Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1990, Blaðsíða 25
LAUGARDAGUR 5. MAÍ 1990.
37
Handbolti unglinga
Um páskana lék drengjalandslið
íslands, skipað leikmönnum 16 ára
og yngri, fimm leiki í V-Þýskalandi
og Luxemburg. Tveir fyrstu leik-
irnir voru vináttuleikir og fóru þeir
fram í V-Þýskalandi en síðan var
leikið í Luxemburg þar sem liðið
fékk það verkefni að verja Benelux-
istitilinn sem ísland hefur hreppt
undanfarin tvö ár.
Ísland25-Essen 17
1 • X • / • X / •• X
þnöja arið 1 roð
- Óskar valinn besti sóknarmaðurinn
Rheinhausen 24
Næsti leikur íslands var gegn
jafnöldrum hjá OSC Rheinhausen
en þeir eru núverandi Þýskalands-
meistarar í þessum aldursflokki.
í fyrri hálfleik var jafnræði með
liðunum en íslensku leikmennirnir
þó ávallt fyrri til að skora og leiddi
íslandi í hálfleik með einu marki,
12—11.
í upphafl seinni hálfleiks skiptust
Uðin á að skora en um miðjan hálf-
leikinn kom góður leikkafli hjá ís-
lenska liðinu og breytti það stöð-
unni úr 16-15 í 20-16 á skömmum
tíma. Er fimm mínútur voru til
leiksloka leiddi ísland leikinn með
flmm mörkum, 23-18, en með mik-
illi hjálp dómara leiksins tókst
Rheinhausen að jafna leikinn á síð-
ustu sekúndum hans, 24-24.
Vörn íslenska liðsins í seinni
hálfleik var mjög sterk og heföi að
öllu jöfnu átt að færa íslandi sigur
en skrautlegur blástur þeirra
svartklæddu gerði út um þær von-
ir. Þá varði Kjartan í markinu mjög
vel og í sókninni sáust oft vel út-
færðar sóknir hjá okkar mönnum
sem gáfu mörk.
Mörk íslands: Jón Andri 7, Ólafur
7, Davíð 4, Dagur 2, Óskar 2, Hilm-
ar 1 og Svavar 1.
Kjartan varði 15 skot og Ingólfur
Guðmundsson 1.
Beneluxis 1990
vörn liðsins oft illa á verði í upp-
hafi fyrri hálfleiks. Um miðjan
fyrri hálfleik var jafnt, 5-5, en þá
tóku íslendingar við sér og skoruðu
hvert markið á fætur öðru og
breyttu stöðunni í 11-6. Belgar
náðu síðan að minnka muninn
undir lok leiksins og staðan í hálf-
leik var 13-10 íslandi í vil.
Fyrstu tíu mínútur seinni hálf-
leiks náðu íslendingar að loka
vörninni og Kjartan í markinu
varði þá sjö skot á meðan okkar
menn skoruðu sjö mörk og staðan
breyttist í 20-11.
Það sem eftir lifði leiksins skipt-
ust liðin á að skora og endaði leik-
urinn með stórsigri íslands, 29-19.
Mörk íslands: Davíð 9, Jón Andri
5, Dagur 4, Svavar 3, Óskar 2, Hilm-
ar 2, Ólafur 1, Valtýr 1, Einar 1, og
Agnar 1.
Kjartan varði 13 skot og Björgvin
4.
íslenska liðið virkaði óöruggt í
upphafi leiksins gegn Hollandi, var
mikið um mistök í sóknarleiknum
og þá fann Kjartan sig ekki í mark-
inu. Um miðjan fyrri hálfleik var
staðan 2-1 íslandi í vil en er stutt
var til hálfleiks leiddi Holland með
einu marki, 6-5. í hálfleik hafði ís-
land þó náð yfirhöndinni og leiddi
með tveimur mörkum, 9-7.
Allt annað var að sjá til íslenska
liðsins í seinni hálfleik og breyttist
staðan fljótlega í 16-10. Leiknum
lauk með öruggum sigri íslands,
21-13. Dagur var atkvæðamikill í
seinni hálfleik og þá varði Ingólfur
vel.
Mörk íslands: Dagur 7, Óskar 5,
Ólafur 3, Einar 2, Jón Andri 2,
Hilmar 1 og Valgarð l.
Ingólfur varði 10 skot og Kjartan
4.
ísland 18-
Luxemburg 17
Úrslitaleikur mótsins var við-
ureign íslands og Luxemburgar en
báðar þjóðirnar höföu unnið Holl-
Umsjón:
Heimir Ríkarðsson og
Brynjar Stefánsson
and og Belgiu nokkuð örugglega.
íþróttahúsið í Bettemborg var þétt-
setið áhorfendum og stóð íslenska
stúlknalandsliðið sig vel á áhorf-
endapöllunum í að yfirgnæfa
hvatningarhróp heimamanna.
Jafnt var á öllum tölum í fyrri
hálfleik og í hálfleik var jafnt,
10-10. Strax í upphafl seinni hálf-
leiks náði ísland tveggja marka for-
ustu með mörkum frá Jóni Andra,
Ólafi og Valgarði. Þessi munur
hélst þar til undir lok leiksins að
Luxemburg náði að minnka mun-
inn í eitt mark, 18-17, er tæpar
fimm mínútur voru til leiksloka.
Hvorugu liðanna tókst að skora
mark undir lok leiksins og þá varði
Ingólfur vítakast er tvær mínútur
voru eftir af leiknum og tryggði þar
með íslandi sigur. Jafntefli hefði
þó dugað íslendingum til að hreppa
efsta sætið á mótinu þar sem þeir
voru með hagstæðari markatölu en
Luxemburg.
Mörk íslands: Jón Andri 6, Dagur
4, Ólafur 4, Svavar 2, Valgarð 1 og
Agnar 1. Kjartan og Ingólfur vörðu
hvor sín 4 skotin.
Belgía vann Holland í leik um
þriðja sætið.
Óskar valinn bestur
Óskar Óskarsson var valinn
besti sóknarleikmaður Beneluxis-
mótsins að þessu sinni. Markvörð-
ur Luxemburgar var valinn besti
markvörður mótsins, Belgi var
besti varnarmaðurinn og þá var
Luxemburgari besti varnarmaður-
inn.
Egill Már Markússon og Kristján
Sveinsson dæmdu á mótinu og
stóðu sig vel.
Óskar Óskarsson lék vel á Bene-
luxismótinu og var valinn besti
sóknarmaðurinn.
Fyrsti leikur íslenska landsliðs-
ins var gegn 2. flokki karla hins
fræga félagsliðs Tussem Essen og
var búist við hörkuviðureign, enda
fór íslenska liðið beint í leikinn eft-
ir langt ferðalag frá íslandi.
Jafnræði var með liðunum í fyrri
hálíleik en undir lok hans náði ís-
lenska liðið þó fimm marka for-
ustu, 10-5, en Essen náði að klóra
í bakkann á síðustu mínútum hálf-
leiksins og minnka muninn í tvö
mörk, 11-9.
Strax í upphafl seinni hálfleiks
náði ísland flögurra marka forustu
sem síðan jókst jafnt og þétt út leik-
inn og mestur var munurinn í
leikslok, 25-17,,glæsilegur sigur ís-
lands í höfn.
íslenska hðið lék vel í þessum
leik og þá sérstaklega í seinni hálf-
leik er vörn liðsins small saman
og hægt var að beita hraðaupp-
hlaupum með góðum árangri. í
sóknarleiknum bar mest á þeim
Davíð og Óskari sem gerðu mörg
falleg mörk.
Mörk íslands: Davíð 7, Óskar 6,
Dagur 4, Valtýr 2, Hilmar 2, Svavar
1, Gústaf 1, Einar 1 og Ólafur 1.
Kjartan Ragnarsson stóð í marki
íslands í fyrri hálfleik og varði 10
skot en í seinni hálfleik var það
Björgvin Bjarnason sem það gerði
og varði hann 6 skot.
ísland 24-
íslenska drengjalandsliðið að loknu móti. Efri röð frá vinstri: Kristján Örn Ingibergsson fararstjóri, Heimir Rikarðsson aðstoðarþjálfari, Björgvin
Bjarnason, Hjálmar Vilhjálmsson, Einar B. Árnason, Hilmar Bjarnason, Magnús A. Magnússon, Valtýr G. Gunnarsson, Gústaf B. Isaksen, Ólafur
Stefánsson og Jóhann Ingi Gunnarsson þjálfari. Neðri röð: Davíð Hallgrímsson, Kjartan Ragnarsson, Dagur Sigurðsson fyrirliði, Ingólfur Guð-
mundsson, Svavar Vignisson, Jón Andri Finnsson, Valgarð Thoroddsen og Óskar Óskarsson.
Beneluxis 1990
ísland vann
Næstu leikir íslands voru síðan
gegn Belgíu, Hollandi og Luxem-
burg og fengu íslensku leikmenn-
irnir það erfiða verkefni að halda
taki íslands á Beneluxisbikarnum
sem ísland hefur haft í sinni vörslu
frá því að fyrst var keppt um hann.
íslenska hðið, sem var skipað leik-
mönnum fæddum 1973 og 1974, lék
gegn óbreyttum liðum andstæðing-
anna frá síðasta ári en leikmenn
annarra liða voru fæddir 1972 og
1973. Keppnin fór núna fram í Lux-
emburg en á næsta ári verður leik-
ið á íslandi.
Ólafur Stefánsson sést hér skora
eitt marka sinna gegn Belgíu.
Jón Andri Finnnson sést hér skora
eitt marka sinna á Beneluxismót-
inu.
ísland 29-Belgía 19
íslenska liðið mætti ekki nógu
ákveðið til leiks gegn Belgíu og var
Davíð Hallgrimsson átti stórleik
gegn Belgíu er hann skoraði níu
mörk af miklu harðfylgi.