Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1990, Blaðsíða 6
6
LAUGARDAGUR 5. MAÍ 1990.
Utlönd______________________
Þing Lettlands lýsir
lýðveldið sjálfstætt
Forseti Lettlands, Anatolis Gorbunov (til vinstri), og forseti Litháens, Vytautas
ins. Þing Lettlands hefur nú hafiö undirbúning sjálfstæðis lýðveldisins.
Lettneska þingið lýsti í gærdag
Lettland „sjálfstætt lýðræðislegt lýö-
veldi“ en sú yfirlýsing er fyrsta skref
Letta í ákvörðun þeirra að segja sig
úr ríkjasambandi við Sovétríkin og
endurheimta sjálfstæöi sitt. í yfirlýs-
ingu þingsins er lagt til aö sjálfstæði
verði endurheimt í áfóngum, þ.e. að
fullt sjálfstæöi komi til framkvæmda
eftir „aðlögunartíma". Stuðnings-
menn sjálfstæðis segja að slíkur að-
lögunartími muni veita svigrúm til
samninga við sovésk yflrvöld. Ekki
kemur fram í yfirlýsingu þingsins
hversu langan tíma Lettar hugsa sér
til samninga en þingmenn hafa sagt
tvö til fjögur ár hæfilegan tíma.
Þingmenn greiddu atkvæði um til-
lögu sem miðar að því að endurvekja
hluta þeirrar stjórnarskrár lýðveld-
isins sem í gildi var áður en Eystra-
saltsríkin þrjú - Lettland, Litháen
og Eistland - voru innlimuð í Sovét-
ríkin fyrir fimmtíu árum. Tillagan •
var samþykkt með 138 atkvæðum
gegn engu. Einn þingmaður sat hjá
við atkvæðagreiðsluna en 57 tóku
ekki þátt í henni. Flestir sem ekki
tóku þátt eru Rússar.
Tillagan kveður á um endurheimt'
kjarna stjórnarskrár Lettlands frá
árinu 1922 eða alls fjögur ákvæði.
Eitt þessara ákvæða kveður á um
sjálfstæði lýðveldisins en annað um
landamæri þess sem miðast við
landamærin fyrir síðari heimsstyrj-
öldina. Samkvæmt þeirri skilgrein-
ingu fellur Abrene-héraðið í lýðveld-
inu Rússlandi undir Lettland.
Til að forða deilum við sovésk
stjórnvöld ákváðu þingmenn að bíða
með helstu framkvæmdaratriði yfir-
lýsingarinnar til tvíhliða samninga-
viðræðna við Moskvuvaldið í fram-
tíðinni. Þá samþykkti þingið einnig
að nokkur ákvæði sovésku stjómar-
skrárinnar skyldu enn vera í gildi,
það er þau ákvæði sem ekki ganga á
skjön við þann hluta stjórnarskrár
Letta sem nú hefur veriö endurvak-
inn. Fréttaskýrendur telja að sú
ákvörðun þingsins að afmarka
landamæri lýðveldisins í samræmi
viö landamærin fyrir síðari heims-
styrjöldina kunni að vekja gremju
ráðamanna í Moskvu.
Með þessari ákvörðun hafa Lettar
slegist í hóp með nágrönnum sínum,
Litháum og Eistlendingum, en þeir
hafa þegar hafið baráttu fyrir sjálf-
stæöi. Litháen hefur gengið lengst
Landsbergis, á fundi lettneska þings-
Símamynd Reuter
þessara lýðvelda en þann 11. mars
síðastliðinn lýsti þing þess yfir tafar-
lausu sjálfstæði. Sovésk yfirvöld
brugðust harkalega við og beittu Lit-
háa efnahagslegum þvingunum.
Eistlendingar hafa hafið undirbún-
ing sjálfstæðis síns án þess þó að lýsa
yfir tafarlausu fullveldi. Akvörðun
þings Eistlands er hliðstæð þeirri
sem Lettar hafa nú tekið.
