Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1990, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 5. MAÍ 1990.
15
mæla auðkýfingum eða móralisera
um misskiptingu fjármagnsins. Ég
læt pólitíkusum eftir að rífast um
alræði öreiganna eða gróða einka-
framtaksins. Allt sem ég er að segja
er tilraun til að skilgreina þá fé-
lagslegu staðreynd að bilið í vel-
megunarstiganum hefur breikkað.
Alltof margir hafa orðið viðskila á
leiðinni til bættra lífskjara.
Ef maður heldur áfram að reyna
að skilgreina peningaveröldina í
kringum sig er athyglisvert að erf-
ingjar fjármagnsins, kynslóðin sem
fékk stríðsgróðann upp í hendum-
ar, hefur haldið áfram að ávaxta
sitt pund. Afar fróðleg umræða
hefrn- farið fram í þjóðfélaginu á
þessum vetri um viðleitni fjár-
sterkra fyrirtækja og fjölskyldna
til að ná meiri peningavöldum und-
ir sig. Þeir ríku verða ríkari.
Nú síðast fór ífam uppgjör í
Verslunarbankanum sem tengist
að einhverju leyti þessum hræring-
um. Fráfarandi stjómarformaður
bankans heldur því fram að kosn-
ingar í stjórn Eignarhaldsfélags
Verslunarbankans endurspegh
þau átök sem fram fari á bak við
tjöldin um yfirráð og allsherjar-
eignarhald á fjármagninu. Eða eig-
um frekar að kalla það tangarhald
á forréttindunum. Menn bítast ekki
lengur um völd í stjómmálaflokk-
um. Þeir em þverrandi aíl í hinum
harða heimi fésýslunnar. Það eru
karlarnir í forstjóraherbergjunum
sém eru kóngarnir í kerfmu.
Hundrað milljónir þar og hundrað
milljónir hér og enginn deplar auga
og þannig sölsa menn undir sig
völdum og áframhaldandi auðæf-
um og aðstöðu.
Af fátæku fólki og rí ku
Yfirleitt nenni ég ekki að snobba
fyrir fátæktinni. Fátæku fólki er
enginn greiði gerður meö þvi að
bera vandræði þess á torg. Oftast
er hka reisnin mest yfir þeim sem
þekkja fátæktina og hafa reynt
hana. Hún var ekki að kvarta,
gamla konan í sjónvarpinu sem ól
fimmtán börn á ævi sinni, og bar
þó ekki auðæfin í trogum. Hún var
sömuleiðis yfirlætislaus, frásögn
háaldraðrar konu sem fluttist vest-
ur um haf á þriðja ári og ólst upp
hjá vandalausum. Ekki fann hún
guhæðarnar, konan sú, á sinni
löngu ævi, án þess að beiskju eða
öfundar gætti í orðum hennar í
fróðlegu viðtah í Morgunblaðinu.
Það er látleysi í endurminningum
Tryggva Emhssonar af Fátæku fólki
og örlar ekki á sjálfsvorkunn í lýs-
ingu hans á íslerísku alþýðulíh. Þetta
fólk vhl ekki láta tala um fátækt sína
í meðaumkun og ekki heldur í upp-
hafinni lotningu fyrir því afreki að
lifa fátæktina af. Það segir sínar farir
ekki sléttar og hefur ekki fleiri orð
um það. Lífið var svona og er svona
og ekki meir um það.
Auk þess mæhst ekki lífsham-
ingja fólks eftir veraldlegri auð-
legð. Til eru þeir sem ekki vita
aura sinna tal en búa þó við auðnu-
leysi. Og svo eru aðrir sem vart
eiga th hnífs og skeiðar en eru þó
ætið sáttir og sæhr. Efnahagsleg
fátækt er ekki mesta bölið, heldur
fátæktin í innihaldslausu lífi, and-
legri örbirgð og sóun dýrmætra
stunda. Ríki maðurinn getur sífellt
verið að leita að hamingjunni í
krafti peninganna sinna, meðan
fátæklingurinn unir glaður við sitt.
Blettur á
samviskunni
Þannig er fátæktin afstætt hug-
tak. Það er ekki allt guh sem glóir.
