Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1990, Blaðsíða 4
4
LAUGARDAGUR 12. MAÍ 1990.
Fréttir_____________________
Útgerð á Atvinnutryggingar- og hlutafjársjóði:
DV
Súgfirðingar fengu
rúma milljón á mann
tæplega 10 milljarða tilfærsla í gegnum sjóðina
Súgandafjörður 1.052.030
Stöðvarfjörður 908.746
Þingeyri870.323
Þórshöfn 768.717
Stokkseyri 560.886
Breiðdaisvík 529.609.
Þorlákshöfn 494.195,
Bíldudalur
474.278
Vopnafjörður
427.616,
Djúpivogur
386.161
sjóðaútgerðar-
menmmir
Lán úr Atvinnutryggingarsjóði og Hlutafjársjóði, niður-
felling lána og eignakaup. Upphæðir í krónum á mann.
Samanlögð aðstoð Atvinnutrygg-
ingarsjóðs og hlutafjársjóðs við Fisk-
iðjuna Freyju er þegar orðin 414,5
milljónir króna. Þessi fjárhæð jafn-
gildir rúmlega einni milljón króna á
hvem einasta íbúa Súgandafjarðar
en Freyja er helsta atvinnufyrirtæki
staðarins. Súgandi er þar með sá
staður á landinu sem hefur fengiö
mesta aðstoð frá þessum sjóðum en
hún felst í lánum, framlagi á hlutafé,
niðurfellingum lána og kaupum á
eignum sem em verðlausar á frjáls-
um markaði.
TæpirlO milljarðar
úr tveimur sjóðum
Atvinnutryggingarsjóður hefur nú
lánað um 7,3 milljarða króna. Af
þeirri upphæð hafa rúmlega 6,1
milljarðar farið í skuldbreytingarlán
en tæplega 1,2 milljarðar hafa farið
í bein lán.
Hlutaijársjóður hefur hins vegar
aukið hlutafé í þrettán fyrirtækjum
um rúmlega 1 milljarð króna. Auk
þess hafa aðrir lagt til um 460 mill-
jónir í þessi fyrirtæki. Skuldir upp á
um 380 milljónir hafa verið felldar
niður og eignir sem ekki seljast á
almennum markaði hafa verið
keyptar fyrir 610 milljónir. Aðstoð í
gegnum hlutafjársjóö nemur því um
2,5 milljörðum króna.
Samanlögð aðstoö þessara tveggja
sjóða er því rétt tæplega 10 milljarðar
eða 9.781 milljónir króna. Þetta segir
ekki alla söguna um þá gífurlegu
fjármagnstilfærslu sem átt hefur sér
stað á undanförnum misserum því
viðskiptabankarnir, fjárfestingar-
sjóðirnir, sveitarfélögin og Byggða-
stofnun hafa lagt annað eins til.
151 þúsund á
hvern Vestfirðing
Þegar litiö er til hverra þessir 9,8
milljarðar úr Atvinnutryggingar- og
hlutafjársjóði hafa runnið kemur í
Fréttaljós
Gunnar Smári Egilsson
ljós að Sunnlendingar hafa fengið
mest eða um 2.012 milljónir. Næst
kemur Austurland með um 1.798
milljónir, þá Vestfirðir með 1.487
milljónir, Norðurland eystra með
1.416 milljónir, Reykjanes með 1.058
milljónir og Vesturland með 910
milljónir. Þau kjördæmi sem hafa
fengið minnst eru Norðurland vestra
sem fékk 652 milljónir og Reykjavík
með 448 milljónir
Ef þessari aðstoð er skipt niður eft-
ir höfðatölu þá vóg aðstoðin þyngst
til Vestfirðinga eða um 151 þúsund
krónur á hvert mannsbarn fyrir
vestan. Næstir komu Austfirðingar
með 136 þúsund á mann, Sunnlend-
ingar með 100 þúsund á hvern íbúa,
Norðlendingar vestra og Vestlend-
ingar með 62 þúsund á mann og
Norðlendingar eystra með 54 þúsund
á hvert mannsbarn. Reyknesingar
fengu minna eða um 17 þúsund á
mann og Reykvíkingar allra minnst
eða um 4.600 krónur.
Súgandi, Stöðvarfjörður
og Þingeyri fengu mest
Það sveitarfélag sem hefur fengið
mesta aðstoð er Suðureyri við Súg-
andafjörð. Aðstoðin við Fiskiðjuna
Freyju er um 414 milljónir króna.
Hjá fyrirtækinu starfa um 110 manns
og nemur aðstoðin því um 3,8 mill-
jónum á hvern starfsmann. íbúar
Suðureyrar eru 394. Aðstoðin jafn-
gildir því 1 milljón og 52 þúsundum
á hvert mannsbarn í þorpinu.
Stöðfirðingar koma fast á hæla
Súgfirðinga en Hraðfrystihús Stöðv-
arfjarðar hefur fengið aðstoð fyrir
um 312 milljónir króna. Það jafngild-
ir um 3,4 milljónum á hvert starf í
fyrirtækinu og um 909 þúsund krón-
um á hvem íbúa staðarins.