Reuter
Gróðurhúsaáhrifin:
Þjóðir Afríku
kunna að verða
einna verst úti
Sérfræðingar í umhverfismálum
segja engan vafa leika á að „gróður-
húsaáhrifin" svokölluðu, sem mynd-
ast þegar hitastig jarðar hækkar,
muni eiga sér stað. Þá telja þeir að
slík gróðurhúsaáhrif muni koma
harðast niður á fátækari íbúum Afr-
íkuríkja en leggja áherslu á að ekk-
ert heimssvæði sleppi alveg við
áhrifin. Þetta kom fram að lokinni
ráðstefnu í Naíróbí um umhverfis-
mál en hún var haldin að tilstuðlan
Sameinuðu þjóðanna.
Vísindamenn segjast ekki geta sagt
til um hvort hækkun hitastigs muni
leiöa til aukinna þurrka eða flóða í
Afríku, til þess sé veðurlag í þessum
heimshluta of óútreiknanlegt. Þeir
segja til að mynda að of snemmt sé
að segja hvort gróöurhúsaáhrifm
voru völd að þurrkunum miklu á
árunum 1970-1987, þegar úrkoma var
20-30 prósentum undir meðaltali.
Þeir benda hins vegar á að þurrkarn-
ir á þessu tímabili komi heim og sam-
an við tölvuútreikning um gróður-
húsaáhrifin.
Jerry Mahlan, vísindamaður við
Princeton háskólann í Bandaríkjun-
um, kveðst telja að hiti í Afríku um
miðja næstu öld verði hærri en hann
er í dag sem nemur 1,5 gráðum.
Auknir þurrkar sem og fióð myndu
hafa gífurleg áhrif á líf manna og
dýra í Afríku. Svo gæti jafnvel farið
að hlutar þorpa og bæja, til að mynda
við strandlengju Nígeríu, myndu
hverfa af yfirborði jarðar vegna
hækkunar á yfirboröi sjávar.
Afríkubúar, sem eiga mun minni
þátt í þeirri mengun sem veldur þess-
um áhrifum en íbúar iönríkjanna,
kunna þannig að þjást vegna gjörða
íbúa annars staöar á hnettinum.
Reuter
Nú er vandi að velja!
I I I rw-ll I iflr A m I « I! .
Nú stendur yfir dreifing á sumarstarfs-
bæklingi íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur.
Aö vanda er í bæklingnum að finna
upplýsingar um nánast alla þá starfsemi
sem félög, samtök og stofnanir í Reykjavík
gangast fyrir nú í sumar.
Bæklingnum er
dreift til allra nemenda grunnskólanna í
borginni og eru foreldrar hvattir til að kynna
sér vel ásamt börnum sínum þá möguleika
sem þar er að finna.
Innritun í starf á
vegum íþrótta- og tómstundaráðs hefst á
sérstakri innritunarhátíð í Laugardalshöll
laugardaginn 19- maí kl. 13.00-17.00.
Suður-Afiíka:
Jákvæðar
viðræður
Fyrstu formlegu viðræðum
fulltrúa stjórnar hvíta minnihlut-
ans í Suður-Afríku og fulltrúa
blökkumanna lauk í gær. Forseti
landsins, F.W. de Klerk, og Nel-
son Mandela, leiötogi Afríska
þjóðarráðsins, kváöust ánægðir
með viðræðurnar en þær voru
undirbúningur formlegra friðar-
viðræðna þessara aðila. „Við er-
um allir sigurvegárar,“ sagði
Mandela á sameiginlegum fundi
samningaðila með fréttamönnum
í gær.
Á fundinum sögðu viðræðuaö-
ilar að náðst hefði samkomulag
um að sett yrði á laggirnar nefnd
sem fjalla skal um hvernigstanda
eigi að lausn pólitískra fanga í
landinu. Sú nefnd á að skila áliti
eigi síðar en 21. maí. Að auki lýstu
báðir aðilar því yfir að þeir skuld-
byndu sig til friðsamlegra samn-
ingaviðræðna.
