Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1990, Blaðsíða 44
FR ÉTTAS l< OTIÐ
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000
þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við
ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. fréttaskotum allan sólarhringinn.
Frjálst,óháð dagblað
Ritstjórn - Auglýsingar - Askrift - Dreifing: Sími 27022
LAUGARDAGUR 12. MAÍ 1990.
r
Fundu morð-
vopnið i höf ninni
Aö sögn Helga Daníelssonar, yfir-
lögregluþjóns hjá RLR, er talið full-
: víst aö benínafgreiðslumanninum
við Stóragerði hafi verið banað með
melspíru úr málmi - verkfæri sem
sjómenn nota til að splæsa víra. Kaf-
ari fann morðvopniö í sjónum, á milli
Verbúðarbryggju og Grófarbryggju í
Reykjavíkurhöfn síöastliðinn þriðju-
dag. Þessar upplýsingar komu fram
á blaðamannafundi hjá RLR í gær.
Að sögn Helga Danielssonar fóru
þeir Guömundur Helgi Svavarsson,
28 ára, og Snorri Snorrason, 34 ára,
með vopnið með sér í strætisvagni
frá Hlemmi morguninn sem morðið
var framið. Þeir fóru úr á Grensás-
vegi og héldu síðan að bensínstöð-
inni. Þeir komu þangað um svipað
leyti og stöövarstjórinn mætti í
9k» vinnu.
Að sögn Helga liggur ekki ljóst fyr-
ir hvað gerðist síðan. Þó er vitað að
Snorri fór í peningagaskáp stöðvar-
innar, að loknu ódæðisverkinu, og
tók úr honum tæplega þrjú hundruð
þúsund krónur auk fjölda ávísana.
Snorri og Guðmundur Helgi óku síö-
an sem leið lá niður að Smiðjustíg
þar sem sá síðarnefndi fór út viö
heimili sitt meö peningana. Snorri
hélt áfram niður að bílastæði við
Vesturgötu, skOdi ávísanirnar eftir
og kastaði síðan morðvopninu í sjó-
■^inn. Blóðugum fötum var síðan hent
en þau hafa ekki fundist, aö sögn
Helga. Önnur blóðug gögn hafa þó
fundist og verða þau send til rann-
sóknar erlendis.
-ÓTT
Fjölmiðlabikar Ferðamálaráðs:
Hjálmar fékk
bikarinn
Ferðamálaráð hefur ákveðið að
veita Hjálmari R. Bárðarsyni fjöl-
miðlabikarinn, sem er veittur fyrir
umfjöllun um ferðamál í íjölmiðlum,
___fcfyrir árið 1989.
v í tilkynningu frá Ferðamálaráöi
segir að Hjálmar hafl verið ötull við
störf sín og myndatökur, allt frá ár-
inu 1953, um og af íslandi, íslenskri
náttúru, sögu, menningu og sérkenn-
um. Hjálmar hefur gefið út sex bæk-
ur.
-SMJ
Útflutningsverðlaun
Marel hf. fékk útflutningsverðlaun
forseta íslands 1990.
í greinargerð úthlutunarnefndar
segir að Marel hf. hafi unnið mikil-
vægt brautryðjendastarf í fram-
leiðslu og sölu á hugbúnaði og tækj-
um til að auka framleiðni og hag-
kvæmni í fiskvinnslu á sjó og landi.
-gse
LOKI
Nú sýnist manni fokið í
flest skjól.
Öll fangelsi á íslandi eru full í dag:
Hegningarhúsinu
var lokað í gær
- ekki tekiö viö fleiri föngum vegna plássleysis
„Ég veit ekki til þess að í neinu
landi í heiminum sé ekki hægt að
taka við afplánunarfóngum sem
hafa hlotið refsidóm. Þessi atburð-
ur staðfestir því að fangelsiskerfið
á íslandi er sprungið. Ýfirvöld hafa
látiö sér þessi mál í léttu rúmi
Iiggja, menn hafa lofað og lofað, en
ekkert hefur verið aðhafst,“ sagði
Ólafur Jens Sigurðsson fangelsis-
prestur í samtali við DV um þann
atburð aö fangelsismálastjóri og
forstöðumaöur Hegningarhússins
sáu sig neydda til þess að loka
Hegningarhúsinu í gær.
Ekki verður tekið við fleiri föng-
um þó svo að fjöldi fanga, sem bíð-
ur eftir afplánun, hafi verið boðaö-
ur. Fangelsiskerfíð á íslandi er því
sprungið. 50-60 einstaklingar, sem
hafa hlotið refsidóm, og hafa verið
boðaðir, geta þvi ekki tekið út af-
plánun á næstunni.
I Hegningarhúsinu eru nú 19
fangar, þar af margir í tveggja
manna klefum. Sex afþlánunar-
fangar, sem eru vistaðir í Síðu-
múla, bfða eftir að komast að í
Hegningarhúsinu -~ þeir eru þvi
látnir vera í einangrun. Engin að-
staða er fyrir heimsóknir og geta
fangarnir þvi ekki séð aðstandend-
ur sína. Síðumúlafangelsið er því
að hluta til notað sem afplánunar-
fangelsi en þar er einungis gert ráð
fyrir að menn séu i einangrun á
meðan gæsluvarðhaldsvist stend-
ur.
Hegningarhúsið, Síðumúlafang-
elsið, Litla-Hraun, Kviabryggja og
fangelsin í Kópavogi og á Akureyrí
eru öll fullsetin núna og fjöldi
manna með refsidóm bíður eftir að
komast í afplánun.
„Mér finnst þetta slæmt vegna
þeirra sem eru að undirbúa sig fyr-
ir afplánun. Menn sem eru búnir
að fá frí í vinnu, kveðja aðstand-
endur og fá svo að vita við dyrnar
að þaö sé ekkert pláss - þeir verði
bara að bíða,“ sagði Björk Bjarka-
dóttir yfirfangavörður í samtali við
DV um lokunina.
„Við getum ekki boðið föngum ■
upp á að hafast við og sofa á
göngunum - hvorki þeim sem eru
í Síðumúla né heldur þeim sem eru
að koma í afplánun, þess vegna
verður að loka fyrir fleiri. Það er
svo yflrfullt að það þýðir ekkert að
taka á móti fleirum.
f desember sagði dómsmálaráð-
herra í samtali við DV að leita
þyrfti að húsi í stað Hegningar-
hússins. „Ef við fáum ekki húsið á
Vífilsstöðum þá er að leita ein-
hverju öðru,“ sagði ráðherra.
Björk sagði að það versta við bág-
borið ástandið fangelsismála í dag
væri að yfirvöld virtust ekki einu
sinni vera að leita að húsnæði.
-ÓTT
Vor við smábátahöfnina í Hafnarfirði. Það eru fáar hafnir sem bjóða upp á eins mikla stemningu og Flensborgarhöfn
í Hafnarfirði. Ungu veiðimennirnir setja svip á það skemmtilega líf sem skapast við aðstæður sem þessar. Eins og
sjá má á veðurkortinu gefst flestum landsmönnum tækifæri til útiveru um helgina. DV-mynd BG
Veðrið á sunnudag
og mánudag
Sumarblíða á
höfuðborgar-
svæðinu
Á sunnudag og mánudag verð-
ur austan- og norðaustanátt á
landinu. Dálítil. súld við austur-
ströndina, skýjað með köflum og
sennilega þurrt á Noðurlandi er
léttskýjað vestanlands. Hiti á bil-
inu 4-11 stig, hlýjast suðvestan-
lands.
Hlutabréf í Sýn:
Ekkert svar
borist við
bréfi Frjálsrar
fjölmiðlunar hf.
Hörður Einarsson, framkvæmda-
stjóri Frjálsrar fjölmiðlunar hf., segir
að ekkert svar hafi borist frá stjórn
Sýnar við bréfi Frjálsrar íjölmiðlun-
ar þar sem lýst var yfir áhuga á að
ganga inn í kaup Stöðvar 2 á hluta-
bréfum Sýnar og neyta þannig for-
kaupsréttarins.
„Hins vegar höfum við fengið fund-
arboð um hluthafafund í Sýn 18.
maí,“ segir Hörður. „Á dagskrá fund-
arins eru meðal annars breytingar á
samþykktum félagsins á þá leið að
forkaupsréttur hluthafa verði felldur
niður. Við teljum af og frá að slíkt
standist vegna gerninga sem þegar
er búið að gera. Þá teljum viö að það
þurfi samþykki allra hluthafa en
meirihlutinn dugar ekki til.“
Hörður segist tæplegast búast við
svari frá stjórn Sýnar við bréfi
Frjálsrar fjölmiðlunar í ljósi þeirra
breytinga á samþykktum félagsins
sem boðaðar eru í fundarboðinu um
SAFARÍKAR
GRILLSTEIKUR
\liW
larlinn
TRYGCVAGÖTU SPRENGISANDI
BILALEIGA
v/FIugvallarveg
91-61-44-00