Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1990, Blaðsíða 26
38
LAUGARDAGUR 12. MAÍ 1990.
Lífsstm
Nýr áfangastaður Flugleiða í Bandaríkjunum:
Heimilislegur
flugvöllur við
höfuðborgina
Ferðalag frá Islandi til Bandaríkj-
anna er enn þann dag í dag langt og
þreytandi og breytist sjálfsagt ekki
fyrr en hljóðfráar farþegaþotur
verða komnar til sögunnar. Því er
það mikilvægt fyrir ferðamenn að
þurfa ekki að mæta mörgum þreyt-
andi hindrunum á leið sinni á
áfangastað. Fyrstu hindranirnar eru
einmitt oft óþarflega ómanneskjuleg-
ar flughafnir.
Flugleiðir hafa um langt skeiö flog-
ið til New York og með hléum til
ýmissa annarra borga Bandaríkj-
anna. Þó aö New York sé heillandi
borg á margan hátt þá verður það
tæpast sagt um John F. Kennedy
flugvöllinn sem þjónar megninu af
fluginu þangað. f raun hefur þessi
flugvöllur aðeins verið sem skamm-
vinnur áfangi á leiö íslendinga til
annarra staða í Bandaríkjunum sem
er ágætt því varla heillar flugvöllur-
inn sjálfur.
Nú hafa Flugleiðir hafið áætlunar-
flug til annars flugvallar á þessum
slóðum en það er alþjóðaflugvöllur-
inn við Baltimore og Washington
sem ber skammstöfunina BWl. Flug-
völlurinn er í eigu Marylandsfylkis
og á að þjóna báðum þessum borgum
eins og nafnið gefur til kynna.
Flugleiðir flugu fyrstu áætlunar-
feröina þangað 6. maí síðastliöin en
í fyrstu er ætlunin að fljúga þangað
þrjár ferðir í viku. Ferðum verður
fjölgað um eina í viku fljótlega.
Flug Flugleiða til BWl er reyndar
hluti af áætlun þeirra um að ná til
vel stæðra Skandinava en það er ein-
mitt ætlun flugfélagsins að nota hin-
ar nýju Boeing 757 þotur í þessa
„rútu“ sem verður frá Stokkhólmi
til Keflavíkur og þaðan áfram til BWl
Veðrið í útlöndum
HITASTIG I GRÁÐUM
flugvallarins í Bandaríkjunum.
Hjá forráðamönnum Flugleiða hef-
ur komið fram að þeir eru að vonast
eftir því aö ná til Skandinava í við-
skiptaerindum og er þá hugmyndin
að verðið verði í dýrari kantinum.
BW1 flugvöllurinn er mitt á milli Washington og Baltimore en á kortinu
sést nánar staðsetning flugvallarins.
Mikil samkeppni er á milli flugvalla og er margt gert til þess að heilla flugfélög til að taka upp áætlunarferðir til
viðkomandi flugvalla. Baltimore-Washington flugvöllurinn er einn slíkra en á þessari yfirlitsmynd sést skipulag
flugvallarins.
Þetta er forvitnileg tilraun hjá Flug-
leiðum en félagið er eina norræna
flugfélagið sem flýgur á þessari leiö.
Staðsetning BWl flugvallarins á síö-
an að vera tromp í því að markaðs-
setja þessa leið.
Höfuðstöðvar
stjórnsýslunnar
En hvað hefur BWl flugvöllurinn
fram að færa? Það er einkum fernt
sem menn telja honum til tekna:
í fyrsta lagi er það skoðun Flug-
leiðamanna að með því að fljúga
þangað geti þeir boðið upp á beint
flug frá Skandinavíu inn á helsta
stjómsýslumiðstöðvarsvæði Banda-
ríkjanna. Þó að Bandaríkin séu ekki
miðstýrð (eins og til dæmis ísland)
þá fer fram mikil starfsemi á þessu
svæði sem Skandinavar þurfa að
sinna.
