Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1990, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1990, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 12. MAÍ 1990. Helgarpopp Það hefur verið í mörg horn að líta hjá Megasi að undanfornu. Dag- skrárgerð fyrir útvarp hefur tekið sinn tíma. Hann hefur verið með plötu í smíðum, tvöfalda meira að segja. Meðgangan að skáldsögu er hafin og að undanfórnu hefur hann unnið að bók um ellefu ár ævi sinnar. Og nú, um það leyti sem tvöfalda platan er að koma út, er Megas þegar farinn að huga að þeirri næstu. Hættuleg hljóm- sveit.... „Hvers vegna platan heitir Hættuleg hljómsveit og glæpa- kvendið Stella," segir Megas hugs- andi, „... titillinn er í raun bara nafnið á hijömsveitinni sem spilar undir hjá mér. Og hún heitir eftir hljómsveit sem spilaði í kjallar- aholu í London á þriðja áratugnum, „in the roaring twenties“. Það er skýrt frá þessari hljómsveit í fimmta hefti Basils fursta. Hún tengdist alls kyns vondum kókaín- málum, dreifingu og þess háttar. Nú, með hættulegu hljómsveit- inni minni er svo mikið af kven- röddum að hún varð að fá viðauka. Samanber BG og Ingibjörg. Niður- staðan varö sem sagt Hættuleg hljómsveit og glæpakvendið Stella. Þetta nafn tæki sig til að mynda vel út í auglýsingum: Hættuleg hijómsveit og glæpakvendið Stella sjá um fjörið.“ Að sögn Megasar voru öll lög plötunnar nýleg, samin síðastliðið sumar. Þá uröu velflestir textarnir einnig til. Megas segist ganga rösk- Megas á sviði. Hlustendahópurinn spannar allt frá kornabörnum til þeirra sem eru á leið út úr tilverunni. DV-mynd Haraldur Óskar „Ég hreinlega nenni ekki að fara enn eina hringferðina," segir Me- ags. „Ef einhver vill fá mig er ég til. En ég er búinn að þræða alla staðina svo oft að ég held að réttast sé að láta það ógert nú. Já, það er skemmtilegt að standa í þessu. Vera eigin herra að mestu leyti," heldur Megas áfram. Hann er samt ekkert viss um að hann kynnist kaupendum sínum betur með áskriftarsölunni en ef nýja platan hefði verið seld á hefð- bundinn hátt í verslunum. Hverjir kaupa Megas? Hann giottir. „Þeir sem keyptu mig fyrir átján árum og eru enn á lífi! Nei, ég held að hlustendahópurinn minn spanni allt frá kornabörnum og til þeirra sem eru á leið út úr tilve- runni. Þetta sé svona sitt lítið af hveiju." Hljómleikar Megasar þóttu stór- viðburður í dægurtónlistarlífinu í gamla daga. Enn minnast margir með ánægjuhrolli skemmtilegra stunda í Félagsstofnun stúdenta. Megas kemur enn við hjá háskóla- stúdentum. „Gamli salurinn heyrir reyndar sögunni til. Hann var tekinn undir bóksöluna. En ég er nýbúinn að spila í Stúdentakjallaranum. Var þar reyndar einnig með hljómleika fyrir jól. Þaö gekk ágætlega og minnti nett á gamla tíma. Það var sami blær yfir þessum tónleikum og áður. Ég kem einnig fram í fram- haldsskólunum ennþá. Reyndar er áramunur á því hvort ég er beðinn um að efna til hljómleika í hinum eða þessum skólanum. Fer eftir því hvort fólkið sem stýrir tónlistarfé- laginu hefur gaman af mér eða Hættuleg hljómsveit Og glæpakvendið Stella sjá iim fjörið lega til verka þegar hann hefur af- ráðið að gera plötu um eitthvert ákveöið efni. „Reyndar hef ég þann háttinn á að ef mér dettur efni í texta í hug, titill eða bara hugmyndarbrot sem ekki á heima í sérstökum texta skrái ég það hjá mér í kompu,“ segir Megas. „Síðan þegar ég afræð að vinna fyrir plötu eða bara ganga í skrokk á einhverju verkefni tek ég til í kompunum. Þá vakna ég snemma á morgnana, byria gjarn- an á sundinu, og vinn síðan hratt og vel fram eftir degi. Stundum kemur fyrir aö ég tek til í hug- myndahirslunum án þess að vita beinlínis hvað ég á að gera við út- komuna, það er nýju lögin og text- ana. Þá nýtist þetta efni mér á hljómleikum." Ekkert skorið niður Platan Hættuieg hljómsveit og glæpakvendið Stella er tvöfóld. Og að sögn Megasar er hún í rauninni aðeins leið að þeirri sem hann á ennþá einungis á hugmyndasvið- inu. „Platan varð eiginlega svona stór fyrir slysni,“ segir hann. „Viö tók- um upp grunnana að öllum þeim lögum sem okkur þótti við þurfa að hafa með. Síðan ætlaði ég að sleppa sumu á plötunni en vera meö það sem aukaefni á geisladisk- inum. En svo fórum við að leggja saman lengd allra laganna og kom- umst þá að raun um að við vorum ekki aðeins með of mörg lög fyrir eina plötu. Þau komust heldur ekki fyrir á einum diski! Þá var sest niöur og reynt að stytta verkið. Sannleikurinn er sá að það er ærið verkefni fyrir Hjört, Hilmar og mig að gefa út einfalda plötu. En við urðum að gefast upp. Það liggja ákveðnir þræðir gegnum allt verkið og við vorum á endanum sammála um að við skærum á heildarmyndina ef við færum aö sleppa einhverju." Platan Hættuleg hljómsveit og glæpakvendið Stella myndar sem sagt eina heild en um hvað eru Megas og félagar að fjalla í þessu verki? „Ég er eiginlega að kíkja til baka. Til áranna upp úr stríði þegar ég var lítill krakki í Reykjavík; 1945 til '55. Þó er ekki öll sagan sögð með þessu þvi að í leiöinni er ég eiginlega að hnita hringi með aðra löppina í nútímanum og stíg hinni niöur í fortíðina. Á næstu plötu verð ég kirfilega í gamla tímanum." Gamli tíminn er Megasi bersýni- lega hugstæður. Skemmst er að minnast plötunnar Loftmyndar þar sem brá fyrir nokkrum smámynd- um frá Reykjavík bernsku hans. „Já, það er rétt.