Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmaí 1990næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    293012345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    272829303112
    3456789

Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1990, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1990, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 5. MAÍ 1990. Fréttir Sameining Stöðvar 2 og Sýnar: Hlutabréf Sýnar metin á 50 prósent yfir verði - Hagkaup ákveðið að gerast hluthafi og Sjóvá, Eimskip og Hekla í stellingum Leynilegar sameiningarviðræður Stöðvar 2 og Sýnar hófust á sjálfan verkalýðsdaginn 1. maí, og eftir það var um þrotlausa baráttu að ræða í fjóra sólarhringa sem lyktaði með sameiningu og stofnun rtýs 800 miUj- óna króna fjölmiðlarisa sem Bylgjan mun eiga aðild að. Hlutafé hins nýja risa skiptist þannig að hluthafahóp- urinn í Stöð 2, undir forystu Ólafs H. Jónssonar, mun eiga 150 millljón- ir, hópur samtaka verslunarinnar undir forystu Haralds Haraldssonar, Jóhanns J. Ólafssonar og Guðjóns Oddssonar munu eiga 250 milljónir, Eignarhaldsfélag Verslunarbank- ans, 100 milljónir, hluthafar Sýnar 250 milljónir og íslenska útvarps- félagið hf., sem rekur Bylgjuna og Stjömuna, 45 milljónir. Samtals 800 milijónir. Þá er ljóst að 108 miiljóna króna hlutafé, sem var inngreitt í Sýn, verður metiö á 50 prósent yfir verði eða á 165 milljónir króna. Þær 85 milljónir, sem þá vantar í 250 milij- óna króna hlut Sýnar, eru hlutafé sem enn er óselt en Sýn stendur tfi boða. Verður risinn skírður íslenska útvarpsfélagið? Talið er líklegast að hinn nýi ljós- vakarisi hljóti nafnið íslenska út- varpsfélagið hf. en stjórnarformaður þess félags, Sigurður Gísli Pálmason, sem jafnframt er stjórnarformaður Hagkaups hf., mun vera einn af þeim sem hafa átt dfjúgan þátt í að af sam- einingarviðræðum stöðvanna varð. Erfitt er að átta sig á hver sigraði hvem í þessari sameiningu. í hug- myndum að skipan stjómar þessa nýja fjölmiðlarisa er gert ráð fyrir að hún verði skipuð sjö mönnum. Ekkert er hins vegar ákveðið ennþá varðandi nýja stjóm. Hugmyndin er að Sýn eigi 3 fulltrúa, núverandi meirfifiuti Stöðvar 2 undir forystu formanna samtaka verslunarinnar 3 fulltrúa og hópurinn undir forystu Ólafs H. Jónssonar 1 fulltrúa. Mat manna í gær var að allir kæmu út úr þessari sögulegu sameiningu sem sigurvegarar. I raun er verið aö stækka bæði fyr- irtækin. Og það er ekki aðeins að Bylgjan, islenska útvarpsfélagið hf., komi inn í dæmið heldur munu fleiri bætast við. Þannig er ákveðið að Hagkaup komi einnig inn og sömu- leiðis em Sjóvá, Eimskip, Hekla og Gunnar Jóhannsson, forstjóri Fóð- urblöndunnar, að íhuga aöfid. Þessir aðilar hafa um hálfan mánuð til aö ákveða sig. Nýju fyrirtækin inn í Sýn Þrátt fyrir að það sé yfirlýst stefna Eignarhaldsfélags Verslunarbank- ans að selja sinn 100 mUljóna króna hlut í Stöð 2, og nú hinni nýju stöð, er engan veginn vist að hlutur eign- arhaldsfélagsins verði seldur heldur virtist í gær líklegra að nýir hluthaf- ar kæmu inn með því að kaupa 85 mfiljóna króna hlutinn sem Sýnar- mönnum stendur tfi boða að kaupa. „Við getum vel viö unaö. Þetta er öUum fyrir bestu. Ég tel að ef Sýn hefði farið í loftið hefðu þetta orðið blóðug vígaferli í tvö til þijú ár. Þess vegna er eins gott að gera þetta strax," sagði Ámi Samúelsson, stjómarformaður Sýnar, við DV í gær. - Nú hafið þið Sýnarmenn rætt um að með samningi ykkar við stórveld- ið Time-Wamer Brothers, auk samn- inga sem þið náðuð á Cannes-hátíð- inni nýlega, hafið þið styrkt stöðu ykkar svo um munaði á sjónvarps- Sameining sjónvarpsstöðvanna í höfn og málin rædd á starfsmannafundinum hjá Stöð 2 i gær þar sem starfsmönnum Sýnar og Stöðvar 2 var gerð grein fyrir sameiningu sjónvarpsstöðvanna. Frá vinstri: Árni Samúelsson, eigandi Bíóhallarinnar og stjórnarformaður Sýnar, Þorvarður Elíasson, sjónvarps- stjóri Stöðvar 2, Páll Magnússon, fréttastjóri Stöðvar 2, og Lýður Friðjónsson, stjórnarmaður í Sýn og forstjóri Vífilfells, Coca-Coia á íslandi. Fréttaljós Jón G. Hauksson markaðnum. Má því ekki líta á sam- eininguna núna sem svo að Sýn hafi gefist fyrirfram upp í baráttunni? „Nei, það tel ég alls ekki. Hið sterka vopn okkar hjá Sýn í þessum viðræð- um var einmitt það sjónvarpsefni sem við vomm búnir að semja um. Sjálfur er ég fiúlviss um að það sem ræður því hvort sjónvarpsstöð lifir eða deyr sé það efni og þær hug- myndir sem hún býr yfir. Þaö er sjónvarpsefnið sem skiptir máli. Þess vegna hefðum við staöið mjög vel að vígi ef við hefðum farið í loftið. Ég tel hins vegar að þetta sé besta lausn- in og raunar er ég ekki einn um það.“ Hin sögulega sameining sjónvarps- stöðvanna á sér nokkum aðdrag- anda. Það var síðastliðinn sunnudag sem viðræður hófust á mfili fulltrúa Sýnar og Stöðvar 2 um afnot Sýnar af myndlyklakerfi Stöðvar 2. Þessar lyklaviöræður urðu hins vegar lyk- iUinn að viðræðum stöðvanna sem hófust formlega verkalýðsdaginn 1. maí. Þessir tóku þátt leyniviöræðunum Þeir sem tóku þátt í leyniviðræðun- um um að sameinast vom fyrir hönd Sýnar þeir Ámi Samúelsson, eigandi Bíóhallarinnar, Lýður Friðjónsson, forstjóri Coca-Cola, HaUdór Guð- mundsson, einn eigenda Hvíta húss- ins, og Þorgeir Baldursson, forstjóri Prentsmiðjunnar Odda. Raunar mun Þorgeir hafa komið inn 1 viðræðum- ar seinni partinn á fimmtudaginn þegar hann kom úr viðskiptaferð erlendis frá. Jón Ottar Ragnarsson, fyrrum sjónvarpsstjóri Stöövar 2, lék á als oddi á starfsmannafundinum hjá Stöð 2 í gær. Hér faðmar hann tæknistjóra Stöðv- ar 2, Hannes Jóhannsson. Goði Sveinsson, sjónvarpsstjóri Sýnar, fylgist með tilþrifunum. DV-myndir Brynjar Gauti Fyrir hönd Stöðvár 2 vom þeir Haraldur Haraldsson, formaöur Fé- lags íslenskra stórkaupmanna, Orri Vigfússon, Eignarhaldsfélagi Versl- unarbankans, Bolli Kristinsson, eig- andi tískuverslunarinnar Sautján, og Jón Ólafsson, eigandi Skífunnar. Hin nýja stjóm fjölmiðlarisans, sem væntanlega kemur saman á sinn fyrsta fund 22. maí næstkomandi, mun taka ákvörðun um starfs- mannamál og stefnu í dagskrárgerð hinnar nýju sjónvarpsstöðvar. Ljóst er þó að hún mun fá ákveðin fyrir- mæh tfi að vinna eftir. Sérstaklega er krafa um að innlend dagskrárgerð verði skorin niður og sömuleiðis að starfsfólki veröi fækkað. ir er ráðning nýs sjónvarpsstjóra. Árni Samúelsson segir að þeir Þor- varður Elíasson og Goði Sveinsson verði báðir sjónvarpsstjórar tíl að byija með, hvor yfir sinni rásinni. Stjórn hins nýja fyrirtækis mun að sjálfsögðu ákveða það síðar hvernig hún tekur á þessu. Þá mun um það hafa verið samið aö skorið verði hressilega niður í mannahaldi. Þann- ig er rætt um að aðstandendur hinn- ar nýju stöðvar vUji sjá innan við 100 starfsmenn fyrir árslok 1990 og innan við 80 starfsmenn fyrir árslok 1990. Markmiðið er fyrst og fremst eitt; að rétta sjónvarpsskútuna við og reka einkasjónvarps- og útvarpsstöð með hagnaði. Þorvarður og Goði báðir Þrenns konar áskrift? Stjórar til að byrja með Fyrir liggur ákvörðun um að reka Eitt af því sem ný stjórn tekur fyr- tvær sjónvarpsrásir. Hvemig áskrift að þessum rásum verður háttað ligg- ur hins vegar ekki fyrir og verður það raunar ákvörðun nýrrar stjóm- ar að ákveða slíkt. í sameiningarvið- ræðunum var rætt um tvær megin- stefnur varðandi áskrift. Önnur er sú að mönnum bjóðist að kaupa sam- eiginlegan pakka á hagstæðu verði sem innhaldi áskrift að báðum rás- unum. Hin leiðin er að boðið verði upp á áskrift að aðeins annarri hvorri rásinni fyrir sig. Þannig kann svo að fara að til verði áskrifendur að Stöðvar 2 rásinni einni, Sýnar- rásinni einni og báðum rásunum. Langlíklegast er auðvitað að flestir kaupi pakkann, verði áskrifendur að báöum rásunum á htlu hærra verði en áskrift að annarri kostar. Önnur rásin kvikmyndarás Þá á ný stjóm eftir að ákveða hvers konar efni verður sýnt á rásunum tveimur. í sameiningarviðræðunum var rætt um að önnur rásin yrði fyrst og fremst með kvikmyndir og er- lenda bandaríska framhaldsþætti en hin með sjónvarpsþáttinn 19:19, fréttaskýringaþætti, íþróttir, erlenda framhaldsþætti og íþróttir. í umræð- unni hefur þetta verið nefnt svo að þessi rás verði „nær menningunni". Sameining Sýnar og Stöðvar 2 í stærsta fjölmiðlafyrirtæki landsins kemur að sjálfsögðu bönkunum við. íslandsbanki er viðskiptabanki Stöðvar 2 en Búnaðarbankinn er við- skiptabanki Sýnar. Þess má loks geta að samkvæmt heimildum DV hafa hugsanlega nýir hluthafar í hinum nýja fjölmiðlarisa, Sjóvá og Eimskip, fylgst mjög náið með gangi mála á sjónvarpsmark- aðnum undanfarið. Hvorugt þessara fyrirtækja hefur hins vegar viljað koma inn á markaðinn sem hluthaf- ar fyrr en friður væri kominn á og sameining sjónvarpsstöðvanna væri í höfn. -JGH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 101. tölublað - Helgarblað (05.05.1990)
https://timarit.is/issue/192798

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

101. tölublað - Helgarblað (05.05.1990)

Aðgerðir: