Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmaí 1990næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    293012345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    272829303112
    3456789

Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1990, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1990, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 5. MAl 1990. Helgarpopp Þeir sem fylgjast meö í poppinu geta sjálfsagt flestir samþykkt aö stærsta (þýðir ekki endilega það sama og þaö besta) nafnið í poppi 9. áratugarins sé nafn írsku hljóm- sveitarinnar U2. U2 hefur átt miklu fylgi aö fagna frá árinu 1980. Ung- viði sem ellibelgir, háir sem láir um allan heim, hafa fylgst meö til- burðum íranna fullir lotningar. Á sumum bæjum nálgast aðdáunin trúarbrögð og í seinni tíð hefur gúrúinn í hópnum tæplega mátt leysa vind án þess að út af því sé lagt á hugvitsamlegan hátt. Það hefur reyndar veriö talið U2 til tekna (af sumum til lasta) að innan- húss þríflst heilbrigður hugur og - hugsjónir. Þessar dygðir vilja oft í klósettið þegar menn auðgast efn- islega og því var það aðdáendum hljómsveitarinnar talsverður léttir þegar fréttist af stofnun útgáfufyr- irtækisins Mother Records árið 1984, en eigandi var einmitt U2. Hlutverk fyrirtækisins er aö leita uppi efnilegar hljómsveitir og gefa út með þeim eina smáskífu í þeim tilgangi að koma nýliðunum á framfæri við almenning og stóru útgáfufyrirtækin. Fyrirtækið var hugsað sem eins konar stökkpallur til frekari frama. Þannig hefur U2 tekið að sér hálfgert móðurhlut- verk. Hljómsveitin hleypir á spena upprennandi listamönnum sem ekki eru farnir aö fóta sig á svellinu og koma þeim á legg. Á þennan hátt hefur átta hljómsveitum verið gefið tækifæri til aö hljóðrita eigið efni (efnið þurfti ekki að uppfylla kröfur markaðarins, eins og stóru Hriktir í stoðum - fer eins um fyrirtæki U2 og Apple fyrirtæki Bítlanna? Risaeðlan. Umsjón Snorri Már Skúlason fyrirtækin gera kröfur um) við bestu hugsanlegar aðstæður og með frægum útsetjurum. Hljóm- sveitirnar átta og lög þeirra á merki Mother eru eftirfarandi: Júlí 1984 In Tua Nua - „Coming thru“, samdi síðar við Virgin. Nóvember 1985 Cactus World News - „The Bridge“, samdi síðar við MCA. Apríl 1986 Tuesday Blue - „Tunnel vision", samdi síðar við E.M.I. Júlí 1986 Operating Theatre „Queen of no heart“. Júlí 1986 The Painted Word - „Inde- pendence day“, samdi síðar við RCA. April 1987 The Subterraneans - „Slum“ Maí 1987 Hothouse Flowers - „Love dont work this way“, samdi síðar við Londin Records. Ágúst 1988 The Black velvet band - „Old man stone", samdi viö El- ektra. Eplið sem úldnaði Þetta hugsjónafyrirtæki U2 minnir um margt á á Apple fyrir- tæki Bítlanna sem stofnsett var í ársbyrjun 1968. Tilgangurinn með Apple var að styrkja listsköpun af ýmsu tagi. Listafólk sem haíði frumlegar og spennandi hugmynd- ir að listsköpun gat leitað til Apple eftir fjárstuðningi án skuldbind- inga. Apple var fyrirtæki eins og Bítlarnir vildu að heíði verið til í Liverpool í kringum 1960 þegar þeir voru að hefja sína listsköpun. Bítlarnir veittu ómælt tjármagn í Apple en aUt kom fyrir ekki, þrátt fyrir góðan hug kolféll hugmyndin. Engin stjórn var á peningamálum fyrirtækisins og þaö nýttu óprúttn- ir aðilar sér og mergsugu Apple fyrirtækið. Apple hugmyndin sem var mjög í takt við tíðarandann snerist upp í andhverfu sína, varð kvöl og klafi á Bítlunum. Blikur á lofti Ástæðan fyrir því að þessi saga er rifjuð upp er sú að nú virðast blikur á lofti í sambandi við fram- tíð Mother Records. Fyrirtækiö hefur verið ásakað um skattsvik og U2 veldinu líkt við hálfgerða mafíu í tónlistarlífi Dublinborgar. Hljómsveitir sem ekki eru tengdar U2 á einn eða annan hátt eiga enga möguleika á því að meika það upp á eigin spýtur, segja gagnrýnis- raddir. Auk þessa hafa virtir hæfi- leikamenn úr viðskipta- og hljóm- plötugeiranum, sem fengnir hafa verið til starfa hjá Mother, fengið að fjúka af minnsta tilefni. Þetta hefur spillt mjög ímynd fyrirtækis- ins á írlandi. Frá og með árslokum 1987 hættu Bono, Adam Clayton og The Edge öllum afskiptum af Moth- er vegna hárra gagnrýnisradda, en trymbillinn Larry Mullen rembist eins og ijúpan við staurinn við að færa málefni fyrirtækisins til betri vegar. Poppsíðan vonar að Mother Rec- ords nái að rétta úr kútnum og styrkist í kjölfar þessarar innri kreppu því hér er merkilegt fyrir- bæri á ferðinni sem hefur komið mörgu góðu til leiðar, sbr. listinn hér að framan. í framhaldi af vel- farnaöaróskum er kannski rétt að minna á að hér á landi er starfrækt eitt hljómsveitarútgáfufyrirtæki sem er Smekkleysa þeirra Sykur- mola. Megi því blómlega fyrirtæki verða forðað frá því aö hreppa þau örlög sem hér hafa verið tíunduð. BlackVelvetBand í ágúst 1988 gaf Mother Records út smáskífu með hljómsveitinni Black Velvet Band. Eftir að hafa heyrt lagið „Old man stone“ fékk útgáfyfyrirtækið Elektra áhuga og bauð Black Velvet Band samning sem hljómsveitin þáöi. Undir lok nýliðins árs kom á markað fyrsta breiðskífa Black Velvet Band „When justice came“. Hljómsveitin sem er skipuð þremur körlum og konu fer vítt og breitt um refilstigu rokksins og án þess beint að vera gera nýja hluti, virkar hljómsveitin fersk. Lögin eru í huggulegum umbúöum þar sem harmóníka, mandólín, fiðlur, selló og hamm- ond gefa tónlistinni aukna dýpt. Þannig má segja að efninu, sem gæti verið feitara, sé aukið gildi með skemmtilegum • efnistökum. Black Velvet Band getur auðveld- lega fallið getur auðveldlega fallið í flokk með því sem einhverju sinni var kallað gæðapopp. Hér er ekki stefnt að öruggu sæti á hégómleg- um vinsældalistum með ódýrum lagasmíðum heldur spilað inn á huglæga þætti sem hlustandinn man og virðir, löngu eftir að vin- sældalistinn er gleymdur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 101. tölublað - Helgarblað (05.05.1990)
https://timarit.is/issue/192798

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

101. tölublað - Helgarblað (05.05.1990)

Aðgerðir: