Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1990, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1990, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 12. MAÍ 1990. Erlendbóksjá VANISH IN AN INSTANT MARGARET MILLAR á Tvær gamlar Stíll og efni sakamálasagna hef- ur tekið gífurlegum breytingum síðustu áratugina. Það sést ljós- lega við lestur nokkurra þeirra spennusagna frá miðbiki aldar- innar sem Penguin-forlagið er farið að gefa út á ný. Sumar þessarra sagna bera aldrinum augljós merki. Það á til dæmis við um Silkisokkamorðin eftir Anthony Berkeley, en hún kom fyrst út fyrir um fimmtíu árum. Söguhetjan, Roger Sher- ingham að nafni, er sjentilmaður og áhugaspæjari sem leysir morðgátur. Sú þraut, sem hann fæst við að þessu sinni, varðar nokkrar ung- ar stúlkur sem virðast allar hafa hengt sig í öðrum silkisokknum sínum. En eins og nafn bókarinn- ar gefur til kynna er alls ekki um sjálfsmorð að ræða heldur morð og Roger kemur lögreglunni til aðstoðar við að upplýsa máliö. Það verður að segja eins og er að sagan er harla barnaleg, Roger þessi eins og blábjáni, plottið aug- ljóst og aðferð áhugaspæjarans við að knýja fram játningu kjána- leg. Á fyrri hluta aldarinnar var gefm út kássa af svona sögum en þær hafa dagað uppi við breyttan tíðaranda og stíl. Vanish in an Instant eftir amer- íska rithöfundinn Margaret Mill- ar, sem samdi fjölda spennusagna og skrifaði kvikmyndahandrit, er frá árinu 1952 en gæti engu að síður verið skrifuð í nútímanum. Þetta er vel samin morðsaga, per- sónurnar eru forvitnilegar og söguþráðurinn raunsær og spennandi. Sagan gerist í smábæ skammt frá Detroit. Kvennamaðurinn Claude Margolis finnst myrtur og Virginia Barkeley, sem Mar- golis átti vingott við, finnst dauðadrukkin skammt frá og er handtekin grunuð ummorðið. En fljótlega játar ungur maður, sem er að dauða kominn vegna sjúk- dóms, á sig morðið. Er hann sek- ur? Eða var hann fenginn til að játa á sig morðið fyrir einhvern annan? Höfundurinn vinnur vel úr þessum söguþræði. Endaiokin koma nokkuð á óvart en eru engu að síður sannfærandi. Þetta er spennusaga sem hægt er að mæla með. VANISH IN AN INSTANT. Höfundur: Margaret Millar. THE SILK STOCKING MURDERS. Höf- undur: Anthony Berkeley. Penguin Books, 1990. THE SILK STOCKING MURDERS ANTHONY BERKELEY Lykilhlutyerk Blunts í moldvörpuneti KGB Allt frá því á millistríðsárunum hefur breska leyniþjónustan verið eins og gatasigti. Um tíma var jafn- vel gantast með það vestanhafs að öruggasta leiðin til að koma ein- hverjum upplýsingum austur fyrir járntjald væri að segja Bretum frá þeim. Sovétmönnum datt það snjallræði í hug síðla á þriðja áratugnum að leita njósnaraefna í þeim mennta- stofnunum þaðan sem breska stjórn- sýslan sótti sína bestu menn, háskól- unum í Cambridge og Oxford. Að- ferðin var alltaf sú sama, að ná til ungra manna sem áttu góða framtíð fyrir sér, snúa þeim til kommúnisma eða fá þá til þess að vinna fyrir Sovét- ríkin af öðrum ástæðum. Láta þá leyna skoðunum sínum og hlutverki, helst gerast hægrisinnaðir opinber- lega, og hefja gönguna upp metorða- stigann einkum í leyniþjónustunni og utanríkisráðuneytinu. Hér var fjárfest til framtíðar og reiknað með að þessir ungu menn kæmu aö gagni sem njósnarar mörgum árum síðar, sem og varð. Cambridge-hópurinn KGB varð sérlega vel ágengt í Cam- bridge. Margt hefur verið skrifað um Cambridge-njósnarana sem mokuðu upplýsingum í Sovétmenn um ára- tuga skeið. Burgess og MacLean, sem störfuðu einkum í utanríkisþjón- ustunni, og Kim Philby sem varð háttsettur í leyniþjónustunni, flúðu að lokum til Sovétríkjanna, en