Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1990, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1990, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 12. MAI 1990. 11 r>v _____________________________ Reykjavikfyrrognú í hers höndum í fy rradag voru liðin fimmtíu ár frá því að Bretar hemámu ísland. í hug- um okkar, sem nú lítum um öxl, markar sá atburður fyrst og fremst þáttaskil í samskiptum hins íslenska fullveldis við umheiminn. En hernámið hafði fleira í för með sér því að hvorki fyrr né síðar hefur orðið jafn róttæk breyting á bæjar- brag Reykjavíkur á jafn örskömmum tíma. Reykvíkingar lögðust til svefns fimmtudaginn 9. maí í fámennum og friðsömum bæ við ysta haf en vökn- uðu upp næsta morgun í iðandi her- stöð hins breska heimsveldis. Um- heimurinn haföi barið að dyrum og boðið sér sjálfur í bæinn. Reykjavík varð aldrei söm. Allt breyttist sem tekið gat breytingum: samskipti mahna, viðhorf þeirra, at- vinnuhorfur og umhveríi. Herílokk- ar marséruðu um miðbæinn og vopnaðir hermenn stóðu vörð við opinberar byggingar sem teknar höföu veriö herskildi. Fyrstu dagana risu tjaldborgir her- manna víðs vegar um bæinn en þó einkum suður á Melum en síöan risu heilu braggahverfm sem áttu eftir að setja svip sinn á höfuðborgina og minna á húsnæðisskortinn fram undir lok sjöunda áratugarins. Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson Stærstu braggahverfm voru Kamp Knox suður af Kaplaskjólsmýri og Múlakampur þar sem nú eru Ármúli og Síðumúli. Á Landakotshæð, Skólavörðuholti, Rauðarárholti við vatnsgeyminn og í Öskjuhlíðinni var komið fyrir loft- varnabyssum með tilheyrandi byssuhreiðrum en sandpokavigi og sandpokabyrgi settu svip sinn á mið- bæinn. Gamla myndin hér aö ofan sýnir einmitt stórt sandpokabyrgi sem hlaðið var fyrir neðan Bernhöftstorf- una. í bakgrunninum er húsaröð Lækjargötunnar sunnan frá Iðnað- armannahúsi og norður að Nýja bíói. Fjögur þeirra húsa sem standa við Lækjargötuna á gömlu myndinni eru þar enn i dag en önnur hafa brunn- ið, verið rifin eða flutt í burtu. Ahrenzhús Ahrenzhús, lengst til hægri á gömlu myndinni, er ásamt Ey- mundsenshúsinu elsta og sögufræg- asta hús götunnar en Ahrenzhús var flutt í Árbæjarsafn á sl. hausti. Það var þýski timburmeistarinn Gustav Ahrenz sem byggði húsið árið 1852. Húsið var tveggja hæða strax í upphafi en það var lengt síðar frá báðum göflum með einnar hæðar skúrum sem síðar var byggt ofan á, árin 1884 og 1890. Ahrenzhús varð biskupssetur er Helgi Thordarsen biskup keypti það og flutti þangað úr Laugarnesi 1856 en hann bjó í húsinu til dauðadags 1867. Helgi flutti úr Laugarnesi af tveimur ástæðum. Annars vegar var biskupssetrið þar orðið afar lélegt en hins vegar þóttu samgöngur mjög erfiðar innan úr Laugarnesi og alla leið út í Reykjavík. Kona Helga var Ragnheiöur, dóttir Stefáns Stephensen, amtmanns á Hvítárvöllum, en sonur Helga var Stefán, sýslumaöur í Rangárvalla- sýslu. Hann þótti selskapsmaður í meira en meðallagi og Benedikt Gröndal þótti það umtalsvert um Stefán að hann var flestum fremri í knattborðsleik og slyngur fjárhættu- spilari. Jón Hjaltalín landlæknir bjó í hús- inu um skeið eftir lát Helga en Bjarni Bjarnason frá Esjubergi keypti húsið 1875 og bjó þar með fjölskyldu sinni. Þá leigði þar í sjö ár Benedikt Grön- dal skáld. Dóttir Bjarna var Ingibjörg, kona Þorláks 0. Johnson kaupmanns, sem var framtaksamur og nýjungagjarn á hinum ólíklegustu sviöum bæjar- lífsins. Hann mun hafa verið braut- ryðjandi í auglýsingum hér á landi og mikill félagsfrömuður. Sonur þeirra hjóna var Ólafur Johnson heildsali sem stofnaði fyrstu íslensku heildverslunina en hún tók til starfa í húsinu árið 1906. Fram að þeim tíma og frá 1890 hafði veriö rekinn versl- unarskóli í húsinu. Þá var vefnaðar- vöruverslun Ingibjargar Johnson í húsinu í áratugi. Árni Óla ritaði grein um sögu húss- ins árið 1962 en henni lýkur méð eft- irfarandi málsgrein: „Eins og á þess- ari stuttu frásögn má sjá, er hús þetta með merkari húsum í bænum, vegna þess hve lengi bjuggu þar höfðingjar, hver fram af öðrum. En nú mun þaö senn hverfa. Seðlabankinn hefur keypt það og mun láta rífa þaö og reisa stórhýsi á lóöinni." Árni Óla var öllum mönnum fróð- ari um sögu Reykjavíkur. En það nægði honum ekki til að segja fyrir um óorðna atburði og þá aílra síst um framtíð Seölabankans því að veg- ir hans og drottins allsherjar eru órannsakanlegir. Ljósmynd: S.E. Vignir DV-mynd: GVA. Myndir þú vilja sorp- stöð í hverfið þitt? Framsóknarmenn í Reykjavík eru að hefja kosningabaráttuna. Þeir munu á næstu dögum kynna helstu baráttumál sín. 10 atríði verða sett á oddinn. Hér kynnum við 4 þeirra: 1. 2. 3. 4. Engar sorpstöðvar í íbúðabyggð Hvað fyndist ykkur um, ef borgaryfirvöld ákvæðu einn góðan veðurdag að staðsetja sorpböggunarstöð í íbúðarhverfinu ykkar með tilheyrandi umferð? Framsóknarflokkurinn fékk því framgengt, að hætt var við byggingu sorp- böggunarstöðvar í Árbæjarhverfi. Framsóknarflokkurinn mun beita sér af alefli gegn byggingu slíkrar verk- smiðju í Gufunesi til að koma í veg fyrir flutning 100 þúsund tonna sorps um íbúðabyggð í Grafarvogi. Sorpstöðvar á ekki að byggja í nágrenni íbúðabyggðar. Úr vörn í sókn í íþróttamálum Reykjavíkurborg hefur verið að dragast aftur úr nágrannasveitafélögunum í íþróttamálum. Þetta á bæði við um keppnismannvirki og íþróttaaðstöðu í úthyerfum borgarinnar. Framsóknarflokkurinn vill gera samninga við íþróttafélögin (R og Leikni í Breiðholti, Fylki í Árbæjarhverfi og Fjölni í Grafarvogi um framkvæmdir á félagssvæðum þeirra jafnhliða sem stutt verði við íþróttafélögin í eldri borg- arhlutum. Breikkun Miklubrautar íbúðabyggð í Reykjavík er orðin mjög dreifð. Á sama tíma hefur gamli mið- bærinn drabbast niður vegna skipulagsmistaka. Gatnakerfi borgarinnar er sprungið, enda hefur stóraukinni bifreiðaeign borgarbúa ekki verið mætt með nauðsynlegum gatnaframkvæmdum. (stað Fossvogsbrautar verði tekin ákvörðun um að breikka Miklubraut með gerð mislægra gatnamóta til að auðvelda umferð í borginni. Umskipunar- og fríverslunarhöfn í Reykjavík Komið verði á umskipunar- og fríverslunarhöfn í Reykjavík sem gæti orðið veruleg lyftistöng atvinnulífs í borginni. Með því gæti Reykjavík orðið al- þjóðleg vörudreifingarmiðstöð í miðju Atlantshafi. Traust atvinnulíf er und- irstaða blómlegs atvinnulífs. FRAMSÓKNARFLOKKURINN Þau skipa efstu sæti B-listans í Reykjavík Sigrún Magnúsdóttir borgarfulltrúi Alfreð Þorsteinsson framkvæmdastjóri

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.