Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1990, Blaðsíða 6
6
LAUGARDAGUR 12. MAÍ 1990.
Útlönd
Eystrasaltsrikin:
Samræmdar
aðgerðir
Forsetar Eystrasaltsríkjanna
þriggja, Eistlands, Lettlands og Lit-
háens, munu koma saman á morgun
til aö samræma aðgerðir sínar í bar-
áttunni gegn yfirvöldum í Moskvu.
Fundur forsetanna verður haidinn í
Tallinn, höfuðborg Eistlands.
Að sögn eistlensks fréttamanns
munu forsetarnir Landsbergis í Lit-
háen, Gorbunovs í Lettlandi og Ruut-
el í Eistlandi hleypa nýju lífi í Eystra-
saltsráðið, ráðgefandi nefnd sem sett
var á laggimar í kringum 1930. í
henni áttu sæti þrír háttsettir stjórn-
málamenn frá hverju Eystrasalts-
ríkjanna fyrir sig.
Vestrænir stjórnarerindrekar
sögöu að með samvinnu gæti Eystra-
saltslöndunum reynst auðveldara að
losa sig undan Moskvuvaldinu. Að
sögn eins ráöherra Eistlands geta
ríkin þrjú saman fullnægt yfir sjötíu
prósent daglegra þarfa. Hins vegar
væru þau lömuð vegna eldsneytiss-
korts.
í Litháen er olía skömmtuð og að-
gerðir Sovétmanna hafa kostað Lit-
háa milljónir dollara, auk þess sem
um tuttugu þúsund verkamenn hafa
orðið að hverfa frá vinnu. Útvarpið
í Litháen greindi frá því í gær að lít-
ilsháttar olíuframleiðsla heföi hafist
í þessari viku í Kretingahéraði í
norðvesturhluta landsins. Reuter
Frá mótmælum í Tallinn i Eistlandi
Simamynd Reuter
Mótmæli vegna fundar
öfgasinnaðra hægri manna
Nokkur hundrúð mótmælendur
köstuðu í gær grjóti og slettu máln-
ingu á lögreglumenn sem gættu
fundarstaðar öfgasinnaðra hægri
manna í Helsingör í Danmörku. Alls
sátu sautján þingmenn Evrópu-
bandalagsríkja fundinn, þar á meðal
Jean-Marie Le Pen, leiðtogi Þjóð-
fylkingarinnar í Frakklandi, og
Franz Schönhuber, leiðtogi repúblik-
ana í Vestur-Þýskalandi.
Fundarmenn ræddu meðal annars
stjórnmálaástandið í þýsku ríkjun-
um, Frakklandi, Ítalíu og í Sovétríkj-
unum. Á fundi með fréttamönnum
notuðu Le Pen, Schönhuber og
flæmski þjóöernissinninn Karel Dil-
len tækifæriö til að ráðast harðlega
gegn fjölmiðlum og sögðu þá koma á
framfæri lygi og röngum upplýsing-
um um stefnu samtaka þessara
hægri manna. Schönhuber lýsti yflr
reiði sinni yfir því að repúbhkanar
skuli vera sagðir ólýðræðislegir.
Hann þóttist viss um að þeim myndi
ganga vel í kosningum í sameinuðu
Þýskalandi.
Le Pen kvaðst vera andvígur stefnu
franskra yfirvalda í innflytjendamál-
um en sagði þó sína stefnu ekki vera
ómannúðlega. Hann lagöi á það
áherslu að Þjóðfylkingin væri ekki
öfgasamtök og notaöi tækifærið til
að lýsa yfir andúð sinni á þeim sem
svívirtu grafir gyðinga í kirkjugarði
við Carpentras í suðurhluta Frakk-
lands í fyrradag. Sagði hann þaö
svipað og það sem átt hefði sér stað
í Timisoara í Rúmeníu. Þetta hefði
verið sett á svið til þess að menn
kenndu honum og flokki hans um.
í gær komu reiðir námsmenn af
gyðingaættum í langferðabifreiðum
til Carpentras. Á margar bifreiðarn-
ar höfðu verið límdir miðar þar sem
hótað var hefndum.
Reuter og Ritzau
GP-húsgögn hf.
ítölsk borðstofusett
Borð úr gleri, stáli og einnig úr viði
stækkanleg)
HÚSGÖGN
Þýsku leðursófasettin komin - einstök gæði
Verð frá kr. 148.500 stgr.
Flugvallarstarfsmenn bera lik út úr
Boeing 737 vélinni á flugvellinum í
Manila i gær.
Simamynd Reuter
Sprenging
í farþegavél
Að minnsta kosti sjö manns létu
lífiö og tugir slösuðust er eldur kom
upp vegna sprengingar um borð í
flugvél á flugvellinum í Manila á
Fihppseyjum í gær. Miðhluti flugvél-
arinnar, sem var af gerðinni Boeing
737, sprakk þegar verið var að draga
hana út á flugbraut. Hreyflar vélar-
innar höfðu ekki verið gangsettir.
Um borð í vélinni voru hundrað
og þrettán farþegar og sex flugliðar.
Þeir sem létust voru allir farþegar,
sex konur og eitt barn.
