Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1990, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1990, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 22. MAÍ 1990. Frétdr Gí^li Bragi Hjartarson: Erum nauðsyn- leg í stjórn bæjaríns „Ég segi eins og menn sem spila sem vörn og bendi á hversu margir eru óákveðnir. Ég vona að þeir átti sig á að það var nauðsynlegt að fá okkur í meirihluta og ég vona líka að fólk sjái að við erum nauðsynleg í stjórn bæjarins," sagði Gísli Bragi Hjartarson sem skipar efsta sæti á A-lista Alþýðuflokks á Akureyri. „Við þurfum aö skoða okkar gang og athuga hvað felst í þeim vísbend- ingu sem þessi skoðanakönnun gef- -sme Úlfhildur Rögnvaldsdóttir: Ekki gefið að svo vei gangi í kosningunum „Við erum greinilega í sókn. Það var skoðanakönnun gerð hér í bæn- um fyrir viku og þar var útkoman öðruvísi. Þaö sýnir að skoðanakann- anir eru bara skoðanakannanir. Við erum auðvitað ánægð með aö sjá að það er fylgi meö okkar lista og vax- andi fylgi miðaö við siðustu skoðana- könnun. En það veröur að ítreka aö þetta eru ekki úrslit kosninganna. Úrslit þeirra geta orðið allt önnur,“ sagöi Ulfhildur Rögnvafdsdóttir sem skipar efsta sæti á B-hsta Framsókn- ar á Akureyri. „Þaö eru svo margir óákveðnir. Því verður aö taka þessum niðurstöðum með fyrirvara og menn verða að átta sig á því aö þó við komum vel út úr könnuninni er afls ekki gefið að okk- ur vegni svona vel í kosningunum." -hlh Sigríður Stefánsdóttir: Hef trú á betrí útkomu á kjördag Sigurður J. Sigurðsson: Fylgi okkar er vaxandi „Fljótt á litið benda þessar niður- stöður til þess að fylgi okkar sjálf- stæðismanna sé vaxandi og að hug- myndir okkar um vaxandi fylgi í kosningunum eigi við rök að styðj- ast. Ég er hins vegar ekkert undr- andi á því hversu hátt hlutfall að- spurðra er enn óákveðiö vegna þess hversu daufleg kosningabaráttan hefur verið. Ég vænti þess þó að Akureyringar verði virkari þegar nær dregur kosningum og taki virk- an þátt í kosningunum sjálfum,“ sagði Sigurður J. Sigurðsson sem skipar efsta sæti á D-hsta Sjálfstæðis- flokks á Akureyri. „Könnunin sýnir reyndar fram á að það er möguleiki á hreinum sjálf- stæðismeirihluta eftir kosningar en auövitað eru mikhr fyrirvarar á nið- urstöðunum vegna fjölda óákveð- inna. Þeir ráða ferðinni að verulegu -feyti." -hlh „Það sem er athyglisverðast við niðurstöðumar er hve margir era óákveðnir ennþá. Það segir okkur að þegar óákveöna fylgið skhar sér á kjördag getur allt gerst. Við stefnum á að halda okkar tveimur mönnum í bæjarstjóm og munum berjast th þess fram á kjördag. Ég hef trú á að útkoma okkar eigi eftir að verða betri þegar óákveðnu atkvæðin hafa skh- að sér en útkoma sjálfstæðismanna og framsóknarmanna hins vegar verri. Ég held að sú verði raunin,“ sagði Sigríður Stefánsdóttir sem skipar efsta sæti á G-lista Alþýðu- bandalags á Akureyri. -hlh Valgerður Magnúsdóttir: Meðbyr mun skila fleiri atkvæðum „Mér finnst þessi könnun eiginlega ekki þess virði að segja mikið um hana. Svona úrtak samkvæmt síma- skrá er ekki það sem mest er vandað th. Margir óvissuþættir koma því inn í niöurstöðumar og svo eru mjög margir