Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1990, Qupperneq 22

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1990, Qupperneq 22
22 LAUGARDAGUR 12. MAÍ 1990. Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Þaö hefur ekki fariö mikið fyrir Heröi Ólafssyni í öllum gleðilátum þjóðarinnar vegna frammistöðu ís- lands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva á dögunum. Skiljan- lega voru flytjendurnir í ljósi fjöl- miðla eftir keppnina og fengu veg- lega móttökuathöfn við heimkom- una, en Hörður sem er höfundur lagsins „Eitt lag enn“ notaði tæki- færið og slappaði af í London á heim- leiöinni. Þegar hann var kominn heim á Sauðárkrók á fimmtudags- morguninn leit DV við hjá honum, og að sjálfsögðu var keppnin í Júgó- slavíu og ýmislegt sem henni fylgdi aðal umræðuefnið. „Það er rétt að flytjendurnir eru mest í sviðsljósinu og það er ekkert óeðlilegt. Höfundamir eru að sjálf- sögðu önnum kafnir meðan á þessu stendur. Hver er höfundur viðkom- andi lags þegar í keppnina sjálfa er komið skiptir ekki miklu máli, þeir eru frekar í sviðsljósinu á blaða- mannafundum, við bakvinnslu lags- ins og í sambandi við ýmsa útgáfu- starfsemi. Unnið á öllum vígstöðvum Ég stóö í því að gera ýmsa samn- inga um útgáfu lagsins víðs vegar í Evrópu ásamt Pétri Kristjánssyni frá Skífunni. Við vorum að vinna að markaðssetningu á sama tíma og krakkarnir voru að æfa á sviðinu og það var unnið á mörgum vígstöðvum öðrum. Við vorum meö fagfólk í öll- um hlutverkum fyrir keppnina, Sól- ey Jóhannsdóttir danshöfundur komst reyndar ekki út til Júgóslavíu, en Egill Eðvarðsson fylgdi hennar starfi eftir með prýði, Ragnheiður Ólafsdóttir sá um búningana, Gunn- ar Smári hljóðmaður sá um allt rifr- ildið i sambandi við hljóðið. Jón Kjell sem er enginn smákall í „bransan- um“ var að eiga við þá sem skipuðu sinfóníuhljómsveit keppninnar og „afgreiddi" þá eins og smástráka. Margir þeirra voru alls ekki hlut- verkum sínum vaxnir. Þeir voru líka ýmist reknir eða sagt að fara heim að æfa. Þannig gekk þetta fyrir sig, unnið af fullum krafti á öllum víg- stöðvum, en auðvitað eru það flytj- endurnir sem allt beinist að þegar út í keppnina er komið". Margir samningar geröir „Mér skilst að „Eitt lag enn“ komi út á ensku í flestum Evrópulöndum og við gerðum stóra samninga“ segir Hörður og hallar sér aftur í sófanum. „Það er hálf flókið mál að fara nán- ar út í þetta. Þó get ég nefnt að það er búið að gera samninga við aðila á Norðurlöndum þar sem öll lög keppninnar koma út. Við erum búnir að gera samning við þekkta sænska söngkonu sem verður með þetta lag á stórri plötu sem er að koma út um þessar mundir. Það er búið að gera samning um htla plötu sem kemur út í Hollandi, Belgíu og Þýskalandi. Lagið kemur á Bretlandsmarkað innan skamms og þaö er verið að þýða textann á fleiri tungumál. Útkoman verður sú að mér skilst að lagið komi út í flestum löndum Evrópu. Ég bind miklar vonir við aö lagið nái sölu í Bretlandi, því miðað við 12 atkvæðin sem Bretarnir gáfu okkur í keppninni ætti lagið að selj- ast vel þar. Það má segja að þetta sé eins og að vinna í stórhappdrætti og það er mjög gaman að þessu“. Reyndur í poppinu Höröur Ólafsson er enginn ný- græðingur þegar popptónlist er ann- ars vegar. Hann var 10 ára þegar hann byrjaði að læra á gítar og tveimur árum síðar var hann kom- inn í popphljómsveit. Þegar hann var 17 ára gekk hann svo til liðs við Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar og spilaði með honum óslitið þar til í fyrravor. Þá tók hann sér frí fram á haustið en stofnaði þá hljómsveit- ina „Styrming" ásamt fleiri góðum mönnum og sú hljómsveit er enn að. Lög Geirmundar ekki alþjóðleg Hörður spilaði með hljómsveit Geirmundar Valtýssonar þegar Geir- mundur kom með lög sín í söngva- keppni sjónvarpsins hér heima ár eftir ár án þess að komast alla leið. Finnst Herði að Geirmundur hefði átt að fá tækifæri í úrslitakeppninni erlendis? „Nei, mér finnst það ekki. Mér fmnst „Lífsdansinn" hans besta lag og á sínum tíma hefði það lag helst átt aö fá tækifæri, en alls ekki hin. Mér flnnst þessi lög ekki nógu al- þjóöleg. „Alpatvistið" sem var það síðasta var alveg hroðalegt, ekki bara útsetningin og flutningur Bítlavina- félagsins, heldur var lagið bara mjög slæmt. Ég get alveg eins sagt lesend- um DV þetta, eins og ég sagði Geir- mundi það margoft sjálfum". En margir segja að þú hafir fylgt í fótspor hans með „Eitt lag enn“. „Það er engin ný bóla að það sé komið inn á þetta í blaðaviðtölum við mig. Ég vil bara svara þessu þannig að ég vissi að Geirmundur væri orðinn nokkuö gamall, en að hann væri það gamall að hann ætti sveifluna, það vissi ég ekki. Þessi sveifla er alltaf sögð vera skagflrsk eftir að Geiri sendi sín lög inn í þessa keppni, en sveiflan er síðan 1930 og hefur alltaf verið með í Evrópu- söngvakeppninni. Það er nóg að nefna „Waterloo" og „La det svinge“ í þvi sambandi. Við Skagfirðingar getum ekki eignað okkur sveifluna og hún er ekki frá Geirmundi komin, því miður". Næsta lag tilbúið „Menn verða bara að taka því ef þeir ná ekki að vinna keppnina hér heima og komast ekki í úrshtakeppn- ina erlendis. Ég hef sent inn lag áður í þessa keppni, kom því ekki inn, og ég sendi fleiri lög inn núna og kom tveimur í úrslitin. Ég er heldur ekki hættur að taka þátt í þessari keppni öví næsta „Evróvísion" lag mitt er tilbúið. Það verður hinsvegar ekki sent inn næst en eftir tvö ár fer það í keppnina. Það lag verður í allt öðr- um anda og alls ekki sveiflulag. Ég vil róa á ný mið og ég sá það best eftir að ég hætti með hljómsveit Geirmundar að ég hefði átt að hætta þar miklu fyrr. Eg held að það hafl staðið mér fyrir þrifum tónlistarlega aö spila svona lengi með honum. „Eitt lag enn“ var þrjú ár í vinnslu. Það var fyrst samið fyrir einn söngv- ara og laginu var mikið breytt áður en það kom fram í þessari keppni. Eins er með þetta lag mitt sem ég ætla að senda inn í keppnina eftir tvö ár, það getur meira en verið að það eigi eftir að þróa það lag áfram“. Sjónvarpið stóð sigvel Verðlaun Sjónvarpsins fyrir sigur- lagið í forkeppninni hér heima námu 200 þúsund krónum, sem skiptust þannig að lagahöfundur fékk 60% og textahöfundur 40% - „Reglurnar segja að svona skuli skiptingin vera og ég hafði 133 þúsund upp í um 210 þúsund króna kostnað sem ég hafði lagt í lagið. En ég kvarta alls ekki undan við- skiptum mínum við Sjónvarpið. Sjónvarpið borgaði farið fyrir flytj- endur, stjórnanda, hljóðmann, höf- unda og að auki fóru tveir menn frá Sjónvarpinu sem stóðu sig frábær- lega vel, þeir Sigmundur Örn Arn- grímsson og Egill Eðvaldsson. Hjá Sjónvarpinu eru hinsvegar ekki til ótakmarkaðir peningar, og það sem þarf að gerast er að fá stór- fyrirtæki til að taka þátt í þessu. Við fengum styrki frá fyrirtækjum eins og SAS sem flutti aukafólk út okkur að kostnaðarlausu. En miðað við aðra keppendur fengum við lítinn styrk. Við kynntumst Norðmönnun- um vel þarna úti og þeir eru með aðila sem greiða allt fyrir þá. Þeir fengu bjórinn og tóbakiö sem þeir veittu í veislum sínum, allan mat,

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.