í öðra lagi þá gefur flugvöllurinn
mikla möguleika varðandi tengiflug
til annarra áfangastaða í Bandaríkj-
unum. Flugleiðir hafa samvinnu viö
bandaríska flugfélagið USAir sem er
í miklum vexti. USAir flýgur til gíf-
urlega margra staða innan Banda-
ríkjanna og því ætti að geta gengið
nokkuð hratt fyrir sig að fá flug
áfram eins og sjálfsagt verður reynd-
in með megnið af þeim íslendingum
sem þangaö fljúga.
USAir flýgur áætlunarflug til 135
flugvalla og hefur einnig tengingu
við 114 aðra flugvelli. Félagiö er nán-
ast eingöngu í innanlandsflugi í
Bandaríkjunum en flýgur þó einnig
til Bermuda, Bahamas, Canada, Eng-
lands og V-Þýskalands. Lætur nærri
að um 3000 áætlunarflug séu á vegum
USAir daglega. Flugfélagiö er með
um 250 flug frá BWl daglega.
í þriðja lagi þá virðist flugvöllurinn
einfaldlega vera betri stoppistöð en
margir aðrir flugvelhr. Þó að fárán-
legt sé að halda því fram að nokkur
njóti þess beinlínis að stoppa í flug-
höfnum þá er eins víst að þær eru
ákaflega mismunandi. Áður hefur
verið minnst á JFK flugvöllinn við
New York og er samanburður á milli
þessara tveggja flugstöðva BWl
ótvírætt í hag. Má sem dæmi nefna
útlendingaeftirlitið sem er ákaflega
seinvirkt á JFK og þá er allt um-
hverfi og viðhorf á BWl þægilegra.
í ijórða og síðasta lagi þá er horft
til þess aö í nágrenni BWl er svæði
sem höfðað getur til ferðamanna.
Reyndar er það svo að oft hafa
Bandaríkjamennn dálítið brenglaða
hugmynd um það hvað höfði til evr-
ópskra feröamanna. Það sem þeim
finnst vera „mjög gamalt" er kannski
frá því um miðja 18. öld og höfðar
því tæpast til gamalreyndra Evr-
ópubúa.
Hins vegar er ákaflega margt í
Bandaríkjunum sem getur verið
gaman að skoða og má þar nefna
höfuðborgina sjálfa. Hún hefur
reyndar verið að sökkva í fen glæpa
og óreiðu en hefur að geyma margt
sem er stór þáttur í samtímasög-
unni. í Washington eru margir ís-
lendingar þannig að væntanlega
mun þetta flug losa þá við millilend-
ingu í New York en þaðan er um 45
mínútna flug til BWl.
10 milljónir farþega
BWl flugvöllurinn stendur nú á
fertugu en þar hefur nánast allt ver-
iö endurnýjað. Þar að auki er verið
að byggja ný bílastæði fyrir 1,8
milljarða króna. Einnig fara fram
endurbætur á lendingarbrautum.
Flugvöllurinn náöi því takmarki í
fyrra að komst yfir 10 milljón far-
þegamarkið. Það fól í sér 5,1% aukn-
ingu frá árinu áður. Auk USAir þá
eru 16 önnur flugfélög meö aðstöðu
á BWl.
Eins og áður sagði þá er saman-
burður á milli JFK og BWl seinni
flugvellinum í hag. BWl flugvöhur-
inn hefur heimilislegri blæ, fljótlegt
er að komast þar áfram enda bygg-
ingin vel skipulögö. Þá sögðu for-
ráðamenn flugvaharins aö þeir
gerðu mikið til þess að auðvelda fótl-
uðu fólki að komast leiðar sinnar og
var ekki annað að sjá en þaö væri
rétt. Hægt er að komast í lest fyrir
utan völlinn sem gengur bæði inn til
Baltimore og einnig Washington. Til
höfuðborgarinnar er um 45 mínútna
akstur.
-SMJ