Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1990, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1990, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 22. MAÍ 1990. 13 Ellihrörnun í ( skólum landsins Ég er einn heima, var heiti á sjón- varpsþætti sem sýndur var fyrir stuttu. Þarft umræðuefni sem allt of lítið er rætt um í íslensku þjóð- félagi. Það er eins og foreldrar skammist sín fyrir að viðurkenna að börnin eru ein heima frá því skóla lýkur þar til mamma eða pabbi kemur heim. Staðreyndin er engu aö síður sú að meginþorri barna á grunnskólaaldri þurfa að vera einsömul heima þar sem þjóð- félagið býður ekki upp á annað. í langflestum tilfellum er ekki hægt að reka heimilisreikning á eins manns launum. Lágmarkslaun duga ekki einu sinni fyrir mat ofan í fjögurra til flmm manna íjöl- skyldu og því síður klæðnaði. Sumir skólar virðast gjörsamlega líta fram hjá þessari staðreynd. Skóli sá þar sem börnin mín stunda nám, Lækjarskóli í Hafnarfirði, sem er meö elstu skólum landsins, virðist t.d. enn starfa eftir þeim reglum sem settar voru fyrir fimm- tíu árum. Sjö ára börn eiga engan kost á að vera í skóla á öðrum tíma en eftir hádegi og tíu ára fyrir há- degi, Það er því útilokað að systkini á þessum aldri geti verið samtímis í skólanum og móðirin unnið utan heimilis á þeim tíma. Aðeins þetta htla dæmi er glöggt sýnishorn á því hvað skólar hunsa óskir foreldra. Að hægt sé að velja skólatíma, svo ekki sé talað um samfelldan skóla- dag, sem virðist alls staðar vera sjálfsagt mál nema á íslandi. Allir foreldrar þekkja líka hlaup í og úr skóla vegna aukatíma á annarleg- um tímum. Samfelldur skóladagur Það er mér hulin ráðgáta að fyrir hverjar einustu kosningar er sta- glað á að brýn þörf sé á lagfæring- um dagvistarmála en sjaldan eða aldrei minnst á samfelldan skóla- dag. Dagvistarmál skipta vitaskuld miklu máli en það er þó fyrst þegar börn byrja í skóla sem veruleg út- gjaldaaukning verður á heimilinu og því'meiri ástæða fyrir báða for- eldra að vinna úti. Menntamála- ráðherra impraði á því fyrir stuttu að lengja veru sex ára barna um að minnsta kosti einaklukkustund í skólanum. Nokkuð sem hefði átt að vera sjálfsagt mál þegar grunn- skólakerfinu var breytt hér um árið. Þá kom einnig fram að kennslustundum hefur fækkað frá því sem áður var. Þessi fækkun kennslustunda hefur komið niður á börnunum. Þau fara hratt yfir námsefnið og oftar en ekki gleym- ist að útskýra einstök atriði þannig að börnin lesa bækur án þess að skilja þær. Þetta útheimtir aukna vinnu fyrir foreldra með börnum sínum þegar farið er yfir heima- námið. Eðlilegast væri því sam- felldur skóladagur þar sem heima- vinnan væri að mestu unnin í skó- lanum. Manni fyndist að minnsta kosti að það væri í takt við tíðar- andann. Honum verður ekki svo auðveldlega breytt. Tíðarandinn þarf að breytast Undarlegt þykir mér þegar fólk setur sig í dómarasæti og dæmir, sérstaklega mæður, fyrir að skilja börnin sín ein heima meðan þær vinna úti. Það hefur enginn efni á að dæma aðra. Allflestar mæður myndu eflaust kjósa að sinna heim- ili og börnum ef þær hefðu kost á því. Við getum alls ekki borið sam- an þjóðfélagið fyrir þrjátíu árum og nú. Það eru breyttir tímar og Kjallariim Elín Albertsdóttir biaðamaður aðstæður allt aðrar og þeim verð- um við að aðlagast hvort sem okk- ur líkar betur eða verr. Skólarnir eru eins og gamlar kerlingar sem geta á engan hátt aðlagast nútím- anum. Kerlingarnar hafa hrörnað meö aldrinum og gott ef ekki eru komin ellimörk á einstaka skóla landsins. Vegna mikillar umræðu í þjóð- félaginu um blessuð börnin sem skilin eru eftir ein heima hefur samviskubit foreldra magnast. Foreldrar saka sig um lélegt upp- eldi og gera í staðinn allt of mikið fyrir börnin. Það skal ég skýra nán- ar. Ef barnið er eitt heima og biður t.d. um peninga fyrir einhverju þá er algengt að foreldrar hugsi sem svo: Greyið er alltaf einn heima. Ég verð að gera eitthvað fyrir hann í staðinn. Allt er látið eftir bömum nútímans og í staðinn verða þau kröfuharðari á foreldra sína og frekari. Það er kannski erfitt að kyngja þessu en svona er þetta. Börn nútímans þurfa ekki að axla ábyrgð vegna sektarkenndar for- eldranna, sem aftur verður til vegna þjóðfélagsumræðu. Með breyttu hugarfari fólks og með því að setja umræðuna fram á skyn- samari hátt, þar sem litið yrði á það sem eðlilegan hlut að börn gætu séð um sig einhverja klukkutíma á dag, yrði allt viðhorf öðruvísi. Og þá þyrfti að sjálfsögðu hjálp skól- anna. Ég er líka sannfærð um að breyting í þessa átt komi þessum einstaklingum til góða þegar þau komast á hin erflðu-unglingsár. Frægir íslendingar einir heima Ekki veit ég betur en að einstæð- ar mæður, fráskildir, ekkjur og ekklar, fyrri ára hafi getað komið góðum borgurum á legg. Margir þekktir íslendingar ólust upp hjá einstæðu foreldri. Viðhorfið var allt annað fyrir t.d. tuttugu árum gagnvart börnum sem voru ein heima. Að sjálfsögðu lenda alltaf einhveijir einstakhngar í ógæfu en ekkert frekar börn einstæðra en giftra. Ég á vinkonur sem eru börn fráskildra foreldra. Þær voru iðu- lega einar heima á daginn meðan móðir þeirra vann úti. Þá datt börnum ekki í hug að kvarta eða heimta vegna þess að þau þurftu að vera ein heima. Það var bara litið á það sem sjálfsagðan hlut. Þessar vinkonur mínar ólust ekk- ert öðruvísi upp en ég eða aðrir sem bjuggum með báðum foreldrum. Þetta var fyrir tuttugu árum en þá snerist umræðan ekki um þetta mál í þjóðfélaginu. Ég man ekki betur en maður hafi selt blöð og merki til að eignast peninga. Ábyrgðin var talsverð hjá börnum og unglingum enda var ekki hægt að fá allt upp í hendurn- ar. Aginn var meiri í skólum og hver einstaklingur, þó hann væri ungur, sjálfstæðari. Börn voru dugleg að vinna í sveitum, í fisk- vinnslu og þess háttar. Heitir það ekki barnaþrælkun nú til dags? Nú kostar stórfé að senda barn í sveit. Jafnvel íþróttafélögin þurfa greiðslur mánaðarlega frá börnun- um. Ekki skal ég lasta áhuga barna á íþróttum en peningaplokkið er orðið umhugsunarefni. Allt kostar mikla peninga og undir þeim kostnaði þurfa foreldrar að standa. Sjálfstæðir og ábyrgir ein- staklingar Vissulega heyrir maður ótrúleg- ar sögur eins og þær að börnin hafi ekki lykla að heimili sínu og verði að bíða utandyra þar til for- eldrar koma heim. Slíkt telst til afbrigðilegra málefna sem þurfa sérstaka umfjöllun, um það er ég sammála. Ég get þó ekki ímyndað mér að