Reuter
Péningamarkaður
INNLÁNSVEXTIR (%) hæst
Innlán óverðtryggð
Sparisjóðsbækurób. 3 Allir
Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 3-6 Ib
6 mán. uppsögn 4-7 Ib
12mán. uppsögn 4-8 Ib
18mán. uppsögn 15 Ib
Tékkareikningar.alm. 0,5-1 Allir nema Ib
Sértékkareikningar 3 Allir
Innlan verðtryggð Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 1,5 Allir
6mán. uppsögn 2,5-3,0 Lb.Bb,- Sb
Innlán meðsérkjörum 2,5-3 Lb.Bb,- Sb
Innlángengistryggð
Bandaríkjadaiir 7-7,25 Sb
Sterlingspund 13.6-14,25 Sb
Vestur-þýsk mörk 6,75-7,25 Sb
Danskarkrónur 10,5-11 Sp
ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst
Útlán óverðtryggð
Almennirvíxlar(forv.) 13,0-13,75 Sb
Viðskiptavíxlar(forv.)(1) kaupgengi
Almenn skuldabréf 14 Alljr
Vidskiptaskuldabréf (1) kaupgenqi Allir
Hlaupareikningar(yfirdr.) 16,5-17,5 Bb
Utlan verðtryggð
. Skuldabréf 7,5-8,25 Lb.Bb
Utlántilframleiðslu
Isl. krónur 13,75-14,25 Bb
^SDR 10,95-11 Bb
Bandarikjadalir 10,15-10,25 Bb
Sterlingspund 15.85-17 Bb
Vestur-þýsk mörk 10-10,25 Allir nema íb
Húsnæðislán 4,0
Lífeyrissjóðslán 5-9
Dráttarvextir 26
MEÐALVEXTIR
Óverðtr. mai 90 14
Verðtr. mai 90 7.9
VÍSITÖLUR
Lánskjaravísitala maí 2873 stig
Lánskjaravísitala april 2859 stig
Byggingavisitala mai 541 stig
Byggingavisitala mai 169,3 stig
Húsaleiguvisitala 1,8% hækkaði 1. apríl.
VERÐBRÉFASJÓÐIR
Gengi bréfa verðbréfasjóða
Einingabréf 1 4,841
Einingabréf 2 2.648
Einingabréf 3 3,186
Skammtimabréf 1,644
Lífeyrisbréf
Gengisbréf 2,119
Kjarabréf 4.795
Markbréf 2,552
Tekjubréf 1,962
Skyndibréf 1,438
Fjölþjóðabréf 1,270
Sjóðsbréf 1 2,333
Sjóðsbréf 2 1,748
Sjóðsbréf 3 1,630
Sjóðsbréf 4 1,381
Vaxtasjóðsbréf 1,6470
Valsjóðsbréf 1,5500
HLUTABRÉF
Söluverð að lokinni jofnun m.v. 100 nafnv:
Sjóvá-Almennar hf. 500 kr.
Eimskip 420 kr.
Flugleiðir 145 kr.
Hampiðjan 152 kr.
Hlutabréfasjóður 178 kr.
Eignfél. Iðnaðarb. 152 kr.
Skagstrendingur hf. 320 kr.
Islandsbanki hf. 163 kr.
Eignfél. Verslunarb. 170 kr.
Oliufélagið hf. 415 kr.
Grandi hf. 164 kr.
Tollvörugeymslan hf. 102 kr.
(1) Við kaup á viðskiptavixlum og við-
skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja
aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi,
kge.
Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn,
Bb = Búnaðarbankinn, lb= Iðnaðarbank-
inn, Lb = Landsbankinn, Sb = Samvinnu-
bankinn, Úb= Útvegsbankinn, Vb =
Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóðirnir.
Nánari upplýsingar um peningamarkað-
inn birtast í DV á fimmtudögum.