Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1990, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1990, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 22. MAÍ 1990. 15 Brúum bernskuskeiðið og hið „nýja skeið“ efri áranna Á síöari árum viröist sífellt gæta meiri tilhneigingar til að skipa fólki saman í lárétta lagskiptingu eftir aldri. Skólakerfiö byrjar aö ýta undir slíkt meö því aö öll börn, sem fædd eru sama ár, séu svo til skil- yrðislaust saman í bekk og margir ætla þeim svo líka aö vinna sömu verkefni með sama hraða. Viö lok grunnskólans skulu síöan þeir sem eru á sama aldri gangast undir sama prófiö. Þá gátu .. Þetta er mjög andstætt náttúru- lögmálunum og hinum ólíku ein- staklingum sem eru, eins og albr vita, misfljótir aö hlaupa og vissu- lega einnig misjafnir á öörum þroskasviöum. Áöur fyrr var skólinn íremur sem eftirlitsaðili, en lærdómurinn fór að miklu leyti fram á heimilun- „Væri ekki athugandi, í ýmsum tilfell- um, að bjóða þessu fólki að leggja fram starfsreynslu sína til að aðstoða við uppeldið á börnunum?“ verið tlokkaö á sinn bás. Börnin eru í skólanum, foreldrarnir í vinn- unni, reyndar afmn og amman oft- ast líka. Enda er nú svo komið að afinn og amman búa sjaldnast á heimili barnanna, heldur ein úti í bæ eöa hafa vistast á einhverja stofnun. Börnin eiga helst aö læra allt í skólanum. Gott, ef ekki er sagt að uppeldið hafi færst inn í skólana. Hefur fólk almennt gert sér grein um. Þá gátu börnin, hvert og eitt, variö mislöngum tíma í námið og skipt honum milli námsgreinanna eftir eigin þörfum. - Þá gátu yngri systkinin leitað aðstoðar þeirra eldri, mömmunnar, sem oftast var heima, og jafnvel afa og ömmu. Hin lóðrétta aldursblöndun og sam- skipti mismunandi aldursskeiða, þótti þá eðlileg. Nú er öldin önnur, aö minnsta kosti hér í þéttbýlinu. Allt hefur KjaUariim Áslaug Brynjólfsdóttir fræðslustjóri i Reykjavík. 4. maður á B-lista við borg- arstjórnarkosningarnar „Nú á tímum verður fólk miklu seinna „gamalt“ heldur en hér áöur fyrr“, segir greinarhöfundur m.a. fyrir eftirfarandi staöreyndum? 1. Skóladagar barnsins eru aöeins 165-170 á ári, þar sem skólahald er níu mánuöi ársins. 2. Skóladagur yngri barna er um fjórar klukkustundir. 3. Kennarinn er meö allt að 26 börn í bekknum. 4. Á þessu aldursskeiði er barniö í mótun og grunnur lagður að öll- um meginþáttum namsins, vinnubrögöum og hátterni. Hvernig getur kennarinn sinnt þörfum allra hinna ólíku einstakl- inga? Verður seinna gamalt Þaö vaknar sú spurning hvort ekki sé unnt aö fá fleiri aðila inn í skólann til aðstoðar, virkja til dæmis hina „nýju kynslóð" eldra fólksins, sem oft á tíðum býr yfir hafsjó fróðleiks og reynslu. Þetta fólk gæti hlustað á börnin segja frá og lesa, sagt þeim sögur og miðlað þeim ýmsum fróðleik, auk þess sem það gæti aðstoðað kennarann á margan annan hátt. Nú á tímum verður fólk miklu seinna „gamalt" heldur en hér áð- ur fyrr. Farið er að starfrækja stofnanir þar sem þessu fólki er kennt allskyns föndur. Væri ekki athugandi, i ýmsum tilfellum, að bjóða þessu fólki að leggja fram starfsreynslu sína til að aðstoða við uppeldið á börnunum? Eg hef lengi haft þetta i huga og nú, er ég í byrjun mai var á fundi með fræðslustjórum höfuðborga Norðurlanda, sá ég í einum skóla í Kaupmannahöfn slíkt samstarf við eldri borgara og höfðu bæði hinir ungu og öldnu sýnilega ánægju af þeim samskiptum. Mörg börn fara á mis við hlýju og umhyggju á heimilum, af ýms- um ástæðum, en til þess að börn geti lært og þroskast þarf þeim að liða vel. Því þarf margar hlýjar hendur til að hlúa að þeim. Áslaug Brynjólfsdóttir H-listinn er svarið! Það er ekki að ástæðulausu að fólk úr ýmsum áttum hefur safnast saman á Nýjum vettvangi með þá ósk að ferskir vindar fái aö blása um stjórnkerfl Reykjavíkurborgar. Stundum legga menn þann mæli- kvarða á styrk lýðræðis á tilteknu svæði, að skoða hvernig minni- hluta eru tryggö réttindi til að hafa áhrif á gang mála. Þegar þessi mælikvarði er notaður fær vald- hafinn, Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík, ekki háa einkunn. Fámennisveldi í borginni leyfir ekki að áhrif minnihluta séu mikil, frekar en fámennisveldi annars staðar í heiminum. Borgarfulltrúar minnihlutans eru nánast ekki við- urkenndir af fámennisveldinu sem fulltrúar fólksihs sem þeir eiga aö þjóna. Fyrirlitningin á því fólki, sem ekki fyllir hóp Flokksins, sýn- ir sig ítrekað í afgreiðslu mála í borgarstjóm. Það er sama hversu þörf mál og vel rökstudd minni- hlutinn flytur, nánast öll eru felld af sjálfstæðismönnum. Lýðræðis- skilningur sjálfstæðismanna birt- ist vel í því viðhoríi Júlíusar Haf- stein, sem fram hefur komið í borg- arstjórn, að affarasælast sé að eitt pólitískt afl sitji að kjötkötlunum! „Borg óttans“ Nýr vettvangur ætlar aö haga stjórnarháttum sínum þannig að hugtakið „borg óttans", sem nú svífur yfir Reykjavík, verði úr sög- unni. Við munum kalla eftir hug- myndum fólks um hvernig það vill hafa sitt nánasta umhverfi og taka mark á faglegu áliti manna, burt- KjaUariim Kristín Á. Ólafsdóttir borgarfulltrúi. 2. maður á H- lista Nýs vettvangs séð frá því hvar þeir standa í póli- tík. Það verður ekki spurt um flokksskírteini eða ættarveldi áður en arkitektum, verktökum eða öðr- um starfsmönnum verða falin verkefni fyrir Reykjavíkurborg. Heilbrigö samkeppni mun ráða hverjir byggja íbúöir fyrir elstu Reykvíkingana, sem væntanlega gerir þeim kleift að greiða svipað verð fyrir þær og gert er í öðrum sveitarfélögum. Tillögur um að bjóða út þessi verk verða ekki áfram felldar eftir að Sjálfstæðis- flokkurinn lendir í minnihluta. Nýr vettvangur mun taka mark á undirskriftum Reykvíkinga og hann mun ekki banna borgarbúum að láta undirskriftalista liggja frammi í þeirra eigin stofnunum, sundlaugum eða öðrum sameigin- legum fyrirtækjum okkar. Hann er orðinn ærið stór, hópur Reykvík- inga, sem kynnst hefur skollaeyr- um núverandi valdhafa sem skellt er við eindregnum óskum fólksins í borginni, t.d.: Fólk sem vildi fá aö kjósa um hvort ráðliús yrði sett í Tjörnina - íbúar í Háaleitishverfl sem vildu halda grænu svæði en ekki fá þar bankabyggingu - For- eldrar nemenda Seljaskóla sem vildu félagsaðstöðu fyrir börnin sín - Reykvíkingar sem vildu verjá Fæðingarheimili Reykjavíkur gegn ásókn lítils læknahóps - Borgar- starfsmenn sem ekki una því að vera verst launuðu bæjarstarfs- menn i landinu. Opið stjórnkerfi Fámennisveldiö daufheyrist við öllum hugmyndum og tillögum um að opna borgarkerfið betur. að gefa almenningi kost á að fylgjast með gangi mála. Meira að segja felldu sjálfstæðismenn tillögu um að út- varpa frá fundum borgarstjórnar, sem þó hefði haft óverulegan kostnað í för með sér. Fámennisveldið hefur einnig vís- að frá sér hugmyndum um að leyfa fulltrúum hópa aö fylgjast með málaflokkum sem þá varða. Þannig var hafnað að leyfa áheyrnarfull- trúa Áhugahóps um bætta um- ferðarmenningu á fundum um- ferðarnefndar og fulltrúa Félags eldri borgara var meinað að fylgj- ast með fundum félagsmálaráðs. Fámennisveldi Sjálfstæðisflokks- ins hefur margfallið á lýðræðis- prófinu. Það vita allir að vald, bæði póli- tískt og efnahagslegt, hefur safnast og þjappast saman á fárra manna hendur á ísiandi. Þessi kolkrabbi, sem umlykur allt atvinnu og efna- hagslífið, hefur pólitíska viðspyrnu hjá fámennisveldinu í Reykjavík- urborg. Það hefur oft sýnt sig á umliðnum árum, hvort sem kaupa á land undir hitaveitu, selja útgerð, byggja hús eða teikna þau, - alltaf, þegar hægt er, er leitað til hirðarki- tektanna, ættarhöfðingjanna eða annarra sem tilheyra valdablokk- inni. Þegar kolkrabbinn pirrast eða armarnir flækjast er kallaö á sátta- semjarann - borgarstjórann í Reykjavík. Og hann greiðjr flækj- una, - við greiðum brúsann. Heldur einhver að lögmál heilbrigðrar samkeppni ráöi ferðinni? Heilbrigð samkeppni Stórfyrirtækin og fjölskyldurnar hafa fengið góða aöstöðu. Sú að- staða hefur orðið viðameiri undir verndarvæng fámennisveldisins í borgarstjórn. Þetta á m.a. við um hafnarsvæðið í Reykjavík. Og nú er ekkert pláss lengur eftir fyrir hugsanleg samkeppnisfyrirtæki. Það segir mér innflytjandi að flutn- ingsverð hafi rokið úr einni norskri krónu upp i fimm um leið og Haf- skip sáluga leið undir lok. Halda menn að það sé einskær tilviljun að borgarstjórinn i Reykjavík er fenginn sem fundarstjóri á aðal- fundi Eimskipa? í pólitísku og félagslegu aðhaldi við „kolkrabbann" og fámennis- veldið þurfa m margir að taka höndum saman. Heilbrigð sam- keppni á ekki að spyrja um upp- runa fólks eða þjóðfélagsstöðu. Hún er blátt áfram spurning um pólitískt og efnahagslegt lýðræði í landinu. Við höfum þegar stigið fyrsta skrefið til að sameina marg- vísleg öfl um nýjan vettvang þess- arar baráttu. Þess vegna koma margir straumar saman til að reyna að búa til einn valkost gegn ofurefli fámennisveldisins. Nýr vettvangur hefur þannig orðið til sem valkostur við Sjálfstæðisflokk- inn. H-listinn er svarið. Kristín Á. Ólafsdóttir. „Heilbrigð samkeppni á ekki að spyrja um uppruna fólks eða þjóðfélagsstöðu. Hún er blátt áfram spurning um póli- tískt og efnahagslegt lýðræði í landinu.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.