Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1990, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1990, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 22. MAÍ 1990. Fréttir íslensk danspör í verðlaunasætum í stórri danskeppni í Englandi: Áhorfendur fögnuðu krökkunum óspart Danspör frá Nýja dansskólanum uröu í ööru og þriðja sæti í yfir eitt- hundrað para danskeppni í Black- pool í Englandi í fyrradag. Keppnin heitir Berkshire Ballroom and Latin, þar sem keppt var í standarddönsum og suður-amerískum dönsum. ís- lensku dasnspörin tóku þátt í báðum danskeppnunum og öttu þar kappi við yíir hundrað önnur pör. í stand- arddönsum urðu Ingvar Þór Geirs- son og Heiðrún Svanhvít Níelsdóttir í öðru sæti en Haukur Ragnarsson og Ester Inga Níelsdóttir í þriðja. í suður-amerískum dönsum sneru pörin röðinni við þar sem Haukur og Ester urðu í öðru sæti en Ingvar og Heiörún í þriðja. „Þetta var gífurleg erfltt fyrir krakkana og ég hef aldrei séð þau eins sveitt og eftir þessa lotu. En við höfðum áhorfendur með okkur. Þeir fögnuðu krökkunum og hvöttu þá óspart áfram. Okkur var gífurlega vel tekið af öllum. Það var alveg frá- bært,“ sagði Níels Einarsson, einn af stjórnendum Nýja dansskólans í Armúla, í samtali við DV í morgun. Þessi efnilegu pör munu taka þátt í erfiðri og Ijölmennri danskeppni í Blackpool um næstu helgi, British Open Competition. Þar verða um fjögur hundruð pör frá öllum heims- hornum auk þess sem þrjú íslensk pör eru á leiðinni utan til þátttöku. „Það verður miklu meiri harka í þessari keppni um helgina heldur en í fyrradag." Þessi pör frá Nýja dansskólanum urðu framarlega í íslandsmeistara- keppninni í Hafnarfirði í apríl. Þar sigruðu Ingvar og Heiðrún í suður- amerískum dönsum og urðu í öðru sæti í standarddönsum. Haukur og Ester urðu þá í þriðja sæti í stand- arddönsum og íjórða í suður-amer- ískum. Níels sagði að mikið væri um dans- keppnir í Englandi og því fengur fyr- ir krakkana að komast þangað. Hér á landi væru kannski tvær dans- keppnir á ári og því ekki eins mikil keppnisreynsla sem þau öðluöust. -hlh Togaraaflinn á Akranesi: Rúm 6600 tonn fyrstu fjóra mánuði ársins Sigurður Sverrisson, DV, Akranesi: Heildaraíli Skagatogaranna fimm var 6003 lestir fyrstu fjóra mánuði ársins. Brúttóverömæti aflans er 265 milljónir króna. Sturlaugur H. Böðvarsson, sem er í eigu HB & Co„ er aflahæstur Akra- nestogaranna með 1864 tonn frá jan- úarbyrjun til aprílloka en Haraldur Böðvarsson, hinn togari HB & Co„ kemur næstur með 1430 tonn. Höfðavík hafði í apríllok borið 1297 tonn að landi, Krossavík 1212 tonn og Skipaskagi 800 tonn. Þurfa að greiða Qallskil eftir fasteignamati: Hef ekki átt kind í 15 ár en verð samt að borga - segir RunólfUr Guðmundsson bóndi að Skáldabúðum „Eg er kúabóndi og hef ekki átt kind í 15 ár en samt viröist ég þurfa að greiða fjallskil. Fyrir þremur árum neitaði ég að borga á þeim forsendum að ég hefði engan fram- leiðslurétt en þá er málið bara komið til lögfraeðings," sagði Run- ólfur Guðmundsson, bóndi að Skáldabúðum í Gnúpverjahreppi, en hann hefur átt í stríði við hreppsyfirvöld vegnafjallskila sem hann neitar að borga. Fjallskil eru reiknuð með tvenn- um hætti: 1/3 er greiddur sam- kvæmt fasteignamati en 2/3 sam- kvæmt fjölda vetrarfóðraðs fjár. Þessi