Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1990, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1990, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 12. MAÍ 1990. Verða framhaldsmyndimar alls- ráðandi annað sumarið í röð? Sumariö í fyrra var mikið fram- haldsmyndasumar í Bandaríkjun- um og þar sem mest sóttu kvik- myndimar (fyrir utan Batman) voru allt framhaldsmyndir var fljótt farið að tala um að sumarið 1990 yrði annað framhaldsmynda- sumar og gárungamir sögðu að komandi sumar yrði uppnefnt Framhaldsmyndasumarið II. Þeir hinir sömu gætu hæglega haft rétt fyrir sér. Þær fréttir ber- ast að stóra kvikmyndafyrirtækin munu öll leggja mikla áherslu á framhaldsmyndimar og munu aðr- ar myndir eiga erfitt uppdráttar. Hér á eftir verða kynntar þrjár málunum einu sinni enn. Aðrir leikarar í Die Hard em Bonnie Bedelia sem leikur sem fyrr eiginkonu McClane, William At- herton sem leikur ágengan blaða- mann, Bill Sadler sem leikur for- ingja hryðjuverkahópsins og Fran- co Nero sem leikur eiturlyfjakóng- inn. Framleiðendur Die Hard réðu lít- Kvikmyndir Hilmar Karlsson 4: The Dream Master, sem er vin- sælasta kvikmyndin í þessum flokki. Die Hard 2 verður framsýnd í Bandaríkjunum í júni. The Exorcist III: Legion Það lá við að allir væru búnir að gleyma Exorcist myndunum tveimur þegar það fréttist í fyrra að byrjaö væri á þeirri þriðju og leikstjóri og handritshöfundur væri enginn annar William Peter Blatty sem upprunalega samdi George C. Scott lélkur aðalhlutverkið í The Exorciast III: Legion ff—rr ? T T '*•? L__ 4» >4 C Bruce Willis leikur hina harðsoðnu löggu, John McClane, eina ferðina enn í Die Hard 2. Ungu útlagarnir í Young Guns II eru leiknir af Kiefer Sutherland, LouDiamond Phillips, Emilio Estevez, Balt- hazar Getty, Christian Slater og Alan Rick. framhaldsmyndir sem allar koma frá 20th Century Fox. Fox sem er eitt af risunum í kvik- myndaheiminum leggur mikla áherslu á sex kvikmyndir í sumar. Kvikmyndir sem ekkert verður til sparað við auglýsingar. Og er helmingurinn framhaldsmyndir. Þær eru Die Hard 2, The Exorcist III: Legion og Young Guns II. DieHardlI Geysilega mikið hefur verið lagt í Die Hard 2 og er þegar talað um að hún gefi fyrri myndinni ekkert eftir í mikilfenglegum atriöum. Eins og menn muna lék Brace Will- is harðsoðna New York löggu, John McClane, sem var að heimsækja fyrrverandi eiginkonu í Los Ange- les á jólunum á vinnustað hennar í háhýsi einu. Hann var varla kom- inn inn fyrir bygginguna þegar hryðjuverkamenn tóku öll völd í byggingunni án þess þó að vita af McClane enda varð það þeim til falls. í Die Hard 2 er John McClane aftur á ferð til konu sinnar, á jólun- um að sjálfsögðu. Nú er hún í Was- hington. Hann er ekki fyrr lentur á flugvellinum en hryðjuverka- menn ráðast til atlögu og taka öll völd á flugvellinum. Foringi hóps- ins er fyrrvemadi herforingi í her Bandaríkjamanna. Ætlun hans er að koma í veg fyrir aö áhrifamikill suður-amerískur eiturlyíjakóngur sé framseldur til Bandaríkjanna, en flugvél er einmitt á leiðinni tii Washington meö þrjótinn. Það kemur því í hlut McClane aö bjarga ið þekktan leikstjóra, John McTi- eman, til að leikstýra Die Hard á sínum tíma. Skilaði hann verki sínu með miklum ágætum. Þar sem McTieman var ekki laus þegar átti að gera framhaldsmyndina tóku framleiðendur aftur þann kost aö ráða nær óþekktan leikstjóra, Renny Harlin. Harlin þessi er finnskur að upprana og hefur ekki mikla reynslu í gerð stórmynda á borð við Die Hard 2. Framleiðend- um þótti samt óhætt að treysta honum fyrir verkinu eftir að þeir höfðu séð Nightmare on Elm Street skáldsöguna The Exorcist og gerði handritið aö fyrstu myndinni. Var sú kvikmynd ein af best sóttu myndum áttunda áratugarins. Fékk Blatty óskarsverðlaunin fyrir handritið. Blatty segir að djöfullinn sé eilíf- ur og komi aftur og aftur en hvem- ig og í hvaða formi það viti enginn? í The Exorcist III: Legion hefst leit- in að djöflinum einu sinni enn. Spurningin er ekki að þessu sinni hver sé haldinn illum anda, heldur hve margir. Og víst er að svarið er ótrúlegt og ógnvekjandi. Aðalhlutverkið í The Exorcist III leikur George C. Scott. Leikur hann lögreglumanninn Kindermann sem er að rannsaka röð af morðum sem hafa fyllt íbúa Georgetown hryllingi. Aðrir leikarar eru Ed Flanders, sem leikur særingar- prestinn séra Dyer, Lee Richardson sem leikur prófessor við háskóla, Nancy Fish og Viveca Lindfors, sem leika hjúkrunakonur, og Zo- hra Lampert er leikur eiginkonu Kindermann. The Exorcist III: Legion verður framsýnd í Banda- ríkjunum í júlí. YoungGuns II Gagnrýnendur alls staðar voru á einu máli um að Young Guns, sem byggð er á ævi Billy The Kid og félaga og frumsýnd var í fyrra, væri ekki merkileg kvikmynd og fékk hún alls staðar frekar slaka dóma. Það kom þó ekki í veg fyrir að unglingar flykktust að sjá myndina enda voru aðalleikaram- ir ungir og dáöir af æskufólkinu. Það þótti því sjálfsagt aö reyna enn einu sinni og er Young Guns II nú á lokastigi framleiðslunnar. Aftur er það hiö dularfulla líf útlagans Billy The Kid sem er til umfjöllunar en minna fer fyrir sögulegum staðreyndum en í fyrri myndinni. Emilio Estevez klæðist aftur skikkjunni og sest á hestbak ásamt félögum sínum Kiefer Sutherland og Lou Diamond Phillips. Nýir leik- arar sem bætast viö eru William L. Petersen, James Coburn og Alan Ruck. Handritið skrifaði John Fusco og eins og fyrr sagði er þunginn í kringum Wflliam H. Bonney eða Billy the Kid eins og þessi ungi út- lagi var nefndur. I byrjun hefur hann upp á félögum sínum til að fá þá tfl að aðstoða sig í baráttu gegn auðugum og miskunnarlaus- um kúabónda sem ræöur yfir ríkis- stjóranum og hefur her manna í kringum sig. Leikstjóri er Nýsjá- lendingurinn Geoff Murphy og er þetta hans fyrsta verkefni í Banda- ríkjunum. Young Guns II veröur frumsýnd í júlí.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.