Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1990, Blaðsíða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1990, Blaðsíða 41
LAUGARDAGUR 12. MAÍ 1990. 53 Afmæli Guðbjörg Bjarman Guðbjörg Bjarman, Smiöjuvegi 15, Kópavogi, dvelur í Sunnuhlíð í Kópavogi, verður níutíu og fimm ára á morgun. Guðbjörg er fædd í Miklabæ í Blönduhlíð og ólst þar upp. Hún lærði undir inntökupróf í menntadeild MR og var í tvo vetur í einkatímum í Rvík hjá Jóni Ófeigs- syni og Boga Ólafssyni og læröi þýsku og ensku. Guðbjörg var í handavinnuskóla hjá nunnunum í Landakotí í einn vetur.lærði á píanó einn vetur hjá Herdísi Matthías- dóttur og einn vetur hjá Eggerti Guðmundssyni og var á matreiðslu- námskeiöi í hússtjórnardeild Kvennaskólans í Rvík. Hún var heimiliskennari einn vetur á Miklabæ og Viðvík í Skagafirði og á Syðra-Fjalli og Laxamýri í S-Þin- geyjarsýsiu einn vetur og á Kvenna- skólanum á Blönudósi einn vetur. Guðbjörg var húsmóðir í Rvík 1920- 1922, Akureyri 1923-1963, Rvík 1963-1968 og í Kópavogi frá 1968. Guðbjörg giftist 4. september 1920 Sveini Árnasyni Bjarman, f. 5. júní 1890, d. 22. september 1952, aðalbók- ara KEA á Akureyri. Foreldrar Sveins voru: Arni Eiríksson, b. á Reykjum í Tungusveit, síðar banka- gjaldkeri á Akureyri, og kona hans, Steinunn Jónsdóttír. Börn Guð- bjargar og Sveins eru: Björn Bjarm- an, f. 23. september 1923, lögfræðing- ur og kennari í Rvík, kvæntur Sveinbjörgu Stefánsdóttur; Anna Pála, f. 20. október 1925, fiskvinnslu- maður á Akureyri, var gift Vigni Guðmundssyni, blaðamanni í Rvík; Ragnheiður Bjarman, f. 26. maí 1927, gift Marteini Friðrikssyni, forstjóra á Sauðárkróki; Steinunn Bjarman, f. 7. október 1928, deildarstjóri í við- skiptaráðuneytinu, gift Hirti Páls- syni, rithöfundi í Rvík; Sigurlaug, f. 27. desember 1929, gift Snorra Sig- urðssyni, skógfræðingi í Kópavogi; JónBjarman, f. 13. janúar 1933, sjúkrahúsprestur á Landspítalan- um, kvæntur Jóhönnu Katrínu Pálsdóttur, aðalgjaldkera Búnaðar- bankans; Árni Bjarman, f. 7. janúar 1934, bifvélavirki á Akureyri, kvæntur Karolínu Bernharðsdótt- ur, og Guðbjörg Bjarman, f. 6. júlí 1936, gift Þór Þorvaldssyni, húsa- smíðameistara á Sauðárkróki. Af- mælisbarnið á 8 börn, 37 barnabörn, 48 barnabarnabörn, 2 barnabarna- barnabörn. Samtals eru afkomend- ur orðnir 95. Systkini Guðbjargar eru: Guðbrandur, f. 15. júlí 1884, lát- inn, prófastur í Viðvík og Hofsósi, kvæntur Önnu Sigurðardóttur, El- ínborg, f. 24. desember 1886, látin, kennari í Kýrholti í Skagafirði, gift Bessa Gíslasyni, b. í Kýrholti; Þor- . steinn, f. 24. mars 1889, látínn, b. á Hrófsstöðum í Skagafirði, kvæntur Margréti Rögnvaldsdóttur; Sigríð- ur, f. 5. júní 1891, látin, kennari á Hesti í Borgarfirði og Rvík, gift Ei- ríki Albertssyni, presti á Hesti; Jón, f. 18. júlí 1893, látínn, b. á Sólheimum í Blönduhlíð, kvæntur Valgerði Ei- ríksdóttur; Guðrún, f. 27. febrúar 1897, látin, gift Lárusi Arnórssyni, prestí á Miklabæ; Gunnhildur, f. 16. október 1899, látin, gift Jóni Björns- syni, b. á Grænumýri; Jensína, f. 16. mars 1902, látin, móðir Ragnars Fjalars Lárussonar, prests í Rvík; Ragnheiður, f. 16. mars 1902, lést 25 ára, og Bergur, f. 9. maí 1905, prestur í Stafholti, býr nú í Rvík, kvæntur Guðbjörgu Pálsdóttur. Fóstursystir Guðbjargar er Hildur Gunnlaugs- dóttír, f. 1. janúar 1909, gift Kristjáni