þannig tilfelli séu mörg. Einnig er ótrúlegt að heyra um vanhirt og vannærð börn. Slík mál ættu að skoðast á réttum stöðum og þá er enginn betri til að láta vita um slíkt nema skólinn. Hann hefur engan rétt til að þegja yfir slíku og málin eiga þá að fara til réttra að- ila. Ég vil þó leyfa mér að halda því fram að foreldrar sem vinna úti hálfan eða allan daginn hugsi vel um börnin sín og gefi þeim góðan tíma þegar þeir eru heima. Með þessari grein vil ég benda á þá stað- reynd að flest börn eru vel alin þrátt fyrir útivinnu foreldra. Kannski hafa þau það of gott. Það er börnum nauðsynlegt upp á síð- ari ár að vera sjálfstæðir og ábyrg- ir einstaklingar. Þau þurfa að læra að lífið er líka mótstreymi og undir það verða þau að vera búin. Þess vegna þurfa skólarnir að taka sig á. Krafan er samfelldur skóladagur eða val um skólatíma fyrir eða eftir hádegi fyrir ólíka aldurshópa. Almenningur þarf líka að breyta viðhorfi sínu og foreldrar eiga ekki aö hafa sektarkennd vegna vinnu sinnar. Það er ekki nokkur spurning að allar venjuleg- ur mömmur og venjulegir pabbar þurfa bæði að vinna úti til að börn- in þurfi ekki að svelta og ekki síður svo þau eigi sér öruggt húsaskjól. Við eigum að búa þau undir fram- tíðina í takt við tíðarandann. Elín Albertsdóttir blaðamaður „Það er eins og foreldrar skammist sín fyrir að viðurkenna, að börnin eru ein heima frá því skóla lýkur, þar til mamma eða pabbi kemur heim.“ ER SMÁAUGLÝSINGA BLADID SIMINNER Sveitarstjóri Starf sveitarstjóra Reyðarfjarðarhrepps er laust til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 15. júní nk. Umsóknum ber að skila skriflega á skrifstofu Reyðar- fjarðarhrepps, Austurvegi 1, Reyðarfirði. Sveitarstjórinn, Reyðarfirði. 35-50% AFSLÁTTUR Rýmum fyrir nýjum gerðum af gólfdúkum. Seljum á næstu dögum gott úrval af gólf- dúkum. HARÐVIÐARVAL HF. KRÓKHÁLSI 4 R. Sími 671010 Starfslaun Ríkisútvarpsins til höfunda útvarps- og sjónvarpsefnis Ríkisútvarpið auglýsir starfslaun til höfundar eða höf- unda til að vinna að verkum til frumflutnings í Ríkisút- varpinu, hljóðvarpi eða sjónvarpi. Starfslaunum geta fylgt ókeypis afnot af íbúð Ríkisútvarpsins í Skjaldarvík í Eyjafirði. Starfslaun eru veitt til 6 mánaða hið lengsta og fylgja þau mánaðarlaunum skv. 5. þrepi 143. lfl. í kjarasamn- ingum Bandalags háskólamanna og fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs. Umsóknum ásamt greinargerð um fyrirhuguð viðfangs- efni skal skilað til skrifstofu útvarpsstjóra, Efstaleiti 1, Reykjavík, fyrir 1. júní nk. Þar eru ennfremur veittar nánari upplýsingar um starfslaunin. n'fi# RÍKISÚTVARPIÐ 20. leikvika -19. maí 1990 Vinningsröðin: 221-11X-211-212 HVERVANN? 3.655.721- kr. 1 var með 12 rétta - og fær hver: 2.874.598- kr. á röö. 44 voru með 11 rétta - og fær hver: 17.752- kr. á röö. 100 milljóna seðillinn, - er næstur!! Kosningaskýrslur 1874-1987 ★ Alþingiskosningar frá 1874 ★ Sveitarstjórnarkosningar frá 1930 ★ F orsetakj ör og þj óðaratkvæðagreiðslur Tvö bindi, 1.160 bls. Verð 4.800 kr. með vsk. Ómissandi fyrir spámenn og spekúlanta um kosningaúrslit. Hagstofan - Skuggasundi 3 - 150 Reykjavík Afgreiðsla bóka í síma 609860.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.