Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1990, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1990, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 22. MAI 1990. 7 Sandkom Sofið hjá kennara .[• i'jutjg uj'. Ritlingurheitir blaðsemkomið ir ut-i \esmm {jólniiðlii- . klúbbsöldu- túnsskóla. bað orckkiáhveij- umdcRisem skólablaðberst Sandkomsritara og það þvi lesið ítar- lega. í blaðinu kennir ýmissa grasa en athygli vekur skoðanakönnun á opnu. Þar voru nemendur spurðir fimm spuminga. Súfyrstavar hvort þeir heíðu soflð hjá kennara. 93,5 prósent stelpnanna s vöruðu neitandi. 6,5 svöruðu játandi en bættu þvi við að þær hafi verið s vo fullar að þær mynduekkieftirþvi.88,2prósent strákanna höföu ekki sofið hj á kenn- ara. 5,9 prósent höfðu gert það undir svipuðum kringumstæðum og stelp- urnar en 5,9 prósent strákanna höfðu gert það bláedrú, sem sagt bara gert það. Undirkökuritiafniðurstöðun- um segir síðan: „það eru greínilega ekki margirsemfá 10Í vor..." Harðlífi 603... Rinirfiúg- mytidariku spyrlarlétu sér ekki tiægaaö.. spá í náið satnaband kcnnaraog nemendaheid- urspuröuþeir nemendur líka að því hvort þeir gengju öma sinna í skólanum. Spurt var: Kúkarðu í skólanum? Niðurstað- an varð sú að 87 prósent stúlknanna svöruöu þessari spurningu neitandi og 82,4 prósent strákanna. Er það von að Ritlingur spyiji hvort fólk sé al- mennt með harðlífi. Skoðanakönn- unin ber kannskí ekki vott um and- legt harðlífi Ritlinga en mjög beinist nú athyglin að svæðum undir beltis- stað. Einnig var spurt hvort fólk not- aði smokkinn. Stúlkurnar virtust ekki duglegar að nota hann, 64,5 pró- sent, en strákarnir öllu lélegri þar sem aðeins 23,5 prósoent þeirra sögð- ust nota hann. Það má þó segja unga fólkinu til bóta að 16 prósent stelpn- anna og41,2 prósent strákanna sögð- ust nota smokkinn þegar þau þörfn- uðust hans. Það er nú gott. Ragnar Geirmundur JímjHGUJ'. f Ritlíngi erlíka skúbbeinsog þaökallast að verafyrstur meðfréttirnar. Þarervíðtal viðhinnkmds- þekktaaljiýðu- mannRagnar Reykás. Þar kemur fram að hann heitír ekki bara Rágnar Reykás held- ur Ragnar Geirmundur Reykás, Ragnar Geirmundur leikur á alls oddi og þegar hann er spurður um uppáhaldsbílinn sinn skvettir hann fram vísukorni, svona a’la Reykás: Bíllinn minn; fjallabíllinn það er engin spurning yflr honum er mikill stíll en vantar á hann smurning. Kossamál jíj'ruiiGUJ'. Siöastasand- : kom erliknúr þessufríska blaði krakk-: annaúröldu- túnsskóla. Á eimnn stað i blaðinuerver- iðaðleiðbeina strákum um hvemig þeir eigi að koma sér í mjúkinn hjá stúlkum. Við grípum í niöurlagþeirra leiðbein- inga. „Blessaðir hælið henni! Segið henni aö hún sé falleg! Andið síðan djúpt að ykkur ilminum úr hári hennar og hafið orð áþví hvað hann sé góður. Segið henni að hann sé eins og „áfengt vín“. Segið henni að anganin úr hári hennar sé eins og ilmur i rósa- garði. Segiö eitt og annaö við hana en gætið þess ávallt að hrósa henni. Aö svo búnu er ekki nema eðlilegt að yður langi tíl að stinga nefmu dýpra niður í hár hennar svo að þér getið notíð þessa blómvandar í ríkara mæli.“ Það er stíll á rómantíkinni í Hafnarfiröi. Umsjón: Haukur L. Hauksson Fréttir Skoðanakönnun DV: Alþýðuflokkur með hreinan meirihluta í Hafnarfirði Samkvæmt niðurstöðum skoðana- könnunar DV fengi Alþýðuflokkur- inn hreinan meirihluta í bæjarstjórn Hafnarfjarðar ef gengiö yrði til kosn- inga nú. Meirihluti þeirra yrði trygg- ur eða 7 af 11 bæjarstjórnarfuiltrú- um. Sjálfstæðismenn sætu hins veg- ar einir í minnihlutanum með 4 full- trúa. Samstarfsflokkur Alþýðuflokksins nú, Alþýðubandalagið, myndi hins vegar missa sinn mann úr bæjar- stjórn. Framsókn tækist ekki að ná aftur manninum sem þeir misstu í síðustu kosningum árið 1986. Mikilfylgisaukning hjá Alþýðuflokki í síðustu kosningum fékk Alþýöu- flokkurinn 35,3 prósent atkvæða og 5 menn kjörna. Það var stór kosning- Sjálfstæðismenn vinna lítið á Sjálfstæðismenn hafa