óákveðnir. En könnunin gef- ur ákveðna mynd. Þannig er greini- legt hverjir tveir stærstu listarnir eru og það vitum við vel. Það gefur niðurstöðunum visst réttmætisghdi en þær segja um leið voðalega htið um aha hina listana. Ég ímynda mér að þeir sem svara ekki eða eru óá- kveðnir dreifi sér á einhvern hátt á hina fjóra hstana. Okkur í Kvenna- hstanum finnst við hafa mikinn með- byr. Sá meðbyr hlýtur að skha okkur fleiri atkvæðum en sem nemur 2,7 Jóhann G. Bergþórsson: Kæmi ekki á óvart þó þetta snerist við „Við erum ekki trúuð á að þetta verði niðurstaðan þegar búið verður að telja upp úr kjörkössunum. Við eigum eftir að vinna enn frekar til að koma okkar stefnumálum á fram- færi,“ sagði Jóhann G. Bergþórsson sem skipar efsta sæti framboðshsta Sjálfstæðisflokks í Hafnarfirði. „Ég vil minna á að fyrir fjórum árum var okkur spáð sex mönnum i skoðanakönnun og Alþýðuflokki þremur. Mér kæmi ekki á óvart þó þetta snerist við. Annars kemur þetta á óvart miðað við það sem viö höfum fundið." -sme Guðmundur Ámi Stefánsson: Byrinn er með okkur „Þessi skoðanakönnun sýnir aö byrinn er með okkur og er í anda þess sem við alþýðuflokksfólk höfum fundið meðal bæjarbúa að undan- förnu. Það er augljóst að fólk kann aö meta verk okkar og gerðir á þessu kjörtímabili og treystir okkur best th að halda áfram á sömu braut,“ sagði Guðmundur Árni Stefánsson sem skipar efsta sæti á lista Alþýðu- flokks. Ég vh undirstrika að hér er aðeins um skoðanakönnun að ræða, ekki endanleg kosningaúrslit og þessum tölum ber að taka með fyrirvara. Kosningamar verða spennandi og hvert atkvæði í Hafnarfirði mun vega þungt. Ég hvet stuöningsmenn okkar til að gefa hvergi eftir." -sme Magnús Jón Ámason: Þurfa okkur á vinstri höndina „Það er berlegt að Hafnfirðingar þakka Alþýðuflokknum einum það sem meirihlutinn hefur gert. Við er- um þó á uppleið miðað við fyrri skoð- anakannanir,“ sagði Magnús Jón Ámason sem skipar efsta sæti fram- boðshsta Alþýðubandalagsins í Hafnarfirði. „Hafnfirðingar þekkja það af þeim íþróttaleikjum sem þeir hafa séð aö Hafnfirðingar hafa oft snúið leikjum sér í hag á síðustu mínútum og það munum við gera. Hvorki Alþýðu- flokki né Sjálfstæðisflokki er treyst- andi th að stjóma einum og krötun- um veitir ekki af okkur th að halda í vinstri höndina á sér th að hægt verði að halda áfram þeirri upp- byggingu sem hefur verið hér í Hafn- arfirði.“ -sme Níels Ami Lund: Fylgið vaxið um helming „Miðað við þær skoðanakannanir sem ég hef séð tvo síðustu daga þá hefur fylgi okkar aukist um helming á milh daga. Ég vil segja það eitt að ég geri lítið úr þessum skoðanakönn- unum. Ég hef fundið sterkan byr með okkur,“ sagði Níels Ámi Lund sem skipar efsta sæti framboðslista Framsóknarflokks í Hafnarfirði. „Það er alltaf hætta á sphhngu og hrossakaupum þegar einn flokkur er í stjóm. Bæjarbúar verða að sjpyija sig hvort þeir vilji aö svo sé. Eg bið framsóknarfólk að standa fast á sínum málefnum og með sínum manni. Við komum manni í bæjar- stjórn. Við framsóknarmenn emm ekki sjokkeraðir yfir þessu og erum staðráðnir í að ná inn manni.