fasteignaviðmiðum gerir það að verkum að fjöldi aðila, sem kem- ur ekkert nálægt sauðfjárbúskap, þarf að greiöa kostnað vegna fjall- skila. Má þar nefna aðila eins og sumar- bústaðaeigendur, loðdýrabændur, svína- og kjúklingabændur, garð- yrkjumenn og Skógræktina. Run- ólfur sagði að þessi upphæð væri vissulega ekki há, þetta væru um tvö til þrjú þúsund krónur í hans tilviki. Hann sagöi að þetta væri því spurning um grundvallaratriði þó hann gerði sér grein fyrir að sauðfjárbændur réðu ekki við þetta sjálfir. Oþarfi að reka á fjall Fjallskilagjald stendur undir kostnaði við að smala afréttinn og girða hann af. Runólfur sagöist telja að þessi mál væru á villigötum því sífellt minni ástæða væri til þess að reka fé á fjall. Allir vissu um ástand gróðurs þar en niðri í sveitum væru víða stór landsvæði sem lítíð sem ekkert væru nýtt og færu á kaf í sinu. Þá benti hann á ýmsar mótsagnir eins og þær að eftir því sem sauöfjárbændur eiga meíra land og hafa því meiri mögu- leika á að hafa það heima, því meira verða þeir að greiða í fjall- skil. Að sögn Steinþórs Ingvarssonar, oddvita Gnúpveija og bónda í Þrándarlundi, þá er Runólfur eini maðurinn sem hefur gert athuga- semd við þessa greiðslu. „Mönnum hefur ekki þótt þetta ósanngjamt en auðvitað má vera að það þurfi að breytaþessu eitthvaö. Svona eru hins vegar lögin í dag,“ sagði Stein- þór en stuðst mun vera við reglu- gerð frá 1975 í þessu tilviki. Steinþór sagðist ekki vera sam- mála hugmyndum um að hætta upprekstri fjár á afrétti og sagði að margir sauðfjárbændur teldu það nauðsynlegt vegna þess aö féð yrði vænnaþar. -SMJ Ingvar Þór Geirsson og Heiðrún Svanhvít Níelsdóttir unnu til verðlauna, ásamt Hauki Ragnarssyni og Ester Ingu Nielsdóttur, í stórri danskeppni í Blackpool í fyrradag. DV-mynd GVA Úrtökumót fyrir heimsbikarkeppnina: Jóhann og Jón L. tefla í Moskvu - sterkasta skákmót sem ég Tveir íslenskir stórmeistarar í skák, Jón L. Árnason og Jóhann Hjartarson, eru farnir til Moskvu til að tefla í úrtökumóti fyrir heims- bikarmótin. Á þessu úrtökumóti, sem stendur í tvær vikur, tefla fimm- tíu stórmeistarar víðs vegar að úr heiminum. „Þetta verður mjög sterkt og erfitt mót, líklega það sterkasta sem ég hef tekið þátt í,“ sagði Jón í samtali við DV. „Við erum frekar neðarlega í stigum en keppt er um tólf efstu sæt- in sem gefa rétt til þátttöku í næstu hrinu heimsbikarmótanna." Jón vann sér þátttökurétt í úrtöku- mótinu á Mallorca í desember síðast- liönum en Jóhann af því að hann keppti í síðustu heimsbikarkeppni. Tefldar verða ellefu umferðir eftir Monradkerfi. Ekki vita þeir félagar við hverja þeir tefla því raðað verður hef tekið þátt í, segir Jón L. á borðin á staðnum. Fyrsta skákin verður tefld á miðvikudag. „Þama verður fjöldi sovéskra stór- meistara og nokkrir frá Vesturlönd- um. Reglurnar em þannig að fjöldi í vinningssætum frá hverri þjóð er takmarkaður við fjóra sem gefur fleirum möguleika á þvi að vera í einhverju af tólf efstu sætunum." Engir skákmenn keppa þarna frá hinum Norðurlöndunum og tveir ís- lendingar í sama mótinu er nokkuð hátt hlutfall frá einni þjóð. „Við gerum okkur ekki alltof mikl- ar vonir en reynum að standa okk- ur,“ sagði Jón L. Árnason. Að þessu móti loknu fara Jón og Jóhann til keppni í Murcia á Spáni og munu Helgi