Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1990, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 22. MAÍ 1990.
3
Fréttir
Eigendur Töggs, lögmaður og bankamenn ákærðir:
Fjársvik, fjárdráttur,
skilasvik og ívilnun
Búið er að þingfesta, í Sakadómi
Reykjavíkur, mál sem höfðað er gegn
stjómarmönnum, starfsmönnum,
lögmanni Töggs hf og tveimur starfs-
mönnum Sparisjóðs Reykjavíkur og
nágrennis. AUs eru sjö aðilar ákærð-
ir og ákæran er í sjö köflum.
Þau sem em ákærð era Ingvar
Sveinsson, en hann var stjórnar-
formaður og framkvæmdastjóri
Töggs og stjórnarmennimir Hanna
j Elíasdóttir og Björn Sveinsson. Einn
starfsmaður Töggs er ákærður. Þá
er Ingvar Bjömsson héraðsdómslög-
j maður einnig ákærður svo og tveir
starfsmenn Sparisjóðs Reykjavíkur
og nágrennis. Annar þeirra er Bald-
vin Tryggvason sparisjóðsstjóri.
í fyrsta kaíla ákærannar eru
stjómarmennirnir þrír ákærðir fyrir
fjársvik, söluskattssvik og brot gegn
lögum um verslunaratvinnu.
I þeim kafla segir meðal annars að
þeim hafi borið að stöðva skuldasöfn-
un fyrirtækisins. Eins segir að þau
hafi með sviksamlegum hætti leynt
viðskiptamenn ógjaldfærni félagsins.
í þessum hð ákærannar er nefnd
skuld sem stofnað var til við Sjóvá-
tryggingafélagið, að upphæð tæpar
þijár milljónir.
Stjómarmennimir eru einnig
ákærðir fyrir söluskattsvik, samtals
rúmar 50 milljónir með vöxtum og
álagi.
Stjómarmennimir eru einnig
ákærðir fyrir að hafa framselt við-
skiptakröfu á hendur Ingvari Sveins-
l syni að fjárhæð 14 miUjónir til Bílds-
1 höfða 16 hf. Hluthafar í Töggi og
Bíldshöfða 16 voru ýmist þeir sömu
eða nákomnir. Þá skuldajöfnuðu þau
kröfur á hendur fjórum aðilum, aUs
rúm ein miUjón.
Fyrsti kaUi ákærannar lýtur að því
að fyrirtækið var rekið án tUskihnna
verslunarleyfa.
Spron og Töggur
I öðrum kaUa ákærunnar era
stjómarmennirnir og tveir starfs-
menn Sparisjóðs Reykjavíkur
ákærðir fyrir skUasvik. Annar
starfsmanna Spron er Baldvin
Tryggvason sparisjóðstjóri.
Þessi kafli ákærannar snýr að því
að á meðan Töggur var í greiðslu-
stöðvun var greitt inn á skuldir við
sparisjóðinn. Eða eins og segir í
ákærunni; „. . . til að ívilna spari-
sjóðnum og mismuna á þann veg
kröfuhöfum hlutafélagsins."
Forráðamenn sparisjóðsins hafa
lýst furðu sinni á ákæranni - ekki
síst vegna þess að þrotabúið hefur
ekki farið fram á riftun.
Fjárdráttur og skilasvik
í þriðja kaUa ákærunnar eru Ing-
var Sveinsson og Hanna Eiríksdóttir
ákærð fyrir skUasvik og fjárdrátt.
Sagt er að þau hafi slegið heimildar-
laust eign sinni á rúmar 14 milljónir
umfram laun. Þetta var gert þegar
fyrirtækið var í raun gjaidþrota.
Saab 9000 turbo
í fjórða kaUa ákærunnar er Ingvar
Sveinsson ákærður fyrir að hafa,
þremur dögum áður en Töggur varð
gjaldþrota, slegið eign sinni á nýja
Saab 9000 turbo bifreið og lagt fram
gegn henni kvittun fyrir óuppgert
sumarfrí fyrir árin 1982 tU 1986,
krónur 912.512. í ákærunni segir að
skuld þessi hafi verið til málamynda.
Ingvar seldi bifreiðina 17 dögum síð-
ar fyrir 1.2 milljónir.
Þá er Ingvari einnig geUð að sök
að hafa dregið sér greiðslur af and-
virði þriggja bUa og peninga af tékka-
reikningi við Verslunarbankann.
Samtals 2.5 miUjónir.
Þá er Ingvari Sveinssyni geUð að
sök að hafa, á síðustu dögum
greiðslustöðvunarinnar, ívilnað fjór-
um kaupendum nýja bíla með af-
slætti frá gUdandi verðskrá. Þeirra á
meðal er lögmaður Töggs, Ingvar
Björnsson, samstarfsmáður Ingvars
og einnig bróðir Ingvars Björnsson-
ar.
Afsláttur var því veittur á þremur
bílum til lögmanns fyrirtækisins og
aðila tengdra honum.
Lögmaður ákærður
í Ummta kaUa ákærunnar er Ing-
var Björnsson héraðsdómslögmaður
ákærður fyrir skilasvik og brot í op-
inberu starfi. Lögmanninum er gefið
að sök að hafa lagt á ráðin um fram-
sal fjórtán milljóna kröfunnar. Hon-
um er einnig gefið að sök að hafa
lagt á ráðin um að selja nýjar bifreið-
ir með afslætti og misnotað sér á
þann veg aðstöðu sína sem lógmaður
og aðstoðarmaður Töggs á greiðslu-
stöðvunartíma með kaup á þremur
bifreiöum.
Dómkröfur
Þá er Ingvar Sveinsson og starfs-
maður Töggs ákærðir fyrir fjársvik.
Þeir seldu tvo gaffallyftara sem veð
haíði verið tekið í án þess að láta
kaupendur vita.
Ríkissaksóknari gerir þær dóm-
kröfur að ákærðu verði dæmd til
refsingar, að Ingvar Sveinsson verði
sviptur rétti til að fá leyfi til verslun-
aratvinnu og að Ingvar Björnsson
verði sviptur leyfi til málflutnings
fyrir héraðsdómi. Þá er þess krafist
að ákærðu greiöi allan sakarkostnað.
-sme
SOLARDAGAR
ÞAÐ ER SÓL 0G SUMAR í HÚSGAGNAHÖUINNI
Dýrustu - flottustu verksmíöjur Evrópu
senda okkur það allra nýjasta af sófasettum
í húsgagnaáklæðum sem hafa
SÓL í HVERJUM ÞRÆÐI
Veistu hver tískan er í dag í bólstruðum húsgögnum - sófasettum?
Þú sérð hana í Húsgagnahöllinni í meíra úrvali en öllum hinum
húsgagnaverslununum tíl samans.
@
M0BLER
FAX 91-673511 SÍMI 91-681199
Hðsgagna4iöllin
REGENT MÖBEL Á ÍSLANDI
BILDSHÖFÐI 20 112 REYKJAVIK