Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmaí 1990næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    293012345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    272829303112
    3456789

Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1990, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1990, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 5. MAI 1990. Grétar Örvarsson söngvari: Spái Bretlandi fyrsta saeti - sætti mig alls ekki við það sextánda „Mér finnst lag Bretlands best og spái því fyrsta sætinu. Aörir spá Júgóslövum sigri annaö árið í röð,“ sagöi Grétar Örvarsson, söngvari Stjórnarinnar, sem í kvöld flytur Eitt lag enn ásamt Sigríði Bein- teinsdóttur í Eurovision-keppninni í Zagreb í Júgóslavíu. Keppnin fer fram í stærstu tónleikahöll Zagreb, Vatroslav Lisinki. Grétar og Sigríö- ur hafa í nógu aö snúast í dag er lokaundirbúningur fer fram fyrir beina útsendingu í kvöld. í gær- kvöldi var „generalprufa" á allri útsendingunni og var hún send til þeirra tuttugu og tveggja landa sem keppa. Þá komu flytjendur fram í þeim búningum sem þeir klæöast í kvöld. Áhorfendur í sal voru boös- gestir aöstandenda og blaöamenn. Sigurstranglegastir þykja Bretar, Júgóslavar, Danir, Spánverjar og Frakkar. Grétar sagðist vonast til aö íslendingar kæmu þar á eftir. Eins og sagt var frá í blaðinu í gær varö íslenska lagið í fyrsta sæti í kosningu sem fram fór' meðal blaðamanna þjóöanna í Zagreb. Eins og flesta rekur minni til voru íslendingar í neðsta sæti keppninnar í fyrra með ekkert stig. Þrjú skiptin þar á undan höfnuðum viö í sextánda sæti. Það er því nokkuð spennandi að vita hvar Eitt lag enn hafnar og hvaða þjóðir það verða sem gefa okkur stig. ís- lendingar hafa tekið eftir því að stigagjöf fer nokkuð eftir því hvar löndin eru og nágrannar því góðir hverjir við aðra. Þetta er i flmmta sinn sem íslendingar eru með í Eurovision-keppninni en hún hef- ur verið haldin allt frá árinu 1956. Einn millj- arður áhorfenda Áhugi á keppninni er sífellt að aukast meðal þjóða um víða veröld. Þannig hafa Kanada, Japan, Ástr- alía og nokkur Afríkuríki óskað eftir sýningarrétti á keppninni. Áætlaö er að um einn milljarður manna muni setjast fyrir framan sjónvarpstækin klukkan sjö að ís- lenskum tíma í kvöld og horfa á beina útsendingu. Stjómin verður áttunda í röðinni af flytjendum með lagið Eitt lag enn eftir Hörð G. Ólafsson. „Við erum mjög ánægð með þessa daga hér í Zagreb,“ sagði Grétar í samtali við DV. Margt hefur verið að gerast hjá okkur og við höfum skoðað okkur um. Við fórum frá íslandi á sunnudag til Kaupmanna- hafnar þar sem við gistum eina nótt og áttum reyndar yndislegan dag þar í borg. Á mánudagsmorgun flugurn viö til Júgóslavíu ásamt Dönum, Finnum og Svíum. Við fór- um nánast beint á æfmgu eftir að 'hafa fengið passa og annað sem þurfti til aö komast inn í tónleika- höllina en ströng öryggisgæsla er þar. Fyrsta æfingin gekk heldur brösuglega en hún var tekin upp á myndband þannig að við gátum skoðaö á eftir hvað fór úrskeiðis. Talsverö kommalykt Á mánudagskvöldið var sérstök móttökuathöfn fyrir alla þátttak- endur í Eurovision. Við náðum því að heilsa upp á alla keppendur og Grétar Örvarsson