“ Megas hrukkar ennið hugsi. „Loftmynd var raunar í því samhengi almenn afmælis- plata um Reykjavík og ég var ekki nema að hluta til persóna á henni. Áhuginn eða löngunin til að fjalla um þennan tíma kviknaöi kannski með Loftmyndarplötunni. Alltént langar mig til að reisa ákveðnum hlutum minnismerki. Ekkert sem kemur fyrir mann er einangrað fyrirbæri. Það sem ég hef upplifaö Umsjón: Ásgeir Tómasson hefur einhver annar upphfað líka og hann hefur ef til vih gaman af uppriíjun sem þessari. Nei, hér er ekki um neitt uppgjör viö gamla tíma að ræða. Ég er bara aö nota efni sem mér finnst skemmtilegast að vinna með um þessar mundir. Svo getur vel verið að ég snúi mér að einhverju öðru næst.“ Stríðsástand Megas tók fyrir nokkru ákvörðun um að gefa næstu plötu sína út sjálfur. Hann er óánægöur með það ástand sem ríkir á hljómplötu- markaönum. Hann kaus því að safna áskrifendum að plötunni Hættuleg hljómsveit og glæpa- kvendið Stella og selja hana í 2.999 eintökum. Platan kemur ekki til með aö fást í hljómplötuverslun- um. „Allir úr tónhstarbransanum sem ég hef rætt við eru ánægðir með þetta andóf við ríkjandi stríðs- ástand í plötuútgáfunni," segir hann. „Þetta er þannig að tveir sterkir pólar bítast um markaðinn, vilja hvor annan út og alla aðra í leiðinni. Þetta var ekki svona hér í gamla daga. En þegar ég kom aftur til leiks 1988 fann ég strax fyrir þess- ari breytingu. Annars nenni ég ekki að tjá mig um þetta leiðinda- mál. Ég ákvð bara aö taka útgáfuna í mínar eigin hendur og ég held að það endi með því að flestir gefist upp eins og ég.“ Megas segir það hafa gengið bærilega að safna áskrifendum hingað til. „Auðvitað yrði það þægilegast og best fyrir mig að platan seldist sem hraðast. Ég verð sjálfsagt með upp- lagiö inni á gólfi hjá mér til að byrja með að minnsta kosti. Nú þó svo að allt fari vel og upplagiö hreinsist upp er ég ekki viss um að þannig muni ég standa að útgáfu næstu plötu minnar. Það verður tíminn bara að leiða í ljós. Ég vil reyndar taka fram að ég er ekki að vinna neitt brautryðj- andastarf með þessu fyrirkomu- lagi„ heldur Megas áfram. „Lýöur Ægisson seldi sína plötu að miklu leyti í gegnum síma og gekk bara vel, skilst mér. Svo er rétt að rifja upp að þegar fyrsta platan mín kom út árið 1972 vann ég að miklu leyti einn aö útgáfunni. Hún var aö vísu félagsleg í byrjun en svo tók ég plöt- una í mínar hendur og safnaði meðal annars áskrifendum. Það má því segja aö núna, átján árum síðar, sé ég með svipuð vinnubrögð og í upphafi við útgáfuna. Viðskiptavinirnir Það eru útgáfutónleikar á döf- inni. Ekki er búið að tímasetja þá né velja þeim stað. En nú á ekki að fara hringferð um landið og spha á hverjum smástað. ekki. í heildina tekið get ég ekki annað sagt en áhuginn á tónlist minni sé jafnmikih og hér áður fyrr.“ P Héraðslýsing Megas þarf ekki að kvíða að- gerðaleysi næstu mánuðina. Dag- skrárgerðin fyrir Ríkisútvarpið er reyndar búin í bili. Frá því um verslunarmannahelgi og fram á vor fór Megas yfir feril ekki ómerk- ari manna en Bobs Dylan, Woodies Guthries, Hanks Williams eldri, Elvis Presley, Donovans og hljóm- sveitarinnar Kinks. Hann er búinn að leggja drög að skáldsögu og punkta hana niður í höfuödráttum. Ritun hennarr hefst væntanlega í haust. Næsta plata á eftir Hættu- legri hljómsveit og glæpakvendinu Stellu er einnig ofarlega í huga listamannsins og þá má ekki gleyma verki sem hann er að fást við með Þórunni Valdimarsdóttir sagnfræðingi. „Við erum að vinna saman að bók um fyrstu ellefu ár ævi minnar," segir hann. „Við erum að fialla um árin 1945 til 1956. Þetta er ekki ævisaga, langt því frá. Miklu held- ur héraðslýsing með augum mín- um. Þetta er athyglisvert verk. Þó- runn er snillingur." Orðið snilling- ur hefur reyndar einnig verið not- aö til að lýsa Megasi svo og mörg fleiri. Nú bíðum við Hættulegrar hljómsveitar og glæpakvendisins Stellu. ÁT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.