Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1990, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1990, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 22. MAÍ 1990. Fólk í fréttum Aðalsteinn Jörgensen Aðalsteinn Jörgensen og Jón Bald- ursson urðu í öðru sæti á hinu fræga Cavandish-móti i New York. Aðalsteinn er fæddur 18. nóvember 1959 á Skagaströnd og ólst þar upp til níu ára aldurs en fluttist þá til Hafnarfjarðar. Hann lauk stúd- entsprófi í Flensborgarskóla í Hafnarfirði 1979 og var verkamað- ur í Álverinu í Straumsvík 1979- 1985. Aðalsteinn hefur rekið Sölu- turn og Vídeóleigu Suðurlands á Selfossi frá 1985. Hann var í stjórn Bridgefélags Hafnaríjarðar 1980- 1984 og í stjórn Bridgesambandsins 1982-1985. Aðalsteinn var íslands- meistari í sveitakeppni í bridge 1985-1986 og 1988 og Islandsmeist- ari tvímenningskeppni í bridge 1989. Hann var Reykjanesmeistari í sveitakeppni í bridge 1982 og Reykjavíkurmeistari í sveita- keppni 1985-1986 og 1988-1989. Að-. alsteinn var bikarmeistari í bridge 1988 og vann sveitakeppni í bridge á síðustu Bridgehátíð 1990. Sambýl- iskona Aðalsteins er Guðlaug Jóns- dóttir, f. 30. mars 1957, skrifstofu- maður. Foreldrar Guðlaugar voru: Jón Þórðarson, trésmiður í Rvík og kona hans Laufey Stefánsdóttir. Systir Aðalsteins samfeðra er Vinnie Jörgensen, sjúkraliði í Dan- mörku. Foreldrar Aðalsteins eru Peter Jörgensen, b. Aulehöjegaard í Hel- lestedhaarlev á Sjálandi og Áslaug Hafsteinsdóttir, ráðskona í Lækja- skóla í Hafnarfirði. Systkini Ás- laugar eru: Jóninna þórey, hús- móðir á Skagaströnd gift Ólafi Guð- laugssyni, verkamanni á Skaga- strönd; Ragnheiður Birna, hús- móðir á Skagaströnd, gift Jósef Stefánssyni, fyrrv. útgerðarmanni á Skagaströnd; Pálína Margrét, húsmóðir í Rvík gift Þórði Krist- jánssyni verslunarmanni í Rvík; Ingibjörg Fríða, gift Karli Bemdsen vélsmiði á Skagaströnd; Guðný Aðalbjörg, stöövarstjóri á Skaga- strönd, gift Herði Ragnarsyni vöru- bílstjóra; Ólína Gyða, húsmóðir á Akureyri, starfar á barnaheimili á Akureyri, gift Lúðvík Jónssyni, öryggisverði. Áslaug er dóttir Hafsteins, kaup- manns, og rithöfundar í Reykholti á Skagaströnd Sigurbjarnarsonar og konu hans Laufeyjar Jónsdóttir. Hafsteinn var sonur Sigurbjamar b. á Signýjarstöðum í V-Línakradal og konu hans Ragnheiður Stefáns- dóttur. Laufey var dóttir Jóns, bátsformanns á Brúarlandi á Skagaströnd Bjamasonar, b. á Höfðahólum á Skaga. Móðir Lauf- eyjar var Ólína ljósmóðir Siguröar- dóttir, b. á Lækjarbakka á Skaga- strönd Ólafssonar. Móðir Ólínu var Steinunn Ólafsdóttir vinnumanns á Kollaijarðarnesi Eyjólfssonar. Móðir Steinunnar var Katrín, syst- ir Jóns, foður Björns prófasts í Miklabæ, afa prestanna Bjöms Jónssonar á Akranesi, Jóns Bjarm- ans, sjúkrahúsprests á Landsspíta- lanum, Ragnars Fjalars Lárusson- ar í Rvík og Stefáns Lárussonar á Odda. Katrín var dóttir Magnúsar b. á Gestsstöðum í Tungusveit í Strandasýslu Rlugasonar b. í Gröf Dlugasonar b. á Kolbeinsá Halls- sonar. Móðir Illuga á Kolbeinsá var Hólmfríður Teitsdóttir prests í Bitruþingum Einarssonar prófasts á Stað í Steingrímsfirði Sigurðsson- ar prófasts á Breiðabólstað í Fljóts- Aðalsteinn Jörgensen. hlíð Einarssonar prófasts og skálds í Heydölum Sigurðssonar. Afmæli Sigurður M. Helgason Sigurður M. Helgason, fyrrv. borg- arfógeti í Reykjavík, Tómasarhaga 35, Reykjavík, er áttræður í dag. Sigurður fæddist í Lykkju á Akra- nesi. Hann lauk prófl frá Samvinnu- skólanum 1928, stúdentsprófi frá MR1934 og embættisprófi í lögfræði við HÍ, 1940. Sigurður var settur lögreglustjóri í Bolungarvík 1940 og gegndi þvi starfi til 1945, var bæjarfógetafull- trúi á Akureyri 1945 og settur sýslu- maður í Eyjafirði og bæjarfógeti á Akureyri 1958-59 og oft endra' nær í forföllum. Þá var hann skipaður borgarfógeti í Reykjavík 1967 og gegndi því starfi til 1980. Sigurður var kosinn í yfirkjör- stjórn Noröurlandskjördæmis eystra 1959, kjörinn í yfirkjörstjórn við bæjarstjórnarkosningarnar á Akureyri 1953 og 57, sat í niðurjöfn- unamefnd á Akureyri 1953-57, skip- aður formaður i sjúkrasamlags- stjórn Hólshrepps, Bolungarvík 1944, formaður umferðamefndar á Akureyri frá 1956, formaður í stjórn byggingarsamvinnufélagsins Garðs á Akureyri frá 1960 og í stjórn þess frá 1946. Sigurður kvæntist 18.5.1940, Þor- björgu Gísladóttur, f. 16.8.1917, dótt- ur Gísla Kristjánssonar, skipstjóra frá Lokinhömrum í Amarfirði, og konu hans, Guðnýjar Guömunds- dótturHagalín. Böm Sigurðar og Þorbjargar: Guðný, f. 27.8.1941, frönskukennari við Kvennaskólann í Reykjavík, gift Héðni Jónssyni menntaskólakenn- ara og eiga þau tvö börn; Guðrún Kolbrún, f. 15.6.1943, d. 1983, var gift Þorsteini Geirssyni ráðuneytis- stjóra og eignuöust þau þrjú börn; Gísli Heimir, f. 22.1.1949, yfirlæknir í Kuwait, kvæntur Birnu Hjaltadótt- ur og eiga þau þrjú börn, og Helgi Máni, f. 13.3.1953, sagnfræðingur í Reykjavík, kvæntur Sofííu Baldurs- dóttur og eiga þau þrj ú börn. Systkini Sigurðar urðu tólf. Syst- kini hans: Hólmfríður, f. 26.9.1895, fyrrv. verslunarmaður í Reykjavík; Margrét, f. 3.12.1896, d. 3.9.1931; Hjörtur, f. 14.9.1898, fyrrv. kaup- félagsstjóri í Sandgerði; Tryggvi, f. DV Nýr umboðsmaður á STOKKSEYRI frá 22.5. ’90 Kristrún Kalmansdóttir Garði, sími 31302. MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ Lausar stöður Við íþróttakennaraskóla islands, eru lausar tvær stöður íþrótta- kennara. Æskilegar kennslugreinar sund, leikfimi og knattleikir. Umsóknarfrestur er til 15. júní 1990. Nánari upplýsingar gefur skólastjóri. STYRKTARFCLAG LAMAÐRAOG FATLAÐRA Sundnámskeið verður haldið á vegum íþróttafélags fatlaðra og Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra í sundlaug Sjálfs- bjargar Hátúni 12 og hefst það 1. júní nk. Innritun er hjá Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra sími 84999. 19.4.1900, fyrrv. útgerðarm. og for- maður Verkalýðsfélags Norður- lands; Lilja, f. 8.5.1901, d. 6.2.1920; Ásta, f. 9.10. húsmóðir í Reykjavík; Anna, f. 9.12.1904, húsmóðir og snyrtisérfræðingur í Reykjavík; Valdís, f. 8.3.1906, húsmóðir í Reykjavík; Júlía, f. 7.7.1907, hús- móðir í Reykjavík; Ingigerður, f. 9.8. 1908, d. 9.6.1951, gullsmiður í Reykjavík; Hansína, f. 23.3.1912, húsmóðir, og Jóhanna, f. 14.2.1914. Foreldrar Sigurðar voru Helgi Guðbrandsson, f. 23.7.1864, d. 20.7. 1945, verkamaður á Akranesi, og kona hans, Guðrún Blugadóttir, f. 25.6.1869, d. 5.9.1944, húsmóðir. Helgi var bróðir Steinunnar, móð- urömmu Ásgeirs Ellertssonar yfir- læknis. Helgi var einnig bróðir Brynjólfs, móðurafa Brynjólfs Helgasonar, aðstoðarbankastjóra Landsbankans. Helgi var sonur Guðbrands, b. á Klafastöðum 1 Borg- arfirði, bróður Bjarna, langafa Ólafs Bjarnasonar, prófessors í læknis- fræði. Bjarni var einnig langafi Gunnars í Þórshamri, föður Þor- Leiðrétting í afmælisgrein um Guðrúnu Guð- mundsdóttur þann 16.5. sl. féllu nið- ur línur úr texta með þeim afleiðing- um að einungis þrjú af sjö fóstur- börnum hennar voru þar nefnd, auk þess sem nafn eins þeirra misritað- ist. Fósturbörn Guðrúnar eru: Gísli Óskarsson; Magnús Guðnason; Ey- rún Guðnadóttir; Einar Steindór Guðnason; Jón Magnússon; Gunn- laugur Valtýsson og Jón Hafijörð. Eru hlutaðeigendur beðnir afsök- unar á þessum mistökum. Leiðrétting í afmælisgrein um Maríu Gunn- arsdóttur frá 17.5. sl. eru tvær mein- legar villur í kaflanum um systkini hennar. Þar er því haldið fram að María eigi þrjú systkini en reyndar eru þau fjögur. Sá bróðir Maríu, sem láðist aö geta um, er Aðalsteinn Gunnarsson, f. 12.11.1930, loft- skeytamaður í Réykjavík, kvæntur Kolbrúnu Þórisdóttur og eiga þau tvöbörn. Þá er þaö rangt sem fram kemur í greininni að Kristinn, bróöir Mar- íu, eigi fjögur böm, heldur eru þau sex. Hlutaðeigendur eru beðnir vel- virðingar á þessum leiðu mistökum. steins, leikara og arkitekts. Þá var Bjarni faðir Þórunnar, móður Bjama, b. í Vigur, fööur Baldurs, b. í Vigur, Sigurðar, fyrrv. sendiherra og Sigurlaugar, fyrrv. alþingis- manns. Annar bróðir Guðbrands var Magnús, afi Steinþórs jarð- fræðings, föður Sigurðar prófessors og Gerðar, fyrrv. borgarfulltrúa. Guöbrandur var sonur Brynjólfs, b. í Ytri-Hólmi, bróður Arndísar, langömmu Finnboga Rúts, föður Vigdísar forseta. Brynjólfur var sonur Teits, vefara við Innrétting- arnar í Reykjavík Sveinssonar. Móðir Helga á Akranesi var Margrét Helgadóttir, b. í Stórabotni, bróður Erhngs, langafa Þórmundar, fööur Jónatans prófessors. Helgi var einnig bróðir Sveins, langafa Guönýjar, móður Margrétar Guðnadóttur prófessors. Helgi var sonur Erlings, b. í Stórabotni Áma- sonar, og Margrétar Sveinsdóttur, prests í Landþingum Vigfússonar. Móðir Margrétar var Steinunn Gísladóttir, b. á Miðsandi Sveins- sonar, og Sigríðar Ámasonar, b. á 85ára Björn Gunnlaugsson, Álfhólsvegi 141, Kópavogi. 70ára_________________ Ragnhildur Árnadóttir, Barónsstíg 33, Reykjavík. María Helgadóttir, Kringlumýri 12, Akureyri. Jóna Jónsdóttir, Skarðshlíð 13H, Ákureyri. Guöbrandur Benediktsson, Staðarbakka 28, Reykjavík. 60 ára Sigrún Gisladóttir, Básahrauni 20, Þorlákshöfn. Birgir Hannesson, Hamraborg 38, Kópavogi. Sigurður M. Helgason. Krossi Þorsteinssonar. Móðir Sig- ríðar var Ellisif Hansdóttir Khngen- bergs, ættföður Klingenbergsættar- innar. Móðir afmæhsbarnsins var Guð- rún Illugadóttir, b. í Stóra-Lamb- haga í Borgaríirði Sigurðssonar. maí Sigurlaug Pálsdóttir, Þingvallastræti 35, Akureyri. Valgarður Friðjónsson, Ljósheimum 6, Reykjavík. Magni Kjartansson, Árgerði, Saurbæjarhreppi. 40 ára Róbert Atli Ciausen, Bergstaöastræti 33, Reykjavik. Sigríður Benediktsdóttir, Ljósheimum22, Reykjavik. Bergþóra Sigmundsdóttir, Dalsbyggð 10, Garöabæ. Einar Dagur Einarsson. Furugerði21, Reykjavík. Laufey Torfadóttir, Sunnufelh, Mosfellsbæ. Guðrún Hanna Micbelsen, Ásbúö43,Garðabæ. Laufey Stefánsdóttir, Brekkubæ 12, Reykjavík. Valdís J. Sveinbjömsdóttir, Víðimel 21, Reykjavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.