Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1990, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1990, Blaðsíða 32
 I Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Riitstjórn - Aiigíysmgar - Askrift - Dreiting: ÞRIÐJUDAGUR 22. MAI 1990. Grímuklæddir nemendur: Brutust inn og stálu prófunum Gylfi Krisjánsson, DV, Akureyri: Tveir ungir piltar, nemendur í Verkmenntaskólanum á Akureyri, brutust inn í skólann í nótt og var lögreglunni tilkynnt um ferðir þeirra. Piltarnir náðust skömmu síðar skammt frá skólanum. Þeir voru með grímur fyrir andlitinu og í ljós kom að þeir höfðu brotist inn í skólann tii að stela prófverkefnum í þýsku og ensku. Þeir ætluðu sem sagt að tryggja það að mæta vel undirbúnir til prófanna en segja má að þeir fái falleinkunn fyrir tiltæki sitt í nótt. Akureyri: Slippstöðin tap- aði 40 milljón- um á síðasta ári Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: A aðalfundi Slippstöðvarinnar á Akureyri sem haldinn var um helg- ina kom fram að tap fyrirtækisins á síðasta árni nam um 40 milljónum króna og þar af var rekstrartap um 26 milljónir. Skuldastaða fyrirtækisins er mjög erfið en skuldir nema nú 572 milljón- um króna og jukust verulega á síð- asta ári. Slippstöðin á útistandandi um 171 milljón króna hjá ýmsum viðskiptamönnum sínum, þar af um 50 milljónir hjá Hraðfrystihúsi Kefla- víkur sem nú er með greiðslustöðv- un. Það að sala á nýsmíðaverkefni stöðvarinnar hefur ekki tekist þýðir að skipið sem er nær fullbúið við bryggju hleður á sig fjármagnskostn- aði sem nemur um 2,5 miUjónum króna á hverjum mánuði. Starfsmenn Slippstöðvarinnar eru nú um 170 talsins sem er lágmarks- tala svo ekki þurfi að stokka algjör- lega upp allan grundvöll fyrirtækis- ms. Efnagerð bakara: Kröfur upp á 145 mil|jónir Búið er að lýsa kröfur upp á 145 milljónir króna í þrotabú Efnagerðar bakara. Skiptafundur verður hald- inn í dag og þá verður tekin afstaða til lýstra krafna. -sme LOKI Þetta kallast grímu- klæddur prófskrekkur. Bergvik RE 41 sökk í nótt: Bjargaði félaga sínum tvívegis úr sjónum Ljósafoss sá neyðarblys og fann Tveimur mönnum af Bergvík RE 41 var bjargað úr gúmmíbát um borð í Ljósafoss í Faxaflóa á þriðja tímanum i nótt. Bergvík,- sem er nýr 5,8 tonna bátur, sökk skömmu áður. Eigandi bátsins, sem er 41 árs gamall, var fluttur nokkuð þrekað- ur á sjúkrabörum í land í Reykja- vík og liggur hann nú á Landspíta- lanum. Með honum á bátnum var 19 ára gamaU pUtur en hann er nú að ná sér. Eldri maðurinn féU tvi- svar í sjóinn en hinn náði að bjarga honum áður en Ljósafoss kom á vettvang. „Stýrimaðurinn hjá okkur varö fyrst var við bátinn í nótt þegar ina tU Reykjavikur," sagði Gunnar. hann sá neyðarblys. Hann gerði þá Við reyndum að hlúa að mönnun- mennina í gúmmíbátnum neyðarblys strax viövart, ræsti mig og stefndi skipinu að staðnum. Víð sáum blysin frá gúmmíbátnum öðru hvoru og fundum hann nokkru síð- ar, sagðí Gunnar Baldursson, skip- stjóri á Ljósafossi, í samtali við DV í morgun. „Annar mannanna var oröinn þrekaður og kaldur en þeim var báðum hjálpað upp kaðalstiga hjá okkur. Björgunin gekk ágætlega enda er Ljósafoss ekki borðhátt skip. Viö hifðum síðan gúmmíbát- inn um borð og sigldum með menn- um, háttuðum þá, gáfum þeim heitt að drekka og settum þá undir sæng. Við komum svo til Reykjavíkur um fimmleytið i nótt, sagði Gunnar. Mennirnir á bátnum fóru að sofa um hálftólfleytið í gærkvöldi og lá báturinn viö stjóra við Vestara- hraun í Faxaflóa. Eigandinn mun síðan hafa vaknað upp um hálftvö- leytið þegar hann varð var við að eitthvað var að og mikill sjór kom- inn í bátinn. Hann vakti þá piitinn og skömmu síðar kom mikil slag- síða á bátinn. Eigandinn náði í en piiturinn losaði gúmmibátinn. Mennimir komust síðan í björgunarbátinn og skáru frá Bergvíkinni sem sökk skömmu síðar. Á meðan á þessu stóð féll eigand- inn tvisvar í sjóinn en hinum tókst að bjarga honum upp í bátimi. Maðurinn var talsvert þrekaður og kvartaði undan verkjum í brjósti, Hann liggur nú á Landspítalanum. Ekki náðist að senda neyðarkall um talstöð á Bergvikinni og er ljóst að neyöarblysin björguöu mönn- unum í þessu tilfelli. -ÓTT Skröltormur á leið til íslands Hálf óhugnanlegur laumufarþegi vakti skelfingu í Narsarsuaq í Græn- landi í gær samkvæmt upplýsingum dönsku fréttastofunnar Ritzau. Um var að ræða rúmlega hálfs metra langan skröltorm sem var reyndar á leið til íslands. Skröltormurinn hefur einhvem veginn laumað sér um borð í flugvél sem var á leið til íslands frá Texas. Þegar milhlent var í Narsarsuaq ætlaði flugmaðurinn að fara í utan- yfirflík sína en þá skreið skröltorm- urinn út. Ekki þótti Grænlendingum vænlegt að hafa skröltorminn á kreiki og var honum snarlega stung- ið í frysti. -SMJ Gjaldþrot tveggja Nesco-fyrirtæka: Samþykktar kröfur eru 110 milljónir Starfsfólki Húsdýragarösins i Laugardal í Reykjavík leiöist ekki að ganga um meö nýju íbúana, hreindýrin. Dýrategundunum fer æ fjölgandi og með hverjum deginum er meira að sjá í garðinum. DV-mynd GVA Skiptafundur var haldinn í gær í þrotabúum tveggja Nesco-fyrirtækja - af fjórum. Fyrirtækin eru Nesco Laugavegur og Nesco Xenon. Tvö önnur Nesco fyrirtæki em í gjald- þrotameðferð, en það eru fyrirtækin Nesco framleiðslufélag og Nesco Kringlan. Stærsta málið er gjald- þrotamál Nesco framleiðslufélags. Vegna þess máls eru nokkur riftun- armál í gangi og er hluti þeirra nú hjá Hæstarétti. I þrotabú félagsins Nesco Lauga- vegur eru kröfurnar rúmar 77 millj- ónir króna. Stærsta krafan er frá Nesco framieiðslufélagi, 36,6 millj. í þrotabú Nesco Xenon eru kröf- urnar 33 milljónir króna. Stærsta krafan er frá þrotabúi Nesco fram- leiðslufélags, 33 milljónir króna. Ekki er fyrirséð hvenær uppgjöri allra fyrirtækjanna fjögurra verður lokið en víst er að það verður ekki á næstunni. f f 4 4 4 4 4 \4 \4 4 4 -sme Veðrið á morgun: Bjart sunnan- og vestanlands Á morgun verður hæg norðan- átt á landinu. Dáhtil súld á an- nesjum norðaustanlands. Bjart veður sunnan- og vestantil á landinu en hætt við miðdegis- skúmm. Hitinn verður 1-6 stig norðanlands en 7-12 stig syðra. SAFARÍKAR GRILLSTEIKUR VU4/ TRYGGVAGÖTU ■ SPRCNGISANDI BÍLALEIGA v/Flugvallarveg 91-61-44-00

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.