Ólafsson og Margeir Pétursson slást í för með þeim. -JJ GuUpálminn i Cannes: Mynd Sigurjóns fékk pálmann Það var mynd bandaríska leik- stjórans David Lynch, Wild at Heart, sem vann gullpálmann á kvik- myndahátíðinni í Cannes í Frakk- landi en úrslitin voru tilkynnt í gær. Framleiðandi myndarinnar er Propaganda films sem er að hluta til í eigu Siguijóns Sighvatssonar. Lynch hefur unnið mikið fyrir Propaganda films undanfarið og er það samstarf farið að bera ríkulegan ávöxt. Má þar nefna sjónvarps- myndaþættina Twin Peaks sem nú njóta mikila vinsælda í Bandaríkjun- um. Lynch er enginn byijandi í fag- inu en fyrri myndir hans eru Eraser- head, The Elephant Men, Dune og Blue Velvet. -SMJ Stórmeistaramót: Seirawan sigraði en Karpov varð þriðji Bandaríski stórmeistarinn Yasser Seirawan kom mjög á óvart og sigraði á miklu stór- meistaramóti í Haninge við Stokkhólm í Svíaríki, sem lauk á sunnudag. Hlaut heilum vinningi meir en Anatoly Karpov, fyrrum heimsmeistari, sem fyrir mótið var talinn sigurstranglegastur keppenda. Karpov varð að láta sér nægja þriðja sætið. í lokaum- ferðinni á sunnudag gerði hann jaftitefli á svart við Ungverjann Guyla Sax og Seirawan gat þá leyft sér að semja um jafntefli við sænska alþjóðameistarann Jonny Hector á hvítt. Lokastaðan á mótinu þessi: 1. Seirawan 8,5 v. 2. Ehlvest, Eistlandí, 8 v. 3. Karpov 7.5 v. 4. Lev Polugajevski, Sovét, 6.5 v. en hann sigraði á Haninge- mótinu 1988. 5. Ulf Andersson, Sviþjóð, 6 v. 6. Sax 5,5 v. 7.-8. Hector og Lars Karlsson, Svíþjóð, 4.5 v. 9,- 10. Van der Wiel, Hol- landi, og Ferdinand Hellers, Sví- þjóð, 4 v. 11.-12. Lubomir Ftacnik, Tékkóslóvakíu, og Aleksander Wojtkiewicz, Póllandi, 3,5 v. Ftacnik sigraði á Haninge- mótinu í fyrra en varð nú neöstur ásamt Pólverjanum. Mikið fall það. Allir keppendumir á mótinu em stórmeistarar nema Hector ogWojkiewicz. -hsím varð Jaan Mál ákæruvaldsins gegn for- svarsmönnum Þýsk-íslenska veröur tekiö fyrir hjá Sakadómi Reykjavíkur að loknum sumar- leyfum. Ein ástæða þess að ekki var hægt aö hefja meðferð máls- ins fyrr er sú að verjandi Ómars Krlsfjánssonar forstjóra, Jón Steinar Gunnlaugssonhæstarétt- arlögmaður, er bundinn yfir Haf- skipsmálinu þar sem hann ver Helga Magnússon sem var endur- skoðandi Hafskips. Helgi I. Jónsson sakadómari er dómari í málinu. -sme Eftirspurn Eftirspurn eftir vinnuafli virð- ist hafa aukist verulega í apríl ef miðað er við siðustu könnun sem gerð var í janúar. Könnunin er gerð á vegum Þjóðhagsstofnunar og vinnumálaskrifstofu félags- málaráðuneytisins og var leitað til fyrirtækja í öllum atvinnu- greinum. í apríl töldu atvinnurekendur þörf á að fjölga um 150 störf sem er um 0,2% af heildarmannafla atvinnugreina í úrtakinu. í jan- úar töldu þeir hins vegar þörf á aö fækka störfum uiri tæplega 400. Þessar niðurstöður gefa til kynna ákveöin umskipti í viiinu- aflseftirspurn þar sem atvinnu- rekendur hafa talið þörf á fækk- un í öllum könnunum á síðasta ári sem svarar til tæplega 300 starfa að meðaltali. Á höfuðborgarsvæðinu ríkti nokkuð gott jafnvægi í óskum atvinnurekenda um breytingar á starfsmannahaldi. Á landsbyggö- inni telja atvinnurekendur æski- legt að fjölga um 150 störf í apríl þegar á heildina er litið. -SM J

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.