Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1990, Blaðsíða 18
18
LAUGARDAGUR 5. MAÍ 1990.
Veiðihomið
Hver er framtíðin?
silungsvötxium
„Silungur í stööuvötnum er verð-
mæt auðlind, hliðstætt viö önnur
gæði landsins. Mikilvægi hennar
felst í þvi að hún endurnýjar sig
sjálf. Þessi auðlind hefur ekki verið
metin sérstaklega til fjár svo vitaö
sé. Hins vegar hafa menn ætlað aö
verðmæti laxveiöi til eigenda, á stöng
og í net, hafi veriö árið 1989 um 350
milljónir. Mætti ekki ætla að verð-
mæti silungs í vötnum gæti að a.m.k.
verið ekki minna, jafnvel meira, ef
rétt er á spilum haldiö?“ sagði Einar
Hannesson á fundi um framtíð
stangaveiöi í silungsveiðivötnum
fyrir fáum dögum. Stöðuvötn hér á
landi setja sterkan svip á ásjónu
landsins, ef svo má að orði komast,
fegra og bæta. Stöðuvötn munu vera
um 1850 talsins og af nógu að taka
þegar veiði er annars vegar. „Lax-
veiði á stöng er mjög þróuð hér á
landi, sem kunnugt er, en stanga-
veiöi í silungsvötnum nær óskrifað
blað í samanburði við laxveiðina
þótt ýmislegt hafi verið gert hér og
þar á seinni árum til að búa í haginn
fyrir veiðiskap í silungsveiðivötn-
um.“
Einar kom inn á ýmislegt um sil-
ungsveiðivötnin og ræddi um sér-
Einar Hannesson flutti fróðlegt erindi um framtíð stangaveiða í silungs-
veiðivötnum og kom inn á margt sem þeim viðkemur. Oft er hægt að fá
góða veiði í mörgum fjallavötnum. DV-mynd G.Bender
stöðu íslands, atvinnuveiðar og
stangaveiði í silungsveiðivötnum og
næstum allt sem viðkemur málinu.
í lokaorðum sínum sagði hann:
„Heimamenn við silungsveiðivatnið
þurfa að snúa bökum saman og
stofna veiðifélag um sitt vatn, eins
og reyndar er skylt lögum sam-
kvæmt en hefur víða verið vanrækt
til þessa. Skipuleggja verður þessi
mál með þeim hætti að til gagns verði
fyrir aðilana og hér gæti verið um
atvinnuskapandi starfsemi að ræða
ef rétt er á spilum haldið. Aukin
stangaveiði í íslenskum silungsveiði-
vötnum er verðugt verkefni sem þarf
að sinna. Nýta þarf á viðeigandi hátt
þessa náttúruauðlind sem silungur-
inn er og umhverfi það sem hann lif-
ir í: Skjóta þarffleiri styrkum stoðum
undir atvinnulíf í dreifðum byggðum
landsins. Er víst að aukin nýting sil-
ungsveiði er einn af þeim þáttum sem
gætu stuðlað aö því aö svo verði í
vaxandi mæli á næstu árum, sé rétt
á spilum haldið," sagði Einar í lokin.
Þessi fundur var nauðsynlegur því
veiðivötn eru mörg illa nýtt og veiði-
menn mættu kanna veiðivötnin víða
um land. Af þeim er nóg.
. -G.Bender
Stangaveiðar í
James L. Hardy kemur víða við
„Það er gaman að fá James í
heimsókn til okkar og hann kemur
viða við á þessum fáu dögum sem
hann stoppar," sagði Paul O’Keefe
í Veiðimanninum.
James L. Hardy, framkvæmda-
stjóri Brothers í Englandi, kom til
landsins á fimmtudaginn og hefur
verið á fullu síðan hann steig á ís-
lenska grund.
í gærkvöldi var hann á opnu húsi
hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur,
í dag verður hann hjá Ármönnum
og á morgun verður hann í Hafnar-
firði með kastkennslu í nýja
íþróttahúsinu og veröur þar haldin
kastkeppni. Hann heldur svo heim
á leið á þriöjudaginn.
James hefur veitt fisk síðan hann
var sjö ára en hann hefur aldrei
veitt á íslandi, hvað sem seinna
verður. Stærsti lax, sem hann hef-
ur veitt, var 33 punda og veiddist á
Devon. -G.Bender
ÞjóðarspaugDV
Á morgun
Læknir spurði eitt sinn fremur
fljótfæran mann hvemig tengda-
móðir hans hefði það.
„Æ, hún er óttalega léleg,“ ans-
aði karhnn en bætti því næst viö,
„enda deyr hún sjálfsagt á morg-
un eða hinn.“
Það fylgdi sögunni aö sá sem
mælti þessi orð hefði dauðséð eft-
ir þeim þar sem þau bárust til
tengdamóður hans og liíði hún
lengi eftir að orðin féllu, karlin-
um eflaust til bölvunar.
Skyggnir foreldrar
Það er merkilegt hvað sumir
foreldrar hafa séð langt fram í
tímann er börn þeirra voru stór.
Virðist sem svo að þeir hafi séð
fyrir sé væntanlegan starfsvett-
vang barna sinna og valið á þau
nöfn í samræmi við það. Máli
þessu til stuðnings má benda á
að tveir menn, sem bera nafnið
Vagn, fást við vagna. Annar er
leigubilstjóri en hinn er bifvéla-
virki. Lögregluþjónn í höfuðstað
Norðlendinga heitir Vörður og er
ekki ólíklegt að sumir Akur-
eyringar hafi lent í „verði lag-
anna“ í orðsins fyllstu merkingu.
Skyldi annars enginn blómasali
heita Pálmi?
Blessuð sé minn-
ing hennar
Ungur kommúnisti austur á
fjörðum brá á það ráö að draga
íslenska fánann að húni á bylt-
ingardégi Sovétmanna. Ekki
voru nú allir þorpsbúar sáttir við
þessa hegöan ungkommans,
einkum vegna þess að húsið er'
hann bjó í tilheyröi bæjarfélag-
inu, svo og flaggstöngin sem við
sögu kom. Fór svo að lokum að
hann var klagaður og er lögreglu-
þjónn sá, sem kominn var í mál-
ið, spurði hann hví hann hefði
flaggað svaraði róttækhngurinn:
„Þetta á ekkert skylt við bylt-
inguna. Ég flaggaði nú bara út
af því að hún amma hefði orðið
níræð í dag heföi hún lifað...“
Því næst gerði hann hlé á máU
sinu en bætti siðan lágt við:
„Og hefði fæðst tuttugu dögum
fyrr.“
Finnur þú fimm breytingai? 53
4795
Okkar á milli sagt felst einfaldleiki þessa málverks í grænum ferhyrn-
ingi....
4795
Nafn:
Heimilisfang:.
Myndirnar tvær viröast við
fyrstu sýn eins en þegar betur
er að gáð kemur í ljós að á
myndinni til hægri hefur
fimm atriðum verið breytt.
Finnir þú þessi fimm atriði
skaltu merkja við þau með
krossi á hægri myndinni og
senda okkur hana ásamt nafni
þínu og heimilisfangi. Að
tveimur vikum liðnum birtum
við nöfn sigurvegara.
1) Hitateppi fyrir bak og
hnakka, kr. 3.900,-
2) Svissneska heilsupannan,
kr. 2.990,-
Vinningarnir koma frá Póst-
versluninni Príma, Hafnar-
firði.
Merkið umsiágið með
lausninni:
Finnur þú fimm breytingar? 45
c/o DV, pósthólf 5380,
125 Reykjavík
Sigurvegarar fyrir fimm-
tugustu og fyrstu getraun
reyndust vera:
1. Bragi Bjarnason,
Selalæk 2, 851 Hella.
2. Fjóla Tryggvadóttir,
Austurbrún 4-10-6, 104
Reykjavík.
Vinningarnir verða
sendir heim.