L. Péturssyni. Foreldrar Guðbjargar eru: Björn Jónsson, prófastur á Miklabæ, og kona hans, Guðfinna Jensdóttir. Björn var sonur Jóns, b. í Brodda- nesi í Kollafirði.Magnússonar, b. á Gestsstöðum, Illugasonar, b. í Gröf í Bitru, Illugasonar, b. á Kolbeinsá, Hallssonar, bróður Arndísar, langömmu Guðbjargar, ömmu Stef- áns frá Hvítadal. Móðir Björns var Guðbjörg Björnsdóttir, b. á Stóra- Fjarðarhorni, Guðmundssonar. Móðir Guðbjargar var Sigríður Jónsdóttír, b. á Þórustööum í Bitru, Guðmundssonar og konu hans, Val- gerðar Jónsdóttur, systur Einars, langafa Ragnheiðar, móður Snorra skálds og Torfa, fyrrv. tollstjóra, Hjartarsona. Guðfinna var dóttir Jens, b. á Innri-Veðrará í Önundarfirði, Jóns- sonar. Móðir Jens var Margrét Guð- mundsdóttir, systir Borgnýjar, langömmu Kristjönu, móður Krist- ins Sigtryggssonar, forstjóra Arnar- flugs. Móðir Guðfinnu var Sigríöur Alexander Guðjónsson Alexander Guðjónsson, fyrrv. for- stjóri, Suðurbraut 12, Hafnarfirði, er áttatíu og fimm ára í dag. Alexander fæddist í Geitagili í Rauðasandshreppi og ólst upp í Ör- lygshöfn. Hann flutti til Hafnar- fjaröar 1925 og lauk þar iðnnámi og síðan vélstjóraprófi 1930. Alexander var vélstjóri á togurum til 1938. Hann vann hjá Rafha í Hafnarfirði 1938^40 og rak síðan sitt eigið verk- stæði, Dvergstein til ársins 1963. Þá vann hann skrifstofustörf hjá Báta- lóni 1963-80. Alexander hefur búið í Hafnarfirði alla sína búskapartíð. Hann gerðist snemma félagi í átthagafélagi Barð- strendinga, var lengi í stjórn þess og formaður þess um árabil en er nú heiðursfélagi þess. Þá er hann • einn af stofnendum Stangaveiðifé- lags Hafnarfjarðar og formaður þess fyrstu þrettán árin en hann er einn- ig heiðursfélagi þess. Hann var einn af stofnendum Félags ungra jafnaö- armanna í Hafnarfirði 1928 og gerð- ist síðar félagi í Sósíalistafélagi Hafnarfjarðar þar sem hann gegndi margvíslegum trúnaðarstörfum. Þá var hann einn af stofnendum Al- þýðubandalagsfélags Hafnarfjaröar og var fyrstí formaður þess. Alexanderkvæntist 25.10.1930 Sigrúnu Júlíu Siguijónsdóttur, f. 4.7.1904, húsmóður, dóttur Sigur- jóns Guðmundssonar, sjómanns í Hafnarfirði, og konu hans, Guðrún- ar Guðmundsdóttur húsmóður. Alexander og Sigrún Júlía eignuð- ust fjögur börn. Þau eru Guðjón, f. 25.5.1931, d. vikugamall; Aðalheiður Guðrún, f. 23.2.1933, gift Magnúsi Ingvarssyni byggingafræðingi og eiga þau þrjú börn; Guðbjörg Hulda, f. 6.8.1937, gift Magnúsi Nikulás- syni, byggingameistara og kennara og eiga þau fjögur börn, og Svan- hildur, f. 23.9.1944, gift Ágústi Birgi Karlssyni aðstoöarskólastjóra og eiga þau fjögur börn. Börn Aðalheiðar og Magnúsar: Guðjón, f. 25.4.1956, arkitekt, Ing- var, f. 16.7.1959, byggingameistari og brunavörður og Rut Guðríður, f. 28.4.1972, nemi. Börn Guðbjargar Huldu og Magn- úsar Nikulássonar: Hörður (kjör- sonur) f. 23.11.1959, sjómaður, Sig- rún Júlía, f. 19.9.1963, bankastarfs- maður, Elísabet, f. 12.9.1970, nemi og Alexander, f. 15.5.1972, nemi. Börn Svanhildar og Ágústs Birgis: Júlía, f. 25.4.1965, prentsetjari, Þór- halla, f. 28.3.1966, snyrtifræðingur, Alexander, f. 12.2.1971, nemiog Karl Ásgrímur, f. 10.1.1974, nemi. Alexander er yngstur átta syst- kina. Systkini hans: Sigurbjörn, f. 14.9.1896, b. í Hænuvík; Kristrún, f. 18.10.1893, d. 1933, ógiftogbarn- laus; Bjarnveig Sigríður Stéindóra, f. 5.11.1896, húsfreyja á Seljabrekku; Bryndís, f. 20.2.1898, húsmóðir í Reykjavík; María, f. 12.10.1900, d. tveggja ára; Ágústa, f. 6.8.1902, hús- móðir í Reykjavík, og Marínó, f. 18.9. 