Forseti Filippseyja, Corazon Aqu-
ino, fyrirskipaði þegar í staö að ör-
yggiseftirlit yrði hert umhverfis flug-
völlinn.
Yfirmaöur flugvallarins segir
tæknilega bilun útilokaða. Hins veg-
ar gæti sprengja hafa verið um borð
eða eldfimt efni.
Leit hófst þegar í gær í farangri
farþeganna að einhverju sem gefið
gæti vísbendingu um hvað olli
sprengingunni.
Reuter
DV
Bush hvetur
til lendingar
á Mars
Bush Bandaríkjaforseti hvatti
til þess í ræðu í Texas í gær að
mannað geimfar lenti á Mars áð-
ur en þrjátíu ár væru hðin. Bush
vísaöi jafnframt á bug þeirri
gagnrýni aö ekki væri til nóg fé
til að hrinda áætluninni í fram-
kvæmd.
Bush hélt ræðu sína samtímis
því sem birt var niöurstaða rann-
sóknar þingnefndar. Þar var
fundið að því aö sérstaka framtíö-
arstefnu vantaði i geimferöaáætl-
un yfirvalda þrátt fyrir aö sett
hefði verið það markmið að kom-
ast til Mars.
Nefndin benti á að þingmenn
þyrftu að taka erfiðar ákvarðan-
ir, ekki bara um geimferð til
Mars heldur einnig um byggingu
geimstöðvar'sem gert er ráð fyrir
að kosta muni þijátíu milljarða
dohara.
Reut< i
Peningainarkaður
INNLÁNSVEXTIR (%) hæst
Innlán óverðtryggð
Sparisjóösbækurób. 3,0 Allir
Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 3-4 Ib.Sb,- Sp
6mán. uppsögn 4-5 Ib.Sb
12mán.uppsögn 4-5,5 Ib
18mán. uppsögn 11 Ib
Tékkareikningar, alm. 0,&-1 Allir nema Ib
Sértékkareikningar 3,0 Allir
Innlán verðtryggð
Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 1,5 Allir
6mán. uppsögn 2,5-3,0 Lb.Bb,- Sb
Innlán með sérkjörum 2,5-3 Lb.Bb,- Sb
Innlángengistryggð
Bandarikjadalir 7-7,25 Lb.Sb
Sterlingspund 13,6-14,25 Sb
Vestur-þýsk mörk 6,75-7,5 Lb
Danskarkrónur 9,25-10,75 Sb
ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst
Útlán óverðtryggð
Almennirvixlar(forv.) 13,5-13,75 Bb.Sb
Viöskiptavixlar(forv-) (1) kaupgengi
Almennskuldabréf 14,0 Allir
Viöskiptaskuldabréf(1) kaupgengi Allir
Hlaupareikningar(yfirdr.) 16,5-17,5 Bb
Utlán verðtryggð
Skuldabréf 7,5-8.25 Lb.Bb
Útlán til framleiðslu
Isl.krónur 13,75-14,25 Bb
SDR 10,75-11 Bb
Bandarikjadalir 10,10-10,25 Bb
Sterlingspund 16,8-17 Sp
Vestur-þýskmörk 9,9-10.5 Bb
Húsnæðislán 4.0
Lífeyrissjóðslán 5-9
Dráttarvextir 23,0
MEÐALVEXTIR
óverðtr. maí 90 14,0
Verðtr. mai 90 7.9
VÍSITÖLUR
Lánskjaravísitala maí 2873 stig
Lánskjaravisitala apríl 2859 stig
Byggingavísitala maí 541 stig
Byggingavisitala maí 169,3 stig
Húsaleiguvisitala 1,8% hækkaði 1. april.
VERÐBRÉFASJÓÐIR
Gengi bréfa verðbréfasjóða
Einingabréf 1 4,850
Einingabréf 2 2,652
Einingabréf 3 3,193
Skammtímabréf 1,646
Lífeyrisbréf
Gengisbréf 2,123
Kjarabréf 4,808
Markbréf 2,561
Tekjubréf 1,968
Skyndibréf 1,439
Fjölþjóöabréf 1,270
Sjóðsbréf 1 2,337
Sjóðsbréf 2 1,752
Sjóðsbréf 3 1,634
Sjóðsbréf 4 1,385
Vaxtasjóðsbréf 1,6500
Valsjóðsbréf 1,55035
HLUTABREF
Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.:
Sjóvá-Almennar hf. 500 kr.
Eimskip 420 kr.
Flugleiðir 145 kr.
Hampiðjan 152 kr.
Hlutabréfasjóöur 178 kr.
Eignfél. Iðnaðarb. 152 kr.
Skagstrendingur hf. 320 kr.
Islandsbanki hf. 163 kr.
Eignfél. Verslunarb. 170 kr.
Olíufélagið hf. 415 kr.
Grandi hf. 164 kr.
Tollvörugeymslan hf. 102 kr.
(1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við-
skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja
aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi,
kge.
Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn,
Bb = Búnaðarbankinn, Ib = Iðnaðarbank-
inn, Lb = Landsbankinn, Sb = Samvinnu-
bankinn, Úb= Útvegsbankinn, Vb =
Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóðirnir.
Nánari upplýsingar um peningamarkað-
Inn birtast i DV á fimmtudögum.