aukið fylgi sitt lítillega frá síðustu kosningum en þó ekki nægjanlega til að endur- heimta það fylgi sem fór til sérfram- boðs Einars Mathiesen í kosningun- um 1986. í þeim kosningum fékk Sjálfstæðisflokkurinn 32,1 prósent atkvæða og 4 menn kjörna. Nú mæl- ist fylgi flokksins 34,3 prósent sem nægir til að halda 4 mönnum og hafa þann fimmta á þröskuldinum. Ef fylgi sérframboðs Einars er lagt við fylgi Sjálfstæðisflokksins þá lækkar hann frá síðustu kosningum úr 39,2 prósentum í 34,3 prósent. Framsóknarflokkurinn missti mann úr bæjarstjórn árið 1986. Mið- að við niðurstöður könnunar DV minnkar fylgi flokksins enn eða úr Niðurstöður skoðanakönnunarinnar urðu þessar: Innan sviga eru úrslit síðustu kosninga til samanburðar. Af úrtaki Af þeim sem tóku afstöðu Fulltrúar Alþýðuflokkur 35,2% 54,4% (35,3%) 7(5) Framsóknarflokkur 3,0% 4,6% (5,0%) -H Sjálfstæðisflokkur 22,2% 34,3% (32,1%) 4(4) Alþýðubandalag 4,3% 6,7% (10,7%) -(1) Svara ekki 6,3% Óákveðnir 29,0% 5,0 prósentum árið 1986 í 4,6 prósent fylgi í könnuninni nú. Helmingi færri listar í framboði í kosningunum á laugardaginn veröa fjórir listar í framboði í Hafn- arfirði en þeir voru átta fyrir síðustu kosningar. Frjálst framboð Einars Mathiesen er falliö út en það náði manni inn 1986. Þá er ekki boöið fram á vegum Félags óháðra borgara, Flokks mannsins eða Kvennalista en enginn þessara flokka náði inn manni í síðustu kosningum. í könnun DV voru 29 prósent að- spurðra óákveðin og 6,3 prósent neit- uðu að svara. 64,7 prósent þeirra sem tóku þátt höfðu því gert upp hug sinn. í úrtakinu voru 600 manns á kjör- skrá í Hafnarfirði og skiptust þeir jafnt á milli kynja. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef bæjarstjórn- arkosningar færu fram nú? -gse Skoðanakönniui DV, Hafnarfjördur Kosningar 1986 Könnun 1990 Aórir B asigur en í kosningunum 1982 fékk flokkurinn 20,9 prósent atkvæða og 2 menn kjörna. Samkvæmt niður- stöðum skoöanakönnunar DV hefur Alþýðuflokkurinn tekið annað stökk. Hann fékk 54,4 prósent fylgi þeirra sem tóku afstöðu eða 19,1 prósentu- stigi meira en 1986 og 33,5 prósentu- stigum meira en 1982. Miðaö við nið- urstöðurnar myndi 54,4 prósent fylgi nægja til að koma 7 mönnum í bæjar- stjórn og þar með fengi flokkurinn hreinan meirihluta. Alþýðubandalagið, sem stendur að núverandi meirihluta með Alþýðu- flokknum, tapar hins vegar fylgi. í kosningunum 1986 fékk Alþýöu- bandalagið 10,7 prósent atkvæða og einn mann kjörinn. Nú mælist fylgi flokksins 6,7 prósent og það nægir ekki til að koma manni að þó naumt sé á mununum. Ummæli fólks í könnuninni „Ég kýs Alþýðuflokkinn. Hann hef- ur gert svo mikið á þessu kjörtíma- bili,“ sagði kona. „Ég kýs þann flokk sem ég hef alltaf kosiö, Sjálfstæðis- flokkinn. Ég yrði sjálfsagt bráð- kvaddur ef ég reyndi að breyta því,“ sagði karl. „Eg ætla að skella mér á kratana núna,“ sagði annar karl. „Alþýðuflokkurinn hefur fram- kvæmt mikið en skuldirnar hafa aukist að sama skapi. Þess vegna kýs ég Sjálfstæðisflokkinn,“ sagði kona. „Ég kýs alltaf sama flokkinn; Al- þýðuflokkinn,“ sagði önnur kona. „Ég kýs ekki því að ég hef engan áhuga á þessum flokkum," sagði þriðja konan. „Ég kýs litla Davíð; hann Guðmund Arna,“ sagði karl. „Ég kýs alltaf Framsókn," sagði ann- ar karl. „Ég fæddist bara krati,“ sagði kona. „Ég kýs D-listann en innst inni vona ég að kratamir vinni svo að það lendi á þeim að rétta við stöðu bæjarins en ekki á okkur,“ sagöi karl. „Ég kýs menn fremur en málefni. Þess vegna kýs ég Guðmund Árna,“ sagði kona. -gse Akstur á kjördag Sjálfstœöisflokkinn íReykjavík vantar sjálfboðaliða á bifreiö til aksturs á kjördag, laugardaginn 26. maí. Upplysingar og skráning á skrifstofu Sjálfstœðisflokksins í Valhöll, Háaleitisbraut 1, eða ísíma 82900frá kl. 9til 22 alla virka daga ogfrá kl. 13til 18 um helgar. Sjálfstæðisflokkurinn íReykjavík Borgarstj órnarkosningar 26. maí 1990 mm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.