Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1990, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1990, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 12. MAI 1990. 15 Eftir hálfan mánuö verður gengiö til sveitarstjórnarkosninga víðast hvar á landinu. Þótt afmörkuð verkefni í heimabyggð og persónu- legar vinsældir manna í einstökum bæjarfélögum hafl veruleg áhrif á framboðsmál og úrsht sveitar- stjórnarkosninga, þá er engu að síður ljóst að þessar kosningar munu setja nokkurt mark á lands- málastöðu flokkanna - sumra hverra að minnsta kosti. Þannig undirstrika borgarstjórn- arkosningamar í Reykjavík til dæmis þann veruleika, sem marg- sinnis hefur birst í mörgum skoð- anakönnunum, að Borgaraflokkur- inn er fylgislaus meðal þjóðarinnar. Framboðsmálin í Reykjavík hafa einnig orðið Alþýðubandalaginu þung í skauti. Með þeim ágreiningi hefur verið safnað í eldgos sem mun brjótast út að kosningunum loknum og jafnvel leiða til klofn- ings þess flokks næsta vetur. Kosningabandalag Einkenni framboða minni flokka til sveitarstjóma hefur gjarnan verið kosningabandalag af ýmsu tagi. Meira er um slíkt samstarf nú en oft áður. í sumum bæjarfélög- um, þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur farið með meirihlutavald um árabil, hafa allir andstæðingar sameinast í eitt framboð í von um að atkvæðin nýtist betur en ella. Þrátt fyrir langan aðdraganda og mikil fundahöld tókst andstæðing- um Sjálfstæðisflokksins í Reykja- vík hins vegar ekki að ná slíku samstarfl. Þess vegna eru framboð- in í höfuðborginni sjö að þessu sinni. Þótt skoðanakannanir bendi til þess að af minnihlutaframboð- unum standi samstarfslisti Al- þýðuflokks og hluta Alþýðubanda- lagsins best að vígi, er engu að síð- ur ljóst að hann hefur ekki náð að „slá í gegn“. Enda virðist ríflegur meirihluti Davíðs Oddssonar og ráðuneytis hans borðliggjandi. Atvinnumál í brennidepli DV hefur að undanförnu kynnt framboðslista og stefnumál fram- bjóðenda í kaupstöðum og öðrum helstu þéttbýlisstöðum á landinu og lýkur þeirri kynningu í næstu viku. Athyglisvert er að eitt baráttumál er sem rauður þráður í viðtölum blaðsins við efstu menn framboðs- lista nánast hvar sem er á landinu. ■ f ✓ . ■ : ::::: - ; uðu sig á eðli Borgaraflokksins og settu hann í rétt sögulegt sam- hengi. Það er nefnilega algengt einkenni á sprengigosum í íslenskum stjórn- málum síðustu áratugina að þótt ágreiningur um áherslur í ýmsum málum sé yfirleitt hluti þeirra deilna sem leiða til klofnings, þá hafa átökin fyrst og fremst snúist um einstaka menn. Þetta átti í ríkum mæli við um Borgaraflokkinn sem varð til á svipstundu í miklum æsingi vegna þess hversu klaufalega var tekið á málum Alberts Guðmundssonar. Umtalsverðum hluta kjósenda fannst Albert órétti beittur og veitti honum því stuðning í kosningun- um. Fólk úr ýmsum áttum kom honum til aðstoðar, og sumir flutu inn á þing með honum í samúðar- bylgjunni. En fljótlega flaraði út, eins og við var að búast, flokkurinn, sem hafði engan sameiginlegan kjarna, ekk- ert bindiefni, fór að tætast í sundur og varð í reynd að engu viö brottfór Alberts af landinu. Nú er einungis eftir útför Borg- araflokksins, en henni hefur veriö frestað til næstu alþingiskosninga. Hannibal og Vilmundur Vinstriflokkarnir hafa hvað eftir annað orðið fyrir hliðstæðri reynslu og Sjálfstæðisflokkurinn við tilkomu Borgaraflokksins. Þetta á alveg sérstaklega við um Alþýðuflokkinn, sem hefur sögu- lega séð átt í mestum erfiðleikum með að halda liði sínu saman. Fyrst fóru kommúnistar og stofnuðu eig- in flokk, þá Héðinn Valdimarsson og stuðningsmenn hans sem gerðu bandalag viö kommúnista, síðan Hannibal Valdimarsson sem hélt í sömu átt og Héðinn með fylgis- menn sína og loks Vilmundur Gylfason sem stofnaði Bandalag jafnaðarmanna. Er þetta allt hin skrautlegasta saga og eitt af undr- um íslenskra stjórnmála að Al- þýðuflokkurinn skuli hafa lifað allt þetta af. Bandalag jafnaðarmanna var að sjálfsögðu flokkur af þessu sama tagi og Borgaraflokkurinn síðar: stofnaður í kringum einn mann, Vilmund Gylfason, í pólitískum stormi og lognaðist út af þegar storminn lægði og foringinn féll frá. Brotthvarf Hannibals Valdimars- sonar úr Alþýðubandalaginu og Nýir flokkar og gamlir Það er sú ósk þeirra að íbúunum verði tryggð næg atvinna á heima- slóðum. Þetta endurspeglar auðvitað þá staðreynd að á ýmsum stöðum á landinu hefur atvinnuástand verið ótryggt og margir þurft að sætta sig við atvinnuleysi um lengri eða skemmri tíma. Að vísu hefur kom- ið á móti að víða hefur vantað fólk til starfa í fiskvinnslunni og jafnvel þurft að flytja inn útlendinga í verulegum mæli til að mæta þeirri þörf. Hér eru íslendingar komnir í sama far og ýmsar nágrannaþjóðir sem flytja inn vinnuafl til þess að inna af hendi erfiðustu og oft verst launuðu störfin. Hræða sporin nóg? Auðvitað er mikilvægt að koma upp fyrirtækjum í framleiðslu og þjónustu þar sem slíkt er hag- kvæmt. Það er hins vegar engin auðveld leið til að auka atvinnu úti á landsbyggðinni. Ýmsar aðgerðir, sem gripið hefur verið til á undan- fornum árum í þessu skyni, meira og minna eftir forskriftum stjórn- málamanna og sérfræðinga þeirra, með víðtækri opinberri fyrir- greiðslu, hafa gjörsamlega mistek- ist og einungis leitt til hörmunga fyrir flölmarga einstaklinga. Nægir þar að nefna loðdýraræktina og flskeldið. Sporin hljóta að hræða í þessu efni. En hræða þau nógu mikið til þess að vinnubrögðum verði breytt? Það er óvíst. Hafa menn trú á því að við upp- byggingu framleiðslufyrirtækja á næstu árum verði markaðsaðstæð- ur kannaðar ítarlega af þar til bær- um sérfræðingum áður en ákvarð- anir um jafnvel stórfellda flárfest- ingu eru teknar? Að staðið verði að uppbyggingu fyrirtækja af fag- mennsku en sérfræðin ekki „lærð á staðnum“? Að hætt verði að stofna til fyrirtækja þar sem „eig- endur“ hafa nánast ekkert eigið fé heldur fá mestallt flármagnið úr bönkum og opinberum sjóðum? Að hætt verði að byggja fyrirtæki ein- göngu upp á verðtryggðu eða geng- istryggðu lánsfé? Þeir sem til þekkja hafa enga trú á að hægt verði að svara ofan- greindum spurningum játandi á næstunni. Þess vegna er hætt við að loðdýraharmleikurinn endur- taki sig á öðrum sviðum. Lífseigur fjórflokkur Margir undra sig á því hversu lífseigur „flórflokkurinn", eins og Laugardags- pistill Elías Snæland Jónsson, aðstoðarritstjóri gömlu stjórnmálaflokkarnir eru stundum kallaðir, reynist í ís- lensku stjórnmálalífi. Þrátt fyrir miklar hræringar á undanfórnum árum og áratugum, klofning flokka og stofnun nýrra, heldur gamla flokkakerflð enn velli. Tveir þessara flokka voru stofn- aðir á árum fyrri heimsstyijaldar- innar: Alþýðuflokkurinn og Fram- sóknarflokkurinn. Sjálfstæðis- flokkurinn fylgdi í kjölfarið á þriðja áratugnum og Alþýðubandalagið getur rakið sögu sína aftur til árs- ins 1930 þegar Kommúnistaflokkur íslands varð að veruleika. Margt veldur því að þessir flokk- ar eru enn áhrifamestir í íslensk- um stjórnmálum. Mestu máli skiptir að þeir hafa allir á bak við sig þrennt, að vísu í mismiklum mæli: kjarnafylgi sem byggir á sögulegri hefð starfa og stefnu, veruleg ítök í sterkum hreyfingum og samtökum í atvinnulífi og á vinnumarkaði og síðast en ekki síst ríka sameiginlega hagsmuni margra þeirra sem að flokkunum standa. Þess vegna hefur flórflokkurinn staðið af sér gjörningaveður tíma- bundinna pólitískra æsinga. Flokkar um menn Þegar Borgaraflokkurinn varð til skömmu fyrir síðustu kosningar og Sjálfstæðisflokkurinn beið síðan einstakt afhroð í alþingiskosning- um spáðu ýmsir því að nú væri tíð hans sem langstærsta flokks lands- ins fyrir bí. Uppstokkun flokka- kerfisins væri á næsta leiti. Slíkar getgátur voru óþarfar, eins og öllum mátti ljóst vera sem átt- stofnun Samtaka fijálslyndra og vinstri manna bar einnig sömu ein- kenni. Endaniðurstaðan sú sama. Hvaö næst? Eina undantekning síðustu ára frá þessari reglu eru Samtök um kvennalista. Þau voru stofnuð um málefni en ekki einstaklinga, eins og rækilega er undirstrikað af þeim sem þar starfa með því til dæmis að takmarka þann árafiölda sem fulltrúar samtakanna sitja á þingi eða í sveitarstjórnum. Það eru ein- mitt þessi sameiginlegu málefni sem gefa Kvennalistanum það bindiefni sem þarf til að lifa þegar stundaræsing einna kosninga hjaðnar. En þótt flórflokkurinn hafi staðið af sér sprengigos síðustu ára, þá er nokkuð ljóst að eldvirknin er enn til staðar í flestum flokkunum. Sprengihættan er nú mest í Al- þýöubandalaginu, og reyndar í Al- þýðuflokknum líka ef Nýr vett- vangur nær ekki flugi í borgar- stjórnarkosningunum. Það getur hins vegar enginn flórflokkanna lengur talið sig utan hættusvæðis pólitískra eldgosa. Elías Snæland Jónsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.