Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1990, Blaðsíða 14
14
LAUGARDAGUR 12. MAÍ 1990.
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÚLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SlMI (91J27022 - FAX: (91 >27079
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1000 kr.
Verð I lausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblað 115 kr.
Arafat viðurkenndur í dag
Heimsókn Steingríms Hermannssonar forsætisráð-
herra til Jasser Arafat, forsætisráðherra útlagastjórnar
Palestínumanna í Túnis, bætir fyrir hvimleiða fram-
göngu Jóns Baldvins Hannibalssonar utanríkisráðherra
í garð hinnar ofsóttu þjóðar Arafats í landinu helga.
Heimsókn Steingríms til Arafats bætir líka fyrir
hvimleiða heimsókn Þorsteins Pálssonar, formanns
Sjálfstæðisflokksins, til hryðjuverkaliðs, sem ræður
ríkjum í ísrael. íslenzkir stjórnmálamenn eiga ekkert
erindi í opinberar heimsóknir til hryðjuverkaríkja.
Enginn vafi leikur á, að Jasser Arafat er réttur full-
trúi Palestínumanna og mundi verða staðfestur sem
slíkur, ef Palestínumenn fengju að kjósa sér foringja.
Eina andstaðan við hann er frá hópum róttækari Palest-
ínumanna og hópum islamskra trúarofstækismanna.
Ef við lítum á ísrael og Palestínu mörg ár aftur í tím-
ann, er ekki hægt að sjá, að Jasser Arafat og stuðnings-
menn hans hafi staðið fyrir neinum hryðjuverkum.
Hins vegar hafa stjórnvöld í ísrael á þessum tíma staðið
fyrir óhugnanlegum hryðjuverkum í Palestínu.
Þetta hefur allt saman komið fram í fréttum og er
stutt rannsóknum alþjóðasamtaka á borð við Amnesty,
sem hafa harðlega gagnrýnt framgöngu ísraelsmanna í
Palestínu, sem minnir mjög á framgöngu Gestapó í her-
numdum löndum síðari heimsstyrjaldarinnar.
í rauninni er undarlegt, að lýðræðisríki á borð við
ísland skuli halda uppi stjórnmálasambandi við glæpa-
ríki, en neita að taka upp stjórnmálasamband við útlaga-
stjórn þjóðar, sem glæparíkið ofsækir. Stefna utanríkis-
ráðherra okkar er hreint og beint ósiðleg.
Það er líka kynlegt, að utanríkisráðherra okkar skuli
hvað eftir annað stilla íslandi upp með ísrael og Banda-
ríkjunum í einangruðum hópi ríkja, er greiðir atkvæði
á alþjóðlegum vettvangi, svo sem hjá Sameinuðu þjóð-
unum, gegn réttlátu almenningsáliti á Vesturlöndum.
Þáttur Bandaríkjanna er afar slæmur. Þaðan koma
peningarnir, sem halda ísrael á floti. Og þaðan kemur
stuðningurinn, sem gerir ísrael kleift að hafa stjórn-
málasamband við umheiminn. Samt hafa Bandaríkin
ekki nein minnstu áhrif á gerðir valdhafa ísraels.
Samskipti ísraels og Bandaríkjanna eru á þann veg,
að rófan dillar hundinum. Þessi andlega herleiðing
Bandaríkjanna í þjónustu ísraels hefur verið þeim og
Vesturlöndum dýr í margs konar alþjóðlegri skák. Hún
hefur krumpað og skælt utanríkisstefnu Bandaríkjanna.
íslendingar hafa löngum talið sig eiga eitthvað í ísra-
el vegna aðstoðar okkar sendifulltrúa við að koma rík-
inu á fót og vegna gagnkvæmra heimsókna forsætisráð-
herra fyrr á árum. En þá var ísrael annað ríki með
öðru almenningsáliti og öðrum leiðtogum en nú eru.
ísrael hefur afmyndazt eins og Hitlers-Þýzkaland á
sínum tíma. Þjóðin hefur endurkosið hryðjuverkamenn-
ina, sem eru við völd. Krataflokkurinn, sem áður var
manneskjulegur, dregur vaxandi dám af hryðjuverka-
bandalagi Likud. Og Herzog forseti náðar morðingjana.
ísrael er ekki eina ríki heimsins, sem brýtur mann-
réttindi. En það er í hópi hinna verstu. Það er til dæm-
is mun illskeyttara en Sovétríkin og fólskulegra en
mörg Arabaríki, svo sem hið siðmenntaða Egyptaland,
sem Steingrímur Hermannsson var að sækja heim.
í þessari stöðu er til bóta, að forsætisráðherra okkar
skuh fara til Egyptalands og taka í dag á sig krók til
að viðurkenna Arafat óformlega sem leiðtoga Palestínu.