og Sigríður Beinteinsdóttir flytja okkur Eitt lag enn ásamt Stjórninni í beinni útsendingu frá Júgóslavíu í kvöld kl. 19. Emma, fimmtán ára stúlka frá Suður-Wales, á góða Danska lagið þykir ekki ósvipað íslenska laginu enda möguleika á sigri í Eurovision-keppninni í kvöld með er það á svipuðum slóðum og það íslenska i veð- laginu Give a Little Love Back to the World. bönkum í Englandi. Það er sautján ára stúlka, Lonnie Devantier, sem syngur Hallo Hallo. við fundum að blaðamenn sýndu okkur sérstakan áhuga. Á þriðju- daginn var okkur boðið í skoðunar- ferð ásamt fulltrúum Spánar, Grikklands, Belgíu, Hollands, Lúx- emborgar, Tyrklands, Bretlands og ísrael. Það var erfitt ferðalag. Við ókum í tvo og hálfan tíma upp í sveit í fylgd lögreglunnar. Ég verð að viðurkenna aö maður finnur aðeins fyrir kommalyktinni hér. Við áðum á frægu vatnasvæði þar sem eru margir fossar, afar fallegt landsvæði. Síðan sigldum við yfir stórt vatn og rúturnar biðu á bakk- anum hinum megin," sagði Grétar. Blaöamannafundir voru hjá Stjórninni bæði eftir mánudags- og miðvikudagsæfingu þar. Mikið var spurt um Island, þjóð og lifnaöar- hætti. Sýnd var kynningarmynd um ísland sem vakti mikla athygli. Síðari æfing Stjórnarinnar gekk mun betur en sú fyrsta að sögn Grétars. „Á miðvikudagskvöldiö fórum við út aö borða með norsku flytjendunum, Ketil Stokkan og fé- lögum, og það var mjög skemmti- legt. íslendingar og Norðmenn hafa náð mikilli vináttu í keppninni og hafa haft mest samskipti. „Norð- mennirnir fengu að heyra ættjarð- arsöngva sungna undir borðum en Stokkan sagði að í Noregi væri yfir- leitt ekki mikið sungið viö borðhald eða í rútum,“ sagði Grétar. Hörður í loftbelg Á fimmtudag áttu íslensku flytj- endurnir frí frá æfingum og notaði hópurinn, sem er sautján manns í allt, tímann til að skoða sig um í borginni og vöruúrval í verslunum ásamt sérstökum fararstjóra sín- um, Daniellu. „Matvörur eru mun ódýrari hér en fatnaður dýrari en heima," sagði Grétar ennfremur. Mikil opnunarhátíð var á fimmtudagskvöldið þar sem einn frá hverju landi fékk að fara í loft- belg. Hörður G. Ólafsson var sá heppni í röð íslendinganna. í gær var strangt æfingapró- gramm og í dag er það lokaundir- búningurinn. Grétar vildi engu spá um gengi Stjórnarinnar í kvöld en sagði að útilokað yrði að sætta sig við sextánda sætið. „Við viljum vera nokkuð mikið fyrir ofan það,“ sagði hann. „Beina útsendingin leggst vel í okkur og engan beyg í okkur að finna. Það sem kannski hefur kom- ið okkur mest á óvart er skipulags- leysi á undirbúningi keppninnar. Mér sýnist að Júgóslövum hefði aldrei tekist að skipuleggja Reag- an-Gorbatsjov-fundinn sem okkur tókst aö skipuleggja á tíu dögum. En ég er ánægður með tónleika- höllina og mér sýnist að þetta muni koma mjög vel út í sjönvarpi í kvöld. Svo virðist sem við höfum ágætis fylgi hér, hvað sem það þýð- ir þegar aö dómnefndum kemur. Við höfum fengið góðar viðtökur og verið vinsæl,“ sagði Grétar Örv- arsson. -ELA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 101. tölublað - Helgarblað (05.05.1990)
https://timarit.is/issue/192798

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

101. tölublað - Helgarblað (05.05.1990)

Aðgerðir: