Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1990, Blaðsíða 14
14
LAUGARDAGUR 5. MAÍ 1990.
Útgáfufélag: FRJÁLS FJOLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJ0LFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÚNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELiAS SNÆLAND JONSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÖLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11,105 RVÍK, SlMI (91 )27022 - FAX: (91 )27079
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJOLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1000 kr.
Verð í lausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblað 115 kr.
ímynd og innihald
Þegar ferðalög í flugvélum voru munaður fyrir þrem-
ur áratugum, auglýstu vindlingaframleiðendur með
myndum af hamingjusömu fólki í flughöfnum. Mark-
miðið var að búa í hugum fólks til ímynd tóbaksnotkun-
ar sem sjálfsagðrar iðju í unaðslandi flugstöðva.
Þegar fólk fór að nota flughafnir og þær fóru að yfir-
fyllast, komst fólk að raun um, að þær voru ekki unaðs-
land, heldur fremur sóðalegt land hávaða og taugaveikl-
unar, þar sem fólk var að bíða eftir, að eitthvað annað
betra gerðist en að vera einmitt á þeim volaða stað.
Þá var ekki lengur hægt að nota flughafnir sem grunn
auglýsinga. Nú eru í tóbaksauglýsingum birtar myndir
af töffurum í nýþvegnum gallabuxum, sem eru aleinir
að stjaka skítugum jeppa á fleka yfir fljót í ótilgreindum
frumskógi við miðbaug. Eða þá í kúrekafötum.
Hin nýja ímynd tóbaksreykingamannsins er af ein-
staklingshyggjumanni, sem er aleinn úti í náttúrunni
og er jafnvel alls ekki að reykja, að minnsta kosti ekki
í auglýsingunni. Auglýsingin gefur hins vegar í skyn,
að slíkur töffari gæti hugsað sér að reykja.
Auglýsingar og kynningar af ýmsu tagi heita núna
„markaðssetning“ og fjalla oftar en ekki um eitthvað
annað en innihald þess, sem verið er að auglýsa. í tó-
baksauglýsingum er ekki sagt, að það sé hollt og gott
að reykja, heldur er verið að búa til ímyndir.
Ef sækja á með vöru eða þjónustu inn á markað eða
verja stöðu vörunnar og þjónustunnar á markaði, er
ekki gripið til þess ráðs að útskýra neitt fyrir væntanleg-
um notendum, heldur er reynt að vekja ákveðin hug-
renningatengsli með tiltölulega óljósum hætti.
Stjórnmálamenn og stjórnmálaflokkar eru „markaðs-
settir“ á svipaðan hátt og hver önnur vara. Það tekur
því ekki að reyna að útskýra efnisatriði mála fyrir kjós-
endum, heldur borgar sig að birta auglýsingar af t.d.
ölduróti með almennu þvaðri um „klettinn í hafinu“.
í byggðakosningunum, sem senn fara í hönd, verða
kjósendur því miður ekki mjög uppnæmir fyrir raun-
verulegum málum. Fáir gera sér t.d. grein fyrir, að sveit-
arfélögum er misvel stjórnað. Sum þeirra skulda til
dæmis margfalt meira á mann en önnur gera.
í stað þess fara kjósendur meira eftir meintum per-
sónuleika þeirra, sem eru í framboði. Þetta mat kann
að vera raunhæft í sveitarfélögum, þar sem fólk þekk-
ist. En í Reykjavík verður fólk að byggja á einhverju
öðru, til dæmis framgöngu frambjóðenda í sjónvarpi.
Hér á landi hefur leið fólks til stjórnmála legið í vax-
andi mæh um sjónvarpsskjáinn. Ef fólki tekst að búa
til af sér notalega og traustyekjandi ímynd í sjónvarpi,
standa stjórnmálaflokkar í biðröð við að fá það í fram-
boð. Innihaldið að baki ímyndinni skiptir litlu sem engu.
Reagan Bandaríkjaforseti geislaði frá sér ímynd nota-
legs trausts. í rauninni var hann ekki aðeins afar léleg-
ur forseti, sem vissi fremur lítið um það, sem var að
gerast í kringum hann. Hann var einnig fremur lélegur
pappír, því að hann seldi sig Japönum, þegar hann hætti.
Þegar ímyndarfræðingar dáleiða neytendur og kjós-
endur með ímyndum, sem standa ekki í neinu sam-
bandi við innihaldið og eru jafnvel þveröfugar við inni-
haldið, sjáum við fyrir okkur martröð, þar sem fólk
framtíðarinnar tekur upp trú á furðusögur og ævintýri.
Við erum þegar komin á það stig, að „markaðssetn-
ing“ felst ekki í að búa til gott innihald, heldur góða
ímynd af hvaða innihaldi eða innihaldsleysi sem er.
Jónas Kristjánsson
Ævin stórlengd á til-
raunastofum með
skerðingu hitaeininga
Eitt af þvi sem veldur framsýn-
um mönnum áhyggjum eru horf-
urnar á óhóflegri fjölgun jaröarbúa
í fyrirsjáaniegri framtíð. Mann-
kyninu hefur fjölgað svo ört síö-
ustu aldir, en þó einkum áratugi,
að sýna má fram á að með sama
áframhaldi blasir við örtröð og
öngþveiti í sumum heimshlutum
fljótíega á næstu öld. Til huggunar
sér haifa ’menn reynsluna af að við
iðnvæðingu og tæknivæðingu þjóð-
félaga dregur úr viðkomu, og í
ýmsum háþróuðum iðnríkjum má
nú heita að innfæddur fólksfjöldi
standi í stað. En þá streyma að inn-
flytjendur frá fjölgunarsvæðunum,
og viðkomujafnvægi í Frakklandi
eða Þýskalandi er engin huggun
óttaslegnum landsstjórnum í Kína
og Indlandi, fjölmennustu ríkjum
heims. í báðum hafa yfirvöld leitast
við aö koma á viðkomutakmörkun-
um með fortölum, skattlagningu
barneigna, jafnvel framþvinguðum
fóstureyðingum og ófrjósemisað-
gerðum.
Inn í umræðu um fólksfjölgunar-
vandann kemur nú nýtt atriði,
sprottiö af óvæntum niðurstöðum
af dýratilraunum í tilraunastofum.
Megi færa vitneskju, sem þar hefur
fengist, um samhengi hitaeininga-
skerts en bætiefnaríks fæðis og
ævilengdar yflr á menn þá blasir
við að meðalmannsævi gæti lengst
til muna, jafnvel tvöfaldast, og vel
að merkja hefðu menn þá fulla lík-
amsburði og héldu hreysti fram að
þessari háu elli.
Skýrt ber að taka fram aö ekkert
liggur enn fyrir um áhrifin af til-
raunafæðinu á menn, né um mögu-
leika til að koma við skammtaná-
kvæmni tilraunastofanna í daglegu
lífi langa ævi, en öll rök hníga enn
að því að þessi möguleiki sé fyrir
hendi. Natalie Angier, vísinda-
fréttaritari viö New York Times,
skýrði nýlega í blaði sínu frá rann-
sóicnarstarfinu sem að baki býr.
Liðið er á sjötta áratug síðan til-
raunamenn veittu því fyrst athygli
að tiltölulega rýrt en heÚnæmt fæði
virtist hafa tilhneigingu til að
lengja líf tilraunadýra. Lengi vel
var látið heita svo, að þetta væri
bara kynlegt tilraunastofufyrir-
brigði. En upp á síðkastið hefur
verið beint að því skipulögðum
rannsóknum, og niðurstöðurnar
hafa vakið feikna athygli.
Þær eru á þá leið, að tilraunadýr
alin á 60 til 65 hundruðustu af þeim
hitaeiningafjölda sem hverri teg-
und er talið eðlilegt viðurværi, en
Erlend tíðindi
Magnús Torfi Ólafsson
fá bætiefni og snefilefni eins vel
útilátin og best má verða, lifa mun
lengur og við betri heilsu en þau
sem fá að éta lyst sína af hliðstæðu
fæði.
Allar heilsuviðmiðanir, ásig-
komulag líífæra, virkni ónæmis-
kerfisins, glansinn á húð, roði eða
feldi, hélt sér á hreystistigi æsk-
unnar löngu eftir að vel öldu sam-
anburðarhópamir voru orðnir las-
burða, dauflr og óásjálegir - já
reyndar dauðir.
Mýs hafa komist upp í 55 mánaða
aldur á hitaeiningaskerta fæðinu.
Samskonar mýs í sömu tilrauna-
stofu sem átu lyst sína náðu að
meöaltali 35 mánaða aldri.
Skýringartilgáta vísindamanna á
þeim mikla mun sem kemur í ljós
er að hámarksskammtur af vítam-
ínum og snefilefnum og takmark-
aður skammtur af brennsluefni til
að viðhalda líkamsstarfseminni
veröi til þess að næringaraðlögun
líkamskerfanna verði eins greið og
á verður kosiö. Rannsóknir sýna
líka að orkuskerta fæöið ver erfða-
vísana fyrir áverkum frá umhverf-
inu, lætur líkamshvata starfa með
fyllstu virkni og heldur niöri
myndun skaðlegra niðurbrotsefna
frá efnaskiptum í líkamanum.
Þessu fylgir að hrörnunarsjúk-
dómum er haldið í skefjum. Hita-
einingasnauða en bætiefnaríka
fæöið reyndist veita vöm við
hjarta- og æðasjúkdómum, sykur-
sýki, hamlar myndun hvers konar
krabbameina, ver nýru og augu
fyrir elhkvillum. Sömuleiðis helst
heilastarfsemi og líkamslipurð í
blóma fram eftir öllum aldri.
Þaö kom rannsóknarmönnum
meðal annars á óvart að engu máli
reyndist skipta hvort tilraunadýrin
fengu hitaeiningaskammta sína
mestmegnis úr fitu eða kolvetnum.
Á hvoru sem alið var lifðu dýrin
til hárrar elli, bara aö þau fengju
sína nauðsynlegu skammta af
eggjahvítu, vítaminum og steinefn-
um.
Fram til þessa er búið að prófa
hitaeiningaskerta fæðið á fjölda
dýrategunda, allt frá frumdýrum,
köngulóm, vatnsflóm, ormum og
fiskum upp í mýs og rottur. Hvar
sem borið er niður reynist niður-
staðan sú sama, stórlengd ævi frá
því sem ella gerist.
Nú eru menn að færa sig hærra
upp eftir þróunarstiga lifveranna.
Gerðar verða tilraunir með áhrif
hitaeiningaskerts viðurværis á
tvær apategundir, íkornaapa og
rhesusapa. Sá verður að jafnaði 35
ára gamall, svo fullnaðarniður-
stöðu er langt að bíða. En reynslan
til þessa gefur til kynna, að ævilík-
urnar aukist hvenær sem hitaein-
ingaskert fæði er tekið upp.
Einn af þeim sem unnið hafa aö
þessum rannsóknum og Natalie
Angier ræðir við er Roy L. Wal-
ford, prófessor í meinafræði við
sjúkrahús Kaliforníuháskóla í Los
Angeles. Eftir honum er haft:
„Þetta er nú máske of gróft sett
fram, en hitaeiningatakmörkun
ætti að helminga öldrunarhraðann
hvenær sem byrjað er á henni.
Byrjir þú fimmtugur, og erfðastill-
ingin hjá þér hafi verið á dauða um
áttrætt, þá ættu að bætast við önn-
ur 30 ár og þú að eiga 60 ár ólifuð.“
Prófessor Walford er 65 ára, og
hann tekur niðurstöður rannsókn-
anna svo alvarlega að hann sníður
fæði sitt að þeim. Hann neytir dag-
lega 1500 til 2000 hitaeininga, þar
sem meðalneysla karlmanns við
kyrrsetustörf er talin 2500 hitaein-
ingar. Hjá konum er samsvarandi
tala 2100 hitaeiningar.
Ekki eru allir starfsbræður próf-
essorsins sammála breytni hans
þótt þeir viðurkenni að ekkert hafi
komið fram sem mæli móti því að
sama gildi um um áhrif mataræðis
á ævilengd manna og annarra líf-
vera. Tilraunirnar með apana ættu
að skera úr því með tíð og tíma.
Veigameiri er sú mótbára talin
að ekki sé auðvelt að færa árangur
í rannsóknarstofum, þar sem allt
er vandlega mælt og nákvæmlega
skammtað, út í eldi húsdýra eða
daglegt líf manna.
Magnús T. Ólafsson
Tilraunir á öpum eru næsta skrefið í rannsókn á ævilengingaráhrifum fæðis með skertan hitaeiningafjölda
en með kjörskammt af vítaminum og snefilefnum.