Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1990, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1990, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 22. MAÍ 1990. Fréttir Skoðanakönnun DV: Meirihlutinn heldur velli þrátt fyrir tap kratanna - A-flokkamir tapa miklu fylgi en Framsókn og Sjálfstæðisflokkur sækja á Samkvæmt niðurstööum skoðana- könnunar DV hafa A-flokkamir tap- að miklu fylgi á Akureyri. Framsókn hefur hins vegar unnið nokkuð á og sama er að segja með Sjálfstæðis- flokkinn. Nýju framboðin tvö, Kvennalisti og Þjóðarflokkur, fá hins vegar ekki þaö fylgi í könnun DV að það nægði til að koma að manni. Þrátt fyrir nokkrar sviptingar héldi meirihlutasamstarf sjálfstæðis- manna og Alþýðuflokks miðað við niðurstööur skoðanakönnunar DV. Valdahlutfolhn myndu hins vegar breytast þar sem kratar misstu tvo menn og sjálfstæðismenn ynnu einn. í stað þess að hafa 7 bæjarstjórnar- fulltrúa af 11 hefði meirihlutinn 6. Valdahlutfóllin myndu einnig breytast hjá minnihlutanum. Fram- sókn fengið fjóra menn í stað tveggja en Alþýðubandalagið missti annan manninn sinn. Framsókn vinnur á en allaballar tapa miklu Framsóknarflokkurinn hefur unn- ið mest á frá síðustu kosningum. Þá fékk flokkurinn 21,4 prósent atkvæða og tvo menn kjöma. í könnun DV mæhst fylgi hans 29,6 prósent sem nægir til að koma fjórum mönnum að. Flokkurinn gerir því gott betur en að vinna upp fylgistap sitt frá síð- ustu kosningum. Alþýðubandalagið hefur hins veg- ar ekki unnið á stjórnarandstöðutíð sinni. Flokkurinn fékk 19,8 prósent atkvæða í síðustu kosningum og tvo menn kjörna. í könnun DV mælist fylgi hans hins vegar 10,1 prósentu- stigi minna eða 9,7 prósent. Það þýö- ir að flokkurinn myndi missa annan manninn sinn samkvæmt niðurstöð- um könnunar DV. Sjálfstæðismenn auka við sig en kratar tapa Sjálfstæðisflokkurinn vinnur á frá síðustu kosningum. Þá fékk flokkur- inn 35,2 prósent atkvæða og fjóra menn kjöma. Nú mæhst fylgi hans 39,6 prósent og myndi það duga til að fá flmmta manninn inn miðað við niðurstöður könnunar DV. Alþýðuflokkurinn, samstarfsflokk- ur sjálfstæðismanna í bæjarstjórn, hefur hins vegar tapað miklu fylgi. Hann fékk 21,7 prósent atkvæða í síðustu kosningum og þrjá menn kjörna. Nú mælist fylgi hans 12,0 prósent eða 9,7 prósentustigum lægra. Miðað við niðurstöður könn- unar DV myndi flokkurinn tapa tveimur af þremur mönnum í bæjar- stjóm. Miðað við þessar niðurstööur myndi samsetning meirihlutans Andapollurinn á Akureyri. Skoðanakönnun DV, Akureyri Kosningar 1986 Könnun 1990 19,8% V 4,7% 4,4% 9,7% 21,4% 29,6% breytast úr fjórum sjálfstæðismönn- um og þremur krötum í flmm sjálf- stæðismenn og einn krata. Nýju framboðin koma ekki manni að Nýju framboðin tvö, KvennaUsti og Þjóðarflokkur, koma ekki manni að miðað við niðurstöður könnunar DV. KvennaUstinn fær 4,7 prósent fylgi og Þjóðarflokkurinn 4,4 prósent. Þessir tveir flokkar fá 9,1 prósent samanlagt ogviröast sækja þaö fylgi til A-flokkana sem tapa samanlagt 19,8 prósentustigum. Samanlögð við- bót Framsóknar og Sjálfstæðisflokks er hins vegar 12,6 prósentustig. Það hafa því orðið miklar sviptingar í bæjarpóUtíkinni á Akureyri frá kosningum. í skoðanakönnun DV sögðust 37 prósent vera óákveðnir og 6,2 pró- sent neituðu að svara. Þeir sem tóku afstöðu voru því 56,8 prósent af úr- takinu. Úrtakið var 600 manns á kjörskrá á Akureyri og skiptust þeir jafnt á milli kypja. Spurt var: Hvaða Usta myndir þú kjósa ef bæjarstjómar- kosningar færu fram nú? -gse W I konnuninni „Ég kýs Framsókn þó ég sé ekkert voðalega ánægð með þá,“ sagði kona. „Það er engin spurning hjá mér. Ég kýs SjáU- stæöisflokkinn," sagði karl. „Bæjarstjómin hér er steind- auð. Ég sé ekki aö ég geti kosið neinn þeirra flokka sem bjóða fram,“ sagði annar karl. „Ég vona að vinstri menn komist að, ekki veitir af,“ sagði kona. „Framsóknarmenn eru stað- fastir og ég ætla að kjósa þá,“ sagði önnur kona. „Alþýðu- bandalagið er með sterkan Usta þó flokkurinn sé orðinn svona og svona,“ sagði þriðja konan. „Ef þið gætuð sent okkur al- mennflega sjálfstæðistnenn hingað norður þá myndi ég kjósa þá,“ sagði karl. „Ég hef pft veriö óákveöin en aldrei eins; og núna. Ætli ég kjósi ekki bara Framsókn eins og mér var kennt að gera í gamla daga,“ sagði kona. „Ég kýs Alþýðu- bandalagið bara tU að íhaldið komist ekki að,“ sagði karl. „Mig langar til að prófa Þjóöar- flokkinn fyrst hann er að bjóða fram,“ annar karl. „Framsóknarflokkurinn -héfur reynst þjóðinni best og þvi er skylt að kjósa hann á sem flest- um vígstöðvum karlinn. sagði þriðji Niðurstöður skoðanakönnunarinnar urðu þessar: Innan sviga eru úrslit síðustu kosninga til samanburðar. Af úrtaki Af þeim sem tóku afstöðu Fulltrúar Alþýðuflokkur 6,8% 12,0% (21,7%) 1(3) Framsóknarflokkur 16,8% 29,6% (21,4%) 4(2) Sjálfstæðisflokkur 22,5% 39,6% (35,2%) 5(4) Alþýðubandalag 5,5% 9,7% (19,8%) 1(2) Kvennalisti 2,7% 4,7% (-) -(-) Þjóðarflokkur 2,5% 4,4% (-) -H Svaraekki 6,2% Óákveðnir 37,0% ræður Félagsmálastefnan Það er að koma æ betur í ljós að landið er að breytast í eina alls- herjar félagsmálastofnun. Dæmin blasa hvarvetna við. í Reykjavík reka sjálfstæðismenn stærstu fé- lagsmálastofnun Vesturlanda aö því er manni skUst, en þá er að vísu miðað við hina alkunnu höfða- tölureglu. Gestir og gangandi fá nóg að bíta og brenna í borg Davíðs án þess að spurt sé um ætt eða uppruna. Engum er úthýst nema rónunum. Borgin vill ekki hýsa þá yfir blánóttina nema þeir séu blá- edrú. En rónar eru ekki rónar ef þeir eru edrú og margir úr þessum hópi ófúsir aö draga niður flaggið hváð sem Davíð tautar og raular. Hefur þetta því æxlast þannig að Böðvar lögreglustjóri veitir rónum sem eru rónar ókeypis gistingu á kostnað ríkisins sem er lýsandi dæmi um samstarf ríkis og sveitar- félaga á félagsmálasviðinu. Þeir rónar sem ekki eru rónar fá hins vegar að sofa í gistihúsi félagsmála- stofnunar borgarinnar en eru reknir út í morgunsárið og gisti- húsinu læst til kvölds. Frambjóð- endur annarra flokka en Sjálfstæö- isflokksins hafa fundið að þessu fyrirkomulagi og krefjast því bygg- ingar fleiri dagvistunarstofnana þar sem rónar sem eru edrú geta unað við hannyrðir og fóndur. Lengi vel var félagsmálastofnun Sambandsins með þeim stærstu á landinu. Sambandið rak kaupfélög hingaö og þangað um landið með bullandi tapi svo fólkið gæti gengið í niðurgreiddum Gefjunarfótum og síðar Álafossúlpum þegar þaö var að kaupa smjörlíki og kafli í kaup- félögunum undir framleiðsluveröi. Sömuleiðis rak Sambandið frysti- hús með bullandi tapi meðfram allri strandlengjunni til að félags- menn kaupfélaganna hefðu laun- aða vinnu og gætu eytt hýrunni í eigin búöum. Þetta fyrirkomulag þótti gefast vel áratugum saman þar til Sambandið varð fyrir þeirri ógæfu að ráða til sín mann í for- stjórastól sem hafði kynnst öðrum starfsháttum vestur í Ameríku. Hann fór þegar að virtna gegn fé- lagsmálastefnu SÍS og heimta arð með þeim skelfilegu afleiðingum að kaupfélög og frystihús rúlla hvert á fætur ööru og ættaróðalið sjálft í upplausn og vandræðum. Sem leið út úr vandanum hefur verið ákveðið að grípa til þess ráðs að leggja Sambandið niður sem slíkt og breyta því í mörg hlutafélög sem ætlað er að beita sér gegn fé- lagsmálastefnu frumherjanna. Merkinu verður engu að síður haldið á lofti bak viö tjöldin þar sem Sambandið brá á það snjall- ræði að gera frystihúsin út á kostnað félagsmálasjóöa ríkisins sem eru margir og heita ýmsum nöfnum. Þykir happadrýgra að gera út á þessa sjóði en Sambands- sjóðina, sérstaklega eftir að hinir síðarnefndu gufuðu upp. En félagsmálastefnan á sér víða hauk í horni og jafnvel þar sem menn áttu síst von á. Nú er komið í ljós að heildsalar í landinu reka umfangsmikla starfsemi í þessa veru. Þeir selja vörur sínar til kaupmanna sem selja þær síðan áfram til neytenda á sérlega hag- kvæmu verði og hefur þetta orðið mörgum fátæklingnum til bjargar. Að vísu fylgir sá böggull skamm- rifi að vegna þess hve kaupmenn selja vörurnar ódýrt hafa þeir ekki efni á að borga heildsölunum því kaupmenn þurfa að borga ýmislegt annað svo sem afborganir til pen- ingafyrirtækja sem ekki hafa tekið upp félagsmálastefnu gagnvart al- menningi. En heildsalar taka þessu af karlmennsku. Koma fram í fjöl- miðlum og segja að þeir séu bara ánægðir yfir því að varningur þeirra hafi satt svanga maga al- mennings en það væri að vísu verra ef kaupmenn hefðu stungið . einhverju af þessu framlagi í eigin vasa. Vinstri menn í landinu töldu sig lengi vel hafa einkarétt á félags- málapökkum en eiga nú fullt í fangi með að yfirbjóða sjálfstæðismenn á þessu sviði. Helsta baráttumál vinstri flokkanna í Reykjavík er að borgarstjóri þeirra ferðist um á reiöhjóli. Þetta er auðvitaö angi af félagsmálstefnu sænskra krata, en á sínum tíma var það sú mesta upphefö sem gat hent sænska krataráðherra að verða bráð- kvaddir í strætó. En nú verður enn að herða róðurinn á félagsmála- sviðinu og þá ekki síst hvað varðar dagvistunarmálin. Mörg hundruð unglingar fá ekki vinnu í sumar og ekki er hægt aö ætlast til að þeir geti verið heima hjá sér eða uni við dýraskoöun eða fótbolta- leiki aUan daginn. Við verðum að koma upp dagvistun fyrir unglihg- ana, fyrir rónana sem eru edrú óg ekki edrú, fyrir frambjóðendur sem ekki komast að og svona mætti lengi telja. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.