Ant- hony Blunt, sem starfaði í leyniþjón- ustunni á stríðsárunum hélt kyrru fyrir í heimalandi sínu, varð ráðgjafi hennar hátignar í öllu því sem snerti listaverkaeign krúnunnar og var aðl- aður fyrir vikið. Þegar upp komst um njósnastarfsemi hans tókst hon- um að semja um sakaruppgjör gegn því að veita upplýsingar sem hann svo gerði að mjög takmörkuðu leyti. Stífar kenningar hafa verið á lofti um mun fleiri háttsettar KGB-mold- vörpur og var þeirra lengi leitaö inn- an leyniþjónustunnar eins og fram hefur komið meðal annars í hinni kunnu bók Spycatcher eftir njósna- veiðarann Peter Wright, en þá bók gerði breska ríkisstjórnin miklar en árangurslausar tilraunir til að stöðva. Anthony Blunt: lykilmaður í njósna- hring KGB í Bretlandi? Blunt höfuðpaur John Costello, sem reyndar stund- aði sjálfur nám í Cambridge, leitar að rótum þessarar sovésku mold- vörpustarfsemi í nýrri bók sinni, Mask of Treachery, og kemst að nýj- um niðurstöðum meðal annars um mikilvægi Blunts í Cambridge- hringnum svokallaða. Hann byggir á grunni annarra höfunda, sem hafa ritað ítarlega um þessi njósnamál, en hefur til viðbótar margt skjala sem breskir leyniþjónustumenn sendu á sínum tíma til kollega sinna í Bandaríkjunum. Þeim gögnum hef- ur hann náð vegna bandarískra laga um upplýsingaskyldu stjórnvalda. Þessi skjöl eru enn algjört leyndar- mál í Bretlandi. Costello sýnir fram á að Blunt hafi síður en svo verið aukapersóna í þessum njósnahring eins og hann hafi sjálfur gefið í skyn. Þvert á móti hafi hann gegnt þar lykilhlutverki og meðal annars aflað nýrra njósn- ara. Höfundurinn fjallar mjög ítarlega um ástand mála í Cambridge á árun- um um og upp úr 1930 þegar Sovét- menn voru hvað atkvæðamestir í mannaveiðum sínum og reynir aö skýra hvers vegna Blunt og félagar hans gerðust sovéskir njósnarar. Fleiri moldvörpur Hér er einnig ítarlega rakið hversu seint og illa yfirmenn leyniþjón- ustunnar brugðust við ljósum vís- bendingum um starfsemi sovésku moldvarpanna. Leiddar eru getur að því að fleiri háttsettir yfirmenn hafi verið á mála hjá Rússum og böndin hafa sérstaklega borist að einum þeirra sem hingað til hefur af flestum verið hafinn yfir allan grun. Þetta er vel skrifuð frásögn og þótt margar bækur hafi verið ritaðar um sama efni á undanfórnum árum og áratugum þá hefur þessi ýmislegt nýtt fram að færa. MASK OF TREACHERY. Höfundur: John Costello. Warner Books, 1990. Metsölubækur Bretland Kiljur, skáldsögur: 1. P. D. James: DEVICES AND DESIRES. 2. Ruth Rendetl: THE BRIDESMAID. 3. Ellis Poters: THE HERETIC'S APPRENTICE. 4. Tom Clancy: THE HUNT FOR RED OCTOBER. 5. Carol Ctewlow: A WOMAN’S GUIDE TO ADULTERY. 6. Frederlck Forsyth: THE NEGOTIATOR. 7. Calherine Cookson: THE HARROGATE SECRET. S. Jack Hlggins: A SEASON IN HELL. 9. Tlm Sebafillan SPY SHADOW. 10. Thomas Harris; THE SILENCE OF THE LAMBS. Rit almenns eðlis: 1. Bill Frindalt: PLAYFAIR CRICKET ANNUAL 1990. 2. Rosemary Conley: INCH-LOSS PLAN. 3. Rosemary Conley: COMPLETE HIP & Thlgh Diet. 4. Peter Mayle: A YEAR IN PROVENCE. 5. GARDENS OF ENGLAND & WALES 1990. 6. Ludovic Kennedy: ON MY WAY TO THE CLUB. 7. S. Alcock: HISTORIC HOUSES, CASTLES & GARDENS. 8. Callan Plnckney: CALLANETICS COUNTDOWN. 9. Vatentina Harris: ITAUAN REGIONAL COOKERY. 10. Bill Watteraon: CALVIN & HOBBES: WEIRDOS FROM ANOTHER PLANET. (Byggt é The Sunday Times) Bandaríkin Metsölukiljur: 1. Dean R. Koontz: THE SERVANTS OF TWILIGHT. 2. Frederlck Forsyth: THE NEGOTIATOR. 3. Tom Clancy: THE HUNT FOR RED OCTOBER. 4. Judith McNaught: ALMOST HEAVEN. 5. B.B. Hliler: TEENAGE MUTANT NINJA TURTLES. 6. Janet Dailey: RIVALS. 7. John Sandford: RULES OF PREY. 8. Daníelie Steel: STAR. 9. Phyllia A. Whítnoy: RAINBOW IN THE MIST. 10. Eugenia Price: STRANGER IN SAVANNAH. 11. Wllliam Golding: LORD OF THE FLIES. 12. Carolyn Clowes: THE PANDORA PRINCIPLE. 13. Dana Fuller Roea: OKLAHOMA PRIOE. 14. Jacquellne Brlskln: THE NAKED HEART. 15. Sue Grafton: „F“ IS FOR FUGITIVE. Ril almenns eðlis: 1. Robert Fulghum: ALL I REALLY NEED TO KNOW I LEARNED IN KINDERGARTEN. 2. Jil( Matthews: THE LIVES AND LOVES OF NEW KIDS ON THE BLOCK. 3. Orace Catalano: NEW KtDS ON THE BLOCK SCRAPBOOK. 4. David Halberstam: SUMMER OF '49. 5. Grace Catalano: NEW KIDS ON THE BLOCK. 6. Clifford Irving: DADDY’S GIRL. 7. Jack Olsen: „DOC”. 8. M. Scott Peck: THE ROAD LESS TRAVELED. 9. Ronald Markman/D. Boscq: ALONE WITH THE DEVIL. 10. Bernie S. Siegel: LOVE, MEDICINE & MIRACLES. (Byggt é New York Tlmes Book Revlew) Danmörk Metsölukiljur: 1. Leif Davidsen: DEN RUSSISKE SANGERINDE. 2. Jean M. Auel: HULEBJ0RNENS KLAN. 3. Jean M. Auel: MAMMUTJÆGERNE. 4. Isabel Allende: KÆRLIGHED OG M0RKE. 5. Isabel Allende: ÁNDERNES HUS. 6. Philippe Djian: BETTY BLUE. 7. Mette Wlnge: SKRIVERJOMFRUEN. 8. William Wharton: FAR. 9. Jean M. Auel: HESTENES DAL. 10. Martha Chrlstensen: DANSEN MED REGITZE. (Byggt é Polltlkcn Sondag) Umsjón: Elías Snæland Jónsson Fómarlamb Á því tímaþili í bandarískri sögu, sem kennt er við McCarthy öldungardeildarþingmann, haíði ásökun á hendur embættismanni Bandaríkjastjórnar um komm- únisma svipuð áhrif og dauða- dómur. Oft var reyndar hvers konar samneyti við yfirlýsta eða grunaða kommúnista nægilegt tilefni til að leggja starfsferil op- inbers starfsmanns í rúst. í þessari bók, sem byggir á opin- berum gögnum sem höfundinum hefur tekist að ná út úr banda- rísku alríkislögreglunni og öðr- um stjórnstofnunum og viðtölum við fjölda manna, er fjallað um eitt slíkt fórnarlamb, John Melby, sem var starfsmaður í bandarísku utanríkisþjón- ustunni, afar fær í starfi sínu og ljóslega andvígur kommúnis- manum. Glæpur hans var að verða ástfanginn af Lilhan Hell- man sem var um hríð félagi í bandaríska kommúnistaflokkn- um og áberandi talsmaður vinstri hópa. í bókinni er ástarsamband þeirra rakið og þær afleiðingar sem það hafði fyrir Melby sem var hrakinn úr utanríkisþjón- ustunni og fékk ekki uppreisn æru fyrr en mörgum áratugum síðar. THE COLD WAR ROMANCE OF LILL- IAN HELLMAN & JOHN MELBY. Höfundur: Robert P. Newman. The University of North Carolina Press, 1989. A HISTORY SWEDISH LITERATURE ÍNGI.MAK AiLLÍiN Sænskt bók- menntayfirlit Ingemar Algulin, bókmennta- prófessor viö Stokkhólmshá- skóla, hefur samið yfirlit um sögu sænskra bókmennta sem ætlaö er útlendingum og gefið út á ensku. Þetta er 287 blaðsíðna pappírskilja þar sem ijallað er um verk helstu rithöfunda Svía. Kailaskipti bókarinnar ráðast af ólíkum tímabilum í sænskri bókmenntasögu. Fyrst segir frá víkingatíðinni, þar sem rúnir á steinum eru helstu minjar um skáldskapinn, en síðan er fjallaö um „gullöldina" sem kennd er við Gústaf þriöja (tími Linné, Swed- enborg og Bellman) og rómantík- ina á síðustu öld. Veigamestu kaflarnir fiaila eðlilega um stórskáld Svía í kringum síðustu aldamót, þar sem Strindberg rís hæst ásamt Selmu Lagerlöf, og bókmenntir tuttugustu aldarinnar: höfunda á borð við Hjalmar Bergman, Pár Lagerkvist, Wilhelm Moberg, Ivar Lo-Johansson, Eyvind Jo- hnson, Ingmar Bergman og Astrid Lindgren. Loks er stuttur sérkafli um bókmenntastrauma frá árinu 1960. A HISTORY OF SWEDISH LITERATURE. Höfundur: Ingemar Algulin. THE SWEDISH INSTITUTE, 1989.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.