í þriðja sæti lendir Þingeyri en
Fáfnir hefur fengið fyrirgreiðslu upp
á 405 milljónir úr sjóðunum tveimur.
Það jafngildir því að í gegnum sjóð-
ina hafi hver Þingeyingur verið
aðstoðaður um 870 þúsund krónur.
Vestmannaeyingar
með stærstu styrkþegunum
Á súluriti hér til hliðar má sjá
hvernig listinn yfir þau tíu sveitar-
félög sem hafa fengið mest út úr sjóð-
unum lítur út. Þau eru öll meðal
þeirra þrettán byggðarlaga sem hafa
fengið fyrirgreiðslu í gegnum hluta-
íjársjóð. Það sem einkennir þau er
að eitt fiskvinnslufyrirtæki er á
staðnum.
Þau sveitarfélög sem einnig hafa
fengið fyrirgreiðslu frá hlutaíjársjóði
eru Grundarfjörður, Ólafsíjörður og
Eyrarbakki. Samanlögð aðstoð úr
sjóðunum tveimur er 362 þúsund á
hvern Grundfirðing, 138 þúsund á
hvern íbúa Ólafsfjaröar og 163 þús-
und á mann á Eyrarbákka.
Þrjú byggðarlög hafa fengiö meiri
aðstoð úr Atvinnutryggingarsjóði án
hlutafjársjóðs en samanlögð aðstoð
beggja sjóða til Ólafsfjarðar. Hið
mikla útgerðapláss Vestmannaeyjar
hefur þannig fengið 878 milljónir úr
Atvinnutryggingarsjóði eða 182 þús-
und á hvern íbúa. Næst kemur Hofs-
ós með 161 þúsund á íbúa og Höfn í
Hornafirði með 159 þúsund krónur.
Veiðimaður dregur inn fiuguna fyrir fáum dögum á Elliðavatni en bleikjan hefur lítið gefið sig þar ennþá en i
Vífilsstaðavatni hefur verið góð bleikjuveiði. DV-mynd G.Bender
Góð silungsveiði í Vífilsstaðavatni
„Veiðin í Vífilsstaðavatni hefur
verið góð síðustu daga og hafa veiðst
um tveggja punda bleikjur þær
stærstu en mest er þetta fiskur kring-
um pundið,“ sagði Ásgeir Heiðar
veiðimaður í samtali við DV, en lífleg
veiði hefur veriö í vatninu síðan það
var opnað. „Margar flugur hafa gefið
vel og mér sýnist fiskurinn vænni
núna í vatninu en oft áður,“ sagði
Ásgeir
„Veiðin hefur farið rólega af stað
og eru komnir nokkir fiskar úr vatn-
inu en þetta getur breyst á fáum dög-
um,“ sagði veiðimaður sem var að
koma úr Hlíðarvatni í Selvogi.
„Stærsti fiskurinn er um tvö pund,“
sagði veiðimaðurinn.
„Einhveijir tugir af urriðum hafa
veiðst fyrir neðan bæinn Elliðvatn
og í Helluvatni," sagði veiðimaður
sem er öllum hnútum kunnugur við
vatnið og sagði að þaö væri daga-
spursmál hvenær bleikjan færi að
gefa sig í ríkara mæli.
„ísinn er rétt að fara af Meðalfells-
vatni og enginn fiskur hefur ennþá
veiðst en hann fer að gefa sig,“ sagði
veiðimaður sem renndi í vikunni og
missti vænan fisk.
Það þarf nokkra góöa daga til aö
veiðin í vötunum komist á fullt en
það verður víða reynt þangað til.
-G.Bender
Gullkornin
hans Magnúsar
flutt í Valaskjálf
- til styrktar þroskaheftum
Sigrún Björgvinsdóttir, DV, Egilsstöðum:
„Það er alltaf gaman að spila með
nýjum mönnum og ég er virkilega
ánægður með hvernig til tókst,“
sagði Magnús Eiríksson, hinn góð-
kunni lagasmiður, en tónlistar-
menn á Héraði efndu til mikillar /'
hátíðar nýlega, þar sem flutt voru
lög hans og dagskráin nefnd Gull-
kom Magnúsar. Magnús var við-
staddur síðara kvöldið en það er í
fyrsta sinn sem hann fer út á land
og tekur þátt í dagskrá sem þess-
ari.
Bessi Einarsson og Stefán Braga-
son voru fremstir í flokki að koma
dagskránni á en yfir 20 manns
komu við sögu. Öll vinna var gefin
og ágóðinn rennur tii Vonarlands,
heimihs þroskaheftra á Egilsstöð-
um. Þá veitti Hótel Valaskjálf veru-
legan afslátt.
Húsfyllir var bæði kvöldin og
nutu gestir þess vel sem fram var
reitt en það var auk ljúfra laga
Magnúsar hinn dægilegasti kvöld-
verður. Það vom yfir 20 lög sem
hljómsveitin flutti ásamt mörgum
söngvurum, þar á meðal heilum
kirkjukór. Eftir dagskrá var dans-
aö bæði kvöldin.
Magnús Eiríksson.
DV-mynd GVA