Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1990, Blaðsíða 21
LAUGARDAGUR 5. MAÍ 1990.
21
Þaö er nú fremur fátt sem þessar
tvær myndir eiga sameiginlegt,
annað en þaö aö vera teknar á svip-
uðum slóöum. Eldri myndin var
að visu tekin fyrir sjötíu árum og
því ekki óeðlilegt að ýmislegt breyt-
ist á þeim tíma. En róttækustu
breytingarnar á svæðinu hafa átt
sér stað á síðustu þremur árum er
Völundarhúsin voru rifin og hafist
var handa að reisa íbúðarháhýsið
sem er til hægri á nýju mynd-
inni.
Athafnasvæði
Völundar
Eldri myndin er tekin vestur yfir
athafnarsvæði Völundar, af þaki
skúranna sem stóðu vestan við
Kveldúlfshúsin. Stóra skemman á
miðri gömlu myndinni er vestari
timburskemma Völundar, þar nið-
ur af, nær sjónum, er gamla verk-
smiðjuhúsið en í horni myndarinn-
ar, lengst til hægri, sér á suðurgafl
austari timburskemmunnar. Á ár-
unum 1954-55 var svo reist stein-
steypt viðbygging austur af gamla
verksmiðju húsinu.
Á milli verksmiðjuhússins og
vestari skemmunnar ber Völund-
arstrompinn við himin, en stromp-
urinn og turninn á verksmiðjuhús-
inu veittu Völundarhúsunum þann
rómantíska þokka sem tólf hæða
íbúðarháhýsi eiga erfitt með að
endurvekja.
Louisa Matthíasdóttir hstmálari
hafði auga fyrir þessum sérkenn-
um Völundarhúsanna en hún hef-
ur á sinn einstæða hátt málað hús-
in frá ýmsum sjónarhornum.
Trésmíðafélagið Völundur var
stofnað árið 1904 af nokkrum fram-
sýnum trésmíðameisturum. Ári
síðar reis verksmiðjuhúsið af
grunni en þar var unnið merkilegt
brautryðjendastarf með notkun
véla við trésmíðar.
Það er til marks um mikilvægi
fyrirtækisins strax í upphafi að
þeir Völundarfélagar sáu um bygg-
ingu ýmissa helstu stórhýsa sem
risu í Reykjavík á fyrsta áratug
aldarinnar. Má þar nefna Lands-
bankahúsið, Iðnaðarmannahúsið,
Kleppsspítalann og Safnahúsið við
Hveríisgötu. Þá er vert að geta þess
að um margra áratuga skeið bar
fyrirtækið höfuö og herðar yfir
aðra timburinnflytiendur hér á
landi.
Sveinn M. Sveinsson var lengst
af framkvæmdastjóri Völundar eða
frá 1915 og til æviloka 1951 en síðan
tóku synir hans við rekstrinum.
Fyrirtækið var selt skömmu eftir
að það fiutti alfarið af Klapparstíg-
um 1987. Það var síðan sameinað
öðru byggingarfyrirtæki en sú
samsteypa hætti störfum í fyrra.
Þar með lauk stórmerkum kafla
um brautryðjendastarf í íslenskri
iðnsögu.
Forboðin paradís
Um áratuga skeið var timburport
Völundar að sjálfsögðu upplagður
leikvangur fyrir tápmikla stráka
og sjálfur sæki ég þangað margar
af mínu kærustu bernskuminning-
um. Hvergi var heppilegra að end-
urvekja atburðarásir þrjú-bíó-
myndanna um Roy Rogers, Lone
Ranger, Hróa hött og Zorro. Að vísu
var allur óviðkomandi aðgangur
stranglega bannaður í Völundarp-
ortið, sérstaklega eftir vinnutíma á
kvöldin og um helgar, en hvað var
að fást um það? Kynslóð eftir kyn-
slóð af strákum úr vesturhluta
Skuggahverfisins grófu sig eins og
moldvörpur undir víggirta lóðina
eða fómuðu nýjum gallabuxum
með því príla yfir gaddavírinn. Og
flestar styrjaldir milli fremri og
innri'Lindargötu stóðu einmitt um
yfirráðaréttinn yfir þessarri for-
DV-mynd Gunnar V. Andrésson
Kennarar
Kennara vantar að Heppuskóla Höfn. Aðalkennslu-
grein enska í 7.-9. bekk. Ýmis hlunnindi í boði.
Upplýsingar í síma 97-81321.
Skólastjóri
Forval
Vegagerð ríkisins býóur hér með þeim fyrirtækj-
um, sem áhuga hafa á, að taka þátt í forvali
verkataka til undirbúnings útboðum á sviði
efnisvinnslu (mölunar, hörpunar og þvotts á
malarefni) og gerð asfaltbundinna slitlaga
(klæðinga, oliumalbiks og malbiksslitlaga).
Forval nefnist:
Umsjón
Kjartan Gunnar Kjartansson
boðnu paradís.
Litla húsið fremst á gömlu mynd-
inni er Vindheimakot sem síðar var
einnig nefnt Pálsbær eftir Páli Páls-
syni sem þar bjó og lengi var verk-
stjóri í Völundi. Pálsbær mun hafa
verið rifinn á árunum 1937-38. Við
suðausturhom vestari skemm-
unnar stóð tómthúsbýlið Vind-
heimar en þar bjó m.a. Anton
Magnússon, faðir Ara, sem byggði
húsin númer 27 og 29 við Lindar-
götu og var lengi verkstjóri hjá
Kolaverslun Björns Guðmunds-
sonar. Sonur Ara var Frans Ara-
son, góðkunnur sjómaður á sinni
tíð sökum hreysti sinnar og dugn-
aðar. Frans er oft getið í endur-
minningum Hendriks Ottóssonar
af Gvendi Jóns og öðrum vestur-
bæjarprökkurum. í styrjöldum
vesturbæjar- og austurbæjarstráka
á fyrsta áratug aldarinnar munaði
ekki minnst um Frans í liði Skugg-
hverfinga enda var það almenn trú
í vesturbænum að Frans væri
sterkasti strákur í heimi.
Nokkur hús og bæir
Timburhúsið fyrir ofan skemm-
una er Nýi-Bali, byggður af Pétri,
syni Þórðar sem átti Glasgow um
skeið. Markús Guðmundsson,
vegavinnuverkstjóri á Bala við
Klapparstíg, keypti Nýja-Bala og lét
flytja húsið upp fyrir Völundarlóð-
ina í lok seinna stríðs. Þar stóð
húsið um árabil og var númer 9A
við Klapparstíg. Þá bjuggu lengst
af í húsinu Ingveldur, dóttir Mark-
úsar, og maður hennar, Stefán
Hjaltalín rafvirki. Á áttunda ára-
tugnum keypti húsið Harald G.
Haralds, leikari og áður fyrr þekkt-
ur rokksöngvari. Fyrir nokkrum
vikum fór svo Nýi-Bali aftur á stjá
og er nú komin suður í Vatnsmýri.
Fyrir ofan Nýja-Bala en handan
Klapparstígsins sér í gaflinn á
Flosaskúrunum en þar fyrir ofan
má greina Litlu-Tóftir, steinbæ sem
rifin var nú fyrir tæpum mánuði.
Þar bjuggu lengst af í seinni tíð,
hjónin Marinó Sólbergsson bif-
reiðastjóri, og Ástrós Ásmunds-
dóttir. Þar fyrir vestan sést svo í
norðurgaflinn á Litla-Landi, en þar
bjó um Guðmundur Matthíasson
verkstjóri og síðar um skeið Jó-
hanna Egilsdóttir verkalýösleið-
togi, amma Jóhönnu Sigurðardótt-
ur ráðherra.
Fyrir vestan Nýja-Bala sést í
austurgaflinn á Pálshúsi við Sölv-
hólsgötu en það mun vera eina
timburhúsið á gömlu myndinni
sem enn stendur á sínum stað. Þar
fyrir vestan trónir svo elsti hluti
Sambandshúsanna við Sölvhóls-
götu, reistur á árunum 1919-20.
Eins og sjá má er Sambandshúsið
í byggingu á gömlu myndinni en
af því má ráða aldur gömlu mynd-
arinnar. KGK
V
r
Efnisvinnsla og
bundin slitlög.
Forvalsgögn verða afhent hjá aðalgjaldkera
Vegagerðar ríkisins, Borgartúni 5, og á öllum
umdæmisskrifstofum Vegagerðar ríkisins frá
9. mai nk.
Útfylltum forvalsgögnum vegna þessa forvals
skal skila í lokuðu umslagi, merktu nafni for-
vals, til Vegagerðar ríkisins, aðalgjaldkera,
Borgartúni 5, 105 Reykjavík, sem fyrst.
Eftir 23. maí nk. verður útboð verka á þessum
sviðum ekki auglýst en tilkynnt einungis þeim
verktökum sem á grundvelli þessa forvals verða
metnir hæfir til að vinna viðkomandi verk.
____________________Vegamálastjóri y
Útboð
Vegagerð ríkisins óskar eftir
tilboðum í eftirtalin verk:
1. Vatnsnesvegur 1990. Lengd kafla 7
km, magn 26.000 rúmmetrar.
2. Svínvetningabraut, Norðurlands-
vegur — Hnjúkahlíð, 1990. Lengd kafla
1,6 km, magn 17.000 rúmmetrar.
3. Skagavegur um Laxá í Nesjum
1990. Lengd kafla 350 metrar, magn 3.500
rúmmetrar, ræsi í Laxá 26 metrar.
Öllum þessum verkum skal lokið 30. septemb-
er 1990.
Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins
á Sauðárkróki og í Reykjavík (aðalgjaldkera)
frá og með 8. þ.m.
Skila skal tilþoðum á sömu stöðum fyrir kl.
14.00 þann 21. maí 1990.
Vegamálastjóri