég
aftur á móti gefa þér tækifæri til
að spreyta þig á kvikmyndagerð.
Þegar litið er yflr gamlar myndir
Cormans má sjá nöfn eins og Fran-
cis Ford Coppola, Jack Nicolson,
handritahöfundinn Robert Towne
(sem síðar skrifaði Chinatown),
Peter Bogdanovich og jafnvel
Menahem Golan. Þetta var á þeim
tíma þegar Corman var að gera
myndir eins og Attack of the Crab
Monster og Machine Gun Kelly
sem nutu mikilla vinsælda í bíla-
bíóum. fnni á milli komu myndir
sem hafa náð að festa sig í sessi í
sögu kvikmyndanna eins og Little
Shop of Horrors, The Fall of the
House of Usher og svo the Masque
of the Red Death. Þess má geta að
handritið að The Little House of
Horror var skrifað á viku og kvik-
myndatakan tók tvo og hálfan sól-
arhring. Geri aðrir betur.
Nýtt fyrirtæki
Fram að 1970 haföi Corman
unnið mikið með United Artists
sem dreifði oft myndum hans. En
þá slettist upp á vinskapinn þegar
UA neytti réttar síns og endur-
klippti myndina um rauða barón-
inn, Von Richthofen and Brown,
gegn vilja Corman sem hafði leik-
stýrt henni sjálfur. Hann setti því
á fót fyrirtækið New World Pic-
tures svo að hann gæti dreift sínum
eigin myndum ef honum þóknaðist
svo. Hann tók einnig að sér dreif-
ingu á myridum fyrir aðra. Þar
kenndi ýmissa grasa eins og Cries
and Whisper eftir Bergman.
Meðan New World Pictures var
og hét en Corman seldi fyrirtækið
1985 fékk fríður flokkur af ungu og
efnilegu fólki prófraun sína hjá
Corman. Þar má nefna leikstjóra
eins og Joe Dante, Jonathan
Demme og svo Martin Scorsese
sem gerði Boxcar Bertha fyrir Cor-
man 1972. Einnig lofa þeir góðu,
James Cameron og Gale Hurd,
ásamt Penelope Spheeris.
Corman var ekki lengi að stofna
nýtt fyrirtæki og urðu þau raunar
tvö. Annað sér um framleiðslu
myndanna en hitt um dreifingu
þeirra. Það eru fyrirtækin New
Horizon og svo Concorde. Flestir
gera lítinn greinarmun á þeim og
líta á þau sem Roger Corman fyrir-
tæki fyrst og fremst.
Breytingar í vænd-
um
Þótt Corman framleiði enn
ódýrar B-myndir er hann einnig
farinn að framleiöa dýrari og vand-
aöri myndir. „Á síðasta áratug
sáum við ýmis tákn á lofti sem
gætu gert hinum ,óháða kvik-
myndaframleiðanda erfitt fyrir.
Við áttum gott tímabil þegar mynd-
böndin fóru að koma á markaðinn
en sá markaður getur ekki tekið
endalaust við efni,“ hefur verið
haft eftir Corman. „í árslok 1987
gengu margar B-myndir mjög illa
í kvikmyndahúsum í Bandaríkjun-
um. Myndirnar eru fyrst frum-
sýndar í stóru kvikmyndahúsun-
um í stórborgunum, fara síðan í
minni sah og síðan út í sveitaþorp-
in. Þessi sýningarmáti skapaði
nægjanlega stóran markað fyrir
ódýru B-myndirnar svo að endar
náðu saman. En staðan í dag er að
verða sú að það eru of margar
myndir að keppa um sama markað-
inn. Markaðurinn er orðinn mett-
aður og því getur það reynst mjög
erfitt fyrir framleiðendur ódýrra
mynda að halda sér á floti.“ Cor-
man bendir einnig á annan þátt
sem einnig gerir B-myndaframleið-
endum erfitt fyrir. Það er hinn
aukni dreifingarkostnaður og þá
sérlega kostnaður við að útbúa öll
sýningareintökin og auglýsinga-
kostnaður. „Ef við gerum mynd
fyrir 25 milljónir króna getur
kostnaður við auglýsingar og gerð
sýningareintaka farið upp í 250
milljónir króna. Út frá peningalegu
sjónarmiði er fáránlegt að eyða svo
miklum peningum í dreifingu
myndarinnar ef hún er ekki það
góð aö geta laðað að nægjanlega
marga áhorfendur til að standa
undir sér.“
Eftirlíkingar
Ástandið á myndbandamark-
aðnum er þó betra. Þeir sem stunda
myndbandaleigurnar velja heldur
stórmyndir sem þeir hafa lesið eða
heyrt um áður. Auðvitað leigja þeir
líka eitthvað af ódýrari myndum
en ekki í eins ríkum mæli og fyrir
tveimur árum þegar myndbanda-
tekjurnar nægðu fyrir framleiðslu-
kostnaði myndarinnar. En Corman
hefur gaman af að benda á að marg-
ar stórmyndir síðustu áratuga hafi
ótrúlega líkan efnisþráð og margar
mynda hans frá 6. og 7. áratugnum.
Hér sé um að ræöa sömu hugmynd-
ina og útfærsluna, það hafi aðeins
ekkert verið sparað, fengnir þekkt-
ir leikarar og góðir leikstjórar
(sumir höfðu unnið fyrir Corman)
og myndin auglýst vel upp af kvik-
myndaverunum. „Söguþráðurinn
að Jaws er ótrúlega líkur fyrstu
b-myndinni sem ég gerði sem var
The Monster From the Ocean Flo-
or. Star Wars líkist mörgum mynd-
um sem ég hef gert. Þegar Alien
var frumsýnd hringdi í mig Curtis
Harrington sem hafði leikstýrt fyr-
ir mig Planet of Blood og sagði „Áli-
en er Planet of Blood," sem hún er.
Ég er ekki aö saka einn eða neinn
um að stela einhverju frá mér. Þeg-
ar ég gerði The Monster From the
Ocean Floor gerði ég mér grein fyr-
ir því að það var vel mögulegt að
einhver í Frakklandi eða Þýska-
landi gæti hafa gert álíka mynd
tuttugu árum áður. Sama má segja
um Planet of Blood," hefur verið
haft eftir Corman.
En Corman er samt sem áður
ekki hættur framleiðsu B-mynda.
Þessa dagana er hann að framleiða
HollyWood Boulevard part II.
Myndin er tekin á 12 dögum og
fjallar um unga leikkonu að nafni
Candy sem kemur til Hollywood til
að leika í B-mynd. Þegar leikkonur
í kringum hana taka upp á því að
deyja á besta aldri færist íjör í leik-
inn. Til að krydda upp á leikarava-
liö hefur Corman fengið eina helstu
klámmyndaleikonu vorra tíma,
Ginger Lynn, til að taka að sér hlut-
verk. Hver sagði svo að Roger Cor-
man væri sestur i helgan stein?
Helstu heimildir: Films and Filming,
Premier.
Baldur Hjaltason
Roger Corman
konungur b myndanna
Þegar rætt er um bandarískar af-
þreyingarmyndir, sem gerðar eru
með það það eitt í huga að gera
myndirnar sem ódýrastar og auð-
vitað græða í leiðinni, hlýtur nafn-
ið Roger Corman aö bera á góma.
Þeir sem eiga myndbandstæki
heima hjá sér kannast viö þá til-
finningu þegar komið er út i mynd-
bandaleiguna að mestur hluti
þeirra mynda sem er á boðstólum
sé drasl. Inn á milli má sjá góðar
myndir en yfirgnæfandi hluti
myndanna eru eftirlíkingar frægra
mynda eða myndir sem eru gerðar
með hugarfari Roger Corman.
Kvikmyndahúsagestir verða ekki
eins mikiö varir við þessar myndir
nú til dags, einfaldlega vegna þess
að rétthafar þessara mynda setja
þær beint á myndbandaleigurnar í
stað þess aö fara þá hefðbundnu
leið að frumsýna myndina fyrst í
kvikmyndahúsi áður en hún var
sett á myndbandamarkaðinn.
Þetta er aö verða æ algengara,
sérstaklega i Bandaríkjunum, að
myndir séu hreint og beint fram-
leiddar fyrir myndbandamarkað-
inn, eða að kvikmyndaverin komist
að þeirri niðurstöðu að það svari
ekki kostnaöi miöað við gæði
myndarinnar að útbúa öll sýninga-
reintökin og auglýsa myndina til
að sýna hana í kvikmyndahúsi. Þvi
eru menn eins og Roger Corman
enn í fullu íjöri og hafa sjaldan
haft eins mikið að gera þótt ýmis
teikn séu á lofti að tímarnir séu að
breytast.
Hafnarbíó
Líklega hefur ekkert kvikmynda-
hús gert eins mikið fyrir áhuga-
menn B-mynda eins og Hafnarbíó.
Roger Corman þegar hann var upp á sitt besta.