1903, trésmíðameistari í Reykjavík. Foreldrar Alexanders: Guðjón Bjarnason, f. 20.11.1863, d. 5.11.1947, b. og trésmiður að Geitagili, og kona hans, Guðbjörg Brynjólfsdóttir, f. 16.6.1862, d. 8.5.1936. Guðjón var sonur Bjarna frá Helgastöðum í Biskupstungum Þór- oddssonar, b. á Helgastöðum Ólafs- sonar, b. á Eiríksbakka Gunnars- sonar. Guðbjörg var dóttir Brynjólfs, b. í Hrunakrók og siðan á Kaldbak í Ytrihreppi Guðnasonar, b. á Þver- Alexander Guðjónsson. spyrnu Brynjólfssonar, b. á Þver- spyrnu Brynjólfssonar. Móðir Brynjólfs á Kaldbak var Katrín Jónsdóttir, b. í Hörgsholti Magnús- sonar, ættföður Hörgsholtsættar- innar. Alexander tekur á móti gestum sunnudaginn 13.5. milli klukkan 16 og 19:00 á heimili dóttur sinnar og tengdasonar, Miðvangi 27, Hafnar- firði. Gunnbjörg Steinsdóttir Gunnbjörg Steinsdóttir Gunnbjörg Steinsdóttír, fyrrum húsfreyja í Miðkrika í Hvolhreppi, nú tíl heimilis í Kirkjuhvoli, dvalar- heimili aldraöra á Hvolsvelli, verð- ur áttræð á morgun. Hún tekur á móti gestum á afmælisdaginn í Bugöutanga 15, Mosfellsbæ, kl. 15-18. Til hamingju með daginn 13. maí 95 ára 60ára Ingibjörg Jósafatsdóttir, Háuhhð 13, Sauðárkróki. Guðbjörg Bjarman, Svava Þórðardóttir, Smiðjuvegi 15, Kópavogi. Hverafold 126, Reykja1 ,'ik. 40ara — CA Ávn Hans Herbertsson, 80 ára *waia Loeafold 120. Revkiavík. María Bóthildur Maa Sigurjón Hjörleifsson, Gufunesvegi 3, Reykja Karlsbraut 19, Ðaivík. Gíslina Björnsdóttir, Hoitsgötu 41, Reykjavi Tvíburarnir Þóra Kat > nílUa nglidl SuOllu ^ ^ Búðagerði4, Reykjavík. ÖmRagnarsson, k Engíhjalla 11, Kópavogi. . |r , Hrönn Héðinsdóttir, Brúarholti 5, Ólafsvík. vfj. Robert de Bont, ‘ ’ Grettisgötu 46, Reykjavík. u ’ Guðríður Ragnarsdóttir, ínum Miðstræti 8B, Reykjavík. Sigurður Magnússon, Holtsgötu 3, Sandgerði. lagsheimili BáSauíhSSrlákshöfn 109 á DdðíUH aUUl 00» rví ItUVMlUUL 7fl ára Liárskógum 13, Reykji f u a i a oe Pá„ HiImar Koibei Vilborg Halldórsdóttir, G1ÚfraSelÍ lú’ R<fjaVÍ zssszssr* =~r ^sbs“avoíl .1« Smyrilshólum 4, Reykjavík. Fostbræðra Langholts Guðbjörg Bjarman. Jónatansdóttir, b. á Vöðlum, Jóns- sonar og konu hans, Helgu, systur Ólafs, fóður Bergs Thorbergs lands- höfðingja og Hjalta, langafa Jóhann- esar Nordals. Ölafur var einnig langafi Einars Guöfmnssonar í Bol- ungarvík. Helga var dóttir Hjalta, prests á Kirkjubóli, Thorbergs, bróður Guðrúnar Þorbergsdóttur, móður Margrethe, konu Lauritz Knudsens, ættmóður Knudsensætt- arinnar. Afmælisbarnið tekur á mótí gestum á afmæhsdaginn kl. 15-18 á Hótel Sögu (Ársal). Til ham- ingju með daginn 12. maí 95 ára Jenný Guðmundsdóttir, Hringbraut 50, Reykjavík. 85 ára Kristinn Th. Hallgrimsson, Einholtí ll, Reykjavík. 70 ára Axel Eyjólfsson, Smáratúni 6, Keflavík. 50 ára Guðmunda Fanney Pálsdóttir, Lyngbrekku 9, Kópavogi. Pétur Valdimarsson, Vesturvangi 16, Hafnarfírði. 40 ára Páll Kjartansson, Víðikeri, Bárðdælahreppi. Margrét Einarsdóttir, Brúnalaug, Öngulsstaðahreppi. Oddur Sæmundsson, Heiðarhorni 18, Keflavík, Sigurjón Karlsson, Rjúpufelli 38, Reykjavík. Höskuldur Kárason, Hrauntúni 41, Vestmannaeyjum. Guðný Bjamadóttir, Reyrhaga 14, Selfossi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.