Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1990, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1990, Blaðsíða 23
LAUGARDAGUR 12. MAI 1990. 35 lagí >ár" Hörður Ólafsson með köttinn sem var tákn Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva i Jugóslavíu á dögunum. nni í Júgóslavíu fatnað og varðandi tóbakð má nefna að þeir voru með ferðatösku fulla af sígarettum. - En ég er hæstánægður með hiut Sjónvarpsins þegar á heild- ina er litið“. Brosið hennar Siggu Hörður segir að íslenski hópurinn hafi unnið nokkur sæti á því hvað hópurinn var skemmtilegur og vann vel saman. „Það var eitt það skemmtilegasta við ferðina hvað við unnum öll vel saman. Hver maður hafði hlutverki að gegna og vann myrkranna á milli. Við gerðum mikið af því að sitja blaðamannafundi og fara í allskyns boö hjá öðrum. Það þurfti oft ekki nema eitt lítið bros frá Sigríði Bein- teinsdóttur til að draga athyglina frá hinum þjóðunum, jafnvel í þeirra eigin samkvæmum. Við vorum íljótir að átta okkur á því hvað við höfðum í höndunum og kostaði ekki peninga, t.d. útlit Siggu og Grétars sem komu mjög vel fyrir og létu sig hafa það að vinna daginn út og fram á nætur “. Ísraelskþokkadís Hörður segir að í hópi keppenda hafi verið margvíslegir persónuleik- ar eins og gefur að skilja. „Mér fannst áberandi hvað ísra- elska stelpan er þokkafull. Hún er hreint út sagt alveg dæmalaus „týpa“, bráðfalleg og hefur kroppinn með sér. Og notfærði það sér óspart. Það var líka áberandi við bresku stelpuna hvað hún klæddi sig þvert ofan í vöxt og okkur fannst hún hálf hallærisleg. Hún hagaði sér eins og krakki með kjánalæti og græddi ekk- ert á því. Norðmaðurinn Ketil Stokkan er frábær maður og allt hans lið sem við kynntumst vel. ítalinn sem vann keppnina er afar þungur og stífur. Þetta er stórfrægur maður og segja má að hann sé Tom Jones þeirra í Suður-Evrópu og hann er mjög vin- sæll. Ég held að frægð hans og feyki- leg plötusala haíi hugsanlega skilað honum 1. sætinu". Enginn klíkuskapur Stigagjöfin í þessari keppni vekur alltaf jafn mikla athygli og fólk talar um klíkuskap og verslun með at- kvæði. „Þetta er alltaf mikið rætt og vissu- lega er oft talað um klíkuskap. En ég held að það sé ekki til í dæminu og ég fullyrði það reyndar. Það sem hjálpar þessum suðrænu löndum er einfaldlega smekkur fólksins. Það má eiginlega segja aö það sem hafi komið mér mest á óvart var að Frakkland skyldi fá 12 atkvæði frá okkur og einnig það að við fengum ekki atkvæði frá Hollandi og Þýska- landi. Það er áberandi að löndin tengjast eftir tónlistarsmekk, en klíkuskapur er ekki til“. í öðrum heimi Hörður sat aftast í salnum ásamt öðrum höfundum þegar lögin voru leikin. Hvemig leið honum? „Mér leið alveg furðulega og það má eiginlega segja að ég hafi verið í öðrum heimi á meðan á þessu stóð. Það er ekki lítið „stressandi" að sitja undir atkvæðatalningunni og vera í toppbaráttunni. En þetta var stór- kostleg tilfinning og ég hoppaði hæð mína þegar vel gekk eins og þegar Bretamir gáfu okkur 12 stig“. Ævintýri í loftbelg Einn af þeim hlutum sem verður Herði minnisstæður frá ferðinni til Júgóslavíu er loftbelgsferð sem hann fór í ásamt ítalska söngvaranum sem sigraði í keppninni. „Einum aðila frá hverri þátttöku- þjóð var boðið í loftbelgsferð og úr varð að ég fór og lenti í belg með Itala sem ég vissi þá ekki hver var. Við flugum í um 15 mínútur en þeirri flugferð lauk þannig að stjórnandi lofbelgsins lenti belgnum í á sem var nærri skemmtigarði. Karfan drógst eftir ánni hátt í 100 metra, fylltist af vatni og við urðum hundblautir upp að mitti. Okkur tókst að komast á loft aftur og horfðum m.a. á annan belg brot- lenda á járnbrautateinum rétt áður en lest kom þar að. Síðan fórum við að lækka flugið en þá tók ekki betra við, háspennulínur framundan og við í körfunni hálffullri af vatni. Þessu lauk þannig að við brotlent- um á akri einhvers staðar uppi í sveit og bílar sem höfðu verið að safna saman loftbelgsfórum voru farnir þegar hér var komið sögu. Þá tók við mikið ævintýri við að komast til borgarinnar aftur og það tókst loks þannig að viö urðum sjálflr að borga fyrir farið til borgarinnar og svo leigubíl að hótelinu. Eg varð vægast sagt hissa þegar ég komst að því hver ferðafélagi minn hafði verið, sjálf ítalska stórstjarnan sem síðan sigraði í keppninni. „Getum haldið keppnina". Eitt af því sem íslendingar ræða oft er hvað myndi gerast ef ísland ynni sigur í þessari keppni og ætti að vera gestgjafi í þeirri næstu. Er til eitthvert hús hér á landi þar sem þessi keppni gæti farið fram? „Við færum létt með að halda þessa keppni, myndum gera það í Laugar- dalshöllinni. Keppnisstaðurinn í Júgóslavíu var í ekki ósvipuðu húsi og ég efast um að þar hafi verið nema um 1000 manns í sætum. Það þyrfti að stækka sviðið í Laugardalshöll- inni fram í miðjan sahnn og þá væri hún kjörið hús. Við eigum margfalt betri hljóðfæraleikara en þarna voru, mjög færir tæknimenn eru til staðar hjá Sjónvarpinu og ég get ekki séð annað en að við gætum haldið svona keppni hvenær sem er“ sagði Hörður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.