Hins vegar getur maður auðvitað
ekki orða bundist þegar íjölmiðlar
ómaka sig á því að grafast fyrir um
hfskjör almennings í tilefni af al-
þjóðlegum baráttudegi verkalýðs-
ins. Þá kemur á daginn, sem allir
ættu þó aö vita, að innan um í þjóð-
félaginu og mitt á meðal okkar
gengur fullfrískt fólk til vinnu
sinnar og þiggur fyrir það laun sem
eru vel innan við fimmtíu þúsund
krónur á mánuði. Einhvern tímann
hefðu fimmtíu þúsund króriur
sjálfsagt dugað til framfærslu þeg-
ar kröfurnar voru minni og reikn-
ingarnir lægri. En nú á dögum,
þegar enginn getur snúið sér við
öðruvísi en borga fyrir það og þæg-
indin, þjónustan' og þarfir hvers-
dagsins kosta sitt, verða fimmtíu
þúsund krónur og þaðan af minni
laun eins og dropi í hafið. Að
minnsta kosti fyrir þá sem þurfa
að sjá sér og sínum fyrir fram-
færslu, greiða húsaleigu eða af-
borganir, kaupa mat og íot og veita
sér lágmarksþarfir í kapphlaupinu
um lífsþægindin. Þá sýnist manni
að fátæktin megi hvorki hggja í
þagnargildi né hafa í flimtingum.
Þá er hún þjóðfélagslegt misrétti
sem er blettur á samvisku þjóðar
sem vih búa vel að þegnum sínum
og boðar jafnræði og velmegun á
tyllidögum. Hversu stolt Sfem fá-
tækt fólk kann að vera og hversu
stolt sú þögn er, sem ríkir um efni
og aðstæður fátæktarinnar, þá er
kominn tími til að gera meir og
betur en hcifa samúð með láglauna-
fólkinu á útifundum.
Landlæg fátækt
Áður fyrr var fátæktin landlæg.
Hún var hin almenna regla. í einu
byggðarlagi var kannske einn mað-
ur eða ein fjölskylda sem stóð upp
úr efnalega. Af þess konar bæjar-
lífi eru til margs konar frásagnir
og nóbelsskáldið okkar gerði gróss-
éra og burgeisa að frægum persón-
um. Annars vegar var maðurinn
sem átti framleiðslutækin, hins
vegar voru þar sjómennirnir og
verkalýðurinn, Það sama ghti um
sveitirnar. Þar mátti finna eitt og
eitt stórbú en allur þorrinn bjó á
kotbýlum og hjáleigum og gerði
ekki meir en að þrauka veturinn
af. Það var fátæktarlíf á íslandi th
sjávar og sveita langt fram á þessa
öld og Reykjavík var þar ekki und-
anskhin. Efnamenn voru taldir á
fingrum annarrar handar og þegar
kjörin voru svipuð hjá öllum þorra
manna og þegar fátæktin réð ríkj-
um gerði fólkið ekki miklar kröfur
Laugardags-
pistill
Ellert B. Schram
og var sátt viö hlutskipti sitt. Það
þekkti ekki annað og gat ekki gert
sér vonir um annað.
Með lýðveldistökunni, stríðs-
gróðanum og auknu sjálfstrausti
íslensku þjóðarinnar breyttist fá-
tæktarbaslið í aukna sjálfsbjargar-
viðleitni. Fólk reif sig úr örbirgð í
álnir og öllum þykir mikið til
þeirra sagna koma, þar sem sögu-
persónan vinnur sig upp frá engu
th eigna. Flestir athafna- og eigna-
menn um miðbik þessarar aldar
áttu sér slíkan feril og yfir þeim er
ævintýraljómi. Þeir voru börn síns
tíma, alveg eins og þetta tímabil í
sögu þjóðarinnar var afsprengi
þeirrar byltingar sem eftirstríðsár-
in voru landinu öllu.
Reykurinn
af réttunum
í kjölfar þessarar þróunar fór
meir að bera á stéttaskiptingu og
skilum milli ríkra ogfátækra. Þessi
munur hefur aukist með hverjum
áratugnum. Meðan verkamanna-
bústaðir voru reistir í Breiðholti
risu einbýlishallir í Arnarnesi.
Meðan verkalýðshreyfingin barð-
ist fyrir lágmarkslaunum græddu
kaupahéðnar á fiármálaspekúla-
sjónum. Meðan vísitölufiölskyldan
barðist í bökkum komu kaupsýslu-
menn, olíukóngar, byggingameist-
arar og fiskverkendur ár sinni vel
fyrir borð. Hér má ekki misskilja
að nýríku fiölskyldurnar hafi safn-
að th sín auðæfum á kostnað ann-
arra. Oftast voru hér á ferðinni
dugnaðarforkar sem nýttu sér tæk-
ifærin, færðu sér athafnarými og
verslunarfrelsi í nyt og voru í raun-
inni mennirnir sem komu fótum
undir efnahagslegt sjálfstæði þjóð-
arinnar. Verslunin var komin í
hendur okkar íslendinga, þjóðin
þurfti aukið húsrými og landinn
sótti á nýja og betri markaði með
sjávarafurðir sínar. Framtak frum-
heijanna í athafnalífinu færði okk-
ur bættan efnahag, velferð og ný-
móðins veröld. Þeir sóttu áður
óþekkta og ónumda fiársjóði og
skópu auð fyrir sjálfa sig og aðra.
Allt var það af hinu góða.
Launafólk naut auðvitað góðs af
þessum bata og lífskjör tóku stökk
fram á við. Þjóðin flutti sig úr kjall-
araholunum, braggahverfunum og
kotbýlunum yfir í blokkaríbúðir og
svefnbæi. Úr torfkofum yfir í stein-
steypuhús. En munurinn jókst á
milli þeirra sem gerðu það gott og
hinna sem sátu eftir með mánaðar-
kaupið. Núna mælist hann í því að
forréttindastéttin hefur fimm
hundruð þúsund meðan láglauna-
maðurinn hefur fimmtíu þúsund.
Þannig hefur teygst á bihnu mhli
ríkidæmis og fátæktar. En einmitt
af því ísland er stéttlaust land og
upplýst erum við betur meðvituð
um mismunandi lífskjör. Erlendis
hefst ríka fólkið við í sinum eigin
heimi, eigin hverfum, eigin lúxus,
langt utan við veröld almúgans. En
hér er lúxusinn kannske í næsta
húsi, daglega fyrir augunum, öf-
undaður og illséður af þeim sem
finna bara reykinn af réttunum.
Tangarhald
á forréttindum
Með sama hætti og ég hef ekki
lagt það í vana minn að skrifa af
hræsni um fátæktina, hef ég heldur
ekki hug á hvi að fordæma ríki-
dæmið. Hér er ekki verið að hall-
Silfurskeiðamar
Nú hefur bankamálaráðherrann
úr Alþýðuflokknum lýst yfir því
að næsta skrefið í bankamálum sé
að breyta ríkisbönkunum í hlutafé-
lög. Það hefur lengi verið baráttu-
mál Sjálfstæðisflokksins og sam-
rýmist stefnunni og andanum. En
hverjir eru það sem hafa tök á því
að eignast hlutabréf í banka? Ekki
er það almenningur, ekki er það
hinn óbreytti flokksmaður, ekki er
það fiölskyldufaðirinn i vísitölu-
fiölskyldunni. Verða þaö ekki
sömu fyrirtækin og sömu andhtin
sem munu birtast þar með thboð
upp á nokkur hundruð mhljónir,
sömu andhtin og erfðu stríðsgróð-
ann eftir feður sína? Sömu andlitin
og bítast um yfirráð í stórfyrirtækj-
unum og einkabönkunum, sömu
mennirnir og sömu hendurnar og
þær sem fóru höndum um silfur-
skeiðarnar forðum?
Út af fyrir sig er hægt að yppta
öxlum og segja: verði ykkur að
góðu! Almenningur hefur áreiðan-
lega ekki áhuga á að bítast um
banka eða hlutabréf. Hamingjan er
hvort sem er ekki fól með hluta-
bréfakaupum. Það má líka segja að
íslenskt viðskiptalíf þurfi á stórum
og sterkum fiármagnsjöfrum að
halda. Einhvers staðar verða vond-
ir að vera. En þetta væri aht gott
og blessað ef svo kaldranalega vhdi
ekki til að undir vegg bankamust-
eranna efnir verkalýðurinn th úti-
funda um aht önnur örlög og allt
annan heim. Önnur þjóð, annað
fólk.
Efnahagslega fátæktin er ekki
verst, heldur sú fátækt hugans sem
hefur ekki lengur kraft né áræði
til að bjóða misréttinu birginn. Fá-
menni útifundanna ber því gleggst
vitni.
Ég hef ekki mestar áhyggjur af
fátækt auraleysis, heldur fátækt
auðnuleysis, þess bjargarleysis,
sem leiðir af sér doða og drunga
og gerir menn andvaralausa um
bhið milli velferðar og vergangs,
milh ahsnægta og ahsleysis. Þó
blasir það ahs staðar við.
Ellert B. Schram