Jónas Kristjánsson
Ólgan í hemum er
eitt viðfangsefna
sovéska forsetans
Fööurlandsstríðið mikla er opin-
ber nafngift Sovétmanna á viður-
eigninni við heri Hitlers-Þýska-
lands. Sigursins í þeim hildarleik
hefur veriö minnst á 45 ára afmæli
með miklum hersýningum víða um
Sovétríkin, hinum fyrstu af þeim
stærðar- og kostnaðarílokki í fimm
ár.
Eins og vænta mátti kom í ljós
við hátíðahöldin að ólgan sem ríkir
í soyésku þjóðlífi nær einnig til
herfnanna, núverandi og fyrrver-
andi. Reynt var að nota fund upp-
gjafarhermanna til atlögu gegn
frjálsræðinu sem fylgir umbóta-
stefnu Mikhails Gorbatsjofs og
samherja hans. Sovéski forsetinn
svaraði svo fyrir sig fullum hálsi á
hátíðafundi með fulltrúum allra
greina heraflans í Kreml.
En áður en vikið er að því orða-
skaki og því sem undir býr er ekki
úr vegi að rekja hvað komið hefur
fram á síðustu misserum varðandi
ástandið innan Sovéthersins og
stöðu hans í samfélaginu. Þar hafa
mál skipast svo að herinn á við að
fást innri kreppu og utanaðkom-
andi niðurskurð.
Forustuliðið greinir á í grund-
vallaratriðum um uppbyggingu
heraflans og hlutverk hans. Skipt-
ingin fer að verulegu leyti eftir
kynslóðum. Eldri foringjar í æðstu
stöðum vilja halda sem mest í nú-
verandi kerfi, ijölmennisher
byggðan á almennri herskyldu.
Yngri foringjarnir segja slíkt fá-
sinnu á tímum tæknivædds hern-
aðar. Atvinnuher, fámennur miðað
við það sem tíðkast hefur í Sovét-
ríkjunum en háþjálfaður í flóknum
störfum, sé það sem koma skal og
eina fyrirkomulagið sem ekki
íþyngi hagkerfmu úr hófl fram. Þar
að auki eru yngri foringjamir ger-
samlega mótfallnir því fyrirkomu-
lagi að hafa herinn öðrum þræði
fyrir pólitíska uppeldisstofnun í
þágu Kommúnistaflokks Sovétríkj-
anna.
Yngri foringjar hafa stofnað eigin
hagsmunafélag, illa séð af mörgum
yfirforingjum, til að halda fram
sínum sjónarmiðum og koma
kvörtunum á framfæri. Einkum
brennur illur aöbúnaður á ungúm
heimilisfeðrum. Fjölskyldum, sem
flytjast heim við fækkun í sovésku
herjunum í Austur-Evrópu, er ein-
att vísað í tjaldbúðir til búsetu eftir
heimkomuna. Af sömu ástæðum
færist í vöxt að ungir foringjar leiti
lausnar úr hernum.
Meðal óbreyttra hermanna færist
liðhlaup verulega í vöxt og ungir
menn reyna í auknum mæli að
víkja sér undan herþjónustu. Þar á
mikla sök illt viðmót við nýliða,
sem bitnar einkum á ungum mönn-
um frá lýðveldum þar sem sjálf-
stæðiskröfur eru uppi, svo sem í
Eystrasalts- og Kákasuslöndum.
Eru þess fjölmörg dæmi aö þeim
hafi verið misþyrmt til óbóta og
jafnvel bana að undirlagi Stór-
Rússa í yfirboðarastöðum.
Áliti almennings á hemum hefur
hrakað stórlega. Yfirstjóm hverrar
hergreinar hefur orðið sér til
Erlend tíðindi
Magnús Torfi Ólafsson
skammar með sínum hætti á síð-
ustu árum. Landherinn lét teyma
menn sína til slátrunar í Afghanist-
an án þess aö gera minnstu tilraun
til að læra af ófórum Bandaríkja-
hers í Víetnam. Flugherinn skaut
niður kóreska farþegaflugvél yfir
Japanshafi og vissi ekki af fyrr en
vestur-þýskt ungmenni hafði lent
flugvél sinni á Rauða torginu.
Flotastjórnin kemur afleitlega út
úr rannsóknum á orsökum þess að
sovéskir kjarnorkukafbátar hafa
verið að farast eða bíða stóráfóll á
hafi úti.
Breytingin hefur orðið sérstak-
lega snögg á síðustu misserum. í
fyrra voru 59 liðsforingjar myrtir á
almannafæri en ekki nema tveir
árið áður. Borgaraleg yfirvöld hafa
reynst treg í taumi við að hafa uppi
á sökudólgum í hermannamorðum,
beinlínis vegna óvinsælda hersins.
Gamlir jálkar, orðnir að eintrján-
ingum af langri undirgefni undir
flokksaga og heraga jöfnum hönd-
um, kenna auðvitað fyrst og fremst
nýbreytni og nýjabrumi um það
ástand sem slíkir atburðir votta.
Því gekk maður undir manns hönd
á fundi uppgjafarhermanna
skömmu fyrir sigurdaginn við að
úthúða „stjórnleysistilhneiging-
um“ og að krefiast þess að „andsós-
íalistar" séu umsvifalaust „teknir
föstum tökum“. Arbatof, einn af
ráðunautum Sovétforustunnar í
alþjóðamálum, sem sat upphaf
fundarins, sagði í viðtali við breska
útvarpið BBC að þangað heföu
menn bersýnilega komið meö ræð-
ur samdar í stjórnmáladeild hers-
ins. Sú stofnun Kommúnistaflokks
Sovétríkjanna er ábyggilega ein-
hver sú trénaðasta og á á hættu að
hverfa úr sögunni við endurskipu-
lagningu sovésks vopnavalds.
Þarna komu fram sömu viðvaranir
og kröfur og Égor Ligatsjof, foringi
íhaldsaflanna í flokksforustunni,
setti fram á miðstjórnarfundi fyrir
skömmu.
Gorbatsjof gerði að meginefni
ræöu sinnar á fundi marskálka og
stríðshetja, að perestrojka, end-
umýjunin, yrði að ná til sovéska
heraflans og þar væri mikið verk
að vinna. Lét hann í ljós óánægju
með hve hægt það gengi.
En að auki svaraði hann berum
orðum kröfunum frá fundi upp-
gjafahermanna um valdbeitingu
gegn gagnrýnisröddum. „Framtíð
lands okkar hlýtur óhjákvæmilega
að byggjast á lýðræði og sigri laga
og réttar en ekki á því að snúið sé
aftur til fortíðarinnar,“ sagði sov-
éski forsetinn.
Og til að minna menn á hvað for-
tíðin fól í sér fyrir Rauða herinn,
sem þá hét, og Sovétríkin öll rifiaði
Gorbatsjof upp þegar Stalín lét
drepa svo til afla herforustuna,
treysti Adolf Hitler einum manna
og neitaði að taka til greina nokkra
af mörgum viðvörunum, sumum
með tímasetningu, við þýsku árás-
inni. Ógnarstjórn Stalíns og
glópska voru meginástæðan fyrir
því hve halloka Sovétmenn fóru í
upphafi styrjaldarinnar. Fram á
þetta vill nú sovéskur forseti sýna
herforustunni.
Fyrir liggur að fiárframlög til
landvarna og mannafli Sovéthers-
ins sæta verulegum niðurskurði
sem þegar er tekið að framkvæma.
í ræðu sinni við hersýninguna á
Rauða torginu á miðvikudag boð-
aði Dmitri Jasof landvarnaráð-
herra „róttæka ummyndun" her-
aflans og kvað sameiginlegt mark-
mið ríkisstjórnar og herstjórnar
vera „hámarks landvarnir með
lágmarks tilkostnaði.“
Margt verður álitamálið við
framkvæmd þess kjörorðs. Sem
stendur er greinilegt að sovéska
herstjórnin vill í auknum mæli
hafa hönd í bagga við mótun stefn-
unnar í sambandi við sameiningu
þýsku ríkjanna og afstöðuna til
sjálfstæðisbaráttu í Eystrasalts-
ríkjunum. Sameinað Þýskaland í
óbreyttu NATÓ er ekki á óskaflsta
Sovétmanna og er taliö samband
þar á milli og að afturkipps hefur
þótt gæta af þeirra hálfu nýverið í
viðræðum um takmörkun herafla
og vopnabúnaðar í Evrópu annars
vegar og gereyðingarvopna risa-
veldanna hins vegar. Ekki er mörg-
um Rússanum síður mótdrægt að
ónýta úrslit orrustunnar við
Poltava 1709 þegar Pétur mikli
Rússakeisari sigraði Karl XII Svía-
konung og tryggði Rússaveldi yfir-
burðastöðu við Eystrasalt með her-
töku strandlengju þess að austan.
Magnús Torfi Ólafsson
Frá hátíðahöldum á sigurdaginn. Til hægri veifar Mikail Gorbatsjof Sovétforseti til mannfjölda á Rauða torginu
í Moskvu. Til vinstri fylgist nýkjörinn forsætisráðherra Lettlands, Ivars Godmanis (sá með skeggið), með
hersýningunni i Riga. Símamynd Reuter