“ -sme eða 4,7 prósentum," sagði Valgerður Magnúsdóttir sem skipar efsta stæi á V-hsta Kvennahsta á Akureyri. -hlh Valdimar Pétursson: Virðast vilja hafa þetta svona „Við rennum blint í sjóinn með framboðið. Mér finnst áhugi fyrir framboði okkar vera að aukast. Kosningabaráttan er samt dauf hér. En eftir þessum tölum að dæma virð- ast menn vhja hafa þetta eips og það er,“ sagði Valdimar Pétursson sem skipar efsta sæti á Þ-hsta Þjóðar- flokks á Akureyri. „Mér þykir umræðan hér furðuleg. Það snýst aht um álver og það virð- ist sem auðkýfingar vestan hafs og austan ráði henni. Meirilhutinn er búinn að draga tennur úr fólki með miklu atvinnuleysi. Nú er búið að tendra svo vonir manna um álver að fólk hefur misst áttir. Ég get ekki séð að það hafi komið fram neitt nýtt síðan í umræðunum 1984.“ -sme Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst Innlán óverðtryggð Sparisjóösbækur ób. 3,0 Allir Sparireikningar 3ja mán. uppsogn 3-4 Ib.Sb,- Sp 6mán. uppsögn 4-5 Ib.Sb 12mán. uppsögn 4-5.5 íb 18mán. uppsögn 11 Ib Tékkareikningar.alm. 0,5-1 Allir nema Ib Sértékkareikningar 3,0 Allir Innlan verðtryggð Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 1.5 Allir 6 mán. uppsögn 2,5-3,0 Lb.Bb,- Sb Innlán meðsérkjörum 2.5-3.25 Ib Innlángengistryggð Bandaríkjadalir 7-7.25 Lb.Sb Sterlingspund 13,6-14,25 Sb Vestur-þýskmork 6,75-7,5 Lb Danskarkrónur 9,25-10,75 Sb ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst Útlán óverðtryggð Almennirvíxlar(forv.) 13,5-13,75 Bb.Sb Viðskiptavixlar(forv.)(1) kaupgengi Almennskuldabréf 14,0 Allir Viöskiptaskuldabréf(l) kaupgengi Allir . Hlaupareikningar(yfirdr.) 16.5 17,5 Bb Utlán verðtryggð , Skuldabréf 7,5-8.25 Lb.Bb Utlántilframleiðslu isl. krónur 13,75-14,25 Bb SDR 10,75-11 Bb Bandaríkjadalir 10,10-10,25 Bb Sterlingspund 16,8-17 Sp Vestur-þýsk mörk 9.9-10,5 Bb Húsnæðislán 4.0 Lifeyrissjóðslán 5-9 Dráttarvextir 23,0 MEÐALVEXTIR Óverðtr. mai 90 14,0 Verðtr. maí 90 7.9 VÍSITÖLUR Lánskjaravísitala maí 2873 stig Lánskjaravísitalajúní 2887 stig Byggingavísitala maí 541 stig Byggingavísitala mai 169,3 stig Húsaleiguvisitala 1^8% hækkaði 1. apríl. VERÐBRÉFASJÓÐIR ' Gengi bréfa verðbréfasjóða Einingabréf 1 4,858 Einingabréf 2 2,656 Einingabréf 3 3.200 Skammtimabréf 1,648 Lifeyrisbréf Gengisbréf 2,127 Kjarabréf 4,832 Markbréf 2.568 Tekjubréf 1,975 Skyndibréf 1,445 Fjölþjóðabréf 1,270 Sjóðsbréf 1 2.341 Sjóðsbréf 2 1,757 Sjóðsbréf 3 1,637 Sjóðsbréf 4 1.388 Vaxtasjóðsbréf 1,6590 Valsjóðsbréf 1,5565 HLUTABRÉF Söluverð aö lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.: Sjóvá-Almennar hf. 650 kr. Eimskip 420 kr. Flugleiðir 168 kr. Hampiðjan 159 kr. Hlutabréfasjóður 180 kr. Eignfél. Iðnaðarb. 159 kr. Skagstrendingur hf. 367 kr. Islandsbanki hf. 155 kr. Eignfél. Verslunarb. 126 kr Olíufélagið hf. 449 kr. Grandi hf. 166 kr. Tollvörugeymslan hf. 105 kr. Skeljungur hf. 441 kr. (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn, Bb = Búnaðarbankinn, Ib = Iðnaðarbank- inn, Lb = Landsbankinn, Sb = Samvinnu- bankinn, Úb= Útvegsbankinn, Vb = Verslunarbankinn, Sp= Sparisjóðirnir. Nánari upplýsingar um peningamarkað- inn birtast i DV á fimmtudögum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.