Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1990, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1990, Blaðsíða 40
52 LAUGARDAGUR 12. MAÍ 1990. Afgreiðslutími Á tímabilinu 14. maí-30. sept. er skrifstofa BSRB opin frá kl. 8-16. Útsýnishús á Öskjuhlíð verður til sýnis almenningi sunnudaginn 13. maí kl. 14-17. Hitaveita Reykjavíkur ÚTBOÐ Svalbarðseyrarvegur ■ ''3 Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í ofan- greint verk. Lengd kafla 960 metrar, fyllingar 10.600 rúm- metrar og burðarlag 5.700 rúmmetrar. Verkinu skal lokið 15. október 1990. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á Akureyri og í Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 14. þ.m. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 28. maí 1990. Vegamálastjóri HEILSUVERNDARSTÖÐ REYKJAVÍKUR Barónsstíg 47 Heilbrigðisráð Reykjavíkur óskar eftir að ráða eftirtalið starfsfólk til starfa við heilsugæslustöðvar í Reykjavík: Sjúkraliða við Heilsugæslustöð efra Breiðholts í fullt starf eða hlutastarf, til sumarafleysinga. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 670200. Sjúkraliða við Heilsugæslustöð Hlíðasvæðis, tímabilið 13. ágúst til 7. september, til sumarafleysinga. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 622320. Sjúkraliða við Heilsugæslustöðina í Fossvogi til sumaraf- leysinga. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 696780. Umsóknum skal skila til skrifstofu framkvæmdastjóra heilsugæslustöðva í Reykjavík, Barónsstíg 47, fyrir kl. 16.00 föstudaginn 18. maí 1990. Afmæli Jakobína Guðrún Halldórsdóttir Jakobína Guðrún Halldórsdóttir húsmóðir verður níræð á mánudag- inn kemur. Jakobína fæddist í Reykjarvík í Bjarnarflrði í Strandasýslu og ólst upp í Bjarnarfiröinum. Hún giftist 1928 Páli Elíasi Bjarna- syni, f. 15.5.1899, d. 10.8.1987, en foreldrar hans voru Bjarni Guð- mundsson, b. að Klúku í Bjarnar- flröi, og Jóhanna Guðmundsdóttir. Jakobína og Elías reistu nýbýlið Mýrar 1930 og bjuggu þar en fluttu að Drangsnesi upp úr 1950 og aö lokum á dvalarheimilið Skjaldarvík hjá Akureyri. Jakobína er mikil hannyrðakona og prjónar ennþá á barnabömin. Jakobína og Elías eignuðust fimm börn. Þau eru Ingimar, f. 1928, bú- settur í Reykjavík, kvæntur Ástu Bjarnadóttur; Þorbjörg, f. 1930, bú- sett á Akureyri, gift Frímanni Haukssyni; Ester, f. 1932, búsett á Akureyri, gift Bjarna Jónssyni; Bjarni, f. 1933, búsettur í Reykjavík, giftur Gyðu Steingrímsdóttur, og Sólrún, f. 1936, búsett í Kópavogi, gift Sigmari Ingvarssyni. Afkom- endur Jakobínu munu vera um fimmtíutalsins. Systur Jakobínu voru þær Þórunn og Kristjana, báðar látnar. Foreldrar Jakobínu voru Halldór Jónsson í Svanshóli og Þorbjörg Kristjánsdóttir. Þau skildu en Halldór giftist síðar Guðrúnu Jóns- dóttur frá Kaldrananesi og voru þau barnlaus. Halldór var sonur Jóns, b. á Svanshóli Arngrímssonar, b. á Krossnesi Jónssonar. Móðir Jóns á Svanshóli var Elísabet, dóttir Jónas- ar Jónssonar í Litlu-Ávík, eins hirð- manna Jörundar hundadagakon- ugs. Móðir Elísabetar var Ingibjörg blinda Guðmundsdóttir, prests í Ámesi Bjarnasonar. Móðir Halldórs var Guðríður, systir Jórunnar, ömmu Bjarna, langafa Sigríðar Ellu Magnúsdóttur söngkonu, Bjarna P. Magnússonar borgarfulltrúa og Gunnars Þórðarsonar tónskálds. Önnur systir Guðríðar var Soffia, langamma Ingimars Elíassonar, fyrrv. skólastjóra á Klúku, en bróðir Guðríðar var Guömundur, afi Sím- onar Jóhanns Ágústssonar prófess- ors og Sveinsínu, móður Skúla Alexanderssonar. Guðríður var dóttir Páls, b. í Kaldbak í Nessveit, ættfóður Pálsættarinnar yngri, Jónssonar, b. í Stóru-Ávík, bróður Sigurðar, b. í Horni, langafa Sigurð- ar, b. á Læk, afa rithöfundanna Jak- obínu og Fríðu Sigurðardætra. Jón var sonur Páls, b. í Reykjarfirði og Hlööuvík, ættfóður Pálsættarinnar eldri Bjömssonar, b. og járnsmiðs á Þórustöðum í Önundarfirði Sveins- sonar, hálfbróður Brynjólfs bisk- ups. Móðir Guðríðar var Sigríöur, syst- ir Jóns, b. á Saurhóli, afa Stefáns frá Jakobína Guðrún Halldórsdóttir. Hvítadal. Sigríður var dóttir Magn- úsar Jónssonar, b. í Hafnarhólmi, og Ingibjargar Jónsdóttur Glóa, galdramanns í Goðdal, ættfóður Glóaættarinnar. Þorbjörg, móðir Jakobínu var dóttir Kristjáns, sjómanns Kristj- ánssonar, frá Hellissandi Einars- sonar, b. á Kvenhóli í Dalasýslu Ein- arssonar. Móðir Þorbjargar var Júl- íana Jónsdóttir, b. í Ingólfsfirði Helgasonar, b. á Geirmundastööum Hafliðasonar. Jakobína tekur á móti gestum í Kiwanishúsinu, Smiöjuvegi 13A, Kópavogi, sunnudaginn 13.5. milli klukkan 15 og 17:00. Þóra Stefánsdóttir Þóra Stefánsdóttir, Keldunesi, Kelduhverfi, er sjötug í dag. Þóra er fædd á Amarstöðum í Núpasveit í N-Þingeyjarsýslu. Hún var í for- eldrahúsum til fermingaraldurs en þá lést móðir hennar frá ellefu börn- um. Þóra fór þá í vist á Lindar- brekku í Kelduhverfi, þar sem rekið var gistiheimili, og var þar til tví- tugs. Hún vann nokkuð í barna- og ; unglingaskólanum í Skúlagarði með húsmóöurstarfmu og var starfs- stúlka í mötuneyti skólans eftir lát manns síns 1969 og var síðar þar ráðskona, alls í um tólf ár. Þóra hefur síðan dvalist sunnanlands á vetram og var m.a. ráðskona hjá Þorbirni hf. í Grindavík í nokkur ár. Hún hefur unnið nokkuð við heimilishjálp í Rvík síðustu árin, þar sem hún er nú orðin heimilis- fóst. Hún hefur dvalist í Keldunesi á sumrin en dvalist hjá elsta syni sínum í Rvík, en býr nú á Smyrils- hólum 2. Þóra giftist 22. júlí 1940 Karli Helga Jónssyni, f. 13. febrúar 1904, d. í júní 1969, b. í Keldunesi. Foreldrar Karls eru: Jón Guð- mundsson, b. í Keldunesi, og kona hans, Ingibjörg Jóhannesdóttir. Börn Þóru og Karls eru: Logi, f. 5. mars 1941, kaupmaður í Rvík, kvæntur Dagnýju Helgadóttur; Kristín Ingibjörg, f. 25. febrúar 1943, starfsstúlka í Rvík, gift Erlendi Haukssyni; Oktavía Stefanía, f. 26. september 1945, verslunarmaður í Mosfellsbæ, gift Jónasi Jóni Halls- syni; Bryndís, f. 25. janúar 1949, bankastarfsmaður í Kópavogi, gift Sigurði Óskarssyni; Jón Tryggvi, f. 14. júní 1953, rafeindavirkjameist- ari, Rvík, kvæntist Hrönn ísleifs- dóttur, og Helgi Þór, f. 31. mars 1960, rafmagnsverkfræðingur í Rvík, kvæntur Soffíu Jónsdóttur. Systkini Þóru eru tíu og ein systir samfeðra, þau eru: Gunnþórunn (látin); Ólafur Þorsteinn; Valgerður; Petra Guð- rún; Þórunn Emelía; Halldór Gunn- ar; Halldór Ólafs; Jón Gunnlaugur; Ingibjörg og Bragi. Systir Þóru sam- feðraer: Oktavía. Foreldrar Þóru eru: Stefán Tóm- asson, b. á Arnarstöðum í Núpa- sveit í N-Þingeyjarsýslu og síðar húsvörður í Þjóðleikhúsinu, og kona hans, Oktavía Ólafsdóttir. Þóra Stefánsdóttir. Stefán var sonur Tómasar Jónsson- ar, b. á Arnarstöðum, Jónssonar og konu hans, Ingibjargar Jónsdóttur, b. á Skinnalóni, Sigurðssonar, ætt- fóður Skinnalónsættarinnar. Okta- vía er dóttir Ólafs Þorsteinssonar, b. á Sauðanesi, og konu hans, Gunn- þóru Halldórsdóttur. Þóra verður aðheimanídag. 17. mai tu Bemdorm 15 dagar 32.000 kr.* vorferð á Hvítu ströndina Costa Blanca. Við bjóðum úrvals Ódýr vorferð á Hvítu ströndina Costa Blanca. Við bjóðum úrvals íbúðagistingu í nýjum íbúðum á besta stað. Athugið strax verð og greiðslu- kjör. Nú seljum við síðustu sætin. * 17. maí 32.000 kr. pr. mann: Tveir fullorðnir og tvö börn í íbúð. FERÐASKRIFSTOFA REYKJAVÍKUR m AÐALSTRÆTI